Tíminn - 02.11.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.11.1971, Blaðsíða 1
 249. tbL__________________ Kjaradeilan komin til sáttasemjara EJ—Reykjavík, mánudag. Kjaradeila AlþýSusambands ís lands og Vinnuveitendasambands íslands er nú komin til sáttasemj ara, en talið er sennilegt, að hon Qm til aðstoðar verði skipuð sér- stök sáttanefnd. Má búast við, að samningamálin komist nú á nokk um rekspöl, þar sem málið er komið í sátt og þar sem undir- nefhdir munu sumar hverjar ljúka störfum sínum á næstunni. Deiluaðilar ákváðu það fyrir helgina, að máhð skyldi sent til sáttasemjara jafnframt því, sem þeir ákváðu að senda viðræðu nefnd á fund ríkisstjórnarinnar m. a. til að ræða um skipun sér- stakrar sáttanefndar. Sá fundur var haldinn í morgun. Seld orka fyrir 375 millj. kr. EJ—Reykjavík, föstudag. Á síðasta ári voru starfandi al- mennar hitaveitur á 9 stöðum á landinu, og náðu þær til 83 þúsund manna. Seld orka hita veitanna nam 375 milljónum kr. Hitaveitur þessar eru í Reykja vík, Hveragerði, Selfossi, Laugar ási, Flúðum, Sauðárkróki, Ólafs firði, Dalvík og Húsavík. ísfiskur fyrir 55,5 millj. til Bretlands ÞÓ—Reykjavík, mánudag. Þrjátíu bátar seldu afla sinn í Bretiandi í siðasta mánuði. Alls seldu þessir 30 bátar 1490 lestir fyrir 55,5 milljónir og er þetta oijög gott verð. Meðalverðið er 37.25 kr. Ingimar Einarsson hjá Lands- sambandi íslenzkra útvegsmanna sagði blaðinu í dag, að frá því að bátarnir byrjuðu að selja í Bretlandi hefði verið þar mjög gott verð, og hefði komizt upp í 45,26 kr. fyrir kílóið. Var það Ólafsvíkurbáturinn Lárus Sveins son, sem það fékk. Þess ber samt að gæta, að þeg ar menn tala um þetta góða verð, þá fara yfir 30% af því í toll, útflutningsgjöld, umboðslaun og ýmislegt fleira. Búizt er við, að verðið haldist hátt áfram á brezku mörkuðun um, og munu þó nolckrir bátar selja á næstunni. Annars hefur verið mjög tregt undanfarið hjá íslenzku bátunum. • •• • - • <V^VsV- <Ó>' »SÍiiSSii ■ ■ , — Þriðjudagur 2. nóvember 1971 — Pjp |§|lp|p :................... MikiS var um a3 vera í iþrófjtalífinu um helgina. Á sunnudaginn var t.d. keppt í fjölda greina í Reykjavík og nágrenni, og má ætia aS þúsundir manna hafi fylgzt með þeim. Margir komu á Melavöllinn, þótt veSrið væri vont, en flestlr voru f Laugardalshöllinni og í íþróttahúsinu í HafnarfirSi, þar sem handknattleikur var á dagskrá. Mesti spenningurinn í lelkjum helgarinnar var í sambandi viS leik Ármanns og Víkíngs í handknatt. leik karla og leik KR og ÍR í úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik. Þessar svipmyndir eru frá tveim leikjum helgarinnar. Sú efri er frá leik Vikings og Ármanns í handknattleik, en sú neSri fri lelk Fram og BreiSabliks f knattspymu. Um iþróttaviðburSI helgarinnar má nánar lesa á bts. 8—9 og 10. (Timam. Róbert). 55. árg. 400 þús. fyrir hektarann í Laugardal og Grímsnesi EJ—Reykjavik, mánudag. Ýmsir borgarbúar bjóða nú um 400 þúsund krónur fyrir einn hektara lands £ Laugardalnum og Grímsnesinu, þar sem sumarbú staðalönd eru hvað vinsælust. Sums staðar, eins og t.d. í landi öndverðaness í Grímsnesi, er þeg ar komið svo mikið af sumarbú- stöðum, að helzt er eins og bær yfir að líta, og augljóst er, að ásóknin í sumarbústaðalönd í góð um landbúnaðarhéruðum eiga eft ir að skapa margvísleg vandamál. Þetta sagði Þorkell Bjarnason á Laugarvatni, þegar blaðamaður Tímans ræddi við hann í dag um ásóknina í sumarbústaðalönd í Grímsnesi og Laugardal. Ásóknin í sumarbústaðalönd er langmest þar sem umhverfi er fagurt, vegasamband gott og ekki of langt til höfuðborgarinnar. í Laugardalnum er mest ásóknin á nokkrum jörðum, og hafa ver- ir boðnar um 400 þúsundir í hekt- arann þar. Þorkell sagði, að ásóknin í sumarbústaðalönd í sveitarhéruð um, þar sem blómleg byggð væri fyrir, væri þegar orðin verulegt vandamál, og myndi aukast mjög á næstunni. Taldi hann, að það myndi verða mjög á dagskrá hjá framámönn um bændastéttarinnar á næstu árum, með hvaða hætti hægt væri að bregðast við þessari ásókn, sem að sumu leyti væri mjög skilj anleg, en skapaði hins vegar marg vísleg vandamál. Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, á fundi í Keflavík: „Ég mun einn annast samninga- viðræður við NA TO-þjóðimar ■ þær verða á mína ábyrgð" EB—Reykjavík, mánudag. Á mjög fjölmcnnum fundi um varnarmálin, sem Framsóknarfé- lag Keflavíkur cfndi til í gær, sunnudag, í Aðalvcri, mcð Einari Ágústssyni, utanríkisráðherra og Jóni Skaftasyni, alþingismanni, sagði utanríkisráðherra í ítarlegri ræðu um varnarmálin, að liann teldi ástæðulaust að hafa áhyggj- ur af því, að atvinnulcysi skapað- ist á Suðurnesjum þótt varnarlið- ið hyrfi að einhverju cða öllu leyti af landinu. Jón Skaftason ræddi ennfrcm- ur ítarlega um varnarmálin og sagði. hann m.a., að þar sem þessi mál öll væru viðkvæm og snertu aila landsmcnn, meira eða minna, þá teldi hann eðlilegt að samn- ingsniðurstöður í þessum málum yrðu lagðar undir þjóðaratkvæði I næstu sveitarstjórnarkosning- um, 1973, svo að Alþingi og rík- isstjórn gætu haft þann þjóðar- vilja við að styðjast við endan- lega ákvörðun. Jón sagði, að þetta væru að sínu viti eðlileg vinnu- brögð og þau lýðræðislegustu og i samræmi við stjórnarsáttmál- ann eins og hann skildi hann. Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra, tók fyrstur til máls á fund- inum. f upphafi ræðu sinnar ræddi hann um landhelgismálið, Framhald á bls. 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.