Tíminn - 02.11.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.11.1971, Blaðsíða 3
ÞREÐJUDAGUR 2. nóvember 1971 3 TÍMINN erlendis, óeSlileg sú ósk og sú von íslenzku ríkisstjórnarinnar að eftir 20 ára óbreytta framkvæmd varnarsamningsins frá 1951 sé komin ástæða til þess að endur- skoða hann. Og ég fullyrði, að fyrr verandi ríkisstjórn hafði enga slika endurskoðun uppi og sá áhugi, sem í þeim röðum virðist nú kominn á endurskoðun varn- armálanna, er nýr. Hann var ekki fyrir hendi fyrir svo sem 4 mán- uðum. Og þeir erlendu valda- menn, sem ég hef rætt þetta mál við, úr öllum þeim NATO-ríkj- um, sem ég hef haft tök á að hitta, þeim þykir ekki óeðlilegt eins og ég áðan sagði, að þessi endurskoðun megi fara fram. — Alls staðar, þar sem ég hef verið spurður um ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun ríkisstjórnarinn ar, hef ég gefið sama svarið. Ástæðurnar eru þjóðernisleg til- finning íslendinga fyrir því, að við eigum ekki að þurfa að sæta því, einir allra þjóða, að hér sé um aldur og ævi erlent herlið. Við höfum fyrir okkur dæmi um það frá nágrannaþjóðum okkar, að þær eru ekki áfjáðar í það, svo ekki sé meira sagt, að taka við því varnarliði sem hugsanlega þyrfti að fara héðan. Bæði Danir og Norðmenn hafa látið í Ijós ákveðna ósk um að til þess þyrfti ekki að koma. Við skiljum það vafalaust öll, og eins og við skilj- um afstöðu þeirra, þá munu þeir einnig skilja þessa afstöðu okk- ar. Og það leyfi ég mér að láta verða min síðustu orð hér í dag, að vona að sú skoðun verði ofan á meðal erlendra vináttuþjóða, að þessi ósk íslendinga um endur- skoðun varnarsamningsins sé ekki aðeins eðlileg ósk friðelsk- andi þjóðar, heldur einnig sjálf- sögð réttlætisráðstöfun. Utanríkisstefnan hlýtur að taka tillit til þróunar í heimsmálunum Jón Skaftason rakti í upphafi máls síns söguleg atriði her- verndarsamningsins við Bandarík- in, en vék því næst að stefnu rík- isstjórnarinnar í varnarmálum. Hann minnti á að deilt væri um ákvæði málefnasamningsins ”.m brottför varnarliðsins. Sumir vildu túlka ákvæðið þannig að það þýddi að varnaliðið skyldi hverfa burt á kjörtímabilinu, hvernig sem málin þróuðust í heiminum og . hvernig sem endurskoðuninni lyktaði. Aðrir teldu að hér væri aðeins um stefnuyfirlýsingu að ræða og að endanleg niðurstaða um veru varnarliðsins hér hlyti að ákvarðast fyrst þegar niður- stöður endurskoðunar varnarsamn ingsins lægju fyrir auk þess, sem atburðir úti í heimi gætu haft áhrif á niðurstöðurnar, líkt og gerðist 1956, er Rússar réðust inn í Ungverjaland og vinstri stjórnin sem þá var, dró til baka uppsögn varnarsamningsins. Jón sagði, að hann áliti síðari skýringuna þá réttu. Hann kvaðst telja fráleitt, að á þessari stundu væri fortakslaust hægt að full- yrða, að varnarliðið skyldi fara úr landinu fyrir lok kjörtímabils- ins. Stjórnarsamningurinn segði aðeins, að að því skyldi stefnt, en ekki, að það skuli, og á því væri mikill munur. Jón sagðist ekki vera einn um þá skoðun í þingflokki framsóknarmanna, að óheimlt væri samkvæmt stjórn- arsáttmálanum að staðhæfa í dag, að varnarliðið ætti að vera farið fyrir lok kjörtímabilsins. Honum hefði einnig verið tjáð, án þess að hafa staðreynt það sjálfur, að þeir væru líka til í þingliði Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna, sem túlkuðu þetta ákvæði stjórn- arsamningsins á sama hátt og hann. Eðli málsins samkvæmt, væru engar fullyrðingar langt fram í tímann hæpnari en þær, er kvæðu á um, að í öryggismál- um smáÞjóðar skyldi eitthvað standa svo og svo á ákveðnum tíma í framtíðinni. Stefna okkar í utanríkismálum hlyti að taka tillit til þeirrar þróunar, sem ætti sér stað í heimsmálunum, eins og glöggt mætti greina af reynslu undanfarinna áratuga. Það þyrfti að framkvæma stöðugt mat á að- stæðum og breyta eftir því. Þetta hefðu Islendingar gert allt frá lokum síðustu heimsstyrjaldar og því ætti að halda áfram. Framsóknarflokkurinn ber frumábyrgS á endurskoðuninni Utanríkisráðherra hefði nú lýst því yfir, að eftir næstu áramót hæfist endurskoðun varnarsamn- ingsins. Sú endurskoðun hlyti og þyrfti að gerast á vegum utanrík- isráðherra og hans ráðuneytis eins, því að það væri utanríkis- ráðherra og hans flokkur, sem Einar Ágústsson. bæri frumábyrgð á endurskoðun- inni. — Ég efast ekki um að svo verði í reynd, sagði Jón Skafta- son, — og er reyndar þess fullviss, eftir viðtal við utanríkisráðherra og eftir ummæli hans hér ,að ráð- herranefndinni er ekki ætlað neitt meiriháttar hlutverk við fyrirhug aða endurskoðun varnarsamnings- ins. Jón sagði, að hann teldi að fyr- irhuguð endurskoðun ætti í byrj- un að snúast um það megin at- riði, hvort öryggi okkar leyfði, að landið yrði varnarlaust. Jón sagði, að það væri furðulegt, að allt frá því varnarsamningurinn var gerðar 1951, hefði engin alvöru- athugun farið fram á þessu megin atriði. Það væri á valdi Alþingis og ríkisstjórnar að láta fram- kvæma slíka athugun, og þótt margt hefði verið vel um þá, er skipað hefðu Alþingi frá 1951, þá sagðist Jón telja, að herfræði- lega þekkingu hefðu fæstir alþing ismanna haft á tímabilinu, né held ur haldgóðar hlutlægar upplýsing- ar til þess að byggja dóm á um, hvenær teljast skuli friðartímar og hvenær ekki. Jón kvaðst því telja eðlilegt að athuga þetta vel. Teldist það hættulaust eða hættulítið að láta varnarliðið fara nú, þá væri Það sjálfsagt. Teldi Alþingi og ríkis- stjórn hins vegar, á grundvelli rækil. athugunar að öryggi og sjálfstæði lands og þjóðar væri betur borgið með dvöl varnarliðs í landinu, þá væri næst að athuga í hvaða mæli og hvernig þeim vörnum væri bezt fyrirkomið. Yrði síðari kosturinn uppi, ættu þær breytingar sem gera ætti frá nú- verandi fyrirkomulagi, Tyrr4 og fremst að snúast um tvennt: 1. Að íslendingar annist gæzlu og viðhald varnarmannvirkja, þó ekki hernaðarstörf — á kostnað Bandaríkjanna og NATO og út- lendum hermönnum fækki að sama skapi í landinu eða hverfi að fullu, teljist slíkt fært eftir at- hugun. 2. Að ýmiss konar starfsemi, sem nú er á Keflavíkurflugvelli og býr í óaðgreindu sambýli við varnarliðið, verði alveg aðskilin, þar á ég t.d. við civil-fluglið, þ.e. annað flug en herflug, og fleira mætti telja. Jón sagðist álíta, að með þessu væri hægt að gera hvorutveggja í senn: Tryggja nokkuð öryggi landsins og draga úr óþægindum þeim, sem ýmsir teldu fámennri þjóð búin af sambýli við erlenda hermenn í eigin landi um lengri tíma. Þjóðaratkvæði Hvort fyrirhuguð endurskoðun yrði í þessum farvegi, kvaðst Jón ekkert vilja segja um nú, þótt margt í orðum utamríkisráðherra Jón Skaftason. áðan benti til þess, en þar sem mál þessi öll væru bæði viðkvæm og snertu alla landsmenn meira og minna, þá væri eðlilegt að samningsniðurstöður yrðu lagðar undir þjóðaratkvæði í næstu sveit arstjórnarkosningum 1973, svo að Alþingi og ríkisstjóm gætu haft þann þjóðarvilja við að styðjast við endanlega ákvörðun. Þetta væru eðlileg vinnubrögð og þau lýræðislegustu. Áhrif dvalar varnarliðs hér á landi á þjóðlíf okkar hefðu frá 1951 verið margvísleg og væri enginn tími til þess nú að geta þeirra allra. Almennt mætti segja að sum þeirra hefðu haft slæm áhrif í þjóðfélaginu, en hinu væri heldur ekki hægt að neita, að af dvöl varnarliðsins hefðu millj- arðar króna runnið í þjóðarbúskap inn, sem orðið hefði undirstaða margháttaðra framkvæmda og að nokkru leyti þeirra lífskjara, sem íslendingar byggju við. Jón Skaftason kvaðst vilja geta þess sérstaklega, að varnarliðið væri hér í krafti samnings við lögmæt ísl. stjórnvöld. Vera þeirra á Keflavíkurflugvelli hefði verk- að sem segull á aðstreymi fólks hvaðanæva að af landinu, á Reykja nessvæðið. Þess væru jafnvel dæmi frá fyrri árum, að á vegum stjórnarráðsins hafi verið rekin sérstök starfsemi, til þess að að- stoða fólk úr atvinnuleysisstöðum úti á landi í vinnu á Keflavíkur- flugvelli. Margt af þessu fólki hefði tekið sér fasta búsetu hér, reist sér hús og stundaði hér at- vinnu. Hvað hefði verið hugsað að gera af hálfu stjórnvalda, til þess að fá fólki þessu atvinnu, færi varnarliðið skyndilega? — Ég hygg, sagði Jón Skafta- son, - að flestar ríkisstjórnir, sem verið hafa frá 1951, hafi lítið gert í þeim efnum. Jafnvel þvert á móti, sbr. þá staðreynd, að um árabil hatfur atvinnuuppbygging á þessu svæði verið tafin með því að neita aðilum í atvinnurekstri hér um jafnrétti til lána og fyr- irgreiðslu úr opinberum sjóðum, sbr. að um árabil lá blátt bann við því að veita hingað atvinnu- bótafé. — Fundarmenn vita, að erfiðlega hefur gengið að fá næg ar fjárveitingar hingað til marg- háttaðra opinberra framkvæmda, og þá vafalítið hugsað þannig, á sumum æðri stöðum, að íbúar þessa svæðis græddu svo mikið á dvöl varnarliðsins, að það rétt- lætti skertan hlut þeirra af opin- beru framkvæmdafé og lánsfé úr bönkum landsins. Afleiðingar þess arar stefnu myndu fljótt segja til sín í atvinnuleysi, hyrfi varn arliðið skyndilega. Því þarf að byrja sem fyrst á markvissum undirbúningi framkvæmda hér á innlendum höndum, sem gæti smátt og smátt tekið við því vinnu afli, sem bundið er hér í varn- arliðsvinnunni, því að auðvitað vona allir íslendingar, að sá dag- ur komi fyrr en síðar, að svo frið vænlegt verði í heiminum, að ekki gerist þörf á erlendu varnarliði hér. — Stundum hef ég verið ásak- aður fyrir að vera of seinn til þess að taka undir frýjunarorð ýmissa lýðskrumara, er hrópa á áötum og pólitískum gatnamótum, að nánast væri allur okkar vandi leystur, ef varnarliðið hyrfi bara úr landinu. Ég tel mig ekkert síð- ur vilja yera lausan við dvöl er- lands herliðs í landi okkar en margir þeir, sem hæst hrópa Hitt er svo annað mál, að lífs- reynsla mín hefur ótvírætt sann- fært mig um, að í því valdatafli, sem teflt er í heiminum, er ís- land staðsett á hernaðarlega mik- ilvægum reit. Landið er því girni- legt hverju því stórveldi, er hygg- ur á yfirráð á N-Atlantshafi, þar sem um fara sjóflutningar milli Ameríku og Evfópu. Mér er líkt farið og fulltrúum á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins 1946, sem ályktuðu „að leggja bæri nána áherzlu á samvinnu við þjóðir Engilsaxa og Norðurlanda og við Engilsaxa sérstaklega um öryggismál landsins.“ Ef ástand heimsmála gerir veru varnarliðs hér á landi nauðsynlega vegna öryggis þess og sjálfstæðis, þá vel ég helzt Engilsaxnesku fylk- inguna. Hvenær sem ástand heims mála leyfði, að mínu mati, varn- arleysi hér, berðist ég fyrir brott- för varnarliðsins. Það er vegna þessara skoðana minna og þess líka, að ég er þingmaður í kjör- dæmi, sem hefur algjöra sérstöðu umfram önnur, að því er tekur til varnarliðsins, að ég vil ekki á þessari stundu segja, að varnar- liðið skuli horfið fyrir lok kjör- tímabilsins, heldur láta athuga málið eins og ég hef greint frá og taka ákvörðun síðar að athug- un fenginni. Fyrir þessari afstöðu gerði ég grein strax er stjórnar- samningurinn var ræddur í þing- flokki og framkvæmdastjórn Fram sóknarflokksins, þannig að flokks- bræður á þingi vita um þetta. Að ræðum frummælenda lokn- um var fundarmönnum gefinn kostur á að beina fyrirspurnum til þeirra. Tóku til máls, Ólafur Jóhannesson, Páll Axelsson, Karl Steinar Guðnason, Erli.ngur Jóns- son, Sigurður Brynjólfsson, Valtýr Guðjónsson og Páll Jónsson, og ræddu ýmis atriði utanríkismála svo og málefni Suðurnesja. Einar Ágústsson, utanríkisráðh. og Jón Skaftason, alþm., svöruðu því næst ræðumönnum. Utanríkisráð- herra sagði m.a. vegna framkom- inna fyrirspurna, að þingflokkur Eramsóknarflokksins hefði ekki rætt um þingsályktunartill., sem Sjálfstæðismenn lögðu nýlega fyr- ir þing um varnarmálin. Fundi var því næst slitið af fundarstjóra. IÁróSur sem brást Nýtt blað, Suðurnes, hefur hafið göngu sína. Útgefandi blaðsias er Framsóknarfélag Keflavíkur, en blaðinu er ætl- að að verða málgagn Framsókn armanna á öllum Suðurnesj- um. f forystugrein blaðsins er fjallað um stjórnarskiptin og minnt á þann áróður, sem | beitt hefði verið óslitið síðast @ liðinn áratug og beindist að því H að ef Sjálfstæðisflokkurinn 1 með hækjuliðinu missti meiri- hluta, væri ómögulegt að | mynda meirihlutastjórn á eft- | ir, sundrung andstæðinganna i væri slík, að þeir kæmu sér 1 aldrei saman um neitt. Þessi g áróður brást hins vegar í síð- ustu kosningum. I Minnir á árið 1927 Síðan segir Suðurnes: „Þess vegna hafa nú íslend- ingar nýja stjórn, þess vegna urðu þreyttir og marghræddir | ráðherrar að standa upp, þeir [| urðu að segja af sér. Og tilfell- | ið er, að stórum mcirihluta I þjóðarinnar þótti ekkert sjálf- j sagðara þegar til kom. Jafnvel S harðir stuðningsmenn fyrrver- andi stjórnar voru orðnir leið- ir á henni, og þeim var kunnug sú sögulega staðreynd, að þrá- setu í ríkisstjórn langt umfram málefnalega aðstöðu, fylgir ævinlega fylgishrun að lokum. Og nú furða margir sig á, hve fallið var í raun og veru mjúkt, það hefði getað orðið miklu liarðara fyrir báða, þótt annar stjórnaraðilinn kæmi að vísu nærri sálaður niður, en það var af því að hann var veikburða fyrir. í hinni nýju ríkisstjórn sitja að langmestu leyti ungir og óþreyttir menn. Það eru liðs- oddar framfaraaílanna í þjóð- félaginu, menn sem búnir eru að heyja andstöðu við öfuga og klaufalega stefnu hinnar svo- kölluðu „viðrcisnar" í 12 ár, eitt stærsta háðsmerkið í sögu íslendinga á 20. öld. Þeir unnu sigurinn, og þvert ofan í heit- ar bænir íhalds og krata tókst þeim að fylkja sér um sameig- inlega stefnu, mynda sterka ríkisstjórn, sem þjóðin væntir mikils af. Sú hreyfing, sem nú kemur inn í þjóðlífið að kosninga- sumrinu loknu, minnir nokkuð á aldarfarsbyltinguna í hugum Imanna, sem varð árið 1927, þegar ríkisstjórn Tryggva Þór- hallssonar settist að völdum. Jónas Jónsson var þá aðal- meinvætturin í augum kyrra- lífsafla þjóðfélagrJns, skað- ræðismaðurr.nn, sem vildi efla skólakerfið, byggja brýrnar, verja landhelgina, styðja listir og bókmenntir. Hann átti að vera að opna landið fyrir öfg- um, og óhollum sósíalisma. Ekki reyndist það rétt. Stjórn sú reyndist þó með vissum hætti byltingarstjórn. Og bylt- ingar var þörf. INú er um sinn sunginn undir sama lagi textinn um þjóðarháskann. miklu samt lág værar en þá. Það er vegna þess, að nú eru menn almennt miklu nær því að skilja nauð- Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.