Tíminn - 02.11.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.11.1971, Blaðsíða 7
ÞRDBJUDAGUR 2. nóvember 1971 TIMINN 7 Otgafandt: FRAMSÓKNARFLOKKURINN framkvtemdastjórl: Krlstján Benediklason Rttstjórar: Þóraitna Þórartnaaon (áb), Jón Helgason, IndriOl G. Þorstelnsson og Tómas Kartsson Auglýslngastjórl: Stelngrimur Glslason Rlt- stjórnarskrifstofur I Edduhúslnu, stmar 18300 — 18300 Skrlf- ttofur Bankastrætl 7. — AfgrelSsIusiml 12323. Auglýsingasiml: 10523. Aðrar akrifsrtoíur siml 18300. AskrlftargjaM kr 190j00 5 mámiffl tnnanlands. 1 lauaasölu fcr. 12,00 elnt. — Prentam. Edda bf. Glímt við hrollvekju Samningar um kaupgjaldsmálin eru nú komnir á þaÖ stig, að báðir aðilar hafa ákveðið að leggja málið í hendur sáttasemjara. Jafnframt er samkomulag um, að sérstök sáttanefnd verði skipuð honum til aðstoðar. Það verður nú verkefni þessara aðila að rejma að finna lausn á þessu mikilvæga máli, í samráði við fulltrúa vinnu- markaðsins. í grein, sem birtist í síðasta blaði Nýs lands, er rétö- lega bent á, að hér sé í reynd glímt við hrollvekjuna, sem Ólafur Björnsson, prófessor, ræddi um á síðastl. vetri, eða nánar tiltekið um það, hvort hægt verði að bæta hlut hinna lægstlaunuðu, án þess að það leiði til nýrrar verð- bólguöldu. Um þetta segir Nýtt land réttilega; „Hin sífellda óðaverðbólga er sú hrollvekja er prófessorinn átti við. Þessi hrollvekja er því ekki ný, en hefur orðið stöðugt geigvænlegri sem lengra hefur liðið. Hrossalækningar fyrrverandi ríkisstjórnar, sí- felldar gengislækkanir, hafa aðeins reynzt olía á eld og nú veltur á öliu að þessi eldur verði slökktur. Enginn lætur sér detta í hug, að við getum ráðið við verðbólgu, sem á sér rætur af verðbólgu í við- skiptalöndum okkar, en sú verðbólga hefur verið miklu minni en hér, enda allt önnur læknisráð reynd en hér hafa verið notuð. , Hagvöxtur hefur verið mikill í öllum iöndum síðustu áratugina. Þetta hefur leitt af sér, að unnt hefur verið að bæta kjör vinnandi fólks með ýmsum aSferðum ,bæði launahækkunum og félagsiegum að- gerðum. íslendingar hafa búið við enn örari hagvöxt s.I. ára- tug en flestar aðrar þjóðir, en sú raunalega staðreynd er fyrir hendi að kaupmáttur tímakaups hefur lítið eða ekki hækkað og eftirvinna og næturvinna hefur orðið hlutskipti afls þorra launafólks, svo það gæti dregið fram Kfið. Það er einmitt þetta atriði, sem gerir hinn „háa lifistandard" á íslandi að blekkingu. Hann er fenginn með þrældómi, sem ekki þykir sæma nútíma þjóð- félagi með alla sína tækni og hlýtur að verða alisstaðar útlægt gert. Hér liggur fyrst og fremst þeir miklu örðugleikar, sem fólgnir eru í öllum kjarasamningum. Þetta verður að skrifa fyrst og fremst á efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar fyrrverandi." Nýtt land segir ennfremun „Mesti vandinn, sem framundan er í þessum samn- ingum er sá, að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Að kauphækkun hverfi svo að segja samstundis út í verðlagið. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um að hún óskaði eftir 20% KAUPMÆTTI á tveim árum, er ekki sama og 20% kauphækkun. Hér verður að finna ráð, sem duga, annars verður hrollvekjan allsráðandi áfram. . . Við skulum vona að samninganefndunum takist, ásamt ríkisstjórninni, að finna beztu lausnina og hægt verði að standa að öllum þessum málum á annan hátt en gert hefur verið." Vissulega ber að vona, að hér náist samkomulag, sem tryggi það, að hægt verði að afstýra hrollvekjunni. Þjóð- in mun vafalítið fylgjast vel með því, hvernig að þessum málum verður unnið og hvort annarleg sjónarmið eða misskildir stundarhagsmunir standa í vegi þess, sem stefnt er að. Þ.Þ. Vilhjálmur Hjálmarsson, alþm. Breytt viðhorf í þingbyrjun bar ég fram fyrirspurn nm aðgerSir rikis- stjórnarinnar í læknamálnm strjálbýlisins og áform hennar varðandi lausn til frambúðar. Taldi ég skynsamlegt að fá strax upplýsingar og umræð- ur um málið, en það hefur mjög verið rætt á Alþingi á undanförnum árum, án þess að leitt hafi til viðhlítandi niður- stöðu. Magnús Kjartansson, heö- brigðismálaráðherra, skýrði frá því m.a., að 9 héraðslæknar hefðu horfið frá störfum í haust og sagði frá erfiðleik- unum við að manna þær stöð- ur að nýju. Hann grelndi einn- ig frá stórfelldii vöntun lækna tU starfa við sjúkrahúsin og til heimilislækninga í Reykja vík og á Aknreyri, og sagði frá óskaplegri manneklu í hjúkr- unarliði og víðar í heilbrigðis- þjónustunni. VíöbrögS nýrrar stjórnar Varðandi læknaskortinn í strjálbýlinu hafa í sumar og haust verið gerðar margvísleg- ar ráðstafanir af hálfu stjórn- arvalda. Haft hefur verið náið samstarf við læknafélögin, og ráðherra hefur ritað hverjum einstökum starfandi lækni á Reykjavikursvæðinu og beðið um aðstoð. Reynt hefur verið að liðka til með afgreiðslu iyfja þar, -sem lyfsala hefur ekki verið, og fá héraðshjúkr unarkonur og ljósmæður til hjálpar. Neyðarkallsþjónusta hefur verið tekin upp milli Landsspítalans og læknislausra héraða, og samið við landhelg- isgæzluna nm sérstaka fyrir- greiðslu við læknislaus héruð, en gæzlan hefur ætíð veitt ómetanlega þjónustu við sjúkraflutninga. Þá hefur ráðu neytið haft frunikvæði og greitt fyrir öflun heppilegra bfla. Næsti áfangi Það kom glöggt í ljós I um- ræðunum á þriðjudaginn að rfldsstjórnin er staðráðin í að neyta aHn ráða til úrbóta í heilbrigðlsmálunum og byggst hafa mörg járn i eldi. Ákveðið er að lelta beint til íslenzkra lækna erlendis, kynna þeim ástandið hér heima oq leita eftir liðveizlu þeirra. Efling læknadeildar Háskóla íslands verður ó dagskró sam- tímis sem og málefni HJúkr- unarskólans og fræðslumál annarra heilbrigðisstétta. Reynt verður að hraða eftir föngum helldarendurskoðun laga um heilbrigðismál, en ráðuneytið hefur nú tll með- ferðar tillögur milliþinganefnd ar nm það efni. Lögð verður sérstök áherzla á að heilbrigð- ismáUn nái að þróast i sam- fellu, þannig að verklegar fram kvæmdir haldist í hendnr við næga menntun lækna og ann- ars starfsfólks. Aðstöðu til hópstarfa lækna verður komið á þar sem við verður komið, athugað um opnar göngudeild ir við sjúkrahúsin og tekin til mcðferðar starfskipting sjúkra- húsanna og dreifing þeirra um landið. Er stefnt að því að málið geti legið fyrir í frum- Vilhjálmur Hjálmarsson. varpsformi áður en þingi lýkur i vor. Ráðvilltir menn og úrræöalitlir Umræður um heilbrigðismál- in á þriðjudaginn, bæði á AI- þingi og sjónvarpi, gefa tilefni til að rifja upp örfá atriði frá meðferð þeirra að undanförnu, enda hafa þau mál verið oftar til umræðu á Alþingi á síðasta kjörtímabiU. Viðreisnarflokkarnir stýrðu landi í tólf ár, við hagstætt árferði löngnm. Viðskilnaður þeirra í heilbrigðismálum er 01 U(U? sóma. AUtaf hefur orðið erfiðara og erfiðara að manna læknishéruðin. Aldrei hafa fleiri læknar starfað er- lendis. Vöntnn sjúkrarúma á sumum sérsviðum hefur aldrei verið geígvænlegri. Gífurleg og Srt vaxandi vöntun er á hjúkr- unarUði og öðru sérmenntuðu fólki tU sjúkrahjálpar og heilsugæzlu. Mistekizt hefur að leysa þessi vandamál í heild. Heilar deildir í nýbyggðnm sjúkrahúsnm hafa t.d. ekki getað tekið til starfa vegna vöntunar á sérmenntuðu starfs fólki. Þetta er ófögur lýsing, en því miður aUt of sönn. Og það var varla við öðru að búast, því yfirsýn og heildarstefnu virtist vanta gersamlega og ráðhcrrarnir voru sjálfum sér sundurþykkir um veigamikU at- riði, eins og nú skal greina: Gylfi gegn Eggert Við umræður á Alþingi 10. nóv. 1970, segir heilbrigðismála ráðherra, Eggert G. Þorsteins- son: „Vandinn er því sá: Er hægt roeð einhverjum ráðum að breyta fyrirkomulagi lækna deildarinnar þannlg, að hún framleiði meira af læknum en hún gerir í dag?“ ------„Þetta er mergurinn málsins. Ég lýsti því yfir við þessar umræður hér á hv. Alþingi í fyrra, að ég myndi vUja fyrir mitt leyti reyna að beita mér fyrir því að slík breyting ætti sér stað og sú yfirlýsing mín stendur enn óbreytt". Ekki er kunnugt um neinar aðgerðir E.G.Þ. til að standa vlð þessar yfirlýsingar, enda var hann ekki einn uro hituna. Rúmlega fjórum mánuðum eftir að Eggert gaf þessa yfir- Iýsingu, eða 23. roarz 1971, tal- ar menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, á þessa leið í sam einuðu Alþingi: „Hið alvarlega vandamál, sem læknaskortur dreifbýlisins er, á því ekki rót sina að rekja til læknafæðar.** .......Það er ekki hægt að rekja læknaskortinn i dreif- býUnu til þess að HáskóU ís- lands hafi ekki staðið í sínn stykki og ekki brautskráð nógu marga lækna“. Og á öðrum stað í ræðunnl hnykkir ráðherrann á þessn með því að segja að gagnstæðar skoðanir fyrirspyrj andans, Eysteins Jónssonar, hafi „ekki við minnstu rök að styðjast*. Þannig voru tveir fyrrver- andi ráðherrar á öndverðum mciði varðandi þennan þýðing- armikla þátt heilbrigðismál- anna. Þegar þar við bættist að ritdsstjórnin var að öðru íeyti ákaflega sinnulítil nm ýmsar aðrar grelnar þelrra eins og iðulega kom fram á Alþingi, þá var sannarlega ekki á góðu von. Breytt viöhorf Fyrir nokkrum dögum var svo enn rætt á Alþingi um læknaskort I strjálbýU og fleirl Þættl heUbrigðismála, elns og fyrr er að vikið. Ræðumenn úr þremur stjóramálaflokkum vora þá á einu máU um það, að mjög alvarlegur skortur væri á læknum og öðru sér- menntuðu fólki til að vinna að heilbrlgðlsþjónustunni: „Það er almennur Iæknaskort- ur á Islandi, ekki aðeins í strjál býlinu, heldur um land aUt“, sagði heilbrigðisráðherrann. Og Oddur Ólafsson, þingmaður Rcykjaness og læknir á Reykja- lundi, sagði: „Læknaskortur er almennur hér á landi og hann er mikið vandamál“. Enginn mótmælti þessum skoðunum ráðherrans og hins reynda læknis á Alþingi i þriðjudaginn var. Þá voru þó aðeins Uðnir 7 mánuður og 3 dagar sfðan fráfarandi mcnntamálaráðherra „sannaði" Alþingi með tölnlegum upplýs iugum á fimm vélrituðum síð- um frá jafnmörgum þjóðlönd- um, að allt tal um læknaskort á íslandi stafaði af þvf, að um þau mál rfkti „mjög alvarleg- ur þekklngarskortur .... Ekki aðelns hjá öllum almenningi, heldur einnig hjá háttvirtum alþingismönnum“. Er Þetta atvik dæmigert sýnishorn af því, hvernig G.Þ.G, að hætti Iýðskrumara misnot- a« tölulegar upplýsingar til framdráttar hæpnum málstað sínum, en til éþurftar við úr- lausn alvarlegra vandamála. Þ|óðin æskir athafna Eins og drepið var á f upp- hafi kom það glöggt fram í fyrirspurnartímanum á þriðju- daginn var, að ríkisstjóroin hefur þegar hafið sóku á vett- vangi lieilbrigðismálanna vf* ágætar undirtektir. Einstakir Framhald á Ws. 10 ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.