Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 34 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 FÖSTUDAGUR ● tónleikar í kvöld ▲ SÍÐA 38 Sparka í rassa The Rasmus: lífsleikni og listsköpun ● keramik fyrir krakka ▲ SÍÐUR 22–23 börn o.fl. Salsa og afrísk tónlist Ungbörn á námskeiði: til hnífs og skeiðar ● vín vikunnar▲ SÍÐUR 20–21 matur o.fl. Góð nautasteik Ingvar Sigurðsson: NETNOTKUN BARNA Heimili og skóli standa fyrir ráðstefnu um rétt barna til öruggrar netnotkunar í Borgarleikhús- inu. Ráðstefnan hefst klukkan 13. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra flytur ávarp. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 6. febrúar 2004 – 36. tölublað – 4. árgangur KJARADEILUR Viðræðunefndir verkalýðshreyfingarinnar hafa fengið heim- ildir til að vísa kjaradeilum við Samtök at- vinnulífsins til ríkissáttasemjara þokist ekki í samkomulagsátt á næstu dögum. Sjá síðu 2 AFTUR HANDTEKINN Maður sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum og að eiga mikið af barnaklámi var handtekinn aftur og hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald. Sjá síðu 2 FASTEIGNAGJÖLD ÓBREYTT Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að lækka fasteignagjöld á íbúðareigendur í Reykjavík var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Sjá síðu 4 ÞRIGGJA MILLJARÐA HAGNAÐUR Heildareignir Landsbankans jukust um 61% og eru nú 448 milljónir króna. Hagnaður bankans eftir skatta var tæpir þrír milljarðar króna og jókst um milljarð. Sjá síðu 4 LAXÁ Umhverfisstofnun verður, samkvæmt frumvarpi sem um- hverfisráðherra lagði fram á Alþingi í gærkvöld, heimilt að veita leyfi fyrir hækkun stíflu við inntak Laxárstöðva I og III, efst í Laxárgljúfri, að u n d a n g e n g n u mati á umhverfis- áhrifum og að fengnu samþykki L a n d e i g e n d a - félags Laxár og Mývatns. Um er að ræða bráða- birgðaákvæði í lagafrumvarpinu sem gildir til 31. desember 2014. Bráðabirgða- ákvæðinu er ætl- að að tryggja að lögin um verndun Mývatns og Laxár standi ekki í vegi fyrir hækkun Laxárstíflu. „Það ríkir mikil réttaróvissa um það hvort Landsvirkjun sé, samkvæmt gildandi lögum, heim- ilt að láta kanna umhverfisáhrif af hækkun stíflunnar. Því er þetta bráðabirgðaákvæði sett inn. Meg- intilgangurinn er þó að viðhalda vernd mikilvægustu svæðanna í kringum Mývatn og Laxá,“ sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra. Frumvarpinu er ætlað að koma í stað gildandi laga um verndun Mývatns og Laxár í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Samkvæmt því verður verndarsvæðið þrengt nokkuð. Í stað þess að það nái til Skútustaðahrepps alls, munu nýju lögin ná til Mývatns og Lax- ár, með eyjum, hólmum og kvísl- um, ásamt 200 metra breiðum bakka með fram Mývatni öllu og Laxá báðum megin. Að auki nær verndarsvæðið til nálægra vot- lendissvæða, ásamt 200 metra bakka meðfram vötnum, ám og lækjum og vatnsverndar á vatna- sviði Mývatns og Laxár. Í frumvarpinu er ákvæði um að gerð verði verndaráætlun fyrir Skútustaðahrepp og verndar- svæðisins og skal gerð áætlunar- innar lokið fyrir lok árs 2005. Í frumvarpi umhverfis- ráðherra er ekki kveðið á um hve há stíflan má vera en Landsvirkj- un hefur um nokkurra ára skeið óskað eftir heimild til að byggja 10 metra háa stíflu við Laxá en þar með myndi orkugeta Laxár- stöðvanna aukast um 50–60 gígavattstundir á ári, en í dag er framleiðslan 180 gígavattstundir á ári. Rök Landsvirkjunar eru þó fyrst og fremst þau að auka þurfi rekstraröryggi stöðvanna. Vél- búnaður stöðvanna liggi undir skemmdum, því mikið af ís og krapa og grjóti berist inn að vetri. Landeigendum hafa verið kynntar fyrirhugaðar breytingar en töluverð andstaða er meðal þeirra við hækkun stíflunnar. the@frettabladid.is Sirrý: ▲ Opin og geislandi birta erfðabreytt matvæli ● persónuleikapróf „Megin- tilgangurinn er þó að viðhalda vernd mikil- vægustu svæðanna í kringum Mývatn og Laxá. VÍÐA ÉL SÍST ÞÓ Í BORGINNI Rofar til vestalands síðdegis. Strekkings- vindur, vestan til í fyrstu og síðar austan til. Frostið fer harðnandi en hlýnar síðla sun- nudags. Sjá síðu 6. Fylgir Fréttablaðinu dag Bandaríska leyniþjónustan: Réðum hvað við sögðum WASHINGTON, AP Bandaríska leyni- þjónustan sagði aldrei að yfir- vofandi hætta stafaði af Írak í að- draganda innrásar, sagði George Tenet, yfirmaður CIA, í gær. Hann sagði að dregin hefði verið upp hlut- læg mynd fyrir stjórnvöld af grimmum harðstjóra sem héldi áfram að beita blekkingum og koma sér upp vopnum sem gætu skaðað hagsmuni Bandaríkjanna. Tenet sagði jafnframt að leyni- þjónustan hefði aldrei fengið fyrir- mæli um hvað ætti að standa í skýrslum sínum og hvað ekki. ■ STÓÐU VÖRÐ UM HÁSKÓLANN Stúdentar við Háskóla Íslands slógu skjaldborg um skólann í morgun en með því vildu þeir vekja athygli á bágri fjárhags- stöðu skólans sem þeir segja að rekja megi til stefnuleysis stjórnvalda í málefnum Háskólans. Sjá nánar bls. 12. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R HITTI LANDEIGENDUR Umhverfisráðherra hitti á dögunum stjórn Landeigendafélags Mývatns og Laxár til að ræða um frumvarp til breytinga á lögunum um Mývatn og Laxá. Landeigendur telja mögulegt að leysa rekstrarvanda Laxár- stöðva án hækkunar stíflunnar. Heimilar hækkun stíflu við Laxárstöð Samkvæmt frumvarpi umhverfisráðherra verður heimilt að veita leyfi fyrir hækkun Laxárstíflu að undangengnu umhverfismati og samþykki landeigenda. Verndarsvæði Mývatns og Laxár verður þrengt. SPRON-frumvarp: Átök á þingi ALÞINGI Umdeilt sparisjóðafrum- varp Valgerðar Sverrisdóttur við- skiptaráðherra kom aftur til um- ræðu á Alþingi í gærkvöldi, eftir átakafund efnahags- og viðskipta- nefndar um málið sem stóð í hálf- an sólarhring. Alþingi var óstarfhæft í allan gærdag vegna fundar nefndarinn- ar, en um klukkan níu í gærkvöldi kom þing saman að nýju til að halda áfram umræðu um málið. Þegar blaðið fór í prentun í gær- kvöldi var búist við að frumvarp- ið yrði afgreitt sem lög að loknum þingfundi. Meirihlutinn lagði til ýmsar breytingar við frumvarpið, meðal annars var samþykkt að ákvæði um 5% hámarksatkvæðamagn gilti ekki fyrir sjálfseignarstofnun. Sjá nánar bls. 8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.