Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 4
4 6. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR Skipuleggurðu matarinnkaupin með sparnað í huga? Spurning dagsins í dag: Var rétt af Haukum að reka handbolta- þjálfarann Viggó Sigurðsson? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 25% 75% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Írak Howard hvetur Blair til að segja af sér: Misskildi 45 mínútna frestinn LONDON, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, vissi ekki að fullyrðing leyniþjónustunnar um að Írakar gætu beitt gereyð- ingarvopnum með 45 mínútna fyrirvara ætti einungis við um skammdræg vopn til notkunar á vígvöllum en ekki um langdræg vopn. Blair viðurkenndi þetta á fundi í breska þinginu í umræðu um skýrslu Huttons lávarðar þar sem kom fram að fullyrðing- in ætti einungis við um skamm- dræg vopn. Blair notaði ógnina um að Írakar beittu vopnunum með 45 mínútna fyrirvara sem rök fyrir því að gera innrás. Geoff Hoon varnarmálaráð- herra reyndi í gær að gera lítið úr viðurkenningu Blairs og sagði fullyrðinguna litlu máli hafa skipt í stríðsundirbúningn- um. Michael Howard, leiðtogi íhaldsmanna, hvatti forsætis- ráðherrann hins vegar til að segja af sér. Blair hefði klikkað á því að spyrja grundvallar- spurninga og því ekki búið að nauðsynlegum upplýsingum. ■ BORGARSTJÓRN Meirihlutinn í borg- arstjórn hafnaði þeirri tillögu minnihlutans á fundi borgar- stjórnar í gær að endurskoða álagningarprósentu fasteigna- gjalda íbúðarhúsnæðis, það er fasteignaskatt og holræsagjald. Minnihluti D-lista vildi tryggja að endurmat Fasteignamats ríkisins um síðustu áramót leiddi ekki til hækkunar á heildarálögum á íbúð- areigendur í Reykjavík, umfram þá 2,7% hækkun sem varð á vísi- tölu neysluverðs. Í greinargerð með tillögunni benti D-listinn á að um síðustu áramót hefði orðið 10% hækkun á fasteignamati íbúðaverðs í Reykjavík og að verðþróun á fast- eignum í höfuðborginni leiddi þan- nig með beinum hætti til þess að auknar álögur yrðu lagðar á alla fasteignaeigendur. Slík þróun kæmi verst niður á tekjulágum hópum, ekki síst öryrkjum og eldri borgurum sem búa í eigin húsnæði, en samkvæmt fjármála- deild Reykjavíkurborgar mun um- rædd hækkun fasteignamatsins skila borginni 490 milljónum króna í auknar tekjur. „Ein helsta orsökin fyrir stór- hækkuðu fasteignaverði í Reykja- vík er sú stefna R-listans að tak- marka lóðaframboð í borginni. Það hefur verið viðvarandi lóða- skortur og uppboð á lóðum hefur leitt til gegndarlausrar verðhækk- unar á lóðum. Þetta hefur hækkað verð á meðalíbúð í fjölbýli um allt að tvær milljónir króna. Við vilj- um draga úr álögum, til hagsbóta fyrir láglaunafólk, eldri borgara og öryrkja. Þetta er flatur skattur sem leggst á allt húsnæði,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti D-lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Þórólfur Árnason, borgarstjóri, segir að í tillögu D-lista felist breyting á fyrirliggjandi fjárhags- áætlun borgarinnar sem myndi leiða til minni tekna fyrir sveitar- félagið, en við afgreiðslu fjárhags- áætlunar fyrir áramót hafi ekki komið fram breytingartillaga frá minnihlutanum um að fasteigna- skattur yrði lækkaður. Meirihluti R-listans vísar því á bug að lóða- framboð sé takmarkað, fasteigna- skattur íbúa hafi hækkað um 16%, á föstu verðlagi frá 1998, á sama tíma og fasteignamatið hafi hækk- að um 63% „Það er mjög sérstakt að Sjálf- stæðisflokkurinn kemur ekki með sparnaðartillögur á móti tillögunni um skattalækkun. Það er ekki hægt að leggja fram tillögur um að draga úr álögum á íbúðareig- endur án þess að koma með ein- hverjar hugmyndir um það hvar væri hægt að spara á móti,“ segir Þórólfur. bryndis@frettabladid.is Deilur í Íran: Ekkert samkomulag TEHERAN, AP Fyrsti varaforseti íranska þingsins, Mohammad Reza Khatami, segir að afskipti varðmannaráðsins hafi orðið til þess að málamiðlunartillaga Ali Khamenei, trúarleiðtoga Írans, næði að setja niður deilur um framboðsmál vegna komandi kosninga. Khamenei fyrirskipaði endur- skoðun á hverjir fengju að bjóða sig fram en varðmannaráðið hafði bannað 2.400 umbótasinnum að bjóða sig fram. Mohammad Reza Khatami er bróðir Khatamis forseta. ■ Ítalir deila: Fótlegginn eða lífið RÓM, AP Eitt helsta deiluefni Ítala þessa dagana er ákvörðun sykur- sjúkrar konu um að taka frekar áhættuna á að deyja heldur en að láta nema brott annan fótlegg sinn. Drep er hlaupið í fótinn og segja læknar að það geti dregið hana til dauða ef fóturinn er ekki tekinn af. Konan hyggst taka áhættuna en fjöldi manna hefur komið fram og mótmælt henni. Heilbrigðis- ráðherrann segir ákvörðunina ranga en ver rétt konunnar til að velja sjálf. Saksóknari í Mílanó vill skoða hvort heilbrigðisyfir- völd geti fyrirskipað aflimunina og borgarstjórinn í heimaborg konunnar hefur óskað eftir fundi með konunni til að telja henni hughvarf. ■ Uppreisnarmenn: Myrtu tugi flóttamanna ÚGANDA, AP Uppreisnarmenn í Úg- anda myrtu 54 óbreytta borgara og felldu tvo hermenn að auki í árás á flóttamannabúðir í norður- hluta landsins í gær. Talsmaður hersins sagði að uppreisnarmenn sem barist hafa gegn stjórn Yoweri Museveni for- seti um sautján ára skeið hefðu ráðist á flóttamannabúðirnar. Stjórnvöld hafa að undanförnu skorið upp herör gegn uppreisn- armönnum. „Ég var að koma í búðirnar og sumir kofanna eru enn í ljósum logum,“ sagði séra Sebath Ayele, trúboði sem starfar í Úganda. ■ HEITIR AÐSTOÐ Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjanna í Írak, hefur lofað sendinefnd Samein- uðu þjóðanna fullri aðstoð. Sendi- nefndin á að kanna hvort for- sendur séu fyrir aðkomu samtak- anna að lausn á deilum um mynd- un ríkisstjórnar heimamanna. HUNDRAÐ HANDTEKNIR Banda- ríkjamenn og Írakar hafa hand- tekið meira en 100 menn sem eru grunaðir um árásir að undan- förnu, þeirra á meðal er fyrrum hershöfðingi í íraska hernum. IVETTE SANTA MARIA Segir skipuleggjendur fegurðarsamkeppn- innar hafa ætlað að færa forseta landsins sig sem kynlífsgjöf fyrir stuðning við keppnina. Fegurðardrottning: Laus úr klóm forseta SENEGAL, AP Perúsk stjórnvöld rannsaka nú ásakanir þess efnis að fegurðardrottning landsins hafi verið lokkuð til Gabon í Vestur- Afríku á fölskum forsendum og að reynt hafi verið að þvinga hana til að gerast ástkona hins 67 ára for- seta landsins Omars Bongo. Ungfrú Perú var boðið til Gabon til að taka þátt í fegurðar- samkeppni. Þegar hún kom þangað var hún færð á fund forsetans sem reyndi að fá hana til að hafa mök við sig, að því er segir í fréttum perúískra fjölmiðla. Þegar hún neitaði var henni haldið nauðugri á hóteli sínu í tólf daga og ekki sleppt fyrr en Interpol hafði afskipti af málinu. ■ ÚTSALA 30-50% afsl. Undirfataverslun. Síðumúla 3 Sími: 553 7355 opið virka daga kl: 11-18 Laugard. kl: 11-15 TONY BLAIR Viðurkenndi að hafa misskilið skýrslu leyniþjónustunnar um gereyðingarvopn Íraka. VILJA LÆKKA FASTEIGNASKATTA Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins boðaði til blaðamannafundar í Ráðhúsinu í gær þar sem kynntar voru tillögur um að álagningarprósenta fasteignagjalda yrði endurskoðuð. Meirihluti R-lista felldi tillöguna á fundi borgarstjórnar í gær. UPPGJÖR Heildareignir Landsbank- ans jukust um 61% og eru nú 448 milljónir króna. Hagnaður bank- ans eftir skatta var tæpir þrír milljarðar króna og jókst um milljarð. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri segist ánægður með afkomuna í heildina tekið. „Eigna- aukning bankans í fyrra er sam- bærileg við eignaaukninguna á fyrstu 113 starfsárum bankans.“ Landsbankinn er að verða 118 ára. Ef litið er til efnahagsreikning- ins er hann nú sjö milljörðum stærri en efnahagsreikningur Ís- landsbanka. Sigurjón segir að stefnt hafi verið að því að ná því marki á þessu ári, en það hafi náðst á því síðasta. Afkoma bankans er í stórum dráttum í samræmi við spár mark- aðsaðila. Hagnaðurinn er minni og skýrist af hærra framlagi á af- skriftarreikning en vænst var á síðasta ársfjórðungi. Afskriftir bankans í fyrra voru rúmir 4,6 milljarðar Sigurjón segir skýringu þess að leita í því að útlánaeftirlit bankans hafi verið stóreflt og vinnubrögðum breytt. Auk þessa lauk bankinn nokkrum stórum skuldamálum á árinu. Sigurjón segir minnkandi vanskil benda til þess að afskriftir fari minnkandi. ■ MIKIL EIGNAAUKNING Landsbankinn er í örum vexti. Hagnaður var þó minni en búist var við og skýringar að leita í meiri afskriftum en ráð var fyrir gert. Heildareignir Landsbankans jukust um 61%: Upp fyrir Íslandsbanka FR ET TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Fasteignagjöld ekki lækkuð Tillaga D-lista um að lækka fasteignagjöld á íbúðareigendur í Reykjavík var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Sjálfstæðismenn segja auknar álögur koma verst niður á tekjulágum og eldri borgurum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.