Tíminn - 10.11.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.11.1971, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 1971 TTMINN Ávísanaþjófnaður og fals: KONAN í 20 DAGA GÆZLU TIL VD6ÚTAR, MAÐUR HANDTEKINN VEGNA MÁLSINSIDAG OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Konan, sem staðin var að verki er hún var að reyna að selja ávís- un úr stolnu tékkhefti í Sparisjóði Hafnarfjarðar, vár sl. miðvikudag úrskurðuð í sjö daga gæzluvarð- hald. í dag var gæzluvarðhaldsvist in framlengd uim tuttugu daga. Stúlkan var handtekin er hún gerði tilraun til að fá útleysta ávísun að upphæð kr. 26.300.00. f ljós kom að ávísunin var úr hefti, sem stolið var frá starfs- stúlku Krabbameinsfélagsins, en í möppu, sem stolið var, voru tvö ávísanahefti, annað sem Krabba- meinsfélagið á, en hitt eigið tékk- hefti stúlkunnar. Auk þess voru þrjár bankabækur í möppunni. Gengið hefur sæmilega að selja ávísanir úr þessum heftum. Snemma í síðustu viku tókst manni að selja tvær ávísanir í bönkum í Reykjavík, aðra að upp- hæð kr. 16.500,00 og hina að upp- hæð kr. 11.456,00. Rétt fyrir síðustu helgi voru enn seldar nokkrar ávísanir úr hefti Krabbameinsfélagsins í bönk um í R&ykjavík og Hafnarfirðí. Tvær ávísanir voru að upphæð kr. 30.200.00 og ein að upphæð kr. 40.200,00. Þá hafa koimið fram þrjár ávísanir úr einkahefti stúlk unnar, samtals að upphæð kr. 28.630,00. Einnig hefur verið reynt að ná úr einni af bankabókunum, sem stolið var, en það tókst ekki, en starfsfólk viðkomandi banka reyndi að tefja fyrir afgreiðslunni eins og hægt var er það sá bók- ina, en þrjóturinn var hlaupinn út úr bankanum áður en lögreglan kom. í dag handtók rannsóknarlögregl an mann, sem grunaður er um þátttöku í þjófnaðinum og ávís- anafölsunum. Er ekkert látið uppi um framburð hans að svo stöddu. Norðursjórinn: ALLTAF BRÆLA - SILDIN LELEG Þetta er mynd af plakatinu, sem Flugfélagi'ð hefur gefið út. ÞÓ-Reykjavík, mánudag. Á tímabilinu frá 1. til 6. nóv. s.l. seldu tuttugu íslenzk sfld- veiðiskip afla sinn í Danmörku og Þýzkalandi, alls 1.124 lestir, fyrir 11.228.415 krónur. Þetta er lang lélegasta söluvik- an hjá islenzku síldveiðiskipun- um, frá því að þau hófu veiðar á Norðursjávarmiðum í haust. í síðustu viku mátti heita að bræla væri alla vikuna, og lágu bátarnir Ævintýraplakat . frá Flugfélagi íslands Síðastliðin tvö sumur hafa all- margir hópar skólafólks og fólks úr ungmennafélögum komið til íslands og dvalið hér í sumar- leyfi. Þessir hópar hafa komið hingað vegna fyrirgreiðslu og fyrir tilstuðlan Flugfélags fslands, sem hefur á undanförnum mánuð um aukið mjög kynningarstarf- semi meðal slíks fólks á Bretlands eyjum og í Mið-Evrópu. Þessir hópar hafa dvalið hér í ódýru skólahúsnæði og haft mikil sam- skipti við jafnaldra sína á ís- landi á íþróttasviðinu, og enn- fremur hafa t.d. hópar frá Skot- landi komið fram á skemmtunum, sýnt skozka dansa og leikið á sekkjapípur. f framhaldi af þess- ari kynningarstarfsemi hefur Flug félag fslands nú látið útbúa mjög skrautlegt veggspjald (plakat) og landkynningarbækling, þar sem æviritýrum íslands er lýst, og hvers fólkið geti vænzt, er það kemur hingað. Á veggspjaldinu stendur með stórum og skrautlegum stöf- um „Iceland Adventure Holidays“ og táknar hver stafur í þessari fyrirsögn ákveðið atriði í íslands ferðinni, sem síðan er útskýrt í texta neðan við hvern staf. Hinum megin eru myndir og upplýsingar um ýmis atriði, svo sem íþróttir, menntun, rannsóknir, hestaferðir fjallgöngur og um Grænlandsferð ir, en þessi útgáfa er prentuð í fjórum litum. Veggspjaldið er prentað á ensku, en verður senn gefið út á fleiri tungumálum. MIKLAR TAFIR Á FLUGI VEGNA Þ0KU OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Bæði Reykjavíkur- og Keflavík- urflugvöllur lokuðust um hádegis- bilið í dag vegna þoku. Voru flug vellirnir lokaðir fram eftir kvöldi og varð talsverð röskun á áætl- unarflugi vegna þess, bæði inn- anlandsflugi og utanlandsflugi. . t Flugfélag íslands hélt uppi inn- anlandsflugi samkvæmt áætlun fram til hádegis, en þá lokaðist flugvöllurinn og stöðvaðist þá allt flug til Reykjavíkur, en lend andi var á flugvöllum norðanlands og austan. Flugvél frá FÍ lagði af stað frá London í dag og átti að lenda á Keflavíkurflugvelli kl. 4. En þegar sú flugvél var komin upp undir land var henni snúið við og lend hún í Glasgow og beið þar þangað til þokunni létti. Loftleiðaflugvél, sem var á leið frá Luxemborg, varð að snúa við og lenti á Shannonflugvelli á ír- landi og hélt þaðan til New York. Þotan, sem koma átti frá Norður- löndum beið veðurs í Osló. Pan Americanáætlunarflugvél átti að lenda á Keflavikurflugvelli en beið í Prestwick. Lítli þota átti að lenda á Keflavíkurflug- velli en hún varð að fara til Akur- eyrar. mikið inni vegna brælu og þá bæði í Leirvík á Hjaltlandi og í dönskum og norskum höfnum. Nú um helgina var mjög vont veður á miðum bátanna við Hjalt- land og lágu þeir allir í höfn. Þó svo að bræla hafi verið á miðunum mest alla síðustu viku, náðu bátarnir til að kasta meðan veðurguðirnir skiptu um átt, og fékk einn og einn bátur afla, en síldin, sem fékkst, var mjög blönduð og var verðið á honni mjög lágt. Meðal yerðið í vikunni reyndist ekki vera nema 9.98 kr. ísl. og er það lægsta meðalverð haustsins. Nú í ‘ vikulókiri" urðu nokkrir bátar varir við síld á Kattegat, en þeir náðu ekki til að kasta þar vegna brælu. Síldin, sem er í Kattegat er vanalega stór og falleg að öllu jöfnu, og gera sjómenn sér vonir um að svo sé í þetta sinn. Ef veiði verður á þessum slóð- um, ætti því að fást gott verð fyr ir síldina, og að auki er ekki neriaa nokkra tíma sigling úr Kattegat til dönsku hafnarbæj anna. Hæsta meðalverð í síðustu viku fékk Helga Guðmundsdóttir BA, en Helga seldi Þann 6. nóv. í Framhald á bls. 14 Treg síldveiði og lítið að finna ÞÓ—Reykjavík, þriðiudag. Sfldveiðin í Meðallandsbug, var mjög treg f nótt. Aðeins er vitað um einn bát, sem fengið hafði síld. Er það Akurey frá Horna firði, sem fékk 26 tonn af feitri og góðri síld við Tvísker. Bátur inn fór með síldina til Hornafjarð ar, þar sem hún var söltuð og fryst. Leitarskipið Hafþór, er nú í síldarleit undir stjórn Jakobs Jakobssonar( og í nótt var leitað á stóru svæði f kringum Jökul, en ekkert fannst. Seinni hluta dags voru komin 6—7 vindstig á mið unum og lét skipið reka. EIGANDI KÁPUNNAR ÚFUNDINN OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Rannsóknarlögreglan hefur undir höndum dularfulla kápu, sem ung kona kastaði af sér á stein í fjörunni neðan við veit- ingahúsið Klúbbinn sl. laugar- dagskvöld. Eigandi kápunnar hefur ekki gefið sig fram, en konan sást í fjörunni um kl. 11—12 á laugardagskvöld. Þar sá bílstjóri nokkur hana og þótti honum hátterni konunnar undarlegt. Taldi bílstjórinn kringum- stæður benda til, að hún ætlaði að kasta sér í sjóinn. Gekk hann til konunnar í fjörunni og ætlaði að hafa tal af henni, en hún var mjög miður sín. Maðurinn taldi, að hún gæti farið sér að voða. Gerði hann lögreglunni viðvart um kon- una, og þegar lögreglumenn komu á staðinn skömmu síðar sást konan hvcrgi, en kápan sem hún var í, lá á steini rétt við fjöruborðið, þar sem bíl- stjórinn skildi við konuna skömmu áður. Síðan þetta var, hefur enginn látið lögregluna vita, að kápu væri saknað, né heldur hefur verið tilkynnt að konu sé saknað. Er nú spurningin. Hvert fór konan, þegar >-00 skildi kápuna eftir í fjörunni? 340 ATVINNULAUSIR EJ-Reykjavík, þriðjudag. Um síðustu mánaðamót voru 340 skráðir atvinnulausir á öllu landinu, og var þar um aukningu úr 136 að ræða frá september- lokum. Aukningin var mest í kaupstöð- unum; þar voru 215 (95) skráðir atvinnulausir, í kauptúnum með 1000 íbúa aðeins 3 (0), en í öðr- um kauptúnum 122 (41). Af kaupstöðunum eru flestir á at /innuleysisskrá í Reykjavík, 65, en næst koma Siglfirðingar 59, og Sauðárkrókur 51. Af kauptí am er langmest atvinnuleysi á þremur stöðum: Vopnafirði 35, Skagaströnd 32 og Ilofsós 32. Þess vegna bíðum við ekki f niðurlagi frumsöguræðu sinnar á Alþingi í gær fyrir þingsályktunartillögu ríkis- stjórnarinnar um útfærslu fisk veiðilögsögunnar við ísland í 50 sjómílur á næsta ári, sagði Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra m.a: „Ein er sú spurning, sem oft- lega er lögð fyrir okkur í sam- bandi við þetta mál. Hvers vegna bíðið þið ekki eftir hinni fyrirhuguðu hafréttarráðstefnu 1973 og sjáið til, hvað þar gerist? Þetta er í sjálfu sér ekki óeðlileg spurning, og vel má vera, að sumum ókunnug- um gangi illa að skilja, að við skulum ekki geta beðið. En við verðum að svara því til, að málið er a okkar dómi svo að- kallandi, að það þolir ekU slíka bið. Við teljum suma fisk stofna í yfirvofandi hættu. Það eru síðustu forvöð að gera viss ar friðunarráðstafanir og setja reglur um skynsamlega hagnýt ingu fiskimiða landgrunnsins. Það er á okkar valdi að setja slíkar reglur upp á cindæmi, þegar fiskveiðimörkin hafa ver ið færð út. Það er of seint að grípa í taumana, þegar fisk stofnarnir hafa verið eyðilagð- ir og miðin eru uppurin. Við getum ckki tekið slíka áhættu, enda er með öllu óvíst, að ráð- stefnan verði haldin 1973. Margir telja líklegt, að henni verði frestað. Ennfremur minn um við á, að það hefur áður verið sagt við okkur að bíða. Það var gert fyrir ráðstefnuna 1958. Við biðum. En á ráð- stefnunni 1958 náðist engin lausn. Þá urðum við að grípa til okkar ráða og færa út, þrátt fyrir mótmæli ýmissa þjóða. Þá er og á það að líta, að það er yfirlýst stefna stórvelda, að fá 12 sjómílna landhelgi sam- þykkta á ráðstefnunni sem al- þjóðalög. Þó að ekki séu mikl- ar líkur til að slíkt takist, er ekki leyfilegt að loka augunum fyrir þeim möguleika. Ef svo færi, væri erfitt um vik á eftir. Hins vegar er hugsanlegt, að jafnvel í því falli yrðu rflri ekki skylduð til að stíga til baka þau skref, sem þau hefðu þegar stigið, og gætu því e.t.v. haldið þeirri landhelgi, sem þau hefðu þegar ákveðið, enda þótt víðáttumeiri værj.“ Enga tæpitungu Ennfremur sagði Ólafur: „Þetta eru megin ástæðurnar fyrir því, að við getum ekki haldið að okkur höndum og beðið, enda er reynslan sú, að í þessu efni hefur aldrei neitt áunnizt, nema með ákveðnum -aðgerðum af fslendinga hálfu. Það lætur r* af fyrir sig ekki illa í eyrum, að útfærslu fisk- veiðimarka eigi að byggja á ai- þjóðasamningi og að ekki verði viðurkennd útfærsla nema hún byggist á aiþjóðasamningi. En ég spyr hvaða útfærsla og hvc nær hefur það átt sér stað þannig? Ég þekki ekki til þes*. Hafa stórveldin stuðzt við slík- an alþjóðasamning, þegar þau Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.