Tíminn - 10.11.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.11.1971, Blaðsíða 5
«ÍH)VIKUDAGUR 10. nóvembcr 1971 TÍMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU Sálfrseðingurinn við sjúkling inn: — Já, það er rétt, það eltir yður maður. En hann er bara að reyna að fá yður til að greiða síðasta reikninginn minn. urengur var grátandi úti á götu, þegar vingjarnlegur maður kom að. — Því ert þú að gráta, vinur minn? Farðu lieldur heim til mömmu þinnar. — Ég á enga mömmu, snökti sá litli. — Þá skaltu fara til pabba þíns. — Ég á' heldur engan pabba. — Það er sorglegt, eru þau bæði dáin?' — Nei, ég hef aldrei átt mömmu og pabba. Frænka átti mig með leigjandanum. Trúir þú á djöfulinn? — Nei, það er með hann eins iólasveininn, það kemur í að það er pabbi. Tveiir margfætlustrákar stóðu á götuhorni og horfðu á eftir margfætlustelpum. Allt í einu segir annar þeirra: — Vá, sjáðu drengur. Því- líkir fætur, þvílíkir fætur, því líkir fætur . . . nnnst reiðfötin fallegri. grænu Nonni litli var í fyrsta sinn úti í sveit. Þar sá hann kálfa, sem voru að sóla sig Í‘líiagán- um. — Hvað er þetta, spurði Nonni. •— Þetta eru kálfar sagði pabbi hans- — Nú, eru þeir þá búnir til úr kálfakjöti? — Blcss Pétur og góða ferð. Mundu að við borðurn kl. 7. — Nei þakka þér fyrir. ég á mi þegar allt of niarga hluti, , ... . , __ *cm jafnt börn sem fullorðnir DÆMALALISI »»« DENNI Sett hafa verið lög í Frakk- | landi, sem eiga að vernda æti- J sveppi gegn Þeim, sem þeim I safna. Mikið hefur borið á því, I að fólk kærni í heilum hópum, j aðallega frá Sviss, yfir til j Frakklands í þeim tlgangi að | tína þar ætisveppi. Hefur legið | við, að skógarnir, þar sem sveppirnir vaxa aðallega, væru gjörsamlega hreinsaðir upp af sveppum. Sumir þeir, sem tínt hafa sveppina, hafa flutt með sér aftur til Sviss allt að hundrað pundum eftir eins dags tínslu. Nú hefur verið ákvpðið, að ekki megi tína nema 4,4 pund á dag, Og einungis tU heimilisnota, en ekki til sölu, eins og mikð hefur verið um. — ★— ★— Allmerkileg nýjung hefur verið tekin upp á fæðingar- heimili í Duisburg í Vestur- Þýzkalandi. Þar geta feður komið og fylgzt með því, þeg- ar konur þeirra fæða börn með því aö horfa á sjónvarpsútsend ingu frá fæðingarherberginu. Ljósmyndarar í Londop ráku upp stór augu, þegar þessar stúlkur gengu út úr hótelinu þar sem fegurðardísir dveljast um þessar mundir í tilefni af fegurðarsamkeppninni Miss World. Önnur þeirra er Maria De Lourdes Melgrejo, Ungfrú Panama, en hver skyldi hin hafa verið? Jú, það var þá hvorki meira né minna en tví- burasystir hennar Maria Del — ★ Franski vísindamaðurinn dr. Dolfus fékk að láni frá banda- rísku geimvísindastofnuninni steina, sem geimfarar höfðu komið með frá tunglinu. Til gangurinn var sá, að Dolfus vildi bera saman hina raunveru legu tunglsteina og steina, sem hann hafði sjálfur búið til sam kvæmt kenningu, sem hann lagði fram um efnasamsetningu steina á tunglinu árið 1955. Dol fus fékk .steinana senda, . g reyndust 'jieir mjög svo líkir hans eigin gervisteinum. Svo gerðist slysið. Tunglsteinarnir duttu úr kössum sínum og lentu saman við rvisteinana, ,g bá reyndist í fljótu bragði gjör- samlega ómögulegt að skera úr um það, hvað voru gervisteinar og hvað ráunverulegir tungl- Consuelo Rivera. Systurnar eru 19 ára, og það reyndist sem bet ur fer ekki nauðsynlegt fyrir dómarana í keppninni að þekkja þær í sundur, því að- eins önnur á að keppa, sem sagt Maria De Lordes, og hún er með merki fegurðardrottn- inganna í barminum, svo þið getið sjálf séð, hvor þeirra hún er. - ★ — steinar. Það tók tvo daga að rannsaka steinana með efna- fræðilegum aðferðum. en þa tókst að skera úr um uppruna þeirra og tunglsteinarnir voru strax sendir vestur um haf. — ★ — ★ — Bílasalar, sem selja notaða bíla í París, hafa nú bundizt samtökum um, að tryggja við- skiptavinum sínum góða vöru. Hafi bíllinn, sem seldur .ai', reynzt verri en sagt var í upp- hafi, geta kaupendur komið og fengið hann endurgreiddan. Það er nefnd sex manna, 2ja bíLsala, tveggja trygginga- manna og tveggja fulltrúa bíl eigendafélaga, sem skera úr um það, hvorl kaupandinn ’hafi veriö prettaður, þegar hann keypti notaða bílinn. Reg. Gilroy í Cheltenham í Englandi fannst húsið sitt ósköp ljótt og leiðinlegt að utan verðu. Þess vegna fékk hann til sín hóp ungra listamanna, og bað þá að skreyta það að eigin geðþótta, með því þó að mála landslagsmyndir á veggi Þess. Brátt mátti sjá snævi þakin fjöll, blá og glitrandi vötn og geislandi sólir utan á húsinu, en þótt Gilroy væri ánægður með breytinguna, er ekki hægt að segja það sama um nágranna hans. Ástæðan er sú, að nú streymir fólk að úr öllum átt- um til þess að fá að sjá húsið, og nágrannarnir óttast að þeirra eigin hús eigi eftir að lækka verulega í verði vð þessar breyttu aðstæður. — ★ — ★ — Þetta er ekkert sérstakt svín, hvorki leikari né verð- launagripur, en okkur fannst rétt að leyfa ykkur að sjá myndina af því, því það er svo einstaklega manneskjulegt á svipinn, þarna sem það hangir með lappirnar yfir grindurnar á stíunni sinni. Það er mikill mæðusvipur á svínsandlitinu, sem er svo sannarlega svíns- legt, þótt það- sé manneskju- legt um leiö. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.