Tíminn - 10.11.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.11.1971, Blaðsíða 6
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 1971 MNGFRÉTTIR SKÝRARI AKVÆDI UM EIGNAR- RÉTT A HALENDIÍSLANDS EB-Reykjavík, þriðjudag. Þingsályktuuartiliaga frá þiug- mönnuni Alþýðuflokksins, er m.a. fjallar um að hálcndi landsins og óbyggðir verði lýstar alþjóöareign, er nú til meðferðar Sameinaðs þings. Tiflaga þingmannanna hljóðar SVO: „Alþingi ályktar að leggja fyrir ríkisstjómina, að hún láti sérfróða míenn semja frumvarp eða frum- vörp að lögum um eignarráð og eignarréttindi yfir óbyggðum lands ins, stöðuvötnum í byggð og óþyggðum, fallvötnuno, jarðhita og hvers kopar námum og vinnslu verðmæta úr jörðu. Við samningu frumvarps eða frumvarpa að lagagerð þessari verði m.a. athugað: 1. Að lýsa allt hálendi landsins og óbyggðir alþ.ióðareign, að svo miklu leyti sem skýlausar eignar- heimildir annarra en ríkisins liggja ekki fyrir, og rvernig kveða megi á, svo að glöggt sé, um mörk þess arar ríkseignar. 2. Að öll not afrétta, sem ekki eru í einkaeign, skuli teljast rétt- indi viðkomandi sveitarfélaga, eins og þau yrðp nángr tilgrpind. 3. Hvort veiði- og fiskræktarrétt ur í stöðuvptnum og fallvötnum skuli ekki fremur bundinn viðkom andi sveitarfélögum en einkaeig- endum jarða. 4. Hver mörk skuii setja milli eignarráða ríkis og réttinda ann- arra eigenda fallvatna, t.d- varð- andi virkjanir, þegar árekstrar verða milli einkanota og almenn- ingsnota. 5. Hver eignarmörk ríkið skuli hafa yfir jarðhita og hve djúpt í jörð eignarréttur jarðeigenda á honum skuli ná. 6. Hvort verðmæti í jörðu, á landi eða landgrunni, er finnast fyrir atbeina ríkisins, skuli ekki teljast ríkiseign og háð valdi ríkis- ins, hvernig unnin verði og farið með. Þegai' tillagan var til 1. um- ræðu á fundi í neðri deild Alþingis s.l. fimmtudag, tók meðal annarra til máls Ágúst Þorvaldsson (F) og minnti á í upphafi máls síns, að á Alþingi hefði fyrr verið fluttar tillögur, sem stefna í þá átt, að AlÞingi lýsti yfir eign sinni á öllu hálendi landsins. Þessi tillaga gengi öllu lengra en aðrar tillögur hefðu áður gengið í þessa átt, og ef efni hennar yrði lögfest, þá sýnd- ist honum, að hér væri um algjöra byltingu að ræða á sviði eignar- réttarins. í raun og veru boðaði tillagan slíka byltingu, því að ef gengizt væri inn á það, sem hér væri farið fram á í sambandi við hálendið og í sambandi við veiði- rétt í vötnum I byggð og óbyggð, þá væri ekki víst, hvar staðar yrði numið síðar. Komið gæti til síðar, að ríkið vildi eignast fleira en þetta- — Svo er annað, sem ég undrast nokkuð mikið í sambandi við svona tillögugerð. Það er hvað ríkið ætl ar að gera við eignarrétt á þessum svæðum, sagði Ágúst. — Hvað ætlar ríkið að hafa upp úr hon- um og til hvers eru slíkar tillög- ur fluttar. Ég hef orðið var við, Agúst Þorvaldsson að ein af þeim rökum, sem flutt eru fyrir þessu sé það, að hálend- ið eigi að vera öllum frjálst.til umfprðar. Ég hef aldrei orðið var við það, að bað væri nokkurs stað- ar nokkurt ferðafrelsi takmarkáð á afréttum eða hálendi landsins. Ég veit ekki betur en víða um óbyggðir landsins séu nú ýmis fé- lög búin að byggja sér sína skála, þar sem þau hafa bækistöð. Það er byggður meira að segja skóli uppi í Kerlingafjöllum og virlcjað þar vatnsfall til afnota fyrir þessa stofnun, og ég hef ekki orðið var við, að það væru nokkrir erfiðleik- ar á ferðum í sambandi við þetta viðvíkjandi því sveitarfélagi, sem þar telur sig eiga hlut að máli. Enn ér annað, að um hálendi landsins er bví þannig farið, og er nú raunar tekið hér fram í tillög- unni, að fyrst og fremst skuli taka það af hálendinu, sem ekki liggi fyrir skýlausar eignarréttar heimildir um, en dálítið ein- kennilegt er um eignarréttinn á eftir, þegar þetta er búið, því að víða er það þannig, að sérstak- ar jarðir eiga ávefengjanlega lönd allt inn í jökla. Ég t.d. man eftir einni jörð í Árnessýslu, sem á land inn £ Langjökul. Það er hið forna höfuðból, Úthlíð í Biskups- tungum- Hún á land alla leið inn í Langjökul, og ég veit, að hér á nærliggjandi svæði, t.d. Ölfyss- ingaafrétti, eru vissar jarðir, sem eiga geilar x gegnum afrétt- inn, en aðrir partar hans eru svo í eigu sveitarfélagsins, þar sem jarðimar í sveitarfélaginu eru tald ar eiga hver sinn hlut í til nytja. Sama er að segja um ýmsa aðra afrétti. Það hefur staðið svo lengi sem ég veit til í fjallskilareglu- gerðum á Suðurlandi. að þeir eigi afrétti, sem að fomu hafi átt. Og þar er átt við jarðimar, hverja jörð. ‘Hún á sinn vissa part í af- réttinum. Það em hlunnindi, sem fylgja jörðinni og hún má nota. Og meira að segja var svo áður ákveðið, að það var skylt að nota þessi hlunnindi, það var skylt að reka fénað í afrétt. Mikið af af- réttum á Suðurlandi er þannig, að mínu viti, eign jarðanna sjálfra. Síðan eru enn aðrir afréttir, sem em eign sveitarfélaga, sérstakra sveitarfélaga, og í þriðja lagi eru svo afréttir og afréttarhlutar, sem eru eign einstakra jarða. Það mun t-d. vera mjög mikið um það hér á afréttum Borgfirðinga, að cér- stakar jarðir eða sérstök sveitar- félög eiga þar afrétti, sem ský- lausar heimildir liggja fyrir um, að sveitarfélögin hafa keypt af stómm jörðum, sem ekki þurftu á þessu landi að halda og gátu ekki nýtt það. Þess vegna seldu þær sveitarfélaginu þetta land. — Mér sýnist þess vegna, að hér sé boðuð mjög mikil og róttæk bylt- ing á sviði eignarréttar í landinu, sem ég sé ekki fyrir endann á, til hvers muni geta leitt. Veiði- og fiskiræktarréttur í stöðuvötnum og fallvötnum Síðar í ræðu sinni ræddi Ágúst um 3ja lið tillögunnar, er fjallar um það hvort veiði- og fiskræktar- réttur í stöðuvötnum og.fallvötn- um í byggðum skuli ekki fremur bundinn viðkomandi sveitarfélög- um en einkaeigendum jarða. Um þetta afcriði sagði Ágúst m.a.: — Það er spurningin um það í þessúm lið, hvort ekki sé rétt að taka allan þennan veiðirétt, af- eigendum hans ög færa hann f eign sveitarfélaga. Ég, man nu ekki fyllilega, og lief ekki haft aðstöðu til að kynna mér það, en mig minnir, að það sé eitthvað á 6. hundrað. jarðir á íslandi, sem eiga veiðirétt í ám og vötnum. Og það færist sífellt í vöxt, að þessi réttindi, þessi eignarréttur, verði meira og meira virði, og við höfum það í lögum, að við megum ekki selja veiðiréttinn und an jörðunum. Hann verður að fylgja þeim. Og ég tel það rétta stefnu, að þessi veiðiréttur eigi að fylgja jörðunum. Ef veiðirétturinn væri tekinn undan ýmsum jörð- um, væru þær mjög litils virði á eftir- Sumar jarðir yrðu svo að segja einskis virði, þegar veiði- rétturinn væri skilinn frá þeim. Nú skal ég játa það, að sveitar- félögunum ríður mikið á að afla sér tekna og nýta allt, sem hægt er, sér til iekna. En víða er það þannig, að veiðibændurnir, menn- irnir, sem eiga veiðiréttinn, em yíða duglegustu gjaldendurnir í sveitarfélaginu, af því að Þeir hafa þessi hlunnindi eða hafa tekjur af þeim. Áður var það svo, að- þessi hlunnindi voru eins konar matarbúr fyrir þær jarðir, sem þetta áttu. Lax- og silungsveiði var stunduð og hefur verið st„nd- uð allt frá því að landið var byggt til þess að afla búsílags handa heimilunum og ekki aðeins þeim heimilum, sem áttu réttindin, held ur einnig til þess að bjarga öðrum frá sulti. Um þetta höfum við öfl- ugar og öruggar heimildir fornar og raunar nýjar. Nú er þetta að vísu breytt, og þessi réttindi eru nú meira notuð til tekjuöflunar á annan hátt með því að selja veiði- réttinn á leigu og hafa upp úr honum peningatekjur. Og mér er kunnugt um það, að hjá ýmsum bændum er þetta meginstofni,.u í Þeirra tekjum, því að jörð getur verið góð veiðijörð og mikilsverð veiðijörð, þó að hún sé léleg bú- Framhald á bls. 12. Skattar á afréttum EB—Reykjavik, þriðjudag. Björn Fr. Björnsson (F) hef- ur Iagt fyrir efri deild Alþing- is frumvarp um breytingar á lögum nr. 51 frá 10. júní 1964, um tekjustofna sveitarfélaga. Er tillagan svohljóðandi: 1. gr. Á eftir 1. mgr. 8. gr. laganna komi ný málsgrein, svohljóðandi: Sé um atvinnurekstur að ræða á afréttum, er sveitar- félögum, sem þar eiga eignar- eða afnotarétt, heimilt að inn- heimta aðstöðugjald af atvinnu rekstrinum í samræmi við ákvæði þessa kafla. 2. gr. a-liður 30. gr. laganna orðist svo: Hvert sveitarfélag ieggur út- svar á íbúa sína, sbr. 13. gr. laga nr. 35/1960, um lögheim- ili. Þeim sveitarfélögum, sem eiga eignar- eða afnotarétt að afréttum, er heimilt að leggja útsvör á þá, sem þar hafa fast aðsetur. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. / Heimild til álagningar og inn heimtu sveitarsjóðsgjalda er fyrst og fremst bundin við íbúa og atvinnurekstur í viðkom- andi sveitarfélagi, sbr. 8. og 30. gr. laga nr. 51/1964, um tekju- stofna sveitarfélaga. Bein^ ákvæði eru ekki talin vera í löggjöf okkar íslendinga um það, hver. juark ..sveitar- félaga séu, þegar til afrétta i kemW| PS ,nær dregur hálendi landsins.' ■ í stjórnarskrá okkar segir: „Rétti sveitarfélaganna til að ráða sjálf málefnum sín- um með umsjón stjórnarinnar skal skipað með lögum.“ f samræmi við þetta stjórn- arskrárákvæði hafa svo verið sett lög um sveitarstjórnir, og lög þau, sem nú gilda þar uin, eru frá 1961, nr. 58. Þar segir í 1. gr.: „Ríkið skiptist í sveit- arfélög, sem ráða sjálf málefn- um sínum undir yfirstjórn ríkis stjórnarinnar (félagsmálaraðu neytisins), samkvæmt því sem lög ákveða.“ í 2. gr.' þessara laga segir, að með sveitarfélög um sé átt við hreppa og kaup- staði. Ennfremur, að stefnu- mörk sveitarfélaga skuli vera hin sömu og nú, en ráðuneyt- ið geti breytt þeim samkvæmt því, sem nánar greini í lögun- um. Um mörk sýsluféiaga eru ✓eigi fremur bein lagaákvæði. en gömul og viðtekin munu mörk þeirra vera og eflaust víðast hvar ijós og óumdeild, nema ef vera skyldi er til há- lendisins kemur. Björn Fr. Björnsson „Ríkið skiptist í sveitar- félög,“ segir í sveitarstjómar- lögum. Það mætti því ætla, að enginn væri sá staður eða land- svæði, að eigi félli til einhvers hrepps eða kaupstaðar. Nú er það vitað, að víða eru afréttir til og það frá fomu fari, sem einstök sveitarfélög telja sig eigi hafa einungis óbein eignarréttindi að, svo sem veiðirétt og upprekstrar- rétt, heldur einnig bein eign- arréttindi að, þ. e. eiga land- eignina sjálfa og hún heyri til sveitarfélaginu. Nærtækast dæmi í svipinn er Holtamanna- afrétt innan Rangárþings. Þar erú hreppar, sem telja sig vera eignáraðila að afréttinni, og lang3ú':' tíma hafa þeir nytjað það landssvæði. Þarna eiga sér stað miklar framkvæmdir til undirbúnings stórvirkjunum við Sigöldu og Hrauneyjar- fossa. Hundruð manna hafa þar stöðuga atvinnu mikinn hluta árs, og þegar til kemur, munu þeir eigi verða allfáir, sem setjast þar að til fulls. Hvað sem öðru kann að líða, verður að telja það fráleitt, að minnsta óvissa ríki um greiðslu- skyldu þessa fólks og fram- kvæmdaraðila til sveitarfélag- anna, sem þessi landshluti heyr ir tii. Flutningsmað»r þessa frum- varps telur einsætt, að j lögum um tekjustofna sveitarfélaga sé næg stoð þeim sveitarfélög- um, sem afréttir hafa nýtt c/a eiga, til þess að leggja á sveit- argjöld og innheimta hjá fyrir- tækjum og því fólki, sem á þeim slóðum starfar. En til þess að koma í veg fyrir hugs- anlegan ágreining þykir rétt að skei-pa ákvæði aganna að þessu leyti, og því er þetta frumvarp flutt. BLOM - GIRO Gírónúmer 83070 x Sendum yður blómin — laukana — blómaskrejrt- ingar ) öruggum umbúðum um tand allt. — Greiðið með Gíró. BLÓMAHÚSIÐ SKIPHOLTI 37 SÍMI 83070 (Við Kostakjör, skammt fró Tónabí^) óður Álftamýri 7. Opið alla daga — öll kvöld og um helgar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.