Tíminn - 10.11.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.11.1971, Blaðsíða 9
*H)VIKUDAGUR 10. nóvember 1971 TIMINN 9 Otgafandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN rramtvæmdastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þðrartnn ÞórarinssoD (áb) Jón Belgason, tndriOi G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson Auglýstngastjórl: Stelngrimur Gislason Kit. ítjórnarskrifstofur i Edduhúsinu, simax 18300 — 18308 Skrif- vtofur Banikastraeti 7 — AigrelOsluslmJ 12323. Auglýslngaslml: 10523. AOrar skrifstofur stmi 18300 Askrlftargjald kr 195,00 á mánuSi Innanlands t lausasölu kr 12.00 elnt - Prentsm Edda hf. T BREZKA RITIÐ NEW STATESMAN: Gjörbreytt stefna getur forðað frá hörmungum á Norður-irlandi1 Víkjum aukaatriðum til hliðar og stönd- Stjórnarandstaða Verkamannaflokksins verður að taka á sig rögg og krefjast yfirlýsingar um, að brezki herinn verði látinn hverfa úr landi að ári liðnu. Það eitt gæti knúið íra til samkomulags um einhuga saman í landhelgismálinu Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, hafði í samein- uðu Alþingi í gær, framsögu fyrir þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar uiji útfærslu fiskveiðilögsögunnar við ísland 1 50 sjómílur á næsta ári. í ræðu sinni sagði Ólafur m.a. að því væri ekki neitað að Bretar hefðu nokkurra hagsmuna að gæta í sambandi við útfærslu landhelginnar við ísland. Þeir hefðu veitt hér meira en erlendar þjóðir, stundum í skjóli ofríkis. Þeirra hagsmunir væru þó litlir þegar á heildina væri litið og í samanburði við hagsmuni íslendinga. Afkoma einstakra brezkra útgerðarborga kynni þó enn að ein- hverju verulegu leyti að vera tengd fiskveiðum á íslands- miðum. Síðan spurði forsætisráðherra: „En hvað ætli það yrði lengi, ef ekkert væri að gert, og ofveiði og rányrkja væri stunduð á fiskimiðum land- grunnsins og þau uppurin? Hvaða gagn hefðu þeir af ger- eyddum fiskimiðum?" Eigi að síður væri Sjálfsagt að skoða stöðu og sjónar- mið þessara útgerðarstaða og athuga hver tök væru á að draga úr röskun þeirri og aðstöðumissi, sem þeir kjmnu að verða fyrir vegna útfærslu fiskveiðimarkanna. Forsætisráðherra taldi rangt að gera lítið úr þeim mótbyr, sem við mættum vænta úr ýmsum áttum í land- helgismálinu og þá ekki hvað sízt frá gömlum forréttinda- þjóðum. Við skyldum ekki gera okkur neinar gyllivonir um fyrirhafnarlausan sigur, heldur þvert á móti gera ráð áyrir langri og strangri baráttu. En um úrslitin yrði ekki efast, ef við sjálfir stöndum nægilega fast saman og villumst eigi af vegi. Það væri alveg víst, sagði forsætis- ráðherra, að því meiri einhugur, sem hjá okkur ríkti um málið, því auðunnari yrði sigurinn. I framhaldi af því sagði ráðherrann: „Ég held, að þjóðin sé nær undantekningalaust ein- huga í þessu máli. Þann einhug þarf með öllu móti að efla. Ég vona, að stjórnarandstöðuflokkarnir fylki sér í þessu máli við hlið stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarinn- ar. Ég held, að af þeirra hálfu hafi ekkert það verið sagt, sem gerði þeim það erfitt. Það væri mikill óvinafagn aður, ef menn færu að stofna til ágreinings út af aukaatrið um, sem vitaskuld geta verið álitamál, og ég ætla að svo stöddu algerlega að sneiða hjá að ræða. Og þeir, sem nú fara að hengja sig í aukaatriði og stofna með þeim hættj til ágreinings, ganga erinda úrtölumanna. Það er með öllu ástæðulaust nú að fara að eltast við eða rifja það upp, sem borið kann að hafa á góma í kappsfullri kosningabaráttu. Það er í því fólginn ómetanlegur styrk- ur, að við sýnum það út á við, að við stöndum allir saman." Um uppsögn landhelgissamningana víð Breta og Vestur-Þjóðverja frá 1961, sagði forsætisráðherra, að við gætum ekki fallizt á, að þeir væru einhverjir eilífðar- samningar, þótt í þeim væru engin uppsagnarákvæði. Aðstæður allar væru gerbreyttar frá því að þeir hefðu verið gerðir, bæði að því er varðar fiskveiðar og fisk- veiðitækni og réttarskoðun í landhelgismálum. Allir stjórnmálaflokkar hafa lýst þeirri skoðun sinni, að samn- ingarnir væru uppsegjanlegir, og í þingsályktunartiliögu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að þessum samningum skuli sagt upp. — TK BREZKA ríkisstjórnin gerir Norður-írland innan skamms að okkar Vietnam ef stjómar- andstaða Verkamannaflokksins rankar ekki við sér og gerir skyldu sína. Okkur getur orð- ið ómögulegt að sleppa frá óvinnandi borgarastyrjöld, sem gerspillir stjómmálasiðferði okkar og eyðileggur herinn sem baráttulið. Það hörmuleg- asta við styrjöldina í yietnam var einmitt, að Bandaríkja- menn vildu hana ekki, en bár- ust út í hana. Raunar vissu þeir varla að þeir ættu í styrjöld fyrri en að orðið var um sein- an að hverfa á burt „án van- sæmdar" og „án þess að bregð ast skuldbindingum sínum.“ Mjög svipuðu máli gegnir um okkur á Norður-írlandi nú. Svo er komið nú þegar, að ekki er talið til forsíðufrétta að nokkrir hermenn séu skotnir á viku hverri. Það er oiðin sjálfsögð afleiðing af því að „halda úppi lögum og í-eglu" á Nor.ðttr:.írlandi. Eandiökur áh dóms og laga hneyksluðu okk- ur mjög fyrir fáeinum vikum, en nú þykja þær ekki annað en sjálfsagður hluti dagiegrar löggæzlu. Áður en langt um , líður verður ríkisstjórnin far- in að verja aðferðir yfirheyr- endanna í fangabúðunum — farin að telja þær „óhjákvæmi legar eins og á stendur," — ef dæma má eftir hneigð henn ar til að berast blindancii með straumnum. HÁSKALEGASTI veikleiki lýðræðisins í Bretlandi og Bandaríkjunum er einmitt fólg inn í því, hve auðvelt okkur veitist að venjast þeim illverk- um, sem framin eru fyrir okk- ar hönd á afviknum stöðum. Brezki herinn er að hernema Norður-írlapd og á í trúar- bragðastyrjöld við írska lýð- veldisherinn. Ríkisstjórn þeirra Kennedys og Johnspns í Bandaríkjunum sagði um Vietnamstyrjöldina, að fyrst yrði að buga óvinina, en að því loknu mætti taka stjórnmála lausn til álits. Sama segir ríkis stjórn okkar nú um Norður-ír- land. En við getum ekki bugað írska lýðveldisherinn nema komast fyrir vopnaútvegunina. Við höfum hins vegar ekki þeim herafla á að skipa, að við getum lokað landamærum Eire, fremur en Bandaríkja- menn gátu lokað landamærum Suður-Vietnam. Hvað vopnasmyglið áhrærir þá náðum við fyrsta flugvélar- farminum frá kominúnistarík.i- unum í Amsterdam um daginn. En áður en við verðum frá okk ur numdir af sigurgleði yfir því ættum við að núnnast þess, að gagnráðstafanir okkar reyndpst haldlitlar bæði í Pal- estínu og við Suezskurðinn, bar sem Tékkar sáu hermdarverka — HAROLD WILSON, form. Verkamannaflokkslns mönnum, bæði fsraelsmanna og Araba fyrir vopnum. Engin ástæða er til að ætla, að þær kæmu að betra haldi á norður- hluta eyju, þar sem allir eyjar- skeggjar eru sannfærðir um það í hjarta sínu, að eyjan sé þeirra land en ekki okkar. AF þessum sökum er sú ætl- un ríkisstjórnarinnar gersam- lega óraunhæf að buga írska lýðveldisherinn fyrst og semja að því loknu um friðsamlega lausn. Tilvera stjórnarinnar í Norður-írlandi ein kemur í veg fyrir, að rædd sé iausn á vanda fra út frá öðru sjónar- horni en skilmélum mótmæl- enda einna. Þegar þannig er í pottinn búið og írski lýðveldis- herinn nýtur virks stuðnings kommúnistaríkjanna og velvilj aðs hlutleysis ríkisstjórnar og landsmanna allra i Eire, er engin ástæða til að ætla, að bar dagar þurfi yfirleitt nokk'.irn tíma að taka enda. Verkamannaflokkurinn get- ur ekki skotið sér undan ábyrgð sinni með þvi einu n® látast hörundssárari en rikis- stjórnin og hafa hærra en hún yið hverja nýja framvindu mála. Ekki pr heidur til neins að krefjast þess undir yfirskyni grandvarleikans, að ráðstefna allra íra verði haldin, þar sem vitað er fyrirfram, að slík ráð- stefna sezt aldrei f rökstóla. Málið er þannig vaxið, að við verður að bregðast með allt öðrum hætti. Brezka þjóðin vill komast úr þessupi ógöng- um, en Út úr þeim verður ekki framar hörfað sársaukalaust eða skipulega. En til er önnur og djarflegri aðferð ef Verka- mannaflokkurinn hefur kjark og skarpskyggni til að krefjast þess, að liún verði viðhöt’ð. NEW Statesman hefur áður mælt með því, að við lýstum yfir þeirri eindregnu og ský- lausu ákvörðun, að hverfa a burt með her okkár að ári liðnu. Engin von er um síiórn- málalausn meðan gildandi stefnu er fylgt, og því er að irijTt^itS* 'l • í: f1' Ta-4-' minnsta kosti rétt að reyna rót- tæka stefnubreytingu. Ríkis- stjórn mótmælenda verður að hverfa og brezka ríkisstjórnin að taka að sér stjórn Norður- frlands í eitt ár í þeim til- gangi, að knýja andstæðingana til að semja sín í piiili um lausn, enda hverfi herinn skil- yrðislaust burt að öðrum kosti. Slík uppástunga þyktr sýna óumræðilegt miskunuarleysi og flestir fórna hönduui í hryll ingi ef hún er færð í tal. Að- ferðin sé ekki lýðræðisleg, hún hlyti að vekja úlfúð og valda blóðsúthellingum, sem er það versta segja andstæðingar hennar. En þeir hinir sömu vilji ekki opna augun fyrir Vpnleysi þess ástands, sem nú ríkir, né þeim skelfingum, sem bráðlega eiga eftir að dynja yfir. VIÐ þekkjum þess dæmi af langri reynslu af dvöl brezka hersins erlendis, að hann er hvergi nærri ónæmur fyrir þeim aðstæðum, sem hlytu að drepa niður, þaráttukjark hvaða hers sem væri, og ala á spillingu hans og grimmd. Bar- áttap í NprSur-frlandi er :kk- ert annað en þessi gömlu skít- verk, — sem hersveitum okk- ar er farið að bjóða við fyrir löngu, — að reyna að halda uppi reglu þar spm tvö fjand- sanileg samfélög eigast við. Herinn hefur oftast áður getað gert sér vonir um að losna skjótlega úr klípunni. Ef hernum er sagt, að hann verði að annast gæzlu á Norð- ur-írlandj iepgi epp, hlýtur hann óhj áirvpsmilpga að fara að beita við ofbeldismepnipa sömp aðferðup^ og þeir yiShgfa sjálfir. ASferðir, sem enginn mannlegur méttur getur varið, verða afsakaðar og réttlættar með því, að gjalda vcrði iikp líkt. Þyí veyður eklvi mpti mælt, að við liurfum á hurt frá Ipdlapdi, Palestjpu, Ifýpur og Aden eipungis vegna þess. að slík framvinda var hafiq, ep við ákváðum að láta ekki ieið- | ast lengra út á þá braut. EKKI væri annaö en þræspí | að láta svo sem henpp rrnji | verið áfram un> ótiltekipp tíma á Norður-írlandi sn oess að siðferðisþrek hans léti á sjá og aðferðir hans breyttust til hins verra. Breytt stefna gæti að minnsta kosti forðað okkpr frá þeirri sorg og smán, sem Bandaríkjamenn máttu þola þegar þeir komust smátt og spiátt að því, hvernig styrj- öldin í Vietnam var í raun og veru þáð. En ný stefpp hefpr fleira (ii síns ágætis — og betra. Vitað yrði, að brezki harinn hyrfi 8 brptt að ári iiðpu, á l.yerjp sem ylti. Meðap árið vapri aS U?§ Framhald á þis. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.