Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 6
6 6. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 68.5 -0.62% Sterlingspund 125.59 -0.90% Dönsk króna 11.57 -0.39% Evra 86.16 -0.42% Gengisvísitala krónu 118,90 -0,08% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 400 Velta 7.589 milljónir ICEX-15 2.343 -0,22% Mestu viðskiptin Straumur Fjárfestingarbanki hf 427.086 Opin Kerfi Group hf. 412.050 Bakkavör Group hf. 298.240 Mesta hækkun Marel hf. 2,50% Kaldbakur, fjárfestingarfélag hf 1,74% Medcare Flaga 1,64% Mesta lækkun Hampiðjan hf. -3,28% Samherji hf. -2,50% Grandi hf. -2,24% Erlendar vísitölur DJ* 10.480,7 0,1% Nasdaq* 2.020,1 0,3% FTSE 4.384,4 -0,3% DAX 4.014,8 -0,3% NK50 1.335,3 0,1% S&P* 1.126,2 -0,0% *Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Á móti hvaða liði lék Árni GauturArason, leikmaður Manchester City, sinn fyrsta leik? 2Hvaða Evrópuland vil banna músli-mum að nota slæður í skólum? 3Hver sakaði Pétur Blöndal um gróða-fíkn í SPRON-málinu? Svörin eru á bls. 39 STJÓRNMÁL Sigurður Líndal laga- prófessor gagnrýnir skipun Björns Bjarnasonar á Ólafi Berki Þorvaldssyni í embætti hæsta- réttadómara harðlega í viðtali við Stúdentablaðið. Í viðtalinu segir Sigurður að Ragnar Hall, Eiríkur Tómasson, Hjördís Hákonardóttir, Eggert Óskarsson og Allan Vagn Magnús- son hafi öll verið hæfari en Ólafur Börkur. Sigurður gefur lítið fyrir rök dómsmálaráðherra fyrir skipuninni og segir: „Og hver voru rökin? Að það þyrfti að auka þekkingu réttar- ins í Evrópurétti! Hvers konar rök eru þetta? Á mæltu máli heita þetta rökþrot. Ólafur átti á þessu stigi ekkert erindi í þetta starf, hvað sem síðar kynni að verða“. Sigurður bætir þessu við í viðtal- inu: „Ég botna ekkert í Birni. Hverj- um er hann að þjóna? En þetta verð- ur að skoða í stærra samhengi og varpar ljósi á hversu berskjaldaður Hæstiréttur er fyrir geðþótta- ákvörðunum stjórnmálamanna. Á þessu verður að taka ef ekki á að grafa undan dómsvaldinu.“ ■ ÖRYGGISMÁL Það var upp úr hádegi í fyrradag sem rúta lagði af stað af Kárahnjúkavirkjunarsvæðinu með tíu farþega sem áttu bókað flug frá Egilsstöðum. Hún hafði ekki farið nema 5–600 metra þegar hún ók fram á gröfu, sem kínverskur véla- maður stjórnaði. Var hann að vinna við að ryðja burt snjó og breikka þannig akbrautina, sem talsverð umferð er allajafna um. „Ég var að tala í farsímann og horfa á gröfuna, sem stóð uppi á snjóruðningi,“ sagði farþegi sem var í rútunni. „Allt í einu var vélinni ekið rösk- lega aftur á bak ofan af ruðningn- um og hún stefndi beint á rútuna. Ég sá að árekstri yrði ekki forðað og beygði mig ósjálfrátt saman í sætinu. En þetta gerðist allt óskaplega snöggt, því grafan var á það mikilli ferð.“ Að sögn farþegans heyrðist mik- ill dynkur þegar vélin skall á rút- unni, sem hentist til hliðar við höggið. „Tvær konur sem voru í rútunni þurftu að leita læknis eftir atvikið,“ sagði farþeginn. „Þær sátu báðar þeim megin sem grafan lenti á henni. Sjúkrabíll kom á staðinn og var farið með þær til læknisins á svæðinu, sem skoðaði þær. Það var vel staðið að því öllu. Önnur konan fann til í hnénu, og var hrædd um að hún hefði laskast. Hin hafði fengið slæmt höfuðhögg og var með mikinn verk eftir það. Hún ætlaði að láta rannsaka sig betur eftir að hún væri komin til Reykja- víkur.“ Farþeginn bætti við að skyggni hefði verið alveg sæmilegt þegar óhappið varð. Hann bætti við, að það hefði verið mikil mildi að vélinni hefði ekki verið bakkað á minni bíl, sem nóg væri af á svæðinu, því þá hefði getað farið enn verr. Nokkuð hefur verið fjallað um á þriðja tug kínverskra vélamanna sem unnið hafa á Kárahnjúka- virkjunarsvæðinu frá því fyrir jól, þar sem þeir reyndust ekki hafa til- skilin réttindi. Haukur Sölvason, yfirmaður vinnuvéladeildar Vinnu- eftirlits ríkisins, sagði í gær að kennari frá ökuskóla hefði farið austur, rætt við mennina, fylgst með þeim vinna og veitt þeim fræðslu. Hann sagði, að niðurstöð- ur kennarans hefðu verið „mjög já- kvæðar“. Nú ættu vélamennirnir einungis eftir að taka munnlegt próf, sem væntanlega yrði í næstu viku. Eftir það öðluðust þeir full réttindi. jss@frettabladid.is Heimdallur: Embættið óþarft FORSETAEMBÆTTIÐ Heimdallur, fé- lag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur rétt í ljósi um- ræðna síðustu daga, að ítreka þá skoðun sína að leggja beri niður embætti forseta Íslands. Heimdallur telur embættið einvörðungu táknræns eðlis og sé auk þess afar kostnaðarsamt fyr- ir skattgreiðendur. Þá telur Heimdallur það sæta furðu, að embættismaður sem hafi færri skyldur en tali taki, skuli ekki sjá sér fært að vera viðstaddur merkisatburði á borð við hátíða- höld í tilefni aldarafmælis heima- stjórnar. ■ ■ Evrópa VIÐAR ÓSKARSSON Höfðabakki: Lést í um- ferðarslysi DÁNARFREGN Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Höfðabakka á mánudag hét Viðar Óskarsson, til heimilis í Glæsibæ 14 í Reykjavík. Viðar var 63 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu og tvö upp- komin börn. ■ VAXANDI ATVINNULEYSI Níundi hver vinnufær Þjóðverji var án vinnu í síðasta mánuði. Atvinnu- leysi jókst þá úr 10,4% í ellefu prósent. Atvinnuleysið er mjög svæðisbundið, í gamla Vestur- Þýskalandi mælist atvinnuleysi tæp níu prósent en rúm 19% í gamla Austur-Þýskalandi. KVEIKTI Í SÉR Kona lést af sárum sem hún hlaut þegar hún kveikti í sér fyrir framan höfuðstöðvar Sósíalistaflokks Ungverjalands í Búdapest. Í fyrstu var talið að konan hefði kveikt í sér til að mótmæla einhverju en ættingjar hennar segja hana hafa reynt sjálfsmorð nokkrum sinnum. ÓBREYTTIR VEXTIR Seðlabanki Evrópu ákvað í gær að hafa vexti á evrusvæðinu óbreytta og er talið líklegt að þeir haldist óbreyttir fram á haustið. Þá er talið líklegt að til vaxtahækkunar kunni að koma. ÓHAPP Á VIRKJUNARSVÆÐINU VIÐ KÁRAHNJÚKA Tveir leituðu læknis eftir að vélamaður bakkaði gröfu á rútu, sem í voru tíu farþegar. Myndirnar voru tekin á vettvangi. „Tvær konur sem voru í rútunni þurftu að leita lækn- is eftir atvikið. Ók gröfu á rútu og tveir slösuðust Mikil mildi að ekki fór verr þegar vélamaður bakkaði stórri gröfu á rútu á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka í fyrradag. Tveir af tíu farþegum í rútunni þurftu að leita til læknis eftir atburðinn. * Koffín Eykur orku og fitubrennslu. * Hýdroxísítrussýra Minnkar framleiðslu fitu. * Sítrusárantíum Breytir fitu í orku. * Króm pikkólínat Jafnar blóðsykur og minnkar nart. * Eplapektín Minnkar lyst. * L-Carnitine Gengur á fituforða. BYLTING Í FITUBRENNSLU! - ÖFLUGAR BRENNSLUTÖFLUR Perfect bu rner töflu r 90 stk. Hagkvæm ustu kaup in! Söluaðilar: Hagkaupsverslanir, Heilsuhúsið, Hreysti, Lyfjuverslanir og helstu líkamsræktarstöðvar. Perfect burner er því lausnin á því að tapa þyngd á árangursríkan, skynsaman og endingagóðan hátt. HAFNAÐI Á LJÓSASTAUR Ökumað- ur missti stjórn á bíl sínum og endaði á ljósastaur rétt áður en hann koma að Hvalfjarðargöng- um um hádegisbilið í gær. Öku- maðurinn slapp óslasaður en bíll- inn skemmdist töluvert. Taka þurfti rafmagn af ljósastaurnum um stund vegna þessa. FÖST Í BÍLBELTUM Bílvelta varð á Norðausturvegi við Héðinshöfða á Tjörnesi í gærmorgun. Tvennt var í bílnum og þurftu þau hjálp við að komast út úr bílnum. Þau sluppu óslösuð. Bíllinn skemmdist lítið. STÁLU VERÐMÆTUM VERKFÆRUM Brotist var inn í nýbyggingu í Grafarholti, og þaðan stolið verk- færum og tækjum að verðmæti 500 þúsunda króna, í fyrrinótt. Málið er í rannsókn lögreglunnar í Reykjavík. ■ Lögreglufréttir Sigurður Líndal: Hörð gagnrýni á dómsmálaráðherra SIGURÐUR LÍNDAL Telur að fimm umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara hafi verið hæfari en Ólafur Börkur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.