Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 8
8 6. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR Ekki frekar en óþæga krakka „Og maður dekstrar ekki þann sem gegnir embætti forseta Íslands.“ Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Morgunblaðið 5. febrúar Vei þeim er í villu ratar „Ætli græðgin hafi ekki einfald- lega leitt Pétur á villigötur.“ Lúðvík Bergvinsson alþingismaður, DV 5. febrúar Hvort er nú mikilvægara „Rekstur Fiskistofu kostar 650 milljónir til að verja fiskinn í sjónum fyrir sægreifana. Á sama tíma erum við að setja 157 milljónir til fíkniefnalögregl- unnar sem ætlað er að berjast- gegn mesta böli æskunnar og verja framtíð Íslands.“ Grétar Mar Jónsson, varaþingmaður Frjálslyndra, Fréttablaðið 5. febrúar Orðrétt Áralöng barátta hefur litlu skilað: Sálfræðingar vilja samning KJARAMÁL „Sálfræðingar hafa nú leitað eftir að komast á samning við Tryggingastofnun ríkisins í 26 ár. Það hefur ekki gerst enn,“ sagði Halldór Júlíusson, formaður Sál- fræðingafélags Íslands, um ára- langa umleitan sálfræðinga, sem vilja fá samning við Trygginga- stofnun eins og aðrar sérfræðistétt- ir, um þátttöku stofnunarinnar. í greiðslum vegna sálfræðiþjónustu. Halldór sagði að staðan nú væri sú að Tryggingastofnun vildi ekki ræða við samninganefnd sálfræð- inga, hún segði að ekkert fjármagn væri á fjárlögum til þessa verkefn- is. „Í fyrra fengum við mjög góðar undirtektir,“ sagði Halldór. „Þá var sett ákveðið fjármagn í þetta verk- efni. Síðan þróaðist það þannig, að því var veitt inn á heilsugæslu- stöðvar, sem er hið besta mál. Þeg- ar við ætluðum í viðræður, kom í ljós að fjármununum hafði verið veitt í þetta.“ Kristján sagði að nú væri á döf- inni að ræða við fjárveitinganefnd og heilbrigðisnefnd, auk fleiri stjórnmálamanna til að reyna að tryggja fjármagn til samninga. Félagar í Sálfræðingafélaginu eru nú 191 og starfa flestir á opin- berum stofnunum. Um 80 sálfræð- ingar starfa að hluta sjálfstætt. Um 24 sálfræðingar starfa að fullu sjálfstætt og jafnmargir sálfræð- ingar hafa sérfræðileyfi. ■ ALÞINGI Umdeilt sparisjóðafrum- varp Valgerðar Sverrisdóttur við- skiptaráðherra kom aftur til um- ræðu á Alþingi í gærkvöldi, eftir átakafund efnahags- og viðskipta- nefndar um málið sem stóð í hálfan sólarhring. Alþingi var óstarfhæft í allan gærdag vegna fundar nefnd- arinnar, en um klukkan níu í gær- kvöldi kom þing saman að nýju til að halda áfram umræðu um málið. Pétur Blöndal, formaður nefndar- innar, var eini þingmaðurinn sem stóð að minnihlutaáliti um frum- varp viðskiptaráðherra, en allir aðr- ar nefndarmenn, átta talsins, stóðu að áliti meirihlutans. Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi var búist við að afgreiða frumvarpið sem lög að loknum þingfundi Meirihlutinn lagði til ýmsar breytingar við frumvarpið, meðal annars var samþykkt að ákvæði um 5% hámarksatkvæðamagn gilti ekki fyrir sjálfseignarstofnun. Einnig var samþykkt að í stjórn sjálfseignarstofnunar yrðu meðal annars tveir fulltrúar tilnefndir af viðskiptaráðherra, og einn af fjár- málaráðherra, í stað tveggja full- trúa tilnefndra af viðskiptaráðherra og eins fulltrúa samtaka sparisjóða. „Ekki er eðlilegt að út frá sam- keppnissjónarmiðum að fulltrúi samtaka sparisjóða sitji í stjórn sjálfseignarstofnunar,“ sagði Krist- inn H. Gunnarsson, þegar hann gerði grein fyrir áliti meirihlutans. Einnig var gerð sú lagabreyting að einvörðungu sparisjóðir í hinu hefð- bundna rekstrarformi sparisjóða gætu sameinast, án þess að áður ætti sér stað hlutafélagavæðing þeirra. Pétur Blöndal sagði að í frum- varpinu fælist alvarlegt brot á rétt- arríkinu og sagði að ef það yrði að lögum stæði SPRON frammi fyrir því að annaðhvort hætta við fyrir- hugaða hlutafélagavæðingu, með því að rifta samningum við KB- banka, eða að halda fyrirhugaðri hlutafélagavæðingu áfram. „Það er ekki skynsamlegt að breyta sparisjóði í hlutafélag eftir þessa breytingu á lögunum. Þetta er algert brotthvarf frá þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að minnka völd opinberra aðila í atvinnulífinu og kemur illa heim og saman við einka- væðingu ríkisbankanna,“ sagði Pét- ur þegar hann gerði grein fyrir áliti sínu. Og hann bætti við: „Þetta er al- veg með ólíkindum, að setja lög til að ógilda samninga sem gerðir eru í samræmi við lög.“ Pétur var eini þingmaðurinn sem var á móti lagasetningunni. „Ég læt ekki beygja mig. Ég stend við mína sannfæringu,“ sagði Pétur. Viðskiptaráðherra sagði þessum samningi ekki stefnt gegn kaupum KB-banka á SPRON og lagði áherslu á að ekki væri hægt að tryggja framtíð sparisjóðanna með lögum. bryndis@frettabladid.is Aðstandendur franskrar konu: Fá bætur MIAMI BEACH, AP Borgaryfirvöld í Miami Beach á Flórída hafa sam- þykkt að greiða ættingjum franskrar konu andvirði um hund- rað milljóna króna í skaðabætur vegna andláts hennar. Konan lést þegar lögreglumaður keyrði yfir hana og systur hennar þar sem þær lágu á sólbaðsströnd í borg- inni. Lögreglumaðurinn varð ekki var við systurnar fyrr en of seint, með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglumaðurinn var ekki sóttur til saka en í kjölfar slyssins gáfu yfirvöld út herta reglugerð um akstur lögreglu- og sjúkrabíla á ströndinni. ■ Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 35 68 0 2/ 20 04 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 35 68 0 2/ 20 04 Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. www.landsbanki.is sími 560 6000 Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á síðastliðnu reikningsári. 4. Tillögur til breytinga á samþykktum. 5. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa allt að 7% af eigin hlutabréfum. 6. Kosning bankaráðs. 7. Kosning endurskoðenda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil. 9. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en átta dögum fyrir aðalfund. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins fjalla meðal annars um aðlögun sam- þykkta að lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og varða verkaskiptingu bankaráðs og bankastjórnar. Þá er lagt til að heimild bankaráðs til aukningar hlutafjár verði aukin. Einnig er gert ráð fyrir að tilkynna þurfi um framboð til bankaráðs með fimm daga fyrirvara. Er hluthöfum bent á að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu liggja frammi í aðalbanka Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund.  Einnig verður hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn við upphaf fundarins. Bankaráð Landsbanka Íslands hf. Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, laugardaginn 14. febrúar kl. 14.00. 15-60% afsláttur Mörkinni 3, sími 588 0640 • www.casa.is Útsalan í fullum gangi VILJA SAMNING Sálfræðingar hafa lengi leitað eftir samningi við Tryggingastofnun ríkisins. Átök um SPRON frumvarp á þingi Alþingi var óstarfhæft í allan gærdag vegna umræðna um sparisjóðafrumvarp í efnahags- og viðskiptanefnd. PÉTUR BLÖNDAL Segir óskynsamlegt að breyta sparisjóði í hlutafélag eftir samþykkt laganna. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Viðskiptaráðherra segir ekki hægt að tryggja framtíð sparisjóðanna í landinu með lögum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.