Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 9
■ Lögreglufréttir ■ Bandaríkin 9FÖSTUDAGUR 6. febrúar 2004 Bush vill breyta stjórnarskránni til að koma í veg fyrir giftingar samkynhneigðra: Á móti því að hommar giftist Meindl Island 19.900 kr. www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 35 88 02 /2 00 4 Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni 575 5100 Meindl gönguskór Meindl Island Heil tunga og sérlega vandaður frágangur. Frábærlega léttir! Þyngd: 830 g (stærð 42). Vatnsvörn og útöndun með Gore-Tex. Úrvals vibram veltisóli með fjöðrun. Mjög góður stuðningur við ökkla. Fáanlegir í herra- og dömustærðum. Sérfræðingar í öllum verslunum okkar leiðbeina um val á gönguskóm. WASHINGTON, AP Ekki kemur til greina að samkynhneigðir ein- staklingar fái að ganga í hjóna- band sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti þegar hann brást við úrskurði hæstaréttar Massachusetts Rétturinn hefur fyrirskipað ríkisþinginu að sam- þykkja lög sem gera samkyn- hneigðum pörum kleift að ganga í hjónaband. Bush segir að til greina komi að breyta stjórnarskrá Bandaríkjanna í því skyni að tryggja að banna megi slík hjónabönd. „Hjónaband er heilög stofnun milli karls og konu,“ sagði Bandaríkjaforseti. „Ef róttækir dómarar krefjast þess að breyta eðli hjónabands með dómsúr- skurði er eini valmöguleikinn að fara stjórnarskrárleiðina. Við verðum að gera allt sem lögin leyfa til að verja helgi hjóna- bandsins,“ bætti forsetinn. Hæstiréttur Massachusetts komst að þeirri niðurstöðu að það samræmdist ekki stjórnar- skrá að mismuna fólki um rétt- inn til hjónabands á grundvelli kynhneigðar. Niðurstaða réttar- ins hefur valdið miklum deilum í Bandaríkjunum John Kerry, sem er líklegast- ur til að hljóta útnefningu demókrata sem forsetaefni þeir- ra, lýsti sig andvígan því að samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband. Réttara væri að þeir væru í skráðri sambúð. Keppinautur hans, Wesley Cl- ark, sagði að ríkin og trúfélögin ættu að ákveða hvort samkyn- hneigðir gætu gengið í hjóna- bönd eða aðeins skráð sig í sam- búð. Kelly Shackleford, forseti Free Market Foundation, sam- taka íhaldsmanna og trúarhópa, segir embættismenn í Hvíta húsinu hafa fullvissað sig um að stjórnarskránni yrði breytt til að koma í veg fyrir hjónabönd samkynhneigðra. ■ FORSETI HÆSTARÉTTAR MASSACHUSETTS Hundakúnstir: Dýr kveðja BERLÍN, AP Það er ekki sama hvaða kúnstir menn kenna hundunum sínum. Þýskur maður á sextugs- aldri sem kenndi hundinum sínum að lyfta upp fæti í stíl við kveðju nasista hefur nú verið dæmdur til þrettán mánaða fangelsisvistar fyrir að kalla „Sieg Heil“ á opin- berum vettvangi. Upphaflega var hann þó kærður fyrir að kenna hundinum kveðjuna. Lögreglumaður stöðvaði mann- inn eftir að hann kallaði Sieg Heil á götu úti í vor. Maðurinn var þá klæddur stuttermaboli með mynd af Adolf Hitler. Þegar maðurinn var stöðvaður skipaði hann hundi sínum að sýna kveðjuna sem hann hafði kennt honum og var þá hann handtekinn. ■ OLGUKOT Olga Ómarsdóttir ,rekstrarstjóri leikskólans Olgukots. Olgukot: Ákvörðun frestað LEIKSKÓLI Frestað hefur verið að taka ákvörðun um hvort einka- rekni leikskólinn Olgukot fái rekstarleyfi en fundur var hald- inn vegna þessa síðastliðinn föstu- dag. Að sögn Bergs Felixsonar, framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur, verður tekin ákvörð- un um hvort rekstrarleyfi verði gefið á næst fundi leikskólaráðs, sem haldinn verður eftir rúma viku. Leikskólinn hefur bráða- birgðaleyfi þar til endanleg ákvörðun hefur verið tekin. ■ TVEIR SLASAÐIR Tveggja bíla árekstur varð á Laugavatnsvegi í Árnessýslu rétt fyrir klukkan eitt í gær. Tveir voru fluttir slasaðir með sjúkrabíl. Bílarnir voru fjar- lægðir með dráttarbíl. ÞRIGGJA BÍLA UMFERÐARÓHAPP Þrír bílar lentu í umferðaróhappi á hringtorgi á Eyravegi rétt við Eyrarbakka í gær. Fyrsti bíllinn ók á ljósastaur við hringtorgið. Á meðan verið var að vinna úr því var ekið aftan á bíl nánast á sama stað. Engin slys urðu á fólki. VEITIR FREST George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur gefið nefnd, sem rannsakar frammi- stöðu stjórnvalda í tengslum við hryðjuverkaárásirnar 11. septem- ber 2001, tveggja mánaða viðbót- arfrest til að skila skýrslu sinni. Áður hafði hann neitað allri framlengingu en skipti svo um skoðun. AFSALA SÉR LAUNUM Skortur á peningum er farinn að hamla frambjóðendum í forkosningum demókrata. Starfsfólk í höfuð- stöðvum Wesleys Clark sam- þykkti í gær að afsala sér hluta launa sinna svo hægt væri að kaupa sjónvarpsauglýsingar fyrir framboðið að sögn Washington Post.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.