Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 12
12 6. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Evrópa INDVERJAR FRÁ KASMÍR Mörg þúsund manns komu saman í Islamabad, höfuðborg Pakistans í gær, til að sýna samstöðu með íbúum Kasmír sem búa við indverska stjórn. Þeir kröfðust þess að Indverjar hyrfu á braut og nutu til þess stuðnings leiðtoga landsins. Hjúkrunarforstjóri í Búðardal: Bíður eftir niðurstöðu heilbrigðisráðuneytis HEILBRIGÐISMÁL „Ákvörðun fram- kvæmdastjóra stöðvarinnar um að víkja mér tímabundið frá störfum var kærð til heilbrigðis- ráðuneytisins fyrir um tveimur mánuðum síðan en niðurstaða ráðuneytisins í málinu liggur ennþá ekki fyrir. Því verða yfir- lýsingar framkvæmdastjóra heilsugæslustöðvarinnar um hvað framtíðin beri í skauti sér í starfsmannamálum stöðvarinn- ar að teljast í besta falli ótíma- bærar,“ segir Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri Heilsugæslunnar í Búðar- dal, vegna ummæla fram- kvæmdastjóra stöðvarinnar í Fréttablaðinu um að ef Guðrún Jóna sneri ein til baka á vinnu- staðinn myndu allir aðrir starfs- menn hætta. Guðrún Jóna vildi einnig koma því á framfæri að ummæli sýslumanns í Fréttablaðinu væru einhliða og villandi. Guðrún Jóna hefur verið í launuðu leyfi undanfarna mánuði vegna sjúkraskrár- málsins. ■ Skólagjöld gætu styrkt háskólana Menntamálaráðherra vill standa að stjórnsýslu- og fjárhagsúttekt á Háskóla Íslands. Ráðherra segir brýnt að ræða fordómalaust kosti þess og galla að taka upp skólagjöld við mennta- stofnunina. Utandagskrárumræða fór fram á Alþingi í gær um fjárhagsvanda Háskólans. ALÞINGI Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, var málshefjandi í utandagskrárumræðu um fjár- hagsvanda Háskóla Íslands sem fram fór á Alþingi í gær og var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra til andsvara. Björgvin benti á að Háskólinn þyrfti annaðhvort að vísa um 900 nemendum frá næsta haust eða grípa til harkalegra fjölda- takmarkana. „Stjórnvöld hafa ekki sinnt ítrekuð- um óskum Háskól- ans um auknar greiðslur í takt við fjölgun nem- enda. Háskóla- stigið býr við allt of lág fjárfram- lög og Háskóli Ís- lands er hornreka í menntastefnu Sjálfstæðis- flokksins. Þ a ð verð- u r að bregðast við vandanum. Ætlar menntamálaráðherra að sitja að- gerðalaus? Er það á stefnuskránni að Háskóli Íslands fái heimild til að innheimta skólagjöld líkt og sjálfseignarskólarnir hafa?,“ spurði Björgvin, en Samfylkingin er á móti skólagjöldum til að leysa fjárhagsvanda skólans. M e n n t a m á l a r á ð h e r r a sagði að það hefðu ekki síst verið fulltrúar rík- isháskólanna sem hefðu hvatt til þess að tekin yrðu upp skóla- gjöld. Umræð- an væri svipið þeirri sem ætti sér stað í Evr- ópu, til dæmis í Bretlandi. „Ég tel að skólagjöldin séu einn af þeim val- kostum sem stjórn- málamenn hljóta að velta fyrir sér á hverjum tíma, ef það kann að verða til þess að styrk- ja starf háskól- ana í landinu. Ég er með þessu ekki að segja að ég telji rétt að taka upp s k ó l a - gjöld. Ég tel hins vegar rétt að við hefjum hér hreinskilna umræðu um kosti skólagjalda, jafnt sem galla,“ sagði Þorgerður Katrín. Menntamálaráðherra sagði að framlög til háskólastigsins hefðu aukist um tæp- lega 50% á þremur árum og fjölgað hefði um nemendur á há- skólastigi um 43% frá árinu 2000. Framlög til kennslu og rann- sókna í Há- skóla Ís- lands ein- um og sér hefðu aukist um 34%, á móti 35% fjölgun nemenda. „Frá árinu 1990 hafa stjórnvöld aukið heildar- framlög til menntamála úr 4,6% í 6,4%, sem er langt yfir meðaltal í OECD-ríkj- unum. Ég vil mótmæla því kröftuglega að hér ríki ekki stefna í mennta- málum og að Háskóli Íslands sé hornreka. Í ljósi þess að þessi mál hvíla hér yfir þingheimi þá vil ég lýsa mig reiðubúna til þess að fram fari stjórnsýslu- og fjárhagsúttekt á málefnum Háskóla Íslands,“ sagði Þorgerður Katrín og bætti því við að markmiðið væri að finna leiðir til að vinna úr þeim viðfangsefn- um sem blasa við Háskóla Íslands. „Þetta yrði gert með það í huga að efla Háskóla Íslands enn frek- ar,“ sagði menntamálaráðherra. bryndis@frettabladid.is „Ég tel hins vegar rétt að við hefjum hér hrein- skilna um- ræðu um kosti skóla- gjalda, jafnt sem galla. Fórnarlömb stríðs: Krefjast bóta VÍETNAM, AP Þrír Víetnamar hafa höfðað mál á hendur bandarískum fyrirtækjum sem framleiddu lauf- eyði sem Bandaríkjamenn spraut- uðu yfir skóga Víetnam meðan á Ví- etnamstríðinu stóð. Sjúkdómar á borð við krabbamein og sykursýki hafa verið raktir til efnisins sem var notað til að eyða skógum. Ein kona sem kærir þjáist af brjóstakrabbameini og önnur hefur misst fóstur fjórum sinnum. Þriðji kærandinn, karlmaður, þjáist af krabbameini og tvö börn hans fædd- ust með fæðingargalla. Bandaríkjastjórn neitar því að tengsl séu á milli efnanotkunarinn- ar og sjúkdómanna en greiðir tíu þúsund fyrrum hermönnum örorku- bætur sem tengdar eru notkun efnanna. ■ Kjarnorkuleyndarmál: Náðaður ISLAMABAD, AP Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hefur náðað yfir- mann kjarnorkuáætlunar Pakistans. Yfirmaðurinn, Abdul Qadeer Khan, hafði viðurkennt að leka kjarnorku- leyndarmálum til Írans, Líbíu og Norður-Kóreu. Khan fór þess á leit við forsetann að hann fyrirgæfi sér brot sín. Í sjónvarpsávarpi í fyrradag tók Khan á sig alla sök á því að Líbíu- menn, Norður-Kóreumenn og Íranir hefðu fengið upplýsingar um kjarn- orkuvopn frá Pakistan, hann sagði þá að stjórnvöld ættu enga sök í málinu. ■ Formaður Rafiðnaðarsambandsins vill vaxtalækkun strax: Grægði bankanna orðin ólýsanleg BANKAMÁL „Græðgi bankanna er orðin ólýsanleg og er með öllu óásættanleg. Við hljótum að gera kröfu til þess að vextir og þjónustu- gjöld lækki strax og það umtals- vert,“ segir Guðmundur Gunnars- son, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins, í pistli á heimasíðu sam- bandsins. Guðmundur segir að undanfarin ár hafi íslendingar orðið að sætta sig við að bankarnir hafi hækkað þjónustugjöldin jafnt og þétt án þess að lækka vexti. „Við höfum búið við langhæstu vexti ef litið er til nágrannalanda okkar, sama gildir um þjónustu- gjöld. ASÍ benti á fyrir nokkru að þau þjónustugjöld sem bankarnir innheimtu jafngiltu launakostnaði þeirra, Nú eru að birtast uppgjör bankanna og enn einu sinni eru þeir að skila ofboðslegum hagnaði,“ seg- ir formaður Rafiðnaðarsam- bandsins og krefst lækkunar vaxta og þjónustugjalda strax. ■ BÚÐARDALUR Hjúkrunarforstjóri fær ekki að snúa aftur á vinnustað sinn. GUÐMUNDUR GUNNARSSON Formaður RSÍ talar um græðgisvæðingu bankanna og krefst tafarlausrar vaxtalækkunar. ÞORGERÐUR K. GUNNARSDÓTTIR Menntamálaráðherra vill gera stjórnsýslu- og fjárhagsúttekt á málefnum Háskóla Íslands til að finna leiðir til að vinna úr þeim viðfangsefnum sem blasa við Háskóla Íslands. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Þingmaður Samfylkingarinnar sagði í utandagskrárumræðu um fjárhagsvanda Háskóla Íslands að háskólastigið byggi við alltof lág fjárframlög og að Háskóli Íslands væri hornreka í menntastefnu Sjálfstæðisflokksins. JARÐSPRENGJA BANAR FÓLKI Tveir létu lífið þegar hand- sprengja sprakk nærri íbúðar- húsi í borginni Vladikavkaz í suð- urhluta Rússlands í gær. Ekki var vitað hvers vegna sprengjan sprakk en hryðjuverk voru ekki útilokuð. Í fyrradag létust tveir og níu slösuðust þegar bíll var sprengdur í loft upp á markaði í borginni. MÓTMÆLENDUR FÁ BÆTUR Lund- únalögreglan hefur samþykkt að greiða hópi stjórnleysingja and- virði rúmrar milljónar króna í bætur. Stjórnleysingjarnir voru handteknir við hátíðahöld vegna 50 ára valdaafmælis Elísabetar drottningar fyrir tveimur árum, þeir ætluðu þá að efna til frið- samlegra mótmæla. TALA LÁTINNA HÆKKAR Fjöldi þeirra sem létust þegar íbúðar- bygging hrundi í Konya í Tyrk- landi er kominn í 38. Björgunar- menn fundu í fyrrinótt lík fimm einstaklinga sem höfðu faðmað hvern annan að sér þegar bygg- ingin hrundi. Í gær var enn verið að leita að fólki sem var saknað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.