Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 13
■ Asía 13FÖSTUDAGUR 6. febrúar 2004 Japanskir hermenn Írak: Skegg bætir samstarfið TÓKÍÓ, AP Japönsku hermennirnir sem koma til Íraks sem friðar- gæsluliðar mega hvorki drekka áfengi né borða svínakjöt og eru hvattir til að láta sér vaxa yfir- varaskegg. Yfirmenn þeirra telja að besta leiðin til að ná góðu samstarfi við heimamenn sé sú að falla sem mest í hópinn og tileinka sér siði heimamanna. „Við kynntum okkur siði, menningu og trúarbrögð Íraka eftir fremsta megni,“ segir Shi- geru Ishiba hjá varnarmála- ráðuneyti Japans þegar hann ávarpaði þingið. „Allir sem þjóna í Írak verða að virða ís- lamska menningu og trú.“ ■ SPORNA VIÐ ÞENSLU Kínverjar hyggjast sporna gegn þenslu í málmiðnaði og sementfram- leiðslu og hafa sett á fót hóp sérfræðinga sem á að kanna fjárfestingar í þessum grein- um. Mikil eftirspurn eftir hús- næði hefur aukið á nýbygging- ar sem hefur svo aukið eftir- spurn eftir járni, áli og sem- enti. FJÓRTÁN FÉLLU Fjórtán féllu í tveimur árásum í indverska hluta Kasmír í gær. Fjórir ind- verskir hermenn féllu í gær- morgun þegar sprengja grand- aði bíl sem þeir voru í. Síðar um daginn felldu indverskir hermenn tíu grunaða uppreisn- armenn úr röðum múslima. TUGIR TALDIR AF Ellefu lík hafa fundist og fleiri eru taldir látn- ir eftir árekstur tveggja ferja á Meghnafljóti í suðurhluta Bangladesh í gærmorgun. Fólk sem bjargaðist telur að ekki færri en 30 manns hafi drukkn- að og var enn fleiri saknað. Norskt vikublað: Dæmt fyrir hórmang ÓSLÓ, AP Norska vikublaðið Sön- dag hefur verið sektað um and- virði tæpra 300.000 króna fyrir að hafa tekjur af milligöngu um vændi. Blaðið var fundið sekt um að birta auglýsingar þar sem hér- aðsdómi í Ósló þótti ljóst að boð- ið væri upp á vændisþjónustu þó það væri ekki sagt hreint út í auglýsingunum. Þó vændi sé lög- legt í Noregi er bannað að hafa milligöngu um það. Dómstólnum þótti að með birtingu auglýsing- anna hefði vikublaðið brotið það bann. ■ Heilbrigðisráðuneyti: Verkefnis- stjóri geðmála HEILBRIGÐISMÁL Kristján Már Magnús- son sálfræðingur hefur verið ráðinn verkefnisstjóri á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til að sinna sérstaklega geðmálum barna og ung- menna. Tekur hann strax til starfa. Meginhlutverk verkefnisstjóra verður að stuðla að og gera beinar til- lögur um það hvernig koma má þjón- ustu við einstaklinga, sem glíma við geðraskanir, í einn farveg og bæta með því þjónustu við þá. Einnig að gera tillögur um þjónustu við börn og ungmenni með geðraskanir á lands- vísu. Kristján Már er ráðinn tímabundið til sex mánaða. ■ Laxeldi í Mjóafirði gengur vel: Líkur á verðhækkun á mörkuðum LAXELDI Líkur eru til að rekstur Sæsilfurs í Mjóafirði skili hagn- aði í fyrsta skipti á þessu ári, gangi eftir merki um hækkun á verði eldislax á erlendum m ö r k u ð u m segir Guð- mundur Valur Stefánsson , f r a m - kvæmdastjóri S æ s i l f u r s . Guðmundur segir að mun minna fram- boð sé á laxi nú en í fyrra, til dæmis vanti 14.000 tonn upp á framleiðsluna í Noregi. Um- talsvert minna sé einnig fram- leitt í Færeyjum og á Shetlandseyjum, en eftirspurn eftir laxi sé síst minni. Eldiskvíar í Mjóafirði fá nýja staðsetningu í sumar, og vonast er til að samþykkt fyrir 8000 tonna framleiðslu af eldislaxi á ári verði gefin innan tíðar. Und- anfarnar vikur hafa allt að 100 tonnum af laxi verið slátrað á viku í laxasláturhúsi Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað, en þar er nú verið að setja upp endurbætta vinnslulínu fyrir laxinn. ■ LAXASLÁTRUN 100 tonnum af laxi slátrað á viku í laxaslát- urhúsi Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. LÍKUR Á HAGNAÐI Guðmundur Valur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Sæsilfurs. ■ Palestína QUREIA TIL ÍRLANDS Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, heldur í næstu viku í fyrstu opinberu heimsókn sína til Evrópu frá því hann tók við embætti. Hann fundar með Bertie Ahern, forsætisráð- herra Írlands, sem er í forsvari fyrir Evrópusambandið. Ahern segist leggja hart að Qureia að sýna fram á að Palestínumenn styðji vegvísinn til friðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.