Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 18
18 6. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát Miðvikudagurinn 6. febrúarárið 1953 byrjaði eins og hver annar dagur í lífi hinar 25 ára gömlu Elísabetar prinsessu. Hún var stödd í Kenýa ásamt Fil- ippusi eiginmanni sínum þegar henni bárust fregnir af andláti föður síns, Georgs IV. Konungur- inn hafði átt við heilsubrest að stríða í nokkur ár en fráfall hans var engu að síður óvænt. Prinsessan var nýkomin til Afríku á ferð sinni um heimsveld- ið en flaug umsvifalaust heim til Englands og lenti á Lúndúnaflug- velli daginn eftir og hafði þá lagt 4.600 kílómetra að baki. Stúlkan sem yfirgaf landið skömmu áður sem prinsessa sneri heim drottn- ing. Winston Churchill, forsætis- ráðherra Bretlands, og Anthony Eden utanríkisráðherra tóku á móti drottningunni á flugvellin- um. Eftir jarðarför konungsins tók 16 vikna sorgartímabil við en þjóðin fékk síðan tækifæri til að fagna ærlega 2. júní árið 1953 þegar Elísabet var krýnd við há- tíðlega athöfn í Westminster Abbey. Við það tækifæri sagðist drottningin unga ætla að starfa í anda föður síns, standa vörð um lýðræðislega ríkisstjórn og stefna að aukinni velferð og hamingju þegna sinna. ■ Benedikt Hafliðason, Njörvasundi 6, Reykjavík, lést mánudaginn 2. febrúar. Ingunn Lárusdóttir, Funafold, 4, Reykjavík, lést laugardaginn 31. janúar. Vilberg Daníelsson lést mánudaginn 2. febrúar. Jakobína Guðlaugsdóttir, Skuld, Vestmannaeyjum, lést miðvikudaginn 4. febrúar. 11.00 Björn I. Kristjánsson, Gunn- arsbraut 6, Búðardal, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. 13.30 Hilmar Guðmundsson, Ár- skógum 8, verður jarðsunginn frá Seljakirkju. 13.30 Heiðbjört Jónsdóttir, Hofsá, Svarfaðardal, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju. 13.30 Ragnheiður Erla Sveinbjörns- dóttir, Ofanleiti 29, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkj- unni í Reykjavík. 13.30 Höskuldur Þorsteinsson, frá Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju. 13.30 Eugenia Inger Nielsen (Sinna), Vesturgötu 16b, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Guðfinna Þóra Snorradóttir verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju. 14.00 Margrét Ármannsdóttir, Deildartúni 2, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju. 14.00 Jónína Helga Einarsdóttir, Njarðargötu 3, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Guðrún Laxdal Jóhannes- dóttir, Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju. 15.30 Hildur Ísfold Steingrímsdótt- ir, Nesvegi 43, Reykjavík, verð- ur jarðsunginn frá Fríkirkjunni. VIGGÓ SIGURÐSSON Viggó Sigurðsson hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta. Áður hafði honum verið til- kynnt af stjórn félagsins að hann yrði rek- inn eftir þessa leiktíð. ??? Hver? Íþróttakennari að mennt. ??? Hvar? Ég hef verið starfandi handboltakennari og framkvæmdastjóri hjá heildverslun- inni Ásvík. ??? Hvaðan? Er ættaður úr Reykjavík og Dýrafirði. ??? Hvað? Þegar tíminn leyfir spila ég gjarnan golf og er hreinræktaður íþróttafíkill. ??? Hvernig? Í dag er staðan þannig að óvissa ríkir. ??? Hvers vegna? Íþróttaáhuginn helgast af starfinu og ekki síst uppeldinu. ??? Hvenær? Þegar maður starfar sem þjálfari er erfitt að segja hvenær. Það er hægt að líkja mér með við sígauna með plastpoka sem veit ekki sinn næturstað. ■ Persónan RONALD REAGAN Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kvik- myndaleikari og ríkisstjóri Kaliforníu fædd- ist á þessum degi árið 1911 og er því 93 ára í dag. 6. febrúar ■ Þetta gerðist 1670 Friðrik III, konungur yfir Dan- mörku og Noregi, deyr. 1778 Frakkland viðurkennir sjálf- stæði hinnar nýju þjóðar Bandaríkja Norður-Ameríku. 1788 Massachusetts verður sjötta ríki Bandaríkjanna til að sam- þykkja stjórnarskrá landsins. 1978 Muriel Humphrey tekur þing- sæti látins eiginmanns síns og fyrrum varaforseta Banda- ríkjanna, Hubert Humphrey. 1993 Fyrrum tennisleikarinn Arthur Ashe deyr í New York, 49 ára gamall. 1994 Leikarinn Joseph Cotten deyr í Los Angeles, 88 ára að aldri. 1998 Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, staðfestir frumvarp þess efnis að nafni Washing- ton National Airport verði breytt í Ronald Reagan National Airport. ELÍSABET II Var stödd í Kenýa þegar Georg IV féll frá. Prinsessan unga fór strax heim og kom til Bretlands degi síðar. Hún var krýnd drottn- ing 16 vikum síðar. Prinsessa verður drottning GEORG IV ■ Bretakonungur fellur óvænt frá og Elísabet dóttir hans tekur við krúnunni. 6. febrúar 1953 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður og tengdamóður, Sigrúnar Sveinsdóttur Grundargerði 14, Reykjavík Jón Jósteinsson Karen Jónsdóttir, Tómas Jón Brandsson Sveinn Jónsson, Judy Wesley Sólmundur Jónsson, Ingigerður Arnardóttir Guðni Jónsson, Dagný Ragnarsdóttir Drífa Björk Jónsdóttir og afkomendur Ragnar Árnason hagfræðingur er 55 ára. Birgir Andrésson myndlistarmaður er 49 ára. Signý Sæmundsdóttir söngkona er 46 ára. Korn á klakann Ein stærsta rokkhljómsveitheims, Korn, hefur staðfest komu sína til landsins en hún mun halda tónleika í Laugardalshöll 30. maí næstkomandi. Korn var stofnuð árið 1992 og hrinti af stað bylgju nú-metal sveita með frumlegri blöndu sinni af þungarokki í anda Sepultura og bandarísku hiphoppi. Korn gaf nýlega út sína sjöttu breiðskífu, Take a Look in the Mirror, og hefur síðustu vikur verið að fylgja henni eftir í Bandaríkjun- um. Tónleikarnir hér verða þeir fyrstu í langri Evrópureisu sveitar- innar. Upphitunaratriði verða kynnt er nær dregur. Miðasala hefst í versl- unum Skífunnar á Laugavegi 26, Smáralind og Kringlunni sunnudag- inn 29. febrúar klukkan 21.00. Miða- verð er 4.500 krónur í stæði og 5.500 krónur í stúku. Þrettán ára aldurs- takmark er á tónleikanna. ■ Fær blöðrur og eigin bók í kilju Mér hefur verið tilkynnt af níuára dóttur minni að hún ætli að standa fyrir einhvers konar dagskrá í tilefni af afmæli mínu en hún hefur beðið um fjármögnun í það verk- efni,“ segir Eiríkur Bergmann Ein- arsson, stjórnmálafræðingur og kennari við Háskóla Íslands, sem í dag fagnar 35 ára afmæli sínu. Hann telur ekki ólíklegt að efnt verði til fagnaðar síðar með vinum og kunn- ingjum. Eiríkur hefur mikið látið að sér kveða um málefni Evrópusambands- ins, meðal annars með bókinni Evr- ópusamruninn og Ísland. Hann segir afmælisdaginn gefa tvöfalt tilefni til fagnaðar. „Bókin mín seldist upp í haust og verður gefin út í kilju á föstudag. Ég ætla ekki að blása í lúðra heldur halda upp á þetta í ró- legheitum.“ Hann segir bókina hafa selst vonum framar. Aðspurður hvort salan væri ekki vísbending um að landsmenn hefðu áhuga á málefnum Evrópusambandsins segir Eiríkur áhugann meiri en menn gerðu ráð fyrir. „Bókin virðist hafa verið vin- sæl í jólapökkum í ár, öllum að óvör- um.“ Eiríkur vinnur um þessar mundir að evrópsku rannsóknarverkefni fyr- ir Háskóla Íslands en vill ekki slá því föstu að önnur bók sé væntanleg. Það eru þó ýmsar hugmyndir á floti sem verið er að skoða. „Ég vil nú ekki tjá mig sérstaklega um þetta en get upp- lýst að ýmislegt er að gerjast í tölv- unni.“ Eiríkur segir það ánægjulega til- breytingu að vera staddur á landinu á afmælisdaginn. Aðstæður hafi hagað hlutum á þann veg að hann hafi oft þurft að sinna verkefnum erlendis. „Í fyrra var ég til að mynda boðaður til Osló til að halda fyrirlestur um stöðu Evrópumála á Íslandi. Þetta var á þeim tímapunkti þegar allt var upp í loft í samstarfinu. Í ár fer ég hvergi heldur nýt þess að halda upp á daginn með börnunum mínum tveimur Sól- rúnu Rós og Einari Sigurði sem er fjögurra ára. Ég þykist eiga von á að þau færi pabba gamla blöðrur og af- mælisgjöf.“ ■ ■ Jarðarfarir Fjör KORN ■ Ein stærsta rokkhljómsveit heims er væntanleg til landsins og mun örugglega fara létt með að fylla Höllina. KORN Það verður án efa fullt í Laugardalshöllinni þann 30. maí næstkomandi þegar þessir kappar stíga á svið. EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON Eiríkur vinnur um þessar mundir að evrópsku rannsóknarverkefni fyrir Háskóla Íslands auk þess sem hann sinnir kennslu. Afmæli EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON ■ er 35 ára í dag. Hann ætlar að eyða hluta úr degi með börnunum sínum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangaömmu, Torfhildar Guðlaugar Jóhannesdóttur Hlíf 1, Ísafirði Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fjórðungs- sjúkrahús Ísafjarðar fyrir hlýhug og góða umönnun. Guðrún Ásgeirsdóttir Guðmunda Ásgeirsdóttir Sigurður Þorleifsson Sigrún Ásgeirsdóttir Hafsteinn Oddsson Ásgeir Jónsson Gunnlaug Guðjónsdóttir Barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.