Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 21
vöðvanum sjálfum. Það er hreinn vöðvi sem oftar en ekki er vel fitusprengdur og meyr. Mjög bragðmikil steik sem hentar líka vel í heilsteikingu.“ Mörgum finnst ekki auðvelt að elda nautasteik svo vel sé og hafa setið uppi með ólseiga steik þegar síst skyldi. Hver skyldi vera gald- urinn við vel heppnaða nautalund til dæmis? „Aðalatriðið er að brúna steik- ina vel,“ segir Ingvar. „Það þarf að nota góða olíu og brúna í nokkr- ar mínútur á hvorri hlið og fá góða skorpu. Bragðgæðin felast að stórum hluta í því að vel takist með brúninguna. Svo þarf að krydda rétt, salt og pipar er al- gengast því nautið er sjálft svo bragðmikið. Menn eru yfirleitt ekkert að fikta með krydd þegar naut er annars vegar og kryddlög- ur er ekki algengur á nautasteik- ur. Piparinn er bestur nýmalaður úr kvörn. Þegar steikin hefur svo verið brúnuð er hún sett inn í ofn á væg- an hita, 100-120 gráður, og þar þarf hún að vera frá fimm og upp í fimmtán mínútur, en það fer að sjálfsögðu eftir þykktinni.“ En hvað með þá sem ekki vilja blóðugar steikur? Eru þeir úr leik hvað nautakjötið varðar? „Alls ekki. Það er alveg hægt að elda nautið í gegn, en það er sama hvaða kjöt er, það verður aldrei jafn gott gegneldað. Medi- um well done er fínt fyrir þá sem ekki vilja blóð, en þá er í því bleik- ur kjarni,“ segir Ingvar og tekur undir það að neysluvenjur Íslend- inga á nautakjöti hafi breyst mikið á undanförnum árum. „Fólk hefur miklu meira vit á því sem það er að panta núna en fyrir áratug, og er farið að hætta sér í fleiri steikur en það gerði. Þetta tengist auðvitað því hvað fólk er farið að ferðast víða.“ Besta nautasteik sem Ingvar hefur fengið var í New York. „Þar eru mörg mjög góð hús, þeir kunna þetta Kanarnir.“ En Ingvar kann þetta líka og gefur lesendum uppskrift að dýr- indis nautasteik. ■ 21FÖSTUDAGUR 6. febrúar 2004 Þessi réttur er tær snilld. Fyrirtilstilli fræja og jurta frá suð- rænum löndum verður hvers- dagskarfinn að ilmandi krás. 4 góð karfaflök 400 kr. ólífuolía til steikingar nýmalaður svartur pipar kúmen fennel-fræ Kryddolía 1/2 bolli ólífuolía 1 msk. pestó 1 grein ferskt rósmarín (eða 2 msk. þurrkað) 1 msk. hvítvínsedik 2 msk. vatn salt 1/4 tsk. sykur um 200 kr. Byrjið á að útbúa krydd- olíuna: Setjið ólífuolíu, pestó og rósmarín í pott og sjóðið olíuna í um 2 mínútur. Sigtið síðan jurt- irnar frá. Þeytið edik, vatn, salt og sykur saman við olíuna. Þá verður til fyrirtaks kryddolía sem er frábær út á fiskinn. Kryddið karfaflökin með salti og nýmöluðum svörtum pipar. Hitið ólífuolíu á pönnu, og byrjið á því að steikja flökin þannig að roðið snúi upp. Stráið því næst kúmen- fræjum og fennelfræjum yfir fiskinn, og haldið áfram að steikja þar til fiskurinn hefur brúnast ögn og stökknað (í allt um 2 mín. á hvorri hlið). Berið fram með kryddolíunni og for- soðnum kartöflum sem eru skornar í tvennt og steiktar í ólífuolíu með hvítlauk og spínati. Innblásið af Slow Food. Kostnaður: um 700 kr. Léttvín hafa ekki verið al-geng á þorrablótum þar sem bjór og brennivín hefur verið allsráðandi. Má nánast segja að ekki hafi hvarflað að Íslendingum að drekka létt- vín með hinum alíslenska súr- mat! Að hákarlinum frátöld- um eiga sum léttvín hins veg- ar vel við þorramatinn. Hvítvínin eru erfiðari þar sem hinn bragðmikli þorra- matur yfirgnæfir jafnvel sýruhæstu hvítvín. Kraftmik- il rauðvín sem eru sýruhá eiga einna best við. Vín frá Rioja á Spáni, Argentínu og Ástralíu eru gjarnan sýruhá sem og vín frá Suður-Afríku en þaðan er einmitt Bon Courage Cabernet Sauvignon, sem er ákaflega góður kostur með þorramatnum. Bon Courage hefur nett- an sveitafíling, dökk ber og smá neftóbakslykt sem er náttúrlega afar viðeigandi á sveitaþorrablótum! Þægi- leg sýra kemur fram í bragðinu og ræður vel við sýruna í þorramatnum. Vín- ið gerir það að verkum að þorramaturinn verður mjög ljúfur, sérstaklega á vínið vel við bringukollana, lundabaggana og hrúts- pungana. Verð í Vínbúðum 1.190 kr. Vín með þorramatnum! Vín vikunnar Steikur sem henta á pönnu eða grilleru líka góðir í austurlenska „stir fry“- rétti, sem eru réttir sem eru eldaðir á Wok-pönnu, og taka einungis nokkrar mínútur í matreiðslu. Þá eru sömu steik- ur einnig notaðar í fondue, racklette og þess háttar rétti. Stærri vöðva eins og innra læri ermjög gott að heilsteikja eða pott- steikja og bera fram með ýmsum sósum og meðlæti. Þá má einnig bera réttina fram kalda eins og roast beef. Þeir hlutar nautsins sem henta ekki ípönnusteikur eða heilsteikur eru not- aðir í gúllas og aðra pottrétti. Til eru ótal útgáfur af slíkum réttum. Þetta er kjöt sem þarf klukkutíma suðu þannig að það verði nægilega meyrt. Mikilvægt er að brúna kjötið vel á pönnu og sjóða það síðan í sósunni við vægan hita þannig að kjötið þorni ekki. Ekki má gleyma einni vinsælustu„steik“ í heimi, sjálfum hamborgaran- um, sem er mjög góður matur ef vand- að er til verksins. Margar útgáfur eru til af þessum rétti og er um að gera að reyna nokkrar þeirra. Á heimasíðu Nóa- túns er að finna margar frábærar útgáfur af hamborgurum: www.noatun.is Við matreiðslu á nautakjöti er mikil-vægt að hafa í huga að steikja kjötið á vel heitri pönnu þannig að dökk skorpa myndist. NAUTASTEIK MEÐ SHIITAKE-SVEPPUM OG GRÁÐOSTASÓSU MEÐ HVÍTLAUK Þessi réttur hentar vel unnendumbragðmikils matar. Að auki er hann einfaldur og ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Mikilvægt er að velja steikur sem eru vel fitusprengdar og hafa fengið að hanga nægilega lengi þannig að þær verði meyrar. Fjórar 200 g steikur úr lund eða hrygg- vöðva Kryddlögur á steikur: 4 msk. græn ólífuolía 1 msk. nálar ferskt tímían salt og pipar úr kvörn Látið steikurnar liggja í leginum í þrjá tíma, þar af einn í stofuhita. Brúnið steikurnar við háan hita í nokkrar mínútur á pönnu þannig að þær fái dökka skorpu. Brúningin er mikilvæg þar sem bragð- gæði hverrar steikur felast að miklu leyti í brúningunni. Setjið steikurnar í 180 gráðu heitan ofn í 5-8 mínútur eftir þykkt og steikingu sem óskað er eftir. Sósa: 2 box shiitake-sveppir 1 peli rjómi 3 dl kraftmikið dökkt nautasoð eða vatn og kraftur 1/2 gráðostur pipar úr kvörn 1 tsk. dijon-sinnep 1 fínt saxað hvítlauksrif 1 msk. fínt söxuð fersk steinselja Notið sömu pönnu og steikurnar voru brúnaðar á til að búa til sósuna, án þess að þvo pönnuna á milli. Bætið olíu á pönnuna og smá smjöri. Skerið shiitake-sveppina í tvennt til fernt eftir stærð og steikið, bætið soðinu á pönnuna og skafið steikarskófina vandlega af botni hennar með sleif. Bætið á rjómanum, ostinum, hvítlauknum og stein- seljunni og sjóðið við vægan hita uns ostur- inn er uppleystur. Takið pönnuna af hitan- um og setjið sinnepið og steinseljuna út í. Smakkið sósuna til með piparnum og jafn- vel salti ef þurfa þykir. Sósugerðin ætti að taka svipaðan tíma og steikurnar eru í ofninum. Annað meðlæti er frjálst og er hægt að mæla með ýmsum kartöfluréttum eins og rösti kartöflum, gratíni, fondant eða ein- faldlega bökuðum kartöflum með sýrðum rjóma og graslauk. Upplagt er að bera fram með þessum rétti annað meðlæti svo sem snöggsoðið grænmeti eins og haricots-baunir og strimla af gulrótum eða ferskan spergil. Austurlenski bjórinn Tiger ermeð vinsælustu bjórtegundum heims. Hann er nú fáanlegur í Vín- búðum hérlendis á nýjan leik eftir að hafa verið ófáanlegur um skeið. Tiger hefur verið bruggað- ur í Singapúr síðan 1931 og er eitt kunnasta vörumerki Asíu. Hann er fluttur út til yfir 50 landa en ekki bruggaður í öðrum lönd- um „undir sérstöku eftirliti“ eins og algengt er með ýmsar tegundir. Það að halda fast í að bjórinn sé bruggaður í upp- runalandinu þýðir hins vegar að flutningskostnaður verður nokkuð hár. Tiger ber helstu einkenni austurlenskrar brugghefðar en að vatninu frátöldu eru hráefn- in hins vegar frá gamalgrónum bjórlöndum. Byggið kemur frá Ástralíu og Evrópu og humlarnir frá Þýskalandi. Gerið er framleitt sérstaklega í Hollandi. Engin aukaefni eru notuð í Tiger. Bjór- inn hefur verið margverðlaunað- ur í gegnum árin, hlotið yfir 30 verðlaun á alþjóðlegum bjór- sýningum og hlotið sérlega góðar umsagnir í stórblöðum á borð við Sunday Times, New York Times og Washington Magazine en þar var bjórinn valinn sá besti í blindsmakki þar sem hundruð tegunda voru smakkaðar. Tiger er fáanlegur í 33 cl flöskum og 50 cl dósum í flest- um stærri Vínbúðum og einnig í 64 cl flöskum í Kringlunni og Heiðrúnu. ■ VERT AÐ VITA UM NAUTAKJÖT Tiger aftur fáanlegur hérlendis: Yfir 30 alþjóðleg verðlaun Til hnífsog skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ■ Eldar handa minnst fjórum fyrir 1.000 kr. eða minna. Kúmensteiktur karfi Bon Courage Cabernet Sauvignon

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.