Tíminn - 16.11.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.11.1971, Blaðsíða 2
w TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 16. nóvember 1971 Ritstjóri: Etías Snæland Jónsson Frá aðalfundi miðstjórnar SUF í Glaumbæ um helgina. Fundurinn var mjög vel sótur og einkennd ist og einhug og samstöðu. (Tímamynd — Gunnar) STJÓRNMÁLAYFIRLYSING i FUNDAR MIÐSTJORNAR SUF Aðalfundur miðstjórnar Sambands ungra fram- sóknarmanna fagnar imyndun ríkisstjórnar vinstri afl- anna og íýsir yfir fyllsta stuðningi við málefnasamn- ing þann, sem er grundvöllur stjórnarsamstarfsins. Aðalfundurinn minnir á samþykkt síðasta mið- stjórnarfundar, þar sem einróma var lögð megin in áherzla á, að Framsóknarflokkurinn ætti 1) að mynda varanlega vinstri stjórn á íslandi, og 2) að vinna að framkvæmd lokaorða stefnuskrár síðasta flokksþings um „að móta sameiginlegt stjórnmála- afl allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, sarovinnu og lýðræðis. Aðalfundur miðstjórnar fagnar þeim árangri, sem náðst hefur í báðum þessum jnáluim. Framsóknar- flokkurinn hefur nú forystu fyrir vinstri stjórn, og hafnar hafa verið viðræður við aðra flokka um niót- un sameiginlegs stjórnmálaafls jafnaðar- og sam- vinnumanna. Jafnframt minnir fundurinn á sam- þykkt framkvæmdastjórnar um viðræður fjögurra flokka, og samþykkt síðasta miðstjórnarfundar SUF um myndun sameiningarráðs. Aðalfundur miðstjórnar hvetur unga framsóknar- menn nm allt land til að einbeita kröftum sínum til þess að tryggja langvarandi setu þessarar ríkis- stjórnar og framkvæimd þeirra atriða, sem um getur í imálefnasamningi stjórnarflokkanna. n. Aðalfundur miðstjórnarinnar telur útfærslu fisk- veiðilögsögunnar fyrir 1. september 1972 stærsta hagsmunamál þjóðarinnar í dag. Fundurinn þakkar Einari Ágústssyni, utanrfkisráðherra, fyrir góða frammistöðu í þessu máli, og leggur áherzlu á nauð- syn þjóðareiningar vm fraimkvæand málsins. m. Aðalf undur miðstjórnarinnar fagnar þeirri áherzlu, sem rfMsstjórnin leggur á að bæta afkomu verka- fólks, bænda, sjómanna og annarra þeirra, sem búa við hliðstæð kjör, og telur mikilvægar þær ráðstaf- anir, sem þegar hafa verið gerðar í þá átt, og boð- aðar hafa verið. Aðalfundurinn hvetur samtök vinnumarkaðarins til þess að finna sem fyrst friðsamlega lausn á þeirri kjaradeilu, sem nú stendur yfir, og tryggja þannig, og á annan hátt, að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um „að auka í áföngum kaupmátt launa verkafólks, bænda og annars láglaunafólks um 20% á næstu tveimur árum" nái fram að ganga. Jafnframt hvetur fundurinn ríkisstjórnina til að koma sem fyrst á heildarstjórn f járfestingamála. Þannig verði markvisst og skipulega unnið að eflingu undirstöðuatvinnuveganna á grundvelli áætlunargerð- íti undir forystu ríkisvaldsins. ,...'., ,., IV. .,......, Að^alfundur miðstjórnar minnir é fyrri ályktanir um, að landsbyggðinni verði sköpuð jafnréttisaðstaða á öllum sviðum þjóðlífsins, og minnir fundurinn í því sambandi alveg sérstaklega á ástand heilbrigðismála, menntamála, húsnæðismála, samgöngumála og und- irstrikar kröfuna um jafnaðarverð á rafmagni og um rafmagn til allra landsmanna. . V. Aðalfundurinn minnir á, að samvinnuhreyfingin hefur búið við skertan hlut þau rúmu 12 ár, sem fjandsamleg ríkisstjórn sat við völd á fslandi. Fund- urinn telur nauðsynlegt, að lögð verði mikil áherzla á eflingu samvinnuhreyfingarinnar og aukna þátt- töku fólksins í starfsemi samvinnufélaganna, og stefnt verði að þvi, að hún verði baráttutæki f jöldans gegn erlendu og innlendu auðvaldi. Sterk, þróttmikil og lif- andi samvinnuhreyfing, sem hefur náið samstarf við verkalýðshreyfinguna, er nauðsynlegur bakhjarl vinstri flokkanna í umsköpun íslenzks þjóðfélags. VL Aðalfundur miðstjórnarinnar minoir á einróma samþykkt síðasta þings SUF í utanríkis- og varnar- imálum, en þar er lögð áherzla á: að mörkuð verði sjálfstæð íslenzk utanrfMsstefna, og stefnt verði að aukinni samstöðu á alþjóða- vettvangi með Norðurlöndum, smáríkjum og óháðum friðaröflum. að bandaríska herliðið hverfi úr landi. a3 staða íslands innan NATO verði mótuð á grund- velli sjálfstæðrar utanríkisstefnu, og aðild fs- lands að NATO verði stöðugt endurmetin með tilliti til breyttra aðstæðna. að aðstoð fslendinga við vanþróaðar þjóðir verðl aukin. að leitað verði eftir viðskiptasamningum við EBE- rikin er tryggi hagsmuni fslands án þess að sjálfstæði landsins sé skert. Aðalfundurinn fagnarþví, að vinstri stjórnin hefur gerzt boðberi sjálfstæðrar íslenzkrar utanríkisstefnu, og þegar sýnt hana í yerki m.a. með afstöðu sinni til Kínamálsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Sérstaklega telur miðstjórnin mikilsvert, að ríkis- stjórnin hefur gert stefnu Framsóknarflokksins í varnarmálunum að sinni stefnu með þvf, að í nát efnasamningi stjórnarflokkanna er skýrt teMð frain, að varnarsamningurinn við Bandaríkin „skal tekinn til endurskoðunar eða uppsagnar í því skyni, að varnarliðið hverfi frá íslandi í áföngum", og jafn- framt sett það stefnumið, að „brottför liðsins eigi sér stað á kjörtimabilinu". Lýsir miðstjórnin yfir eindregnum stuðningi við þá starfshætti, sam utan- ríkisráðherra hef ur mótað í þessum málum. Fundurinn ítrekar þá skoðun ungra framsóknar- manna, að áður en herinn fer úr landi verið gerðar ráðstafanir til að tryggja atvinnuskilyrði þeirra, sem á vegum hans hafa unnið. Þær ráðstafanir verði fólgn- ar í gerð ítarlegrar framkvæmdaáætlunar fyrir SuB- urnes og öflun nægilegs fjármagn til að tryggja framgang hennar. ALYKTUN ÞINGS SUJ, MIÐ- STJÓRNAR SUF OG UNGRA MANNA í FLOKKSSTJÓRN SFV „Þing SUJ, miðstjórn SUF, og ungir menn í flokksstjórn SVFálykta: Við lýsum e^ndregnum stuðn ingi við þær viðræður, sem nú fara fram um myndun sam- eiginlegs stjórnmálaafls allra þeirra, sem aðhyllast hugsjón- ir lýðræðislegrar jafnaðar- og samvinnustcfnu og hvetjum til þest að þehn verði hraðað eft- ir föngum. Við teljum nauð- synlegt, að kjarni þeirra á næstu mánuðum verði ftarleg kðnnnn á milefnalegri sam- stöðu og hugsjónagrundvelli. Um leið og við bendum á, að árangurs viðræðnanna er beðið með eftirvæntingu um allt land viljum við leggja áherzlu á, áð þær verði mikl- um inuii víðtækari en nú er og nái til sem flestra. í því skyni munum við beita okkur fyrir eftirfarandi: að halda sameiginlega fundi um allt land að koma á fót viðræðuhóp- um iim sameingarmálið á sem flestum stöðum að efla útgáfustarfsemi sam- einingarmálinu til kynn- ingar að halda á næstunni opna ráðstefnu um sameining- armálið, þar sem meðal annars fari fram umræð- ur um nánara samstarf hreyfinga okkar. Við skorum á alla vinstri menn að taka nú upp nánara samstarf innan verkalýðshreyf ingar, samvúinuhreyfingar og annars staðar, þar sem nauð- syn er á samstóðu þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar og samvinnu." Eystelnn Jónsson flytur ávarp í kvöldverSarboði SUF s. I. laogardagc kvöld. (Tímamynd Gumnr)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.