Tíminn - 16.11.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.11.1971, Blaðsíða 3
ÞKIOJDDAGUR 16. nóvember 1971 TIMINN 15 Ritstjóri: Eiías Snæland Jónsson Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, flutti ávarp á miðstjórnarfundi SUF á sunnudaginn og var mjög vel fagnað. í ávarpi sínu f jallaði Einar eink- um um varnarmál og landhelgismálið, og fer það hér á eftir (millifyrirsagnir eru SUF-síðunnar): Einar Áoústsson utanríkisráðherra Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, um stefnuna í varnarmálum: EÐLILEG ÓSK OG SJÁLFSÖGÐ RÉTTLÆTISRÁÐSTÖFUN Goðír félagar. Þau mál, sem imín störf í ríkisstjórninni snerta og mest- nm umraa'ðum valda, eru land- helgismálið og varnarmálin og nmn ég í ðrstuttu máli gera þan hér að omtalsefni. Og ég vfl bá fyrst vitna í málefna- samninginn, en þar segir: Varnarsaimningurinn við Bandaríldn skal tekinn til end- nrskoðunar eða uppsagnar í þvi skyni að varnarliðið hverfi á brott frá fslandi í áföngum. Skal að því stefnt, að brottför varnarliðsins eigi sér stað á kjörtímabilinu. Jafnframt er sagt, að við munum að óbreytt- um aðstæðum vera áfram í NATO og við höfum síðan und- irstrikað, að f sland muni standa við skuldbindingar sinar þar. En enn skal ítrekað, að við teljum ekki, að þátttaka okkar í þeim samtökum leiði til þess, að við séum skuldbundnir til að hafa erlendar hersveitir hér á friðartímum og vísum í því sambandi til forsögu málsins og fyrirvara allra þeirra manna, sem í samningaviðræðunum tóku þátt af íslands hálfu. Ennfremur leiðir það af þvi, að gildistími NATO-samnings- ins og varnarsamningsins er ekki hinn sami, að þar er um tvö aðskilin mál að ræða. Varn arsamningurinn er fyrst og fremst málefni milli íslands og Bandaríkjanna. Þegar ég hef kynnt mér allar aðstæður ræki- lega mun ég því óska eftir við- ræðum við Bandaríkjamenn um endurskoðun varnarsamnings- ins. Viljum varnarliðið úr landi í áföngum Ég vona, að í fyrirhuguðum viðræðum takist að finna lausn á þessuin málum, sem báðir aðilar geti unað við. En stefnu- mark okkar er það, að við viljum aS hið erlenda varnar- lið hverfi úr landi í áföngum og ósk okkar er sú, að það geti átt sér stað á kjörtímabilinu. Ákvæðí málefnasamnings rík- isstjórnarinnar eru samhljóða stefnu Framsóknarflokksins, sem áréttuð hefur verið á mörg- um flokksþingum. Því verður að ætla að mikill meiri hluti okkar fólks geri sér vonir um að varnarliðið geti farið nema eitthvað sérstakt komi til. Við viljum þó áður en nokkuð er gert láta fara fram rækilega könnun á þessum málum öll- um. Við þá könnun hlýtur margt að koma til skoðunar og þá fyrst og fremst öryggi okk- ar sjálfra. Jafnframt þurfum við að hafa í huga skyldur gagnvart bandalagsþjóðunumv enda væntum við þess, að þær sýni sjónarmiðum okkar fullan skilning þegar þau eru skýrð fyrir þeim. Sönnunarskyldan er hjá NATO f þessu sambandi vil ég ítreka það hér, sem ég hef þrá- faldlega sagt utan lands og innan, þegar þessi mál hefur borið,^ góma, að það hefur frá uflíhafi verið skoðun mín að alla tíð hafi verið litið á þessi mál ranglega þannig að það væri okkar skylda að sanna það að ástand heimsmála væri þannig, að hér þyrfti ekki varn- arlið. Þetta tel ég alveg óeðli- legt. Upphaflega var ekki um það samið, að hér væri herUð. > 1951 sýndu NATO-þjóðirnar okkur fram á að hér þyrfti að vera her vegna atburðanna í Kóreu og ástandsins £ heiminum yfirleitt og þáverandi stjórn- völd féllust á þetta. Alveg á sama hátt tel ég það nú vera bandalagsþjóðanna að sannfæra okkur um það, að hér sé enn nauðsyn varnarliðs. Það er und- antekningin hitt reglan sam- kvæmt samningunum. Á þessu tel ég mikinn mun sem nauð- synlegt sé að menn geri sér ljósan. Ég skal fúslega kannast við að það er í tnikið ráðizt fyrir mann eins og mig að takast það verkefni á herðar sem hér um ræðir og frumskilyrði þess að mér megi takast að leysa það svo viðunandi verði talið er auðvitað það að mínir eigin flokksmenn treysti mér til þess og styðji mig með ráðum og dáð. Eðlileg ósk friSelskandi þjóðar En ég hef nú ákveðið þetta og reyni að gera mitt bezta í því, vegna þeirrar öruggu til- finningar sem ég hef fyrir því, að það sé eðlileg ósk lítillar þjóðar, sem nýlega fékk full- veldi, að mega lifa f landi sinu án þess að erlent herlið hafi þar varanlega hersetu. Sú ósk hlýtur að vera auðskilin frels- isunnandi lýðræðisþjóðum. Og mér hefur virzt þeir málsmet- andi menn erlendir, sem ég hef átt kost að ræða þetta við, telja hana síður en svo óeðli- lega. Alls staðar þar sem ég hef verið spurður um ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun ríkis- stjórnarinnar hef ég gefið sama svarið. Ástæðurnar eru þjóð- ernisleg tilfinning íslendinga fyrir því að við eigum ekki einir allra þjóða að þurfa að una því, að hér sé um aldur og ævi erlent herlið. Við höf- um fyrir okkur dæmin um það frá nágrannaþjóðum okkar, að þær eru síður en svo áfjáðar í það, svo ekki sér meira sagt, að taka við því varnarliði sem hugsanlega þyrfti að fara héðan. Bæði Danir og Norðmenn hafa látið í ljós ákyeðna ósk um það, að til þess þyrfti ekki að koma. Viðskiljum þetta vafa- laust öll íslendingar, og eins og við skiljum afstöðu frænda okkar á Norðurlöndum, þá ætl- umst við líka til þess að einnig þeir skilji afstöðu okkar. Ég vil vænta J-sss að sú skoðun verði ofan á meðal erlendra vinaþjóða, að ósk fslendinga um endurskoðun varnarsamn- ingsins, þar sem stefnt sé að brottför varnarliðsins, sé ekki aðeins eðlileg ósk friðelskandi þjóðar, heldur einnig sjálfsögð réttlætisráðstöfun. Landhelgismálið Landhelgismálið var til um- ræðu á Alþingi á þriðjudag- inn var. Sem betur fór er hik- laust óhætt að segja, að mikill samstöðuvilji hafi yfirleitt gætt í máli manna og að miklar von- ir standi til að íslenzka þjóðin geti orðið einhuga í þessu mik- ilsverða lífshagsmunamáli. Þó er því ekki að neita, að á Alþingi hafa komið fram til- lögur sem ganga nokkuð í aðra stefnu, heldur en þá sem rík- isstjórnin hefur markað. Það virðist svo sem Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkur- inn, sem allt fram á síðustu tíma hafa viljað fara sér held- ur hægt í landhelgismálinu, séu nú ekki einasta orðnir sann- færðir um það, að við verðum að færa landhelgina út þegar í stað, heldur einnig að fyrir- ætlun ríkisstjórnarinnar um 50 mílna útfærslu sé hvergi nærri nóg, nú dugi ekki minna en landgrunnið allt. Þetta eru út af fyrir sig lofs- verð sinnaskipti, að stjórnar- andstöðuflokkarnir skuli nú vera svona áfjáðir, og ekkert nema gott um það að segja. Vona verður að utanríkismála- nefnd takist að samræma sjón- armið flokkanna þannig að full- komin eining rfki um aðgerðir í málinu. Það hefur verið ákveðin stefna fslands, allt frá að land- grunnslögin voru sett 1948, að fslendingar stefni að þvi að ná yfirráðum á landgrunninu öllu. Þennan málflutning höf- um við, sem nú myndum rík- isstjórnarflokkanna, ávallt haft uppi og ekkert ósamræmi kom- ið þar til greina. Hitt er svo annað mál að ríkisstjórniö hef- ur ákveðið að næsti áfangi skuli verá" 50 sjómílur. Og satt að segja held ég að þeim sem kynnt hafa sér viðhorf útlend- inga til landhelgismálsins, og þá sérstaklega þeirra, sem mestra hagsmuna hafa að gæta af því, telji okkur eiga fullt í fangi með að koma þessu stefnu máli í framkvæmd, þó ekki sé lengra haldið. Viðræður við Breta og Vestur-Þjóóverja Af meðferð málsins síðustu dagana er það annars að frétta, að nú fyrir nokkrum dögum komu þeir heim sendimenn okk ar í Bonn og London, og ég fékk einmitt í fyrradag skýrslu frá formanni nefndarinnar Hans Andersen um það, sem raun- verulega gerðist á samninga- fundunum erlendis. Eins og blaðafréttir greina, og við mátti búast, héldu talsmenn Þjóð- verja og Breta mjög fast við þann mólflutning, að einhliða útfærsla sé ólögleg að alþjóða- lögum, auk þess hafi þeir samn ing sem íslenzk rikisstjórn hafi gert við þá, sem eigi alveg tvímælalaust við þessi tilvik. En það, sem þó hefur áunnizt, er það að þessar þjóðir viður- kenndu í samningaviðræðun- um, sérstöðu íslendinga og að taka yrði tillit til hennar. Deil- an stendur um hvernig það skuli gert. Þesar þjóðir vilja taka tillit til sérstöðu fs- lendinga á þann hátt, að draga úr veiðum annarra þjóoa, þann- ig að við getum fengið stærri hluta af kökunni, en við vilj- um fá óskoraða fiskveiðilög- sögu yfir landgrunninu öllu og áfanga þess nú þegar. Upp úr þessum viðræðum slitnaði ekki, heldur var ákveðið að næstu fundir skyldu haldnir í Reykja- vík í janúarbyrjun eftir nánara samkomulagi. Þar ætla þessar þjóðir að gera grein fyrir þeim hugmyndum sem þær hafa, um það hvernig þessum málum megi fyrirkoma, og enda þótt fullvíst megi telja, að sú til- högun sé ekki í samræmi við hugmyndir okkar fslendinga, er það þó allavega Ijóst, að nokk- ur samkomulagsvilji er fyrir hendi og að sérstaða okkar er viðurkennd. Aðrar fréttir af þróun landhelgismálanna eru fremur hagstæðar. Sendimenn okkar til Afríku, komu með þær góðu fréttir, að vísinda- ráðið hefði ákveðið að leggja til, við saimtökin og stjórnir hinna einstöku ríkja, að 200 mílna fiskveiðilögsaga yrði stefna Afríkuþjóðanna. Það er auðvitað gífurlega mikils virði að geta átt von á því að 41 meðlimur Sameinuðu þjóðanna gerist á einu bretti ákveðinn stuðningsmaður okkar stefnu í landhelgismálinu. Stuðningur Kína Fyrir nokkrum dögum skrif- aði sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn mér bréf, þar sem hann skýrði frá því, að sendi- herra Alþýðulýðveldisins Kína, hefði komið á sinn fund, og erindi hans yar fyrst og fremst að þakka íslendingum fyrir þann stuðning, sem veittur var málstað Alþýðulýðveldisins hjá Sameinuðu þjóðunum. Jafn- framt skýrði sendiherrann frá því, að kínverska ríkisstjóm- in mundi ætla a* styðja kröfu fslands um 50—70 sjómílna fiskveiðilögsögu. Það er að mínum dómi alveg Ijóst að Kínverska Alþýðulýð- veldið mun láta verulega til sín taka á alþjóðavettvangi, nú þegar dyr Sameinuðu þjóðarna hafa opnazt fyrir eþim. Þess vegna er það mjög mikilsvert að þetta mikla ríki skuli ákveð- ið skipa sér í sveit með málstað okkar í landhelgismálinu. Sjávarútvegsráðherra var á Framhald á bls. 16

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.