Tíminn - 16.11.1971, Page 6

Tíminn - 16.11.1971, Page 6
18 ÞRIÐJUDAGUR 16. nóvember 1971 TÍMINN Dagur Þorleifsson: FRA TILPA lega í raun réttri persneskt fyrirbrigSi. Munurinn á Súnnítum og Sjíítum er einkum sá, að hinii fyrmefndu leggja mest upp úr rétttrúarlegri túlkun á lögmáli Kóransins, en Sjíisminn hefur snúizt upp í einskonar dýrlinga trú, og minnir að þvi leyti ekki lítið á kaþólskuna. Arabar höfðu litla reynslu fyrir sér sem stjórnmálamenn, og leið þvi ekki á löngu áður en stórveldi þeirra, kalífadæm- ið, tók að leysast upp. Þegar eftir tæpra tveggja alda yfir- ráð þeirra í íran tók að losna um tök þeirra á þvi landi. Þeg- ar allt kemur til alls er hæpið að slá nokkru föstu um, hvorir hafi meiri áhrif haft á aðra, Persar eða Arabar. Menning sú er kennd er við íslam og stóð með (mfestu<m blóma á síð- ari hluta miðalda og hafði ara- bísku að máli, sótti mestan efnivið sinn í menningu sigr- aðra þjóða, annars vegar hellen ismann og hins vegar menn- ingu írana. Undir ægishjálmi arabíska stórveldisins átti sér stað merkileg sambræðsla þess ara tveggja menningarheilda, en ekki endingargóð að sama skapi. Þegar fyrir lok miðalda og krossferða var hnignun fslams hafín fullum fetum, og hefur haldið áfram allt til Kýros mikll. Núverandi krónprins frans heitir Kýros Resa, eftir stofn. anda fyrsta presneska stórveldisins og fyrsta ketsara af ættinni Pahlavi. Engir atburðir hafa skipt svo mjög sköpun í ó&w írans sem sigrar Araba. Persar ttrðu fyrir meiri áhrifum af þessum drottnmn sínum en nokkrum öðrum erlendum yfirbjóðend- um sínum fyrr og síðar. Ara- bísk tunga hafði að sínu leyti hliðstæð áhrif á pensnesku og normanna-franska á ensku eft- ir innrás Vilhjálms bastaðar, Persar tóku upp arabískt let- ur og gerðust flestir Múhameðs trúar á næstu tveim þrem öld- unum. Saraþústrutrú hvarf næstum því með öllu, og hefðu flest eða öll önnur trúarbrögð heims frekar mátt missa sig. Það hlýtur að hafa verið ólýs- anleg auðmýking fyrir þessa stoltu fommenningarþjóð að verða nú að lúta hverju boði og banni manna, sem í hennar augum hafa varla verið annað en frumstæðir skrælingjar. Trúarbrögð innrásarmannanna, sem Múhameð spámaður hafði kokkað uppúr glósum þeim úr Biblíunni er hann þekkti af orðspori úr kaupferðum sínum til SýrlancLs, hljóta í augum játenda Saraþústru að hafa virzt mátuleg til sáluhjálpar Aröb- um, en varla mörgum öðrum. Engu að síður breiddist trú farandsalans frá Mekku fljótt út í landinu, ekki þó fyrir þá sök að Arabar þrúguðu Persum til trúskiptingar, því að það virðast þeir ekki hafa gert svo neinu hafi numið. En á hinn bóginn voru margir Persar orðnir nokkuð þreyttir á sín- um eigin trúarbrögðum vegna kreddufestu þeirrar og ofstæk is, er einkennt hafði þau í tíð Sassanída, og auk þess var öll- um, sem játuðu trúna á Alla, umbunað með ríkulegum skatta frádrætti. Súnnítar og Sjíítar En hvað sem því leið urðu Persar áfram Persar, en breyfet ust ekki í Araba eins og íbúar Mesópótamíu, Sýrlands og Norður-Afríku. Persar voru of stoltir af sjálfum sér og gædd- ir of ríkri sjálfsvitund sem þjóð, til að slíkt gæti skeð. Arabar virðast raunar ekki hafa gert neinar marbvissar til- raunir til að útrýma þjóðerni þeirra. Þeir höfðu allfjölmennt setulio á ým u töðum í land inu, einkum í Farsi. þar n búast mátti við aS ji ój.:gt viðnám væri sterkast, og i Kórasan, þar sem því var með fram ætlað að verja ríki kalíf- ans fyrir Tyrkjum, sem fljót- lega urðu háskalegir nágrann- ar. En þeir virðast ekki hafa flutt inn í landið í mjög stórum stfl. Þótt ekki væri um að ræða að sinni uppreisnir af hálfu Persa gegn Aröbum, þá fann þetta klóka og sleipa fólk margskonar ráð til að efla þjóð legt viðnám sitt. Þegar ætt Abbasída tók völd í kalífa- veldinu af Ómajjödum, þá studd ist hún ekki , hvað sízt við írana, og undir stjórn Harúns al-Rasjíðs og þeirra frænda gegnsýrði persnesk menning hirðina í Bagdað. Þá tók kalífa- dæmið marga þætti í stjómar- kerfi Sassanída í arf. Þega' Múhamcðstrúarmenn klofnuðu í Súnníta og Sjííta, flykktust Persar undir merki þeirra síð- am<'fndu og liöfðu þar slík áiiril, að tru Sjiíta varð fljót- þessa dags. Brennuvargar og blóð- drekkar Þegar á níundu öld hrundu fbúar írans af sér yfirráðum Araba, og komust þá til valda þar ýmsir innbomir höfðingjar, er flestir létu titla sig emíra. Lutu þeir kalífanum í Bagdað að nafni, en ekkert þar fram- yfir. Meðal emíra þessara kvað mest að einni ætt, er nefndist Bújídar, og gv"r”"t þeir svo digrir að þeir lögðu undir sig Mesópítamíu og tóku af kalífan um öll veraldleg völd. Leit svo út um hríð að með þeim 'tt” í-c.’- 1 cmiuireisn hafin og uð á ný hæfist á fót stórveldi á borð við þau sem Kýros og Ardasjír höfðu stjórnað, en svo átti ekki að fara. Bújídar vom sundurþykkir innbyrðis og gátu auk þess aldrei beygt alla íranska höfðingja undir vilja sinn. Þar að auki færðust Tyrk ir norðaustur frá stöðugt í auk ana. Þeir fóm svipað að og Germanir forðum í skiptum sínum við rómverska ríkið; gengu fyrst á mála, þar eð þeir vora miklu skarpari til víga en Persar og Arabar, sem teknir vora að slappast til þeirra hluta af allri menning- unni, færðu sig síðan von bráð- ar uppá skaftið og fluttu inn í stóram stíl og gerðust lands- stjómendux Tyrkneskur hirðingjasafnað- ur, er Seldjúkar nefndust, ksllvarpaði ríkjum Bújída og braut fljótlega undir sig Vestur Asíu mestalla. Þeir náðu megin hluta Anatólíu af keisaranum í Miklagarði, og hófst þar þá landnám það er leiddi til þess að sá skagi varð tyrkneskur að máli og þjóðerni, sem hann er enn í dag og heitir Tyrkland. Hins vegar var íran alltaf meginkjarni ríkis Seldjúka meðan það stóð, og höfuðborg þeirra var Hamadan, sem fyrr- um hét Ekbatana og var höfuð- staður fornrflds Meda. Var þetta ríki víðfeðmara en nokk- urt á þeim slóðum frá því Akkamenída leið. írönsk menn ing var sú menning sem Sel- djúkar tileinkuðu sér að því r"rki '"••• ’-:iu-,urgar þessir og b-jodrekkar gátu tileinkað sér mannasiði, og soldánar þeirra og aðrir höfðingjar urðu á furðuskömmum tíma undra líkir emírum og stórkonungum af stofni Bújída og Sassanída í flestu hátterni. Svo snortnir urðu Tyrkir á þessum tíma af persnerkri hámenningu að upp frá því varð hún fylgifisk- ur þeirra hvert sem þeir fóru; engum er alls varnað, stendur þar. í Indlandi var persneska mál yfirstéttar Mógúlanna, og jafnvel í soldánsdæmi Ósmana þótti fínt að tala og yrkja á persnesku. Seldjúkar eiga heiðurinn af því, aðrir eins dólgar og þeir þó voru, að hafa komið af stað þeim' renissans írönskum sem íranar höfðu sjálfir reynzt ófærir um að framkvæma. Ein meginástæðan til þessa var sú, að stjórn Seldjúka var sú einbeittasta og öruggasta, sem fran hafði þekkt frá því Aröb- um fór að hnigna. Undir þeirra stjórn náðu Persar sér í fyrsta sinn fyrir alvöra á strik eftir það hroðalega áfall, sem hrun Sassanída-veldisins hlýtur að hafa verið þeim. Undir Sel- djúkum hófst saga hins pers- nesk-íslamska arkitektúns, sem er eitt mesta stolt írana, og undir þeirra handleiðslu hélt fram þeirri gullöld persneskrar Ijóðlistar, er raunar hafði haf- izt litlu fyrr með Ferdúsi skáldi, er orti Sjanama, sem á okkar tungu myndi kallast Kongungabók og fjallar um þjóðhöfðingja landsins fyrir íslam. Á tímum Malíks Sjas, sem var hvað merkastur Sel- djúkasoldána, var Ómar Kæj- am uppi. Ómar hafði þegar í æsku sýnt óvenjumlkla skerpu í stærðfræði og stjöraufræði. Hann var kvaddur til hirðar soldáns og honum fenginn til umráða stjörnuturn og hann beðinn að leiðrétta tímatalið. Það gerði Ómar með miklum sóma og hlaut fyrir verðskuld- aða frægð, en hins vegar þótti löndum hans lítið til koma drykkjuvísna þeirra, sem hann dundaði við að semja í frí- stundum, og varð skáldfrægð hans í eigin landi aldrei mikil, unz hún kom að utan, það er að segja að vestan í gegnum Fitzgerald. Sjálfur varð Ómar, sem. skrifaði vísindarit um algebru á arabísku, smám saman dauðleiður á að grufla í enda- lausum talnadálkum og rýna einsamall um nætur í tungl himinsins, sem aldrei urðu full- talin. „Því þótt á breidd og lengd ég legði mál og langsótt talnarök mér væru þjál og skyn ég bæri bæði á hæð og dýpt til botns ég aðeins komst í fylltri skál“. Eftir heldur voveiflegan dauða vemdara síns og herra, Malíks Sias, gerðist Ómar hippi og flakkaði austur um Kórasan og Afganistan, svo sem þorri hippa gerir síðustu árin. Berserksgangur Assassína Fráfalli Malíks Sjas olli raun- ar fóstbróður Ómars, Hassan ben-Sabba að nafni. Hann hafði stofnað innan Sjíítatrúar nýja reglu, er hlaut mikla og hroll- vekjandi frægð undir heitinu Assassínar. Þetta heiti, sem nú er notað um launmorðingja á mörgum vesturlandamálum, kvað upphaflega dregið af nafni nautnalyfsins hassís eða hasj, sem Hassan og tilbiðjend ur hans kváðu hafa neytt með góðri lyst Er mælt að Hassan hafi talið kumpánum sínum trú um að í hasjvímunnl ikryppu þeir í trip til Paradísar, en þar ættu þeir því aðeins örugga ilst til frambúðar að þeir breyttu í einu og öllu að vilja fyrirmanna reglunnar, þótt svo að líf þeirra lægi við. Er ekki að sjá annað en lærisveinum Hassans hafi líkað „ferðimar“ dável, því að fljótlega urðu þeir kunnir ekki einungis um Vestur-Asíu, heldur og um Kína og Evrópu sem þeir ótrauðustu launmorðingjar, sem sagan hefur nokkurn tima séð. Hirtu þeir aldrei um eigið hálsbein ef þeir sáu færi á manneskju, sem öldungar þeirra höfðu dæmt til dauða, enda varð regla þeirra öldum saman eitt voldugasta stóm- málaafl í vesturhluta Asíu. Þeir lögðu að velli fjölmarga af höfðingjum Seldjúka og Mongóla og eru frægir úr sögu krossferðanna. Sá umdeildi fræðimaður John Allegro, próf essor í Oxford, heldur því fram, að Assassínamir hafi raunar borðað svepp þann er á latnesku kallast Amanita muscaria, á íslenzku berserkja- sveppur, áður en þeir unnu frægðarverkin. Hljómar það heldur sennilega með tilliti til þess, að vitað er að hasj gerir menn að jafnaði friðsamari en þeir era hversdagslega, gagn- stætt svepp þessum, sem vík- ingamir okkar kváðu einmitt hafa tekið inn áður en þeir óðu í fólk og gengu berserks- gang. í eðli sínu var hreyfing Assassina framúrstefna Persa í þjóðlegu andófi gegn þeim aðskotadýram, sem Seldjúkar vora. En það sem olli mestu um fall ríkis Seldjúka var þó sú staðreynd að þeim tókst aldrei til fulls að hemja þær tyrknesku hirðingjahjarðir, sem undir þá þjónuðu. f lok 12. aldar má kalla að stórveldi þeirra hafi verið úr sögunni. Skömmu síða«r flæddu Mongól- ar Gengiskans yfir landið og útrýmdu að mestu mannlífi í norðurhluta pess. Næstu tæpar þrjár aldimar mátti heita að í íran ríkti hrein óöld, þar sem ýmsir ósiðaðir og hálfsiðaðir drottnar, einkum mongólskir

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.