Tíminn - 16.11.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.11.1971, Blaðsíða 8
20 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 16. nóvember 1971 HALL CAINE: GLATAÐI SONURINN 122 kæoni til Þingvalla í rökkrinu og hitti móður sína, Magnús og dótt- ur sína. Hann ætlaði að segja: „Þekkirðu mig ekki, móðir mín, ég er Óskar, kominn til að bæta fyrir allt“. Daginn eftir, þegar uppboðinu var lokið og sýslumaðurinn far- inn og allir grétu af gleði, þá ætl- aði hann að taka dóttur sína á hné sér og horfa í augu hennar, sem voru eins og augu Þóru, and- lit hennar var svo líkt honum, að honum mundi finnast hann vera að horfa á sjálfan sig í spcgli, þá ætlaði hann að segja: „Elskan mín, nú átt þú að koma með mér, allt sem þú hefur farið á mis við sem bam, skal ég nú bæta þér“. Það var einso g hestasveinninn smitaðist af glaðværð samferða- manns sins, hann tók að syngja. Þetta var hávaxinn piltur, átján ára gamall, sem hlaut að vera lík- ur móður sinni, því hann skipti Jitum eins og ung stúlka. Þeir voru komnir fram hjá laugunum og yfir Elliðaárnar og sóttu nú á brattann. Þá áðu þeir og hertu á gjörðnnum, allt í einu dagði drengurrnn hræðslulega: — Heyrðuð þér þetta, herra? — Hvað? — í tindinum, — sagði piltur- inn og benti á fjallshnjúk á fjall- garðinum til hægri, yfir tindinum grúfði sig kolsvart ský eins og ófreskja í lögun. — Hvað með þáð, drengur minn? — Vindurinn og tindurinn eru vinir, sem ræðast við á undan óveðri, fólk verður ætíð hrætt. þegar þaö heyrig til þeirra. — Við skulum þá halda áfram, — sagði Kristján Kristjánsson. Eftir hálftíma voru þeir komnir upp að Rauðhólum, fram hjá Rauðavatni. Skýið yfir fjallinu hafði tætzt í sundur, þeir heyrðu eins og þrumuhljóð. ' — Ættum við ekki að biðjast gistingar í Miðdal? — spurði drengurinn. En manninum varð hugsað til ættingja sinna og upp- boðsins, hann ákvað að halda áfram. Þeir voru komnir upp á heiðarbrún, þegar byrjaði að snjóa. í upphafi var þetta logn- drífa, þótt mikið far væri á skýj- unurn og dynur í lofti. Kristján Kristjánsson minntist nú orða ráð herrans, að fátt væri verra en lenda í hríða á Mosfellsheiði, and- artak hvarflaði að honum hvort ekki væri rétt að snúa við og biðj- ast gistingar í Miðdal, en svo datt honum í hug, að hin illu öfl væru enn að verki til að hindra hann í að bæta fyrir brot sín, hann ákvað því að halda áfram á hverju sem gengi. Ilann spurði drenginn, hvort hann væri hrædd- ur, pilturinn sagði: — Ekki þeint hræddur, nei. — Við skulum þá slá í. — Þeg- ar upp á heiðina kom, var allt ein snjóbreiða utan hnjúkar í íjallahringnum. Þeir hefðu ekki séð veginn, ef vörðurnar hefðu ekki verið. Þær voru eins og varð- menn með hvíta kolla lallandi hver á'eftir öðrum eftir enda- lausri auðnjnni. Einmanaleik- inn var yfirþyrmandi, það var eins og einhver hvíslaði að hon- um að snúa við, en hugsunin um sína nánustu og uppboöið aftraði honum. Hann keyröi hestinn áfram, snjórinn var stöðugt að aukast. Brátt höfðu þeir vindinn beint í fángið, snjóflygsurnar voru eins og járnnálar, sem þeim fannst ganga viðstöðulaust inn í hörundið, svo snöggkólnaði, klak- inn hlóðst framan í þá, þéir urðu oft að nema staðar til að brjóta af sér ísinn. Myrkrið skall á, hríðin jókst og enn hvessti. Skafrenningurinn hvirflaðist um heiðina, svo þeir sáu ekki hvor annan. Þeir urðu að kallast á til að týna ekki hvor öðrum. Ferðamennirnir voru nú í helgreipum hríðarinnar, það var því orðið of seint að snúa við, stormurinn æddi yfir og allt um kring, snjórinn lamdi þá og særði, hvergi var skjól, ekkert nema auðn og myrkur. Kristján Kristj- ánsson vorkenndi drengnum. Sjálf um jókst honum þróttur í réttu hlutfalli við veðurofsann, honum fannst hann vei'a að heyja ein- vígi við náttúruöflin, að ferðalok- um mundi hánn líka hitta fjöl- skyldu sína, ef hann næði í áfanga stað í tæka tíð, tækist honum að veita þeim hjálp. Þetta var kapp- hlaup upp á líf og dauða í þágu þeirra, sem hann unni mest, hann var staðráðinn í að sigra hin misk- unarlausu náttúruöfl, hann skyldi komast heim í tæka tíð. Hestarnir gáfust fyrst upp, Kristján Kristjánsson reið full- orðinni hryssu en drengurinn ný- tömdum fola, sem gafst upp og sneri sér undan veðrirfu. Dreng- urinn fór af baki og teymdi fol- ann um stund, svo rann skepnan á hliðina, það gekk illa að reisa hann upp aftur. — Hann er bara fjögurra vetra, — kjökraði pilturinn og lét svip- una dynja á skepnunni. Svo fór drengurinn að linast, hann var búinn að týna öðrum belgvettl- ingnum, bera höndin varð brátt máttlaus, föt lians, voru orðin gáddfreðin, hann gat varla gengið né talað, brátt kallaði hann veikri röddu: —Komið og sækið mig, herra, ég kemst ekki lengra. Stuttu síðar var pilturinn kom- inn með óráð, hann reyndi að af- klæða sig, eins og hann ætlaði að fara að sofa. Kristján Kristjáns- son leið sálarkvalir vegna þeirra hörmunga, sem pilturiþn mátti þola, hann setti hann fyrir fram- an sig og reyndi að hugga hann. hann sagði/ — Vertu hughraustur, sæluhús ið hlýtur að vera hérna skammt er þriðjudagurinn 16. nóvember Árdegisháflæði í Rvík kl. 05.17 Tongi í hásuðri kl. 11.56 HEILSU GÆZLA Slysavarðgtofan i Borgarspftatan- imi n opln allnn sðlarhrlngtan. 8íml 8121*. SlSkbvOnro og sJftkrablfrelWr fyr tr Keykjavfk og Képavog stm) 11100. gjftkrahlfrelO I Hafnarflrð) «tol 81880. Tanntoknavakt or l HoÐsuvemdar stððtanl, þar sem Slysavaiðstoi an var, og er opta laugardaga or smmndaga kl. 8—0 o. h. — Staú 22411. Apfttek HafnarfJarOar « oplð all“ vtrko dag tri fcL 0—7. 4 laogar d0gmn ki 0—2 og á smuradög um og Oðrnm helgldðgum er op- tð fri fcl 2—4 Nætur* og helgidagavarala læfcna Neyðarvakti M&nudaga — föstudaga 08.00 — 17.00 etagöngu i neyðartilfellun) sfmi 11810. Kvöld-, nætnr- og helgarvakt Mánudaga — fimmtudaga 17.00 — 08.00 frá ’-L 17.00 föstudag til fcL 08.00 mánudag. Sími 21230 Ataennar upplýsingar om læknis- þjónnstn 1 Reykjavfk crn gefnar I sima 18888. Lækntagastofar ern lokaðar ð tangardögnm, oema stofur á Klapp- arstíg 27 frá kl. 9—11 f.h. Simi 11360 og 11680. Um vitjanabeiðnir vísast til helgidagavaktar. Sími 21230. Ónæmisaðgerðir gegn mænusótt fyrir fullorðna fara fram ) Heilsu verndarstöð Reykjavikur á mánu- dögum frá kl. 17 — 18. Kvöld- og hclgarvörzlu Apóteka í Reykjavík vikuna 13. — 19. nóv. annast Laugavegs Apótek og Holts Apótek. Nætnrvörzlu í Keflvaík 16. 11. annast Ambjöm Ólafsson- ÁRNAÐ HEILLA Silfurbrúðkaup: Þriðjudaginn 16. nóvember 1971 halda Hallgerð og Jón Sivertsen, Færeyjum silfurbrú'ðknup. Adr. Hotel Föroyar, Thorshafn, Færeyj um. er væntanlegt til Hornafjarðar á —, iriorgun. Dísarfell fer í dag frá ^ELAGSLÍF Reykjavík til Norðurlandshafna. Litlafell er í olíuflutningum á Faxaflóa. Helgafell er í Reykja vík. Stapafell er væntanlegt til Reykjavíkur á morgun. Mælifell fór 13. þ.m. frá Bordeaux til Póllands. Skaftafell er á Horna- firði. Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ: Á morgun verður opið hús frá kl. 1,30—5.30 e. h. Meðal annars verður umferðaþáttur og endur skinsmerki afhent á staðanum. SIGLINGAR Skipadeild SIS: Arnarfell fór í gær frá Rotterdam til Hull og Reykjavikur. Jökuifell Ríkisskip: Hekla er á Norðurlandshöfnum á vesturleið. Esja er á Akureyri. Herjólfur fer frá Vestmannaeyj um kl. 21.00 í kvöld til Reykja víkur. FLU GÁÆTLANIR toftleiðir h. f. Snorri Þorfinnsson kemur frá NY. kl. 07.00. Fer til Luxemborg ar kl. 07.45. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 16.45. Fer til NY kl. 17,30. Leifur Eiríksson fer til Óslóar og Kaupmannahafnar kl. 08.00. Er væntanlegur til baka kl. 16, 50. Mæðrafélagskonur: munið vinnufundinn í kvöld að Hverfisgötu 21 kl. 20.30 konur í bazarnefnd eru sérstaklega beðn ar að mæta. Stjónnin- Kvenréttindafélag íslands: heldur fund miðvikudaginn 17. nóv. næstkomandi kl. 20.30 að Hallveigarstöðum. Ungar félags- konur sjá um fundinn og segja frá viðfangsefnum sínum. öháði söfnuðurinn: Næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20.30 gengst kvenfélag og bræörafélag safnaðarins fyrir félagsvist í Kirkjubæ. Góð verð laun, kaffiveitingar. Takið með ykkur gesti. í tvímenningskeppni í Osló ný- lega sigruðu Birger Nyströen og Harald Evang með yfirburðum og hér er spil frá keppninni. Ny- ströen spilaði 3 gr. á spil V og fékk út Hj. Vestur Austur A ÁG6 A K9753 V ÁK T 1062 D97 ft K1053 * ÁD762 * 10 Lítið úr blindum og Nyströen tók 9 S með K. Hann segir: „Ég hafði nú mesta löngun til að taka á Sp-Ás og svíma síðan G í von um 10 tvíspil í S. En T gaf einnig vissa möguleika svo ég spilaði T-D fyrst. S tók á Ás og spilaði Hj-D. Tekið á K og lítill T og þegar N sýndi eyðu var tekið á K blinds. Þá Sp. og S var svo vingjarnlegur að koma með D og síðan fylgdu 5 Sp-slagir. N kastaði L og Hj. Þá var Hj-10 spilað. N fékk á G og gat tekið á 8, en varð síðan að spila L upp í ÁD. 10 slagir og 31-9 fýrir spil ið því spil N-S voru Norður Suður A 10842 A D T G8754 H D93 * 8 ÁG642 * K94 * G853 A skákmóti í Gori í ár kom þessi staða upp í skák Platonov, sem hefur hvítt og á leik, og Stein. ABCDEFGH 27. Ra4! — BxR 28. Bxe6ý — Kh8 29. BxH - BxH - 30. HxB - Dxb2 31. Dc4 - b6 32. d7 - Hd8 33. Hd6 - Rb7 34. Dc7 - Db5 35. Be4 — Db4 36. He6 og Stein gafet upp. Kvenfélag Breiðholts: Fundur 17. nóv. kl. 20.30 í Breið holtsskóla, Vignir Andersson fleira. Lærið að hvílast í önnum dagsins. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. luiiitiiimmimi,„•mti iiiiH,iimimiitniiiin,iiiiiiiiiiMiiHiinii,iiinininiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiii,imi,itimiiii,miiiifiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiititiii,,11111111111,ii,iii,timiitiiniiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiititniitiimtiniiin AVfííT/?S, W ' 1 Af/P sfa GOiHG We-SOREMT [ TOPUSi/Af/ PAyPJPTOM \ lUCPySTPPAK THATJVPILS \ pyTPy/HGAfy PAPGOE7AGE' 1 /PWPAT p/eus'papgo etase pobbed/ /vojvyoause Mo//£yjv£U.s papgo m/WAgep G/ypyoí/AEP l OOPPOP S70U/V CAS/7P7M MAPP/ Ef ég hef á réttu að standa cru ræn ingjarnir ekki langt undan, og cinn þcirra cr scnuilcga fariun itl þess að drcifa ránsfengnum yfir spilaborðið. — Við fengum sannarlega nóg af pening- uni í þelta sinn. — Já, nú ælla ég að vita, hvernig mér gcngur í spilun- um. — Tonto, hvað er svona mikilvægt, scm þú hcfur að segja mér, að þú dreg ur mig upp frá spilaborðinu. — Það er búið að ræna vagninn, svo nú skaltn nota peniugana, sem bankastjórinn lét þig fá, og reyndu að finua mcrktu pen- ingana. aiiiiiniiiiNiiuiiiiiiuiiiiiiiiiiiuiiiRHiiiiitiiiitiniitttiiuiiiiiiitiiiiiiiiiMUumiiiiiitiifiiimiiiiiuiiiiiumiuuiiiuuauiummuiiniittnu uuiutmuiuiiiirmujimitunnsiuiuuiuiuuiiiuiiuiuiuiiiiiifuf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.