Tíminn - 16.11.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.11.1971, Blaðsíða 10
22 TIMINN ÞRIDJUDAGUR 16. nóvember 19U LOKAÐ Skrifstofan verður lokuð frá kl. 1 e.h. þriðjudag- inn 16. þ.m. vegna jarðarfarar. Tollsfjórinn í Reykjavík. VINNINGSNÚMER í happdrætti Félags slökkviliðsmanna í Keflavík verður birt í næsta tölublaði Suðurnesjatíðinda, sem kemur út föstudaginn 19. nóvember. AÐEINS VANDAÐIR OFNAR %OFNASMIÐJAN EINHOLTI lO — SlMI 21220 Útför eiginkonu minnar, móSur okkar og dóttur Jensínu Fanneyjar Karlsdóttur, fer fram frá Dómklrkjunni, þriSjudaginn 16. nóvember W. 15. Hilmar Sigurð'sson, Karl Kr. Júliusson, RagnheiSur Gissurardóttir, Hulda Gissurardótfir, H*da Pálsdóttir, Karl Ó. Jónsson. Innilegar þakklr IHI allra er auSsýndu okkur samúS og vinarhug, vio andlát og jarSarför eiginmanns míns, föSur okkar, tengda- föSur og afa Vilhjálms Guðmundssonar, Vío'ihvammi 10, Kópavogl. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna ÁsgerSur Pétursdóttir. EiginmaSur minn Arí Þorgilsson foretióri, SkaftahliS 25, andaSist í Borgarspítalanum laugardaginn 13. þ. m. Helga Jónsdóttir. Hjartans þakkir til allra, sem sýnt hafa okkur samúS og vinarhug, viö andiát og útför elglnmanns míns, föSur okkar, tengdaföSur og afa, Jóns Guðjónssonar, Grettisgötu 18 A. GuSríSur Magnúsdóttir, Magnús Jónsson, Jón G. Jónsson, MálfríSur Jónsdóttir, Haukur Bjarnason, SigríSur ónsdóttir, SigurSur Danfelsson, GuSjón Jónsson, Sign'Sur SigurSardóttlr, Ingibjörg Jónsdóttir, Ólafur Sviensson, ng barnabörn. MóSir mín, tengdamóSir og amma Jónína Margrét Jónsdóttir, Framncsi, Ásahreppi, verSur iarSsungin laugardaginn 20. nóv. Athöfnin hefst með bæn aS heimili hennar kl. 1. JarSaS verSur f Ási. Bílferð frá UmferSar. miSstöðinni ki. 11. Blóm og kransar afbeSnir. beir, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir og sérstaklega á minn- ingnrsjóS Ólafs Björnssonar, fyrrv. héraSslæknis aS Hellu. Guobjörn Jónsson, Margrét Loftsdóttlr, Jóna GuSbjörnsdóttir, Þórunn GuSbjörnsdóttir. Útför systur minnar Steinunnar Skúladóttur, frá Ytra.Vatni, SkagafirSi, fer fram frá Fossvogskirkju, miSvikudaginn 17. nóv. kl. 10.30. Björn Skúlason. ÞJÓÐLEIKHÚSID HÖFUÐSMAÐURINN FRÁ KÖPENICK sýning í kvöld kl. 20 UPPSELT. sýning miðvikudag M. 20. ALLT I GARÐINUM sýning fimmtudag kl. 20 Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15 til 20. Simi 1-1200. Plogurlnn í kvöld. Hjálp miðvikudag kl. 20,30, bönnuð börnum innan 16 ára. Hitabyigja fiimmtudag, auka- sýning vegna mikillar aðsókn- ar. 70. sýning, síðasta sinn. Kristnihalc íöstudag 110 sýn. Máfurtnn laugardag, siðasta Biýning. Aðgöngumiðasalan í Iðnó er opin frá kl. 2. Simi 13191. Morfín Framhald af bls. V. og stolið úr þeim morfíni. Einnig hafði parið brotizt inn í fyrirtæki í bænum og stolið peningum. Kærustuparið, sem er 18 ára piltur f Eyjum og 17 ára aðkomu- stúlka, er dvalið hefur þar um tíma, játuðu við yfirheyrslur að hafa brotizt inn í alla bátana og stolið þaðan morfínsprautum, og einnig játuðu þau á sig innbrotin í fyrirtækin, þar sem þau höfðu sprengt upp tvo peningaskápa með rof.iárni og stolið tugum þúsunda í? seðlum. Morfínið sögðust þau hafa notað til að sprauta sjálf sig. Rannsókn málsins stendur yfir. í s.l. viku handtók lögreglan í Vestmannaeyjum ölvaðan, rétt- indalausan mann, sem ók stolinni bifreið. Var maðurinn búinn að aka á aðra bifreið og steinvegg, er hann náðist, en hann reyndi að stinga af frá öllu saman. Mað- urinn er gamall kunningi lögregl- unnar og hefur hlotið dóm, en verið náðaður. Þá tók Vestmannaeyjalögreglan ölvaðan og réttindalausan öku- mann aðfaranótt laugardags, er hann var, ásamt félögum sínum, sem einnig voru ölvaðir, að reyna að ýta bifreiðinni í gang, eftir að hafa ekið út af veginum. Kjaramálin ffiBU — íslenzkur texti — LÍNA LANGSOKKUk í SUÐURHÖFUM Sprenghlægileg og mjög spennandi, ný. sænsk kvikmynd í litum, byggð á hinni afar vinsælu sögu eftir Astrid Lindgren. Aðalhlutverk: INGER NILSSON, MARIA PERSSON, PÁR SUNDBERG. Þetta er einhver vinsælasta fjölskyldumynd seinni ára og hefur alls staðar verið sýnd við geysimikla aðsókn. — fslenzkur texti. — Sýnd kl. 5. Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag Mvada Framhald af bls. 24 vitað svo, að þau félög, sem þarna stæðu að, gætu haft talsvert mis- munandi viðhorf í þessum efnum. Þess vegna væri ekki óeðlilegt, að það gæti tekið nokkurn tíma að samræma þessi sjónarmið. — En mér er óhætt að segja, að það er unnið að Þessum mál- um nú, og ég held, að ég megi segja, með fullum velvilja af aðil- unum, að reyna að komast að niðurstöðu. Og auðvitað óska allir eftir því, að það geti átt sér stað sem fyrst. En þá er líka mikils um vert, að það séu ekki gerðar tilraunir til þess að reyna að skapa tortryggni og koma illu til leiðar í þessu samningastarfi, sagði forsætisráðherra m.a. Forsætisráðherra sagði, að gert hefði verið nokkurt veður út af því, að það bæri eitthvað á milli þess, sem hann hefði sagt, þegar ham. hefði talað um 20% kaup- máttaraukningu og þeirra krafna. sem launþegasamtökin gerðu, þar sem þeirra aðalkrafa væri 20% kauphækkun. En 20% kaupmáttar aukning væri vel að merkja sett OMEGA (r)l-gSgEH Jfípina. PIERPÖÍIT Magnús E. Baldvinsson Laugavegl 12 - Simi 22804 þannig fram í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar, að hún ætti að eiga sér stað í áföngum á tveimur árum. — Út af þessu vil ég segja það, að ég hef um þessi mál ekkert sagt annað en það, sem stendur í málefnasamningi ríkisstjórnar- innar. Hann hefur verið birtur og hver og einn getur gengið ór skugga um, hvað í honum stend- ur. Hins vegar er það auðvitað svo, að málefnasamningur ríkis- stjórnarinnar pg ákvæði í honum, sem varða þessi mál, bindur ekki aðila vinnumarkaðsins á neinn hátt — og bindur ekki launþega- samtökin, þegar þau ^era sínar kröfur. Þess vegna er auðvitað engin rökbundin nauðsyn þess, að það sé fullt samræmi á milli þeirra krafna, sem verkalýðsfélög in gera og þess sem ríkisstjórnin hefur lýst yfir, að hún teldi, að stefna ætti að, sagði forsætisráð- herra. Lárus Jónsson (S) spurðist m.a. fyrir um það, hvaða upplýsingar ríkisstjórnin hefði haft um greiðslugetu atvinnuveganna, áður en hún setti ákvæði í málefna- samning sinn um kaupgjaldsmál. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, sagði að ríkisstjórnin 'iefði að sjálfsögðu verið búin að kynna sér þau gögn, sem lágu fyrir og þær upplýsingar, sem hún fékk í hendur frá ýmsum að- ilum, áður en hún hefði gefið yfir- lýsingu sína út. Þetta hefði ver- ið hennar mat á þeim gögnum, sem fyrir hefðu legið, að þannig væri hægt að standa að málum til þess að ná því markmiði, sem sett væri fram í málefnasamn- ingnum. Vitaskuld hefði það mark mið líka -'erið sett með hlið- sjón af því, sem átt hefði sér stað í kjaramálum, m.a. þeim samningum sem gerðir hefðu ver ið við opinbera starfsmenn, þar sem opinberir starfsmenn hefðu fengið mjög verulegar kauphækk- anir. Auðvitað hefði öllum verið l^óst, að þeir samningar myndu síðan verða notaðir til viðmiðun- ar og auðvitað byrfti engum að vera það undrunarefni, að t.d. verzlunar- og skrifstofufólk bæri sig saman við opinbera starfs- menn. Það lægi í augum uppi, að í mörgum tilfellum hlyti sh'kt að teljast eðlilegt. Guðlaugur Gíslason (S) spurði um það, hvort þeir sem að stjórn- armyndun stóðu hefðu ekki gert sér grein fyrir því, hversu mikið vinnutímastytting myndi vega eða þýða. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, sagði að auðvitað hefðu menn gert sér grein fyrir því. — Ég hygg, sagði forsætisráðherra, að það hafi farið fram útreikning ar á þessu nú og þingmaðurinn eigi greiðan aðgang að því, að fá upplýsingar um t>að, hvað t.d. atvinnurekendur telja þetta gilda mikið. Þá kom fram í svari forsætis- ráðherra við fyrirspurn frá Lár- us« Jónssyni (S), að væntanlega komi á daginn innan skamms hvað ríkisstjórnin ætlar að gera ' sambandi við lengingu vissra stofnlána og lækkun vaxta þeirra, en þau mál hafa verið í athugun. Umræður um kjaramálin urðu talsvert lengri utan dagskrár í neðri deild í dag, en auk áður- nefndra, tóku til máls Lúðvík Jós- epsson, viðskiptamálaráðherra, Sverrir Hermannsson (S), Hanni- bal Valdimarsson, félagsmálaráð- herra, Karvel Pálmason (SFV) og Jóhann Hafstein (S).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.