Tíminn - 16.11.1971, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.11.1971, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 16. nóvember 1971 Kjaramálin til umræðu á Alþingi EB-Reykjavík, mánudag. Talsverðar umræður urðu um kjaramál utan dagskrár í neðri deild Alþingis í dag, eftir að Ólafur Jóhannesson, forsætisráð- herra, hafði kvatt sér hljóðs til þess að leiðrétta missögn Mbl. á ummælum hans, eins og frá er greint á forsíðu blaðsins í dag. Guðlaugur Gíslason (S) beindi þeirri fyrirspurn til forsætisráð- herra, hvort hann gæti gefið upp lýsingar um hvað kjarasamning- unum liði. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, sagði að sáttanefnd hefði verið skipuð og sú sátta- nefnd hefði þegar haft fund með deiluaðilum og héldi áfram að halda fundi með þeim. Forsætis- ráðherra kvaðst að sjálfsögðu ekki geta gefið neinar upplýsingar um það á þessari stundu, hvernig þessi mál stæðu. Það hefði orðið nokkur drattur á þessum kjara- samningum, en þó engan veginn meiri heldur en oft áður. For- sætisráðherra taldi, að það yrði ekki sagt um þessa samninga, að þeir hefðu tekið óeðlilega langan tíma til þessa. Hitt kvaðst hann vilja segja, að þetta væru ákaf- lega ''óknir samningar, flóknari en oft áður, vegna þess að nú væri samið á einni hendi við ákaf lega marga aðila. Það væri auð- Framhald á bls. 22 Sendiráðs- nnn fundinn SB—Reykjavík, mánudag. Danska lögreglan hefur nú haft uppi á þeim, sem brauzt inn í íslenzka sendiráðið í Kaupmanna- höfn í maí s.l. og hafði á brott með sér vegabréf og stimpla. Þjófurinn er þýzkur ríkisborgari. Þióðverjinn hafði falsað handa sjálfum sér tvö íslenzk vegabréf, en hin hafði hann brennt eða eyðilagt. Ekki hafði hann eyðilagt stimplana, því hann afhenti lög- reglunni þá alla, er hann var handtekinn. Mikill einhugur einkenndi miðstjórnarfund SUF: Sameiginleg yfirlýsing um sameiningarmáliö frá miðstjórn SUF, þingi SUJ og ungum flokksstjórnarmönnum í SFV EJ—Reykjavík, mánudag. I var haldinn í Reykjavík um helg Aðalfundur miðstjórnar Sam- ina. Fundurinn var mjög vel bands ungra framsóknarmanna' sóttur af miðstjórnarmönnum úr Þær voru vel búnar og knálegar í storminum í dag þcssar ungu Rcykja- vikurkonur. En skiitiS fyrir ofan þær minnir okkur á misrérH þaS, sem þær eru beittar i karlmannaþjóðfélagi. Karlmenn geta fengið ókeypis afnot af almenningssalerni þnrna á næstu grösum, meðan knnur vcrð'a aS borga 7 krónur hinum megm viS götuna á samskonar stofnun. (Timamynd GE) Eldingu sló niður í Douglas kóng Ratsjárskermurinn eyðilagðist ÞÓ-Reykjavík, mánudag. „Við vorum einhvers staðar ná- lægt Henglinum á kafi í skýja- bólstrum, sem vo-u mjög rafmagn aðir, þegar eldingu laust allt í einu þotuna, og kom hún á nef hennar", sagði Smári Karlsson, flugstjóri Loftleiðaþotunnar Leifs Eiríkssonar, en eldingu laust nið- ur í þotuna kl. 17,30 í gær, þegar þotan var að koma inn til lend- ingar á Keflavíkurflugvöll. Þegar vélin hafði lent stuttu síðar heilu og höldnu, og starfs- menn fóru að skoða hana, kom í ljós, að við eldinguna hafði k-mil gat á ratsjárhlífina, sem er á nefi vélarinnar. Var vélin þvi tekin úr notkun, en í dag átti að koma ný ratsjárhlíf með Cargolux-vél frá Ncw York, og var búizt við, að viðgerð lyki í nótt. Smári Karlsson, flugstjóri, sagði að aðeins einni eldingu hefði lost- ið niður í þotuna og við það hefði reyndar myndazt mikill blossi, sem hefði blindað áhöfnina augna b^'k. Annars kvað hann eldingar að öllu jöfnu hættulausar, enda mjög algengt að eldingum lysti niður í flugvélar á suðlægari slóð um. Flugvélarnar væru búnar eld- ingavörum, sem komið væri fyrir á nefi, stéli og vængjum. Þar kæmu eldingar niður og yllu þær yfirleitt engum skemmdum. öllum kjördæmum landsins, og mikill einhugur og samstaða ein- kenndi, öll störf lians. T.d. sam- þykkti fundurinn einróma ályktun í sameiningarmálinu, sem einnig var samþykkt á þingi Sambands ungra jafnaðarmanna og af ungum fulltrúum á fundi flokksstjórnar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, en þessir fundir voru ciniiMi haldnir um helgina. Álykt- uiiin er birt á bls. 14. Miðstjórnarfundurinn hófst kl. 14 á laugardag, og sátu hann um 50 miðstjórnarmenn. Már Péturs- son, formaður SUF, setti fundinn. Fundarstjórar voru Pétur Einars- son og Magnús Ólafsson og fund- arritari Halldóra Sveinbjörnsdótt- ir. Már Pétursson flutti skýrslu formanns og Þorsteinn Ólafsson skýrslu gjaldkera, en í framhaldi af þeim voru almennar umræður. í lok þeirra var skipað í stjórn- málanefnd og skipulags- og starfs verkefnanefnd, og eins var kjör- in fimm manna viðræðunefnd til- viðræðna við fulltrúa frá þingi SUJ og fulltrúa ungra manna í flokksstjórn SFV. Um kvöldið var kvöldverðarboð í Glauimbæ fyrir miðstjórnarmenn, en heiðursgestir voru Eysteinn Jónsson og frú og Þórarhm Þór- arinsson og frú, en Eysteinn og Þórarinn eru heiðursfélagar SUF. Nefndir störfuðu fyrir hádegi á sunnudag, en eftir hádegi hóf- ust fundarstörf með ávarpi Ein- ars Ágústssonar, utanríkisráð- herra, og er það birt á bls. 15. Því næst var tekin fyrir til- laga viðræðunefndanna, og var sú sameiginlega ályktun samþykkt í einu hljóði. Síðan var f jallað um álit stjórn- málanefndar og skipulags- og starfsverkefnanefndar, og þau samþykkt með nokkrum breyting- um. Nokkrar tillögur aðrar voru einnig samþykktar. Már Pétursson sleit síðan imiS- stjórnarfundinum um kvöldmatar leyti á sunnudag. Stjórnmálayfirlýsing fundarins er birt á bls. 14 ásamt sameigin- legu ályktuninmi, en ýmsar aðrar ályktanir munu birtast síðar. Stálu morfíni og. sprautuðu sjálf sig SB-Reykjavík, mánndag. Lðgreglan f Vestmannaeyjum handtók nýlega kærustnpar í Eyj- um, sem undanfarið hefnr brotizt inn í báta í Vestmannaeyjahöfn Framhald á bls. 22 mi+> ¦^^¦-** ¦+*¦+••+¦ ¦^¦^^¦¦^¦¦^- &*0*^****^4**m>+*«m ^^&*0*0***0**> Reykjaneskjördæmi Laugardaginn 20. nóvember verður fundur hjá formönnnm Framsóknarfélaganna i kjördæminu að Neðstutröð 4, Kópavogi. Hefst fundurinn kl. 4 síðdegis. Fundarefni: Undirbúningur kjör- dæmisþingsins og fl. Stjórnin. L »»>^w#*#i ^¦^^^^^^^^^¦^^^^^^^^^^^^^¦^.^^¦.^^¦^¦^^^¦^s^^^^^^*^^^^^..^^.^ Framsóknarvist á Hótel Sögu Framsóknarfélag Reykjavík- Aðgöngumiðar fást á Hring ur efnir til Framsóknarvistar braut 30, sími 24480 Og á af- , á Hótel Sögu á, fimmtudags- greiðslu Tímans, Bankastræti kvöldið kl. 8,30. 7, sími 12323 Vistinni stjórnar Markús Stefánsson og Ágúst Þorvalds son alþm. flytúr ræðu. Á eftir | leikur hljómsveit Ragnars Bjarnasonar fyrir dansi. Glæsileg kvöldverðlaun, og | auk þess heildarverðlaun karla M og kvenna, eftir þriggja kvölda keppni, en verðlaunin eru flugferð til Kaupmannahafnar með Framsóknarfélögunum. Markús Ágúst ) »*<»<iPS<N^JK>PX>»0>^l«^' j^ FUF Kópavogi Aðalfundur FUF í Kópavogi verður haldinn sunnudaginn 21. nóvember kl. 3 síðdegis. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórain. C ^¦^^¦**+^^^+*--****^*^^*^^***^-^+*********^^*.^^^^'^^^>^^*^* '^'¦^*^»»*##ij KÓPAVOGUR Freyja, félag framsóknarkvenna, heldur aðalfund sinn miðviku daginn 24. nóv. kl. 20:30 að Ncðstu tröð 4. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.