Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 37
37FÖSTUDAGUR 6. febrúar 2004 GOLDIE HAWN OG KURT RUSSELL Þetta vinsæla par mætti glaðbeitt á heims- frumsýningu Disneymyndarinnar Miracle í Hollywood á mánudaginn. THE OFFICE Vinsældir The Office í Bretlandi urðu til þess að Ricky Gervais framleiðir nú þætti fyrir Bandaríkjamarkað. Nýr þáttur með nýjum persónum Ricky Gervais, aðalleikari oghöfundur grínþáttanna The Office, er byrjaður að vinna að nýjum sjónvarpsþætti. Fyrir þann þátt ætlar hann að skapa nýjar persónur. Hann segist þó ekki ætla að hefjast handa fyrr en hann hefur marinerað sjálfan sig í sigurvímu um stund en hann tók við tveimur Golden Globe-verð- launum fyrir The Office á dögun- um. „Þetta verður annar sjálfs- athugunargrínþáttur um mann sem segir nákvæmlega það sem hann hugsar,“ sagði Gervais í við- tali við BBC. „Ég ætla að byrja að skrifa nýja þáttinn ásamt Steve Merchant um leið og ég get. Við höfum bara verið að tala um þetta okkar á milli síðustu vikurnar. Við látum þetta bara vaxa á lífrænan hátt, án pressu.“ Fleiri þáttaraðir um The Office verða ekki gerðir þar sem sögulok urðu í enda seinni seríunnar. Tveir aukaþættir voru gerðir um jólin þar sem fram kemur hvernig fer fyrir persónum þáttanna. Nýi þátturinn verður fram- leiddur fyrir bandarískt sjónvarp og mun ekki vera eftirherma The Office. ■ ■ SJÓNVARP 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 TOPP 20 - VINSÆLUSTU LEIGU- MYNDBÖNDIN - VIKA 5 PIRATES OF THE CARIBBEAN Ævintýri BRUCE ALMIGHTY Gaman BAD BOYS 2 Spenna TOMB RAIDER 2 Ævintýri HOLLYWOOD HOMICIDE Gaman LEAGUE OF EXTRAORD. GENT. Ævintýri WHAT A GIRL WANTS Gaman THE LIFE OF DAVID GALE Spenna TEARS OF THE SUN Spenna HOW TO L. A GUY IN 10 D. Gaman Vinsælustumyndböndin Fín veisla, ha? Ja, já... Sérðu bindið mitt? Eða öllu heldur MÓTMÆLI mín gegn bindum! Þessum merkingarlausu taulufsum sem við kæf- um okkur með! Föt eiga að hafa NOTA- GILDI! Þetta bindi er gert úr elgshreðjum og kemur í veg fyrir mígreni! Finndu bara hvað það er mjúkt við kinn! Jeminn, finnst þér þetta ekki lekker slaufa?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.