Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 1
SKOÐANAKÖNNUN Rúmlega 80% þjóðarinnar eru sátt við störf Ólafs Ragnars Grímssonar, for- seta Íslands, samkvæmt skoðana- könnun Fréttablaðsins sem gerð var í fyrradag. Tæplega helming- ur aðspurðra, 47%, sagðist hins vegar vera sáttur við störf Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Þó ekki hafi verið spurt beint út í atburði síðustu helgar, þegar boðaður var ríkisráðsfundur án vitneskju Ólafs Ragnars, er nið- urstaðan athyglisverð í ljósi harðra orðaskipta forsetans og forsætisráðherrans í vikunni. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að forset- inn megi vel við una miðað við deilur síðustu daga og að sér sýn- ist að það megi forsætisráðherra einnig. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, prófessor í stjórnmálafræði, segir það mjög ríkt í þjóðinni að mynda sátt um forsetaembættið. „Davíð fær hér svipaðan stuðning og í ýmsum fyrri könn- unum,“ segir Hannes. Lítill munur er á afstöðu kynj- anna til Ólafs Ragnars og Davíðs. Hins vegar er nokkur munur á af- stöðu landsbyggðarfólks og íbúa í þéttbýli. Tæplega 44% lands- byggðarfólks eru sátt við störf forsætisráðherra en rúmlega 49% ósátt. Þetta snýst síðan við þegar kemur að forsetanum því 83% landsbyggðarfólks eru sátt við hans störf en 78% íbúa í þétt- býli. Fréttablaðið hefur aldrei áður spurt hvort fólk sé sátt eða ósátt við forsetann eða forsætisráð- herra. Í október spurði Frétta- blaðið hins vegar fólk hvort það vildi að Ólafur Ragnar yrði áfram forseti. Um 76,6% svöruðu spurningunni játandi. Í septem- ber gerði Gallup könnun þar sem fólk var spurt hvort það væri ánægt eða óánægt með með störf Davíðs Oddssonar. Í þeirri könn- un sagðist 52,1% aðspurða vera ánægt með störf forsætisráð- herra. Haft var samband við átta hundruð manns, sem skipt var hlutfallslega jafnt milli kynja og kjördæma. Af þeim tóku 96,5% afstöðu. Sjá nánar bls. 10 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 42 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 39 Sjónvarp 44 LAUGARDAGUR DAGURINN Í DAG 7. febrúar 2004 – 37. tölublað – 4. árgangur MÓTMÆLA STÍFLU Kári Þorgrímsson, bóndi í Garði, líkir hækkun stíflu við Laxárstöð við helgispjöll. Mótmæli hrúgast inn vegna áforma um hækkun stíflunnar. Sjá síðu 2 BENSÍNSTRÍÐ Olíufélagið Esso lækkaði eldsneytisverð um allt að 14% í gær. For- stjóri félagsins líkir tíðum verðbreytingum við skærur á eldsneytismarkaði. Sjá síðu 2 SAMSTARF ENDURSKOÐAÐ Stjórn SPRON er hætt við hlutafélagavæðingu vegna lagabreytinga. SPRON ætlar að endurskoða samstarf sitt við aðra spari- sjóði. Sjá síðu 4 ENSKA Í STAÐ DÖNSKU Grænlenski þingmaðurinn Doris Jakobsen vill að enskan verði annað tungumál Grænlendinga. Hún vill nánara samband við Íslendinga og stefn- ir að fullu sjálfstæði Grænlands. Sjá síðu 8 Sigrún Magnúsdóttir: Stendur í stórræðum VIÐSKIPTI Landsbankinn og tengdir aðilar halda áfram að auka hlut sinn í Íslandsbanka. Burðarás, fjárfest- ingararmur Eimskipafélagsins, seldi í gær breska útgerðarfélagið Boyd Line til fjárfestingarfélagsins Kaldbaks. Kaldbakur lét í staðinn hlut sinn í Íslandsbanka. Burðarás, Landsbankinn og fjöl- skylda Karls Wernerssonar, sem er viðskiptafélagi Björgólfsfeðga í Pharmaco, ráða nú tæpum 15% í Ís- landsbanka. Leggi þeir saman ráða þeir stærsta einstaka hlut í bankan- um. Fjárfesting Burðaráss er sam- kvæmt heimildum til langs tíma. Talið er að eigendur Landsbankans vilji ítök í Íslandsbanka með aukna samvinnu bankanna í huga. Valdabarátta hefur verið í hlut- hafahópi Íslandsbanka um langt skeið. Margir telja að bankinn, þrátt fyrir góðan rekstur, líði fyrir bar- áttu afla innan bankans. Eigendur Landsbankans munu vinna með þeim öflum sem tilbúin eru til að auka tengslin milli bankanna. Eign- araðild bankans er mjög dreifð og því þarf ekki yfirráð yfir stórum hlut til að ná sterkri stöðu fyrir stjórnarkjör á aðalfundinum í mars. Yfirráð yfir svo miklum fjölda at- kvæða í Íslandsbanka tryggja áhrif á stefnu bankans. Stefnan er sett á aukna samvinnu og jafnvel samein- ingu. Talið er að hægt sé að finna leiðir til þess að slíkur samruni yrði samþykktur. Frumvarp viðskipta- ráðherra um sparisjóðina er talið hjálpa, þannig verði hægt að mæta kröfum Samkeppnisstofnunar með sölu á útibúum til sparisjóða. Gjald- eyrismarkaðurinn er talinn aðal hindrunin, þar sem bankarnir þrír eru einráðir á gjaldeyrismarkaði. Ljóst er að vilji er til þess að láta reyna á sameiningu bankanna. Áhrif Björgólfs Guðmundssonar í Íslandsbanka eru veruleg, verði afl- inu beitt sameiginlega. Valdabarátta innan bankans kann að gera Lands- bankanum enn auðveldara fyrir. Markmiðið er að ráða för og hafa af- gerandi áhrif á það að bankarnir leiti leiða til þess að sameinast. haflidi@frettabladid.is ● vikan sem var Selma Björnsdóttir: ▲ SÍÐA 46 Gaman að vera vond ● 29 ára í dag Ingólfur Bjarni Sigfússon: ▲ SÍÐA 16 Vinnur með brjálæðingum ● býður bleikan drykk í kvöld Bryndís Ísfold: ▲ SÍÐA 46 Ögrandi púki Ferðamálafrömuðurinn og athafnamað- urinn Andri Már Ingólfsson ætlar að gera Eimskipafélagshúsið að fjögurra stjarna hóteli á níu mánuðum. ▲ SÍÐUR 18-19 Landsbankinn stefnir á yfirráð Íslandsbanka Landsbankinn hefur að undanförnu safnað bréfum í Íslandsbanka. Stefnt er að aukinni samvinnu og vilji er til að leita leiða til sameiningar. lamb og orabaunir ● verðlækkun á víni Áhugi á mat- vöru frá Asíu matur o.fl. Bjarni og Ning: ▲ SÍÐUR 30-31 VEÐRIÐ Í DAG DRÖGUM FRAM FÖÐURLANDIÐ Ekki veitir af í Þeim brunagaddi sem er á landinu. Hægur vindur vestantil en strekkingur eða allhvasst austantil. Élja- gangur á Norðurlandi en bjart syðra. Hlýnar seint á morgun. Sjá síðu 6 Andri Már Ingólfsson: SÍÐA 22 ▲ Sumar-bæklingurinnfylgir bla›inu í dag! Hálfnuð með þjóðfræðina Sigrún Magnúsdóttir, fyrrum borgarfull- trúi, skellti sér í þjóðfræðinám í Háskóla Íslands. Hún vinnur nú að stofnun sjó- minjasafns í Reykjavík. Ósátt(ur) Sátt(ur) 19,9% 80,1% STÖRF FORSETA Ertu sátt(ur) eða ósátt(ur) við störf Ólafs Ragnars Grímssonar forseta? Ósátt(ur) Sátt(ur) 53,0% 47,0% STÖRF FORSÆTISRÁÐHERRA Ertu sátt(ur) eða ósátt(ur) við störf Davíðs Oddssonar forsætisráðherra? Skoðanakönnun Fréttablaðsins: 80% eru sátt við Ólaf en 47% sátt við Davíð Gerhard Schröder: Hættir sem formaður BERLÍN, AP Gerhard Schröder, kansl- ari Þýskalands, tilkynnti í gær af- sögn sína sem formaður þýskra jafnaðarmanna og sagðist láta af starfi í næsta mánuði. Þá tekur for- maður þingflokks jafnaðarmanna við formennsku í flokknum. Mjög hefur verið sótt að Schröder undanfarna mánuði. Vinstrimönnum í flokknum þykir hann vera of hægrisinnaður og fylgi flokksins hefur dregist verulega saman síðan flokkurinn vann þing- kosningar í september 2002 með naumindum. Þá tryggði Schröder sér annað kjörtímabil en bágur efnahagur hefur gert honum lífið leitt. ■ FORMANNSSKIPTI Schröder lætur Franz Muntefering eftir for- mennskuna. FJÓRIR HANDBOLTALEIKIR ÍBV mætir Þór í Remax-deild karla klukkan 15. Þrír leikir verða í Remax-deild kvenna. Klukkan 15.30 mætast Fram og Valur en klukkan 16 tekur Stjarnan á móti FH og Víkingur á móti KA/Þór.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.