Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 8
8 7. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Geðþóttaákvarðanir Björns „Ég botna ekkert í Birni. Hverj- um er hann að þjóna? En þetta verður að skoða í stærra sam- hengi og varpar ljósi á hve ber- skjaldaður Hæstiréttur er fyrir geðþóttaákvörðunum stjórn- málamanna.“ Sigurður Líndal lagaprófessor í Stúdentablaðinu um þá ákvörðun Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson hér- aðsdómara, frænda forsætisráðherra, sem dómara við Hæstarétt. Betra myndefni „Það fiskaðist illa og síðan var þetta svo lítið að þeir vildu safna þessu saman í kar. Þess vegna var það þægilegra fyrir myndavélina að safna þessu saman í kar.“ Sturla Sigurðsson háseti lýsti því í DV 6. febrúar hvernig áhöfn Báru ÍS hefði hagrætt brottkasti fyrir fréttamenn Morgunblaðsins og Sjónvarpsins. Orðrétt Sturla Böðvarsson um skýrslu um áhrif hvalveiða: Umfangsmeiri en búist var við ALÞINGI „Það hefur komið í ljós að vinna samgönguráðuneytisins við skýrsluna er mun umfangsmeiri og kostnaðarsamari en búist var við, því er líklegt að könnunin gefi ekki rétta mynd nema hún nái til stærri hóps og yfir lengri tíma. Ég vil frekar gera þinginu grein fyr- ir þessu, heldur en að skila skýrslu sem gæfi takmarkaðar upplýsingar um það sem óskað var,“ sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra á Alþingi í fyrradag, en Mörður Árnason, Samfylkunni, óskaði eftir skýrslu um það hvaða áhrif hvalveiðar Ís- lendinga í vísindaskyni á síðasta ári hefðu á ímynd landsins og ferðamannaþjónustu. Mörður þakkaði samgöngu- ráðherra fyrir upplýsingarnar og sagði mikilvægast að fá svör við þeim spurningum sem vakna um áhrif hvalveiðanna á ímynd lands- ins sem ferðamannalands. „Það skiptir minna máli hversu langan tíma þetta tekur, innan þeirra marka þó að það sé ákaf- lega brýnt að svör við þessu liggi fyrir, áður en tekin verður ákvörðun um það hvort framhald verði á hvalveiðum. Þessi vinna hefði átt að vera hluti af þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hefja hvalveiðar á sínum tíma,“ sagði Mörður. ■ Hvalaskoðun í örum vexti: 250 milljóna velta FERÐAÞJÓNUSTA Gera má ráð fyrir að bein efnahagsleg áhrif hvala- skoðunar verði nálægt 2,5 millj- örðum króna, árið 2007. Í greinargerð sem unnin var af nemendum við Háskólann á Akur- eyri fyrir Ferðamálasetur Ís- lands, var ætlunin að finna stærð- argráðu efnahagslegra áhrifa hvalaskoðunar. Niðurstöðurnar voru þær að ferðaþjónustan er í örum vexti á Íslandi og hvalaskoð- un er sá hluti ferðaþjónustunnar sem vex hvað hraðast. Miðað við sömu þróun í fjölda, ferðamanna sem fara í hvalaskoðun á Íslandi, má ætla að þeir verði um áttatíu þúsund á þessu ári og um hundrað þúsund árið 2007. Í fyrra var áætluð velta hvala- skoðunarfyrirtækja, á sölu far- miða, um 250 milljónir króna. Ef tekið var tillit til, ferða-, matar- og gistikostnaðar, kom í ljós að bein efnahagsleg áhrif hvalaskoðunar var um 1,7 milljarður króna í fyrra. Í greinargerðinni segir að „hvalaskoðun er án efa drifkraft- ur í atvinnulífi þeirra byggðar- laga þar sem hún er stunduð og aðkallandi að skoða nánar efna- hagsleg áhrif hvalaskoðunar“. ■ Andstæðingar konungdæmis: Til hjálpar prinsessu KAUPMANNAHÖFN, AP Fyrrum komm- únistar á danska þinginu mæltu fyrir rétti verðandi prinsessu við umræðu um greiðslu lífeyris úr rík- issjóði til Friðriks krónprins. Þing- mennirnir, sem eru andvígir kon- ungdæminu, kröfðust þess að prins- essan fengi sjálfstæðan lífeyri. Fyrir danska þinginu liggur frumvarp um þreföldun lífeyris krónprinsins þegar hann kvænist. Samkvæmt því fengi hann um 170 milljónir íslenskra króna og ætti að leggja eiginkonu sinni til 15 milljónir. Þetta þótti þingmönnun- um til marks um karlrembu. ■ Héraðsdómur Reykjavíkur: Sex milljónir í skaðabætur DÓMUR Maður fékk tæpar sex milljónir í skaðabætur eftir vinnuslys. Hann meiddist á hné eftir að hann féll um rör á gólfi þegar hann var að bera plast- plötu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frágangur á rör- inu hefði ekki verið nægjanleg- ur. Samkvæmt dómnum ber maðurinn fjórða hluta skaðans þar sem hann átti sjálfur hlut í því að ekki var gengið almenni- lega frá rörinu. ■ STJÓRNMÁL „Ég er á þeirri skoðun að enskan eigi að verða fyrsta tungumál á eftir grænlenskunni,“ segir Doris Jakobsen, þingmaður á grænlenska heimastjórnarþing- inu, sem er stödd á Íslandi vegna ráðstefnu Norðurlandanna um skólamál. Doris situr á þingi fyrir Siumutflokkinn og er formaður menningarmálanefndar græn- lensku heima- st jórnar innar sem er reyndar öll á Íslandi. Hún er næst- yngsti þingmað- urinn, aðeins 25 ára en þó komin til mikilla met- orða innan flokks síns. Hún segir mikilvægt fyrir Grænlendinga að efla skólakerfi sitt og læra af öðrum Norður- landaþjóðum í því efni. Hún segir að áríðandi sé í þeim efnum að efla kennaranám á Grænlandi og undirbúa þannig þjóðina til að taka ábyrgð á eigin málum í stað þess að vera undir stjórn Dana. „Yngra fólk á Grænlandi hugs- ar öðruvísi en þeir eldri sem eru íhaldssamari. Ég er á þeirri skoð- un að Grænlandi eigi að fá fullt sjálfstæði á næstu árum í stað þess að vera undir Dönum,“ segir Doris. Hún segist bera mikla virðingu fyrir Íslendingum sem séu Græn- lendingum góð fyrirmynd í sjálf- stæðismálum en vissulega verði það dýrt fyrir Grænlendinga að sleppa dönsku styrkjunum í landi þar sem fjarlægðir eru gríðarleg- ar. „Vissulega mun sjálfstæðið kosta okkur ýmsar fórnir en það er fyllilega þess virði. Hér er alltof lengi búið að tala um þessa hluti án þess að neitt gerist. Með- al hinna eldri er það viðhorf al- gengt að halda beri óbreyttu ástandi en yngri kynslóðin er gjarnan á allt annarri skoðun eins og sjá á af afstöðu yngra fólks til enskunnar sem gengur þvert á vilja margra þeirra eldri sem kjósa að halda sig við dönskuna,“ segir hún. Doris segir að heimsóknin til Íslands hafi verið einstaklega lærdómsrík. Megintilgangurinn var sá að kynna sér skólamál en meðal annars fundaði menningar- málanefndin með forsvarsmönn- um skákfélagsins Hróksins og Skákar í norðri sem hafa unnið að landnámi skákarinnar á Græn- landi. Doris segir að augu sín hafi opnast fyrir því að skákin geti gefið Grænlendingum mikið. „Íslendingar standa framar- lega í skáklistinni og samvinna Grænlands og Íslands á þessu sviði er mjög æskileg. Ég tel reyndar að stefna eigi að því skák verði tekin upp sem hluti af kenn- aranámi á Grænlandi og mark- miðið verði að koma henni inn í alla grænlenska skóla. Þetta er íþrótt sem er börnum einstaklega holl,“ segir Doris. rt@frettabladid.is Enska komi í stað dönsku Grænlenski þingmaðurinn Doris Jakobsen stefn- ir að fullu sjálfstæði Grænlands. Vill sækja skák- þekkingu til Íslands og kenna í öllum skólum. „Vissulega mun sjálf- stæðið kosta okkur ýmsar fórnir en það er fyllilega þess virði. HARÐSNÚINN ÞINGMAÐUR Doris Jakobsen situr á grænlenska heimastjórnarþinginu fyrir Siumut og er formaður menningamálanefndar þingsins. STURLA BÖÐVARSSON Samgönguráðherra segir að skýrsla um áhrif hvalveiða á ímynd Íslands sem ferða- mannalands, hafi reynst umfangsmeiri og dýrari en gert var ráð fyrir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.