Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 22
22 7. febrúar 2004 LAUGARDAGUR ■ Maður að mínu skapi ÚTSALA 30-50% afsl. Undirfataverslun. Síðumúla 3 Sími: 553 7355 opið virka daga kl: 11-18 Laugard. kl: 11-15 EYRÚN SIGTRYGGSDÓTTIR Skilur allt en þykist ekki kunna að tala. Þykist ekki kunna að tala Maður að mínu skapi er til dæmishún Eyrún litla dóttir mín,“ seg- ir Sigtryggur Baldursson trommu- leikari, sem sumir þekkja betur sem Bogomil Font. „Hún skilur allt sem ég segi en þykist ekki kunna að tala. Ég vildi gjarnan geta gert það. Svo hlær hún stundum að mér.“ Eyrún er átján mánaða og fædd í Hollandi. Hún er svo til nýkomin til Íslands ásamt foreldrum sínum. Hún á eina systur sem heitir Una sem fermist í vor. „Eyrún kann að vísu að segja nei. Það er góður eiginleiki sem ég þyrfti að temja mér. Nei er nytsamlegt orð sem er gott að kunna,“ segir Sig- tryggur sem á það til að taka að sér of mörg verkefni. „Eyrún er upp- spretta mikils fróðleiks. Ég lærði það til dæmis af henni að heimurinn er intressant. Stundum gleymi ég því að lífið er áhugavert og skemmtilegt. Það er þetta með uppgötvunina hjá Eyrúnu – það er alltaf verið að upp- götva eitthvað nýtt og ég læri heil- mikið af því,“ segir hin fróðleiksfúsi Sigtryggur. ■ SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR Borgarfulltrúinn fyrrverandi, og sjómannsdóttirin, nemur núna þjóðfræði í Háskóla Íslands. Hún segir að námið nýtist vel við stofnun sjóminjasafnsins, sem hefur verið henni hjartans mál undanfarið. Senn verður sjóminjasafn í Reykjavík að veruleika en unnið hefur verið að undirbúningi þess síðan árið 2001 þegar tillaga þess efnis var borin upp í borgarstjórn Reykjavíkur. Safninu hefur verið fundinn staður að Grandagarði 8 í Örfirisey, þar sem fiskur var áður frystur og saltaður á vegum Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Í nálægð við sjávarilminn Það fer vel á því að Víkin, sjó-minjasafnið í Reykjavík opni árið 2004. Þá eru liðin 150 ár frá því að verslun í landinu var heimiluð öðrum en Dönum, 130 ár frá því að fjárveitingavaldið var fært til Ís- lands en í kjölfar þess hófust strand- siglingar og 100 ár frá því að heima- stjórnin fékkst, Íslandsbanki var stofnaður en hann veitti lán til fram- kvæmda, meðal annars skipakaupa, og togaraútgerð hófst. Það fer líka vel á því að safnið verði í gamla BÚR-húsinu að Grandagarði 8 en þar var umfangsmikil starfsemi Bæjarútgerðar Reykjavíkur til mar- gra ára. Þaðan er sýn yfir höfnina og sagan svífur yfir vötnum. Að auki er áformað að Sjómannastofa verði á jarðhæð hússins og Ásatrúarfélagið, sem er á efstu hæðinni hefur uppi hugmyndir um að koma á fót setri til kynningar á fornum lífsháttum, ekki síst til sjávar. Víðtæk starfsemi Sigrún Magnúsdóttir, fyrrver- andi borgarfulltrúi, hefur farið fyrir undirbúningsnefnd vegna stofnunar safnsins en með henni sitja í nefnd- inni Helgi Pétursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Það var einmitt Vil- hjálmur sem flutti tillöguna um stofnun safnsins í borgarstjórn vor- ið 2001 og var hún samþykkt sam- hljóða sem er heldur fátítt á þeim bæ. En það er eitt að fá hugmynd og annað að framkvæma hana. „Það er auðvelt að fá góðar hugmyndir en þær vilja verða að engu í því víð- feðma kerfi sem borgin er. Menn óttast oft að nýjungar hlaði utan á sig og þegar vel þarf að fara með peninga er sá ótti skiljanlegur. Þessu verkefni hefur hins vegar verið sýndur ríkur skilningur í öllu kerfinu, ekki síst hjá Höfninni sem keypti húsið á síðasta ári með það að leiðarljósi að það skyldi hýsa safn. Þegar það gerðist vissi ég að safnið yrði að veruleika,“ segir Sigrún. Stefnt er að nokkuð víðtækri starf- semi sjóminjasafnsins. Í því verður föst grunnsýning auk skammtíma- sýninga og farandsýninga og miðar starfið bæði að varðveislu og fræðs- lu. Nóg er til af munum til að sýna, bæði á Árbæjarsafni og Þjóðminja- safni auk þess sem margir hafa lýst yfir áhuga á að afhenda safninu muni í einkaeigu. Þá stendur til að gera uppfyllingu bak við húsið og því hægt að hafa báta á floti í víkinni sem tengjast munu sýningarhald- inu. Og Sigrún á sér draum: „Það væri gaman að koma upp stóru fiskabúri hér innan dyra til að veita innsýn í lífríki hafsins,“ segir hún. Rekstur sjóminjasafnsins verður í höndum sjálfseignarstofnunar og er reiknað með að fyrirtæki í greininni komi að starfseminni. Dóttir sjómannsins Sjálf hefur Sigrún hvorki verið til sjós né unnið í fiski: „Ég er hins vegar dóttir sjómanns og fór með föður mínum á góðum dögum niður á höfn eða til rauðmagakaupa á Ægisíðunni. Foreldrar mínir kynnt- ust reyndar í síld á Siglufirði og ég man að á unglisárunum hafði ég áhuga á að fara eitthvað út á land til að vinna í fiski. Móðir mín tók hins vegar fyrir það, hún taldi það ekki gott fyrir unga stúlkuna að fara í burtu þó hún sjálf hafi gert það á sinni tíð.“ Og Sigrúnu líður vel í námunda við hafið: „Mér finnst sjávarlykt mjög góð og er ekki í þeim hópi fólks sem telur að atvinnustarfsemi eigi ekki að vera í borginni. Mér finnst alltof mikið bera á því að ekki megi finnast lykt af fiski. Fiskurinn hefur haldið okk- ur uppi og hann á að vera hluti af okkar tilveru. Við eigum að lifa með fyrirtækjunum og sögu þeirra og það er til marks um sköpunar- kraft að við skulum koma þessu safni á fót hér í hringiðu sjávarút- vegs.“ Sigrún er afar stolt af þessu verkefni og telur að það muni verða borgarlífinu til framdráttar á ýms- an hátt og er staðsetning safnsins ofarlega í huga: „Við þurfum ekki að búa mikið til, hér eru verbúðir og við horfum á kallana koma þang- að með balana sína, hér við hliðina er Kaffivagninn þar sem sjómenn fá sér kaffisopa, hér er líf og fjör og við erum þar sem hlutirnir eru að gerast, hér getur fólk komist í snertingu við sjávarilminn og fisk- inn.“ Lærir að verða borgarfulltrúi Þó Sigrún hafi lagt hjarta sitt í stofnun sjóminjasafnsins í Reykja- vík að undanförnu er það ekki það eina sem hún hefur á sinni könnu þessi misserin. Fyrir nokkru hóf hún nám í þjóðfræði við Háskóla Ís- lands og hefur það nýst henni við undirbúninginn. „Allt nýtist þetta og þjóðfræðin tekur auðvitað mið af mannlegum þáttum. Ég skoðaði meðal annars sögu tómthúsmanna í Reykjavík á tímabilinu 1850–1860 og eyddi drjúgum tíma á Þjóðskjala- safninu til grúsks og er því nokkru fróðari um lífshætti borgarbúa á þeim tímum. Söfn og varðveisla muna er líka ríkur þáttur í náminu,“ segir Sigrún sem tekur líka aukakúrs í merkum fræðum. „Ég tek borgarfræði með þjóðfræðinni og verð því bráðum lærð í borgar- fræðum,“ segir hún og jánkar að- spurð að hún sé í raun að læra að verða borgarfulltrúi. „Það er aldrei að vita nema maður snúi bara aftur,“ segir hún og hlær. Sigrún sat í borg- arstjórn Reykjavíkur í 16 ár og seg- ir erfitt að hugsa sér skemmtilegra starf. „Það snertir svo mörg svið mannlífsins. Pólitíkin er í senn heill- andi og erfið, maður er opinber per- sóna og það má eiginlega segja allt um mann en ég hætti alls ekki þess vegna. Mér fannst bara vera komið að ákveðnu tímabili í lífinu, það var annaðhvort að vera í þessu alla ævi eða gera eitthvað annað. Ég hafði lengi átt mér draum um að ná mér í gráðu og segi nú að í ellinni geti ég grúskað með gráðu. Það eru mikil viðbrigði að vera ekki lengur í stjórnmálunum en það hefur haldið mér lifandi að fá að sinna þessu sjó- minjasafni.“ bjorn@frettabladid.is ÖNNUR SJÓMINJASÖFN Í Neðstakaupstað á Ísafirði er yfirgrips- mikið sjóminjasafn í þyrpingu timburhúsa frá síðari hluta 18. ald- ar. Sú þyrping er ein sú best varðveitta sinnar tegundar. Þar eru til sýnis minjar víðs vegar af Vest- fjörðum. Sjóminjasafn Austurlands er staðsett á Eskifirði. Þar eru einnig versl- unarminjar og hlutir sem til- heyra ýmsum greinum iðnað- ar fyrri tíma. Safnahúsið er verslunar- hús frá því um 1816 og í því er upp- sett gömul krambúð. Í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka eru munir frá byggðarlaginu, tengdir sjósókn og öðrum iðn- aði, sem og fé- lags- og menningarsögu síðustu 100 ára. Stærsti og merkasti safngripurinn er áraskipið Farsæll. Á Síldarminjasafninu á Siglufirði gef- ur að líta yfirlit yfir sögu síldveiða og síldariðnaðar, með síldarævin- týri áranna 1903–1968 í for- grunni. Til stendur að stækka safnið á næstu árum, enda er það vinsælt. Sjómannagarðurinn á Hellissandi hefur að geyma ár- skipið Blika, sem smíðað var 1826, og fleiri muni til minningar um sögu sjómennsku. Sjó- menn í Neshreppi utan Ennis komu upp aðstöðunni á sínum tíma. Þess má einnig geta að Sjóminjasafn Íslands var með aðsetur í Brydepakkhúsi í Hafnarfirði þar til nýverið, en það hefur nú verið lagt niður. Safnið var deild innan Þjóðminjasafns Íslands. Mér finnst alltof mikið bera á því að ekki megi finnast lykt af fiski. Fiskurinn hefur haldið okk- ur uppi og hann á að vera hluti af okkar tilveru. ,, GRANDAGARÐUR Gott pláss er fyrir muni í Víkinni, sjóminjasafninu í Reykjavík, sem opnar síðar á árinu í húsi gömlu Bæjarútgerðarinnar að Grandagarði 8. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SIGTRYGGUR BALDURSSON Á það til að taka að sér of mörg verkefni. Þyrfti að temja sér að segja nei, eins og litla dóttir hans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.