Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 26
26 7. febrúar 2004 LAUGARDAGUR verður haldinn sunnudaginn 8. febrúar kl. 15.00 á Hótel Loftleiðum, Víkingasal. • Myndasýning og ferðalýsingar. • Gönguferðir í „hefðbundnum takti“ • Gönguferðir í „léttari takti“ • Gönguferð fyrir matgæðinga Áfangastaðir: Mallorca, Pyreneafjöll, Krít, Toscana, Dolomitafjöll, Tatrafjöll í Slóvakíu og Turingen í Þýskalandi. Aðgangur, kaffi og kökur kr. 600.- Kynningarfundur um gönguferðir erlendis í Smáranum, sími 585 4100 Sundin blá blá úr kulda Ég lifði örfá köld sólskinsdæg-ur í Reykjavík í lok janúar. Og fylgdi fastri venju fyrsta daginn: fékk mér eina með öllu, í sjoppu við Hlemm. Mmmm...En sem ég sporðrenni síðasta bitanum, kem- ur kona á fertugsaldri til mín: „Hurðu, áttu nokkuð klink?“ Ég verð þrumulostinn. Er verið að betla af mér á Íslandi? Ég sem hélt að það gerðist aðeins suðrí löndum. Að vísu eru dreggjar áfengis eða lyfja í glerjuðum aug- um hennar. En það breytir því ekki að hún er að betla. Ég umla eitthvað og flý harðbrjósta út. Er þó vart kominn fyrir hornið þegar ég sé aðra konu víkja sér að eldri frú með betlitilburðum. Ég greik- ka sporið, geng niðurlútur niður Laugaveginn og rek skyndilega augun í allar tyggjóklessurnar í gangstéttinni. Þær skipta þúsund- um, tugum þús- unda. Já, þetta er sannarlega tyggin þjóð, skyrpin þjóð. Ég er að því kom- inn að fara að telja þær. Nei. Ég slít gúmlímd- ar glyrnurnar uppúr stéttinni. Hefði samt bet- ur farið að kasta tölu á steinrunn- ar slummurnar: nokkru neðan Bónusar er gam- all maður með hækju að gram- sa í rusladöllunum á ljósastaurun- um. Gengur staur frá staur... Það kólnar enn í veðri. Ginnungagap mannlífsmuggunnar Svo kemur reykvískt föstu- dagskvöld sem hefur breyst í fimbulkalda aðfaranótt laugar- dags þegar hér er komið sögu. Vinafólk vísar mér til öldurhúss rétt við Laugaveginn. Fílefldir verðir í dyrum. Dúðaðir. Með gufu úr vitum. Gott kvöld. Þeir opna gáttir. Gluggalaust gímald inni. Loftlaus hellir. Niflheimskt hálfmyrkur. Mannmergð. Og óminnishegri flögrar um fugla- bjargskliðinn. Ekki auðvelt að greina andlit í þokunni. Bara ókennilegar þústir á reiki í reyk eða rótgrónar í sæti við borð með- fram veggjum. Sé þó mann fremst, með rump á stólbrún, snúa gleiðum fótum útí salinn, op- inmynntan, höfuð fallið aftrá hnakka, týndan í veröld ölvímu. Og hjá honum er kona að hefja leit að honum, með annan fótinn á þröskuldi sömu heima. Ég þekki ekki kjaft. Og þó. Þessa kannast ég við. Þeir eru þjóðkunnir menningarvitar. Standa í hnapp, stinga saman nefjum/klingja glerjum, sér á parti á miðju gólfi, líktog innan girðingar þar sem þeir vaða ef- laust íðilgræna há hámenningar- innar, spora loðna iðavöllu listar- innar. Líta hátt, láta hátt; láta ljós sitt skína hver í kapp við annan, eftilvill til að oflýsa hver annan; sólir í háu suðri. Og ljóminn stendur af sólkerfinu útí ginn- ungagap mannlífsmuggunnar, útí kæfandi reykjarkófið sem er svo ómenningarlega þykkt að það er sem maður reyki heilan pakka rettna í hverjum andardrætti, útí svitakófið sem er svo mannlega þykkt að það er von/það er heit um beðmál að barmálum loknum, útí áfengiskófið sem undirstrikar allt hitt. „Viva la (sic!) Franco!“ Við hverfum í ystu myrkur, gómum laust borð. En áður kem- ur kona siglandi, farin að trolla alveg uppí kálgörðum hjá mér. Segist þekkja mig. Ég kem henni ekki fyrir mig. Segir nánari deili á sér en í gátuformi, einsog ávallt í slíkum leikjum. Loks kveiki ég á perunni og get glatt hana með því að muna nafnið hennar. Hún kveður. Ég sest með vinafólkinu. Og við erum rétt búin að tylla okkur þegar ljóshærður/þunn- hærður jötunn á miðjum aldri holdgast útúr dimmunni og hlammar sér niður: „Lengi lifi spænsku falangistarnir. Viva la (sic!) Franco!“ endurtekur hann nokkrum sinnum sem galdraþulu, búinn að kvenkynja einræðis- herrann með la-inu. „Hvað seg- irðu? Finnst þér ekki tími til kom- inn að fara að setja einhver tak- mörk á þetta innflytjendapakk, ha?“ Ég gef lítið útá það en bendi honum á að ég sé sjálfur innflytj- andi í öðru landi. Þá fúlnar berg- risi: „Andskotinn, þið þorið aldrei að hafa neina skoðun þessir ríkis- útvarpsfauskar.“ Síðan langt þras þar til þurs hverfur útí reykjar- kófið, svitakófið, áfengiskófið, genginn í björg áður dagur renn- ur. Ég er að kafna, vil út, kveð vini, er farinn. Og þræði svo tyggjóklessurn- ar upp allan Laugaveginn. Í þetta sinn tel ég þær, verð að telja þær. En mér fipast þegar ég er kominn í stjarnfræðilega tölu og á horn Vitastígs. Alltíeinu kemur norð- angarragusa askvaðandi neðan- frá sjó. Það hvítnar í kalda öldu á Faxaflóa, tek ég eftir. Og Sundin blá orðin blá úr kulda. Ég hraða mér burt. Í skjól, í felur. ■ Gunnhildur Gunnarsdóttirarkitekt var í mastersnámi í Japan á árunum 1992 til 96. Hún segist hafa fengið vægt áfall strax við komuna til landsins því leigubíll frá flugvellinum og á hótelið hennar kostaði sem svar- aði tuttugu þúsund íslenskum krónum. Allt verðlag í landinu er í takt við það. Gunnhildur nam í borginni Tsubuka, sem er 50 kílómetrum norður af Tókýó en í raun hluti af höfuðborginni því þéttbýlið í Japan er verulega þétt. Hana hafði lengi langað til landsins: „Þetta var langþráður draum- ur, ég hafði kynnst japönskum arkitektúr í gegnum námið og langaði að læra meira um hann.“ Gjörólíkt samfélag Japanskt samfélag er gjör- ólíkt því íslenska, uppbygg- ingin er skýr og fólk gegnir ákveðnum hlut- verkum: „Útlendingar hafa sína ákveðnu stöðu í samfélaginu og þú tekur ekki þátt í lífinu í landinu nema út frá þeim forsendum sem þér eru ákveðnar. Það gengur allt út á að samfélagið sé heild og allir verða að vera í sínum hlut- verkum.“ Útlend- Óhætt er að segja að kvikmynd-in Lost in Translation eftir Sofiu Coppola fari um þessar mundir sigurför um heiminn. Kvikmyndin var frumsýnd hér á landi í gær. Á dögunum vann hún til þriggja Golden Globe-verð- launa, fyrir bestu myndina í flokki grín- og söngvamynda, fyrir besta handritið og fyrir besta karlleikara í aðalhlutverki í flokki grín- og söngvamynda. Þá er hún einnig tilfnefnd til fjög- urra Óskarsverðlauna, fyrir bestu myndina, besta handritið, bestan karlleikara í aðalhlutverki og bestu leikstjórnina. Þau Sofia Coppola leikstjóri, Bill Murray aðalleikari og Scarlett Johansson aðalleikkona hafa því ríka ástæðu til þess að fagna. Lágstemmd mynd Það er líka eitthvað mjög svo skemmtilegt við það að myndin Lost in Translation skuli raka að sér verðlaunum og fá svo góða dóma víða um heim. Í myndinni eru engar flugeldasýningar, engar ógurlegar tæknibrellur eða magn- þrungið plott. Hún er lágstemmd, manneskjuleg, tilgerðarlaus og dregur upp raunsanna mynd af tveimur ókunnugum einstakling- um – tveimur dálítið ráðvilltum Bandaríkjamönnum á ólíkum aldri – sem svo vill til að eru hálf- gerðir tilvistarlegir strandaglóp- ar á lúxushóteli í miðborg Tókýó um nokkurt skeið. Karlmaðurinn – Bob Harris – sem er eldri og leikinn af Bill Murray, er þangað kominn til þess að leika í viskíaug- lýsingu, og hefur vægast ekki mjög mikinn metnað til þess verk- efnis, enda er Bob gamall leikari sem var nokkuð frægur á árum áður. Stelpan – Charlotte – sem leikin er af Scarlett Johansson, er hins vegar stödd á hótelinu vegna starfs eiginmanns síns, Johns (Giovanni Ribisi), sem er ljós- myndari og sífellt á þönum. Þau eru nýlega gift og hún er meðal KRISTINN R. ÓLAFSSON skrifar frá Madríd. ■ Skámánifrá Spáni „Ég þekki ekki kjaft. Og þó. Þessa kannast ég við. Þeir eru þjóðkunnir menningarvit- ar. Standa í hnapp, stinga saman nefj- um/klingja glerjum,... Útlendingar hafa sína ákveðnu stöðu í samfélaginu og þú tekur ekki þátt í lífinu í landinu nema útfrá þeim forsend- um sem þér eru ákveðnar. ,, Sérstakt að vera útlendingur í Japan Kvikmyndin Lost in Translation, með Bill Murray og Scarlett Johansson í a frumsýnd hér á landi í gær. Hún fjallar um tvo Bandaríkjamenn sem vafra Einmana í T LEIKSTJÓRINN OG LEIKKONAN Sofia Coppola leikstjóri og Scarlett Johansson aðalleikkona hafa ástæðu til að fagna. Hér mæta þær stöllur til frumsýningar á myndinni í Los Angeles. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.