Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 7. febrúar 2004 ■ Sagt og skrifað Ríkissjónvarpið hefur lokið viðað sýna þáttaröð um hina merku Medici-ætt í Flórens. Ný- lega kom út ævisaga Katrínar Medici en ættfaðir Mediciana, Lorenzo hinn mikilhæfi, var lang- afi hennar. Katrín var 15 ára göm- ul þegar hún var gift Frakk- landsprinsi sem seinna varð Hin- rik II. Katrín fæddi 9 börn á tólf árum og þrír synir hennar urðu konungar Frakklands. Sjálf var Katrín drottning í 12 ár en eftir að eiginmaður hennar lést gekk hún inn í hlutverk drottningarmóður og gekk ætíð í svörtu. Hún var kölluð „svarta drottningin“. Katrín hefur fengið heldur slæma einkunn í sögunni en hún er talin ábyrg fyrir því þegar 30.000 húgenottum var slátrað árið 1572 í ofsafengnum trúar- ofsóknum. Leikritaskáldið Christopher Marlowe dró upp dökka mynd af henni í leikriti sínu The Massacre at Paris og hún fékk litlu skárri meðferð í skáld- sögu Alexander Dumas, La Reine Margot, sem byggði á ævi dóttur Katrínar, Margrétar frá Navarre. Hinn nýi ævisagnahöf- undur Katrínar, Leonie Frieda, leitast við að rétta hlut hennar og segir hana hafa verið eina m e r k u s t u konu 16. aldar. Saga Katrínar er samtvinnuð ævi þriggja k v e n n a : Díönu, fagurr- ar ástkonu e i g i n m a n n s hennar, sem n i ð u r l æ g ð i Katrínu við hirðina; dóttur- innar Margrétar og tengdadótturinn- ar Maríu Stúart en Katrín gerði örvænting- arfullar tilraunir til að koma í veg fyrir aftöku hennar. Katrín lést sjö- tug að aldri og tengda- sonur hennar, Hinrik frá Navarre, sem átti stormasamt samband við hana, sagði eftir lát hennar að miðað við all- ar aðstæður og póli- tískar hræringar hefði verið mesta furða hversu vel hún hefði staðið sig. Í bók sinni tekst L e o n i e Frieda að draga upp sterka og m i n n i s - stæða mynd af Katrínu og því mis- kunnarlausa pólitíska um- hverfi sem hún hrærðist í. Einn gagnrýnandi segir að höfundi takist ekki að fá lesandann til að kunna vel við Katrínu en eftir lestur bókarinnar sé lesandanum þó ljóst að þótt Katrín hafi ekki verið góð kona hefði hún vissu- lega getað verið miklu verri. ■ Breska skáldkonan og met-söluhöfundurinn Nina Bawden er að skrifa bók sem fjallar um lestarslys árið 2002 þar sem eiginmaður hennar lést ásamt sex öðrum og sjötíu far- þegar slösuðust. Bawden segir bókina eiga að vera eins konar minningarbók um eiginmann hennar Austen Kark, sem var út- varpsstjóri BBC World Service. Bókin verður sambland af skáld- skap og staðreyndum. Meginefn- ið verður græðgi stórfyrirtækja og búist er við að þar verði einnig að finna harða gagnrýni á stjórn Verkamannaflokksins vegna einkavæðingar lestarkerf- anna og lélegs eftirlitskerfis. Bawden var í lestarferð með manni sínum þegar lestin fór skyndilega út af sporinu vegna ólags á lestarteinum. Bawden slasaðist illa og lá í tvo mánuði á sjúkrahúsi. Fyrir slysið var hún vön að eyða um 5 tímum á dag fyrir framan tölvuna en nú hefur hún einungis úthald í tvo tíma. Bawden er 77 ára og var félagi í Verkamannaflokknum í næstum 60 ár en hefur nú sagt sig úr flokknum vegna stefnu stjórnar- innar í Íraksmálinu og lestar- málum. Bawden hefur skrifað rúmlega 40 bækur, 23 fyrir full- orðna og 19 fyrir börn. ■ Alvöru krimmar Ég var að klára að lesa Allt í lagií Reykjavík eftir Ólaf við Faxafen, sem er dulnefni hins þekkta stjórnmálamanns Ólafs Friðrikssonar,“ segir Ævar Örn Jósepsson, rithöfundur og fjöl- miðlamaður. „Þetta er einn af fyrstu alvöru krimmunum sem voru gefnir út hér á landi og kom út árið 1939. Aðalsöguhetjan er Örn Ósland sem svarar smáaug- lýsingu og tekur að sér næsta dul- arfull og í meira lagi vafasöm verkefni, fyrir að því er virðist jafn dularfullan og vafasaman, en umfram allt nafnlausan vinnu- veitanda, jafnframt því sem hann reynir að vinna ástir fegurstu konu sem hann hefur augum litið. Örn kemst í hann krappan og lendir í miklum raunum, jafnvel eftir að verkið hefur verið unnið, en allt fer þó vel að lokum. Ég man ekki eftir annarri ís- lenskri skáldsögu, eða krimma, þar sem aðalpersónurnar eru röngu megin við lögin en njóta þó samúðar lesenda og uppskera ríkulega í lokin – en ég hef auðvit- að ekki lesið þær allar. Lestur minn á þessari bók tengist fyrir- hugaðri glæpagöngu með Borgar- bókasafninu 19. febrúar þar sem ég verð leiðsögumaður um sögu- slóðir glæpasagna í Reykjavík. Af öðrum bókum má nefna Bettý eftir Arnald Indriðason sem mér líkaði ágætlega. Skemmti- lestur hinn besti. Ég hef verið að glugga í Íslensku bílaöldina og haft gaman af. Það er margt fróð- legt og skemmtilegt þar, sérstak- lega frá upphafsárum bílsins. Eins hef ég legið mikið í heildar- útgáfu Íslands í aldanna rás eftir Illuga Jökulsson, sem ég var svo heppinn að fá í jólagjöf. Annars er krimmadeildin í fyrsta sæti þessa dagana. Á dögun- um var ég að lesa á norsku För frosten eftir Henning Mankell. Ástæða þess að ég las hana ekki á sænsku er einfald- lega sú að ég rakst á hana heima hjá vini mínum sem af ein- hverjum mér ókunnum ástæðum átti hana í norskri þýðingu sem hann svo lánaði mér. Norska er sérlega fyndið tungumál og þótt talaða norskan sé auðvitað ennþá fyndn- ari var samt erfitt að hlæja ekki stundum yfir lestrinum, jafn- vel þegar spennan og dramatíkin voru í hámarki. En þetta er góð bók eins og allt sem frá Mankell kemur. Ég hef líka lesið nýjustu bók Ed McBain, sem heitir Ollie’s Book og er nákvæmlega eins og ég bjóst við og þar af leiðandi alveg ágæt.“ Ævar Örn segir sakamálasögur eftirlætislesefni sitt og uppá- haldshöfundar hans í þeim geira eru Hakan Nesser og Ian Rankin. „Þessi tveir eru toppurinn,“ segir Ævar Örn. „Síðasta bókin sem ég las eftir Nesser er Fallet G, sem er jafnframt síðasta bókin í syrpu hans um Kommisarie Van Veet- eren sem starfar í borginni Maar- dam í ónefndu landi. Nú bíður maður nagandi neglurnar eftir að komast að því hvað kappinn Hakan tekur sér fyrir hendur næst.“ Bókin sem Ævar Örn ligg- ur einkum yfir þessa dagana er Solving Back Problems eftir dr. Jenny Sutcliffe. Ævar Örn þjáist þó ekki af bakverk heldur er hann að þýða bókina, sem kemur út í haust hjá Almenna bóka- félaginu. ■ Norska er sérlega fyndið tungumál og þótt talaða norskan sé auð- vitað ennþá fyndnari var samt erfitt að hlæja ekki stundum yfir lestrinum, jafn- vel þegar spennan og dramatíkin voru í hámarki. En þetta er góð bók eins og allt sem frá Mankell kemur. ,, KATRÍN MEDICI Hún var hörkutól á átaka- tímum og hefur fengið slæma einkunn í sögunni. Ný ævisaga Katrínar Medici er komin út. Svarta drottningin NINA BAWDEN Vinnur að nýrri bók um lestarslys þar sem eiginmaður hennar lést. ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON Hann er einn af okkar fremstu sakamálahöfundum og les sakamálasögur í frístundum. Sárri reynslu breytt í skáldverk

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.