Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 42 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 38 Sjónvarp 44 SUNNUDAGUR VALUR MÆTIR HAUKUM Fjórir leikir verða í Remax-úrvalsdeild karla. KA tekur á móti Fram klukkan 19, en klukkan 19.15 mætast HK og Stjarn- an, Grótta/KR og ÍR og Valur og Haukar. Grótta/KR sækir Hauka heim í Remax- deild kvenna klukkan 17. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG LOKSINS, LOKSINS Já, nú eru þau á leiðinni hlýindin. Þau fara sér hægt og verður orðið frostlaust allra vestast seint í kvöld. Þá hvessir þar og má búast við strekkingi eða allhvössum vindi með slyddu og síðan rigningu. Sjá síðu 6. 8. febrúar 2004 – 38. tölublað – 4. árgangur KVARTAÐ Á KÁRAHNJÚKUM Kvart- anir streyma frá íslenskum starfsmönnum á Kárahnjúkasvæðinu til Starfsgreinafélags Austurlands. Kvartað vegna vangoldinna launa og framkomu yfirmanna. Sjá síðu 4 SAMA VERÐ Olís og Skeljungur lækk- uðu í gær eldsneytisverð hjá sér og fylgdu í kjölfar lækkana hjá ESSO. Lækkunin nær aðeins til eldsneytis í sjálfsafgreiðslu og er nú það sama hjá öllum. Sjá síðu 4 FJÁRMÁLAÓSTJÓRN Kosningastjóri Vinstri grænna í Kraganum sagður hafa eytt langt um efni fram. Fyrrverandi formaður kjördæmisráðs ábyrgur fyrir skuld upp á 2,5 milljónir. Sjá síðu 6 BITNAR EKKI Á SJÓÐFÉLÖGUM Lífeyrissjóðurinn Framsýn mun að líkindum tapa nokkrum tugum milljóna króna vegna misferlis fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins. Sjá síðu 8 HREINSAÐ TIL EFTIR ÓSKÖPIN Mikið fannfergi og vindur settu strik í reikninginn hjá fjölda fólks víða um land í gær og fyrrinótt. Á Egilsstöðum segjast menn ekki hafa séð jafn mikinn snjó í áratugi og höfðu snjóruðningsmenn nóg að gera þegar veðrið lægði. Fjöldi bíla festist og máttu margir hafast við í bílum svo klukkustundum skipti áður en björgunarsveitarmenn gátu komið þeim til bjargar. Sjá síðu 2 43% landsmanna ósátt við heilbrigðiskerfið Um 43% landsmanna eru ósátt við þjónustu heilbrigðiskerfisins ef marka má nýja skoðanakönn- un Fréttablaðsins. Helmingur kvenna er ósáttur. Samkvæmt sömu könnun er um helmingur þjóðarinnar reiðubúinn að borga meira fyrir betri læknisþjónustu. HEILBRIGÐISMÁL Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins eru 42,6% landsmanna ósátt við þjónustu heilbrigðiskerfisins. Samkvæmt sömu könnun er tæp- ur helmingur landsmanna, 48,8%, reiðubúinn til þess að borga meira fyrir betri læknisþjónustu. Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra segir það ekki koma sér á óvart, í ljósi erfiðrar um- ræðu um heilbrigðiskerfið und- anfarið, að svo margir séu ósátt- ir við þjónustuna. Hann segir það viðunandi að 57% séu sátt, þótt vitaskuld sé takmarkið að hækka það hlutfall. Aftur á móti segir Jón að það komi sér á óvart, að svo stór hluti fólks sé reiðubúinn að greiða aukalega, úr eigin vasa, fyrir betri læknis- þjónustu. „Þessi niðurstaða er athyglisverð,“ segir Jón. „Þetta er hærri prósenta en ég hefði átt von á. Auðvitað hlýtur þetta að sýna að menn telja heilbrigð- isþjónustuna mjög mikilvæga og vilja greiða fyrir hana eins og fyrir aðra þjónustu sem menn kaupa.“ Athygli vekur að konur virðast ósáttari við þjónustu heilbrigðis- kerfisins en karlar. Upp undir helmingur kvenna, 49,7% af þeim sem tóku afstöðu, lýsir sig ósáttan við þjónustuna. Sambærilegt hlut- fall hjá körlum er 35,7%. Jafn- framt virðast fleiri konur reiðu- búnar að greiða aukalega fyrir betri þjónustu en karlar. Úrtakið var 800 manns. Nánar á síðum 24-25 Framkvæmdastjóri heimastjórnarafmælis: Fráleit gagnrýni SUNNUDAGSVIÐTAL „Það er fráleitt. Formaður Framsóknarflokksins af- hjúpaði minnisvarða um Hannes Hafstein á Ísa- firði. Ísfirðing- ar tóku ákvörð- un um það. Ekki getur það talist ákvörðun S j á l f s t æ ð i s - flokksins,“ seg- ir Júlíus Hafstein, framkvæmda- stjóri hátíðarhalda vegna 100 ára af- mælis heimastjórnarinnar aðspurð- ur um álit sitt á þeirri skoðun sem komið hefur fram að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi eignað sér um of heimastjórnarafmælið. Júlíus ræðir um hin umdeildu hátíðarhöld og fleira í viðtali í blaðinu í dag. Nánar á síðum 22-23 Fólkið á bak við ráðherrana Starf aðstoðarmanns ráðherra fer ekki hátt. Þetta er fólkið sem er á þönum allan daginn fyrir ráðherrann sinn, veður í gegnum súrt og sætt, heldur utan um dagbókina og þarf jafnvel stundum að koma fram í stað ráðherrans. En hvaða fólk er þetta? Egó snýr aftur SÍÐUR 26-27 ▲ Hljómsveitin Egó er ein sú merkasta í íslenskri poppsögu. Borist hafa fregnir þess efnis að hljómsveitin hyggi á endurkomu. „Stórir strákar fá raflost“ mun þá hljóma enn á ný. Ósátt 42,6% Sátt 57,4% ÞJÓNUSTA Ert þú sátt(ur) eða ósátt(ur) við þjónustu heilbrigðiskerfisins? JÚLÍUS HAFSTEIN ▲SÍÐUR 20-21 Í útflutningi er lykilatriði að þekkja menningu þjóðanna sem við höfum viðskipti við. Gunnar Svansson vinnur við það hjá Útflutningsráði að skoða og kortleggja ólíka menningu landanna. Viðskipti og menning ▲ SÍÐUR 16-17

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.