Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 4
4 8. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Á að heimila hækkun Laxárstíflu? Spurning dagsins í dag: Væri rétt að sameina Landsbankann og Íslandsbanka? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 45% 41% Nei 14%Alveg sama Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Eldsneytisverð hjá Olís og Skeljungi lækkar líka: Sama sjálfsafgreiðsluverð hjá öllum ELDSNEYTISVERÐ Olís og Skeljungur lækkuðu í gær eldsneytisverð hjá sér og fylgdu í kjölfar lækkana hjá ESSO. Lækkunin nær þó að- eins til eldsneytis í sjálfs- afgreiðslu og er verð í sjálfs- afgreiðslu nú það sama hjá öllum félögunum. Verð á 95 oktana bensíni á sjálfsafgreiðslustöðvum Olís er nú 93,70 lítrinn, lækkar um 3,20 krónur eða 3,3 prósent. Almennt verð á Olísstöðvum á 95 oktana bensíni er eftir sem áður 97,70 krónur. Dísilolía á sjálfsafgreiðslu- stöðvum Olís kostar nú 36,10 krónur lítrinn en í fullri þjónustu 40,10. Almennt verð á ÓB-stöðvum á 95 oktana bensíni er nú 92,50 krónur lítrinn og á dísilolíu 34,90 krónur lítrinn. Hjá Skeljungi lækkaði verð á bensíni um 3,20 krónur og lítrinn af dísilolíu lækkar um 5,70 krón- ur. Sjálfsafgreiðsluafsláttur fé- lagsins á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri er 4 krónur og því er sjálfsafgreiðsluverð á þessum stöðum eftir breytinguna sem hér segir: 95 oktana bensín kost- ar 93,70 krónur lítrinn, 99 oktana Shell V-Power kostar 100,70 krónur lítrinn og dísilolía kostar 36,10 krónur í sjálfsafgreiðslu. Verð á 95 oktana bensíni á Shell-stöðvum með fullri þjón- ustu er 97,70 krónur lítrinn og 99 oktana Shell V-Power kostar 104,70 krónur lítrinn. Lítrinn af dísilolíu kostar 40,10 krónur. ■ ATVINNUMÁL „Ég hef rætt við marga starfsmenn á Kárahnjúka- svæðinu undanfarna daga, sem eru orðnir langþreyttir á þessu ástandi,“ sagði Aðalbjörn Sigurðs- son, framkvæmdastjóri AFLS, Starfsgreinafélags Austurlands. Kvartanir streyma stöðugt frá ís- lensku starfsfólki á svæðinu. Þær snúast annars vegar um vangold- in laun, þar sem vantar upp á út- borganir. Hins vegar kvartar fólk undan hrokafullri og óviðeigandi framkomu yfirmanna fyrirtækis- ins Sodexho. Margir hafa haft samband við Fréttablaðið vegna þessara atriða. „Þegar síðast var greitt út fékk ég allt of margar símhringingar um mistök,“ sagði Aðalbjörn. „Sumu hefur verið kippt í liðinn, öðru ekki. Stundum vantar ein- hverja þúsundkalla upp á, stund- um 20-30.000 krónur. Stundum vantar yfirvinnu í einn dag, stund- um heilu vikurnar.“ Aðalbjörn sagði að eðli kvart- ana starfsfólksins hefði breyst frá upphafi. Fyrst hafi þær einkum snúið að ófullnægjandi aðbúnaði. Nú væri meira kvartað um að fólk væri að fá „vitlaust útborgað“. Það vildu gleymast „tímar hér“ og „dagar þar“. „Það hefur komið upp að mistök hafa verið í launagreiðslum til sama einstaklings hvað eftir annað. Það segir sig sjálft að slíkt veldur óánægju og slæmum starfsanda til lengri tíma litið. Fólk fær á tilfinn- inguna að verið sé að hafa eitthvað af því ef þetta gerist ítrekað.“ Aðalbjörn sagði að mistökin væru leiðrétt í einhverjum tilvik- um. Í öðrum væri um að ræða mál sem enn væru í gangi. Hann kvaðst ekki hafa tölu yfir þau, en þau væru allt of mörg. Varðandi kvartanir starfsfólks vegna hrokafullrar framkomu yf- irmanna sagði Aðalbjörn að það ætti einkum við um eitt fyrirtæki á svæðinu, Sodexho, sem er undir- verktaki Impregilo. Það fyrirtæki sér um mötuneytismál og hrein- gerningaþáttinn á svæðinu. „Þeir hafa verið mjög erfiðir í samskiptum við starfsfólkið,“ sagði hann. „Ítrekað hefur verið talað við þá, þeir lofa bót og betr- un, en ekkert breytist. Við höfum fengið allt of mikið af kvörtunum vegna þessa. Það virðist vera eitt- hvað að í boðleiðakerfinu milli yf- irmanna og undirmanna hjá þessu fyrirtæki og starfsmannabreyt- ingar verið miklar, eðli málsins samkvæmt.“ jss@frettabladid.is FLAK BÍLSINS Fjöldi fólks skoðaði vettvang árásarinnar. Árás Ísraela: Tveir létust GAZA, AP Einn leiðtoga herskárrar hreyfingar Palestínumanna, Aziz Mahmoud Shami, og tólf ára drengur sem var á leið í skólann létust þegar ísraelsk herþyrla skaut flugskeyti að bíl mannsins þar sem hann var á ferð í fjölfar- inni götu í Gazaborg. Tíu Palest- ínumenn til viðbótar særðust í árásinni, þrír þeirra lífshættu- lega. Talsmenn ísraelska hersins segja Shami hafa verið að undir- búa meiriháttar árás á landnema- byggðina Netzarim á Gaza-svæð- inu. Hann er líka sagður hafa stað- ið að baki sjálfsmorðsárás í Net- anya sem banaði 21 Ísraela. ■ Bankaránið í SPRON: DNA var ekki úr þeim grunuðu LÖGREGLAN „Það er ekki hægt að tengja lífsýni úr nælonsokknum við mennina tvo sem grunaðir voru um ránið,“ segir Hörður Jóhannesson, yfir lögreglu- þjónn í Reykja- vík, en sokkur- inn var talinn tengjast vopn- uðu bankaráni sem framið var í SPRON í Há- túni níunda jan- úar síðastlið- inn. Hörður seg- ir að sokkurinn hafi fundist á líklegri flóttaleið skammt frá ránsstaðnum. Annar bankaræn- ingjanna notaði sokk til að hylja andlit sitt. „Við höldum ótrauðir áfram með rannsóknina,“ segir Hörður. Mennirnir tveir sem grunaðir voru um ránið voru handteknir að kvöldi níunda janúar síðastliðinn og sátu í gæsluvarðhaldi til nítj- ánda sama mánaðar. Átta til við- bótar voru handteknir í tengslum við ránið. ■ Stjórnardeilan í Íran: Kosningar fara fram TEHERAN, AP Mohammad Khatami, forseti Írans, segir að ríkisstjórn sín muni halda þingkosningar 20. febrúar eins og til stóð en segir að þær verði hvorki frjálsar né rétt- látar þar sem 2.400 einstaklingar úr röðum umbótasinna hafi verið útilokaðir frá framboði. Íranska stjórnin hafði sagt að hún myndi ekki halda kosningarn- ar nema þær yrðu réttlátar og þeim hagað þannig að frambjóð- endum yrði ekki mismunað. Khatami hafði beðið Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Írans, um að fresta kosningunum en því hafnaði Khamenei. ■ FJÓRIR TEKNIR FYRIR HRAÐAKSTUR Hafnarfjarðarlögreglan stöðvaði fjóra ökumenn í gærmorgun eftir að þeir mældust á of miklum hraða þrátt fyrir að aðstæður til aksturs væru slæmar, hálka og snjókoma. Einn ökumannanna er grunaður um ölvun við akstur. VALT ÚT Í SJÓ Stjórnandi vélgröfu í Hestfirði í Ísafjarðardjúpi slapp með minniháttar meiðsli þegar grafan valt ofan í fjöru og að hluta út í sjó. Maðurinn komst af sjálfsdáðum út úr gröfunni í sjó- inn og þaðan í land. Félagar hans komu honum fljótlega í hús og ekki vanþörf á því tíu til tólf stiga frost var á svæðinu. ATHUGA KOSNINGAR Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem kanna á hvort mögulegt sé að efna til kosninga áður en Írakar taka við völdum 30. júní, kom til landsins í gær. Kofi Annan, aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna, sagði stefnt að því að ræða við fulltrúa allra hópa Íraka um hvernig halda mætti kosningar. RANNSAKA KYNFERÐISOFBELDI Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kynferðisofbeldi sem kven- kyns hermenn hafa orðið fyrir af öðrum hermönnum í Írak. 80 slík mál hafa verið tilkynnt hjá hern- um en gagnrýnt hefur verið hvernig staðið hefur verið að rannsókn þeirra. 300 DREPNIR Um 300 íraskir lög- reglumenn og öryggisverðir sem vinna með Bandaríkjaher hafa verið myrtir frá því sveitum þeirra var komið á fót á síðasta ári. Árásum á þá hefur fjölgað að undanförnu, að sögn Marks Kimmitt, hershöfðingja í Banda- ríkjaher. STJÓRNMÁL Pétur Blöndal er undr- andi á þeim persónulegu ummæl- um sem fallið hafa í hans garð vegna sparisjóðamálsins. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, sagði til að mynda á Alþingi að Pétur ætti að hætta að láta stjórnast af fé- græðgi. Pétur segir slæmt hversu per- sónuleg umræðan hafi verið. „Ég hef reynt að vanda mig við það í pólitíkinni að vera ekki með ill- yrði eða sleggjudóma og mér finnst mjög miður að upplifa þetta síðustu tvær vikur,“ segir Pétur. Hann telur að ýmis ómálefna- leg ummæli vegna málsins séu ekki sæmandi þeim sem hafa látið þau falla. Hann segir að menn misskilji þá baráttu sem hann hef- ur háð fyrir því að ekki myndist umboðslaust vald í krafti eigenda- lausra sjóða. Pétur hefur í þessu sambandi nefnt vonda útreið bænda vegna fjárframlaga til byggingar Bændahallarinnar og segir þau vera dæmi um hættuna við það þegar peningar eru teknir af fólki til „góðra“ málefna. Hann segir að staða bænda gefi síst tilefni til þess að slíkir fjármunir séu hafðir af þeim. Um sparisjóðalögin segir Pétur að sér hafi þótt gæta ákveðins misskilnings í umræðum um þau á þingi. „Lögin eru mjög flókin og menn þurfa að liggja yfir þeim í marga daga til að skilja þau til hlítar,“ segir hann. ■ BENSÍNSTRÍÐ Í SJÁLFSAFGREIÐSLU Olís og Skeljungur fylgdu í gær í kjölfar lækkana hjá ESSO og breyttu verði á bens- íni og dísilolíu. Veðrið á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú það sama hjá öllum þremur olíufélögunum. STÖÐUGAR KVARTANIR „Stundum vantar einhverja þúsundkalla upp á útborgunina, stundum 20-30.000 krónur,“ segir framkvæmdastjóri AFLS um allt of tíð mistök í útborgunum til starfsmanna á Kára- hnjúkasvæðinu. Pétur H. Blöndal vegna orðaskipta á Alþingi í SPRON-málinu: Undrandi á málflutningi PÉTUR H. BLÖNDAL Segir þingmenn ekki hafa skilið sparisjóða- frumvarpið enda séu lögin mjög flókin. ■ Lögreglufréttir ■ Írak Vangoldin laun og hrokafull framkoma Kvartanir streyma frá íslenskum starfsmönnum á Kárahnjúkasvæðinu til Starfsgreinafélags Austurlands. Kvartað vegna vangoldinna launa og hrokafullrar framkomu yfirmanna Sodexho við starfsfólk. RÆNINGINN NOTAÐI NÆLONSOKK Ekki er hægt að tengja nælonsokk sem fannst við hina grunuðu. Breskir lögreglumenn: Kærðir fyrir nauðgun BRETLAND Tveir breskir lögreglu- menn hafa verið ákærðir fyrir að nauðga ungri konu meðan þeir voru á vakt, að því er breska sjón- varpsstöðin Sky greinir frá. Lögreglumennirnir voru hand- teknir eftir lögreglurannsókn sem hófst eftir að þeir voru sakaðir um athæfið, sem átti sér stað í september á síðasta ári. Mennirn- ir hafa verið úrskurðaðir í gæslu- varðhald og hefjast réttarhöld í máli þeirra næsta föstudag. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.