Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 6
6 8. febrúar 2004 SUNNUDAGURVeistusvarið? 1Meindýraeyðir í Ölfusi og sýslumað-urinn á Selfossi hafa eldað grátt silfur. Hver er sýslumaðurinn? 2Formaður þýskra jafnaðarmanna til-kynnti afsögn sína á föstudag. Hvað heitir hann? 3Hvaða fyrrverandi borgarfulltrúi ográðherrafrú skellti sér í þjóðfræðinám í Háskóla íslands? Svörin eru á bls. 47 Verslunarráð Íslands: Einn í framboði til formennsku ATHAFNALÍF Jón Karl Ólafsson, forstjóri Flugfélags Íslands, verður næsti formaður Versl- unarráðs Íslands en tilkynnt verður um kjörið á aðalfundi ráðsins næsta miðvikudag. „Þetta leggst náttúrlega mjög vel í mig. Þetta er spenn- andi vettvangur að fara inn á og það verður gaman að taka þátt í þeirri umræðu sem þarna fer fram,“ segir Jón Karl. Hann segir markmið Versl- unarráðsins vera þverpólitísk og miðast fyrst og fremst að því að tryggja að umhverfi viðskiptalífs á Íslandi sé sem opnast og frjálsast. Á ársfundi sínum mun Verslunarráð leggja fram til- lögur um breytingar í ríkis- rekstri en yfirskrift fundarins er „Minni ríkisumsvif marg- falda tækifærin.“ Núverandi formaður er Bogi Pálsson en hann sækist ekki eftir endurkjöri og er Jón Karl einn í framboði til starfs- ins. Siglufjörður: Búið að ráða bæjarstjóra SVEITARSTJÓRNARMÁL Runólfur Birgisson hefur verið ráðinn bæjarstjóri á Siglufirði í stað Guðmundar Guðlaugssonar, sem var leystur frá störfum fyrsta febrúar síðastliðinn samkvæmt eigin ósk vegna persónulegra ástæðna. Runólfur hefur starfað sem framkvæmdastjóri Siglfirðings undanfarin ár. Hann tekur við bæjarstjórastarfinu fjórða mars en þangað til gegnir Þórir Hauksson, skrifstofustjóri Siglufjarðarkaupstaðar, starfi bæjarstjóra. ■ VILJA EKKI MOSKU Lítt þekkt samtök sem njóta stuðnings hægrisinnaðra stjórnmálaflokka í Slóveníu hefur hafið baráttu gegn því að reist verði moska múslíma í úthverfi höfuðborgar- innar Ljubljana. Moskan yrði sú fyrsta sem byggð yrði í landinu en 50.000 múslímar búa í landinu, sem telur tvær milljónir íbúa. SÆKIR Í SIG VEÐRIÐ Mjög hefur dregið úr óvinsældum írsku rík- isstjórnarinnar. 38% eru fylgj- andi ríkisstjórninni samkvæmt nýrri skoðanakönnun en í sept- ember reyndist aðeins fjórði hver Íri fylgjandi stjórninni. Það var lægsta fylgi við ríkisstjórn sem mælst hefur í sögu Írlands. NEITAR KAPPRÆÐUM Vladímír Pútín Rússlandsforseti mun ekki taka þátt í kappræðum í sjón- varpi við keppinauta sína í for- setakosningum í Rússlandi. Hann hyggst heldur ekki nota þann út- sendingartíma í sjónvarpi sem honum stendur til boða endur- gjaldslaust. VOR Í AUSTURRÍKI Það er komið vor víða í Austurríki. Undanfarna daga hefur hitastigið verið langt yfir því sem íbúar austurhluta Austurríkis eiga að venjast. Í höf- uðborginni Vín hefur hitinn farið í átján gráður og yfir 20 gráður í Eisenstadt. Undanfarna daga hef- ur hitastigið ekki farið undir þrettán stig í Vín en þar er venju- lega frost á þessum árstíma. Sex mánaða fangelsi: Stal rítalíni í grunnskóla DÓMUR Maður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Vestfjarða á fimmtu- dag dæmdur í sex mánaða fang- elsi fyrir eignaspjöll, innbrot og þjófnað. Maðurinn fór í tvígang inn í Grunnskólann á Ísafirði og stal það- an rítalíntöflum og peningum. Á leið sinni um skólann skemmdi hann innanstokksmuni og innréttingar og er tjónið metið á hátt á aðra milljón. Einnig braust maðurinn inn í Heil- brigðisstofnunina á Ísafirði til að leita að verðmætum og lyfjum. Hann var handtekinn á staðnum. ■ Í FANGI MÓÐUR SINNAR Fjarlægja þurfti aukahöfuðið af stúlkunni þar sem það ógnaði heilsu hennar. Stúlka með ofvaxið höfuð: Lést eftir aðgerðina DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ, AP Átta vikna gömul stúlka frá Dóminíska lýð- veldinu lést eftir aðgerð þar sem hluti höfuðs hennar var fjarlægð- ur. Á höfði hennar var hálfvaxið höfuð tvíburafósturs sem þroskaðist að hluta í móðurkviði og hafði augu, eyru og varir. Aðgerðin þar sem aukahöfuðið var fjarlægt tók ellefu klukku- stundir og tóku átján læknar og hjúkrunarfræðingar þátt í henni. Aðgerðin tókst ágætlega en stúlk- an þoldi ekki álagið sem fylgdi henni og lést tólf stundum síðar. ■ Persónuleg ábyrgð á kosningaskuldinni Kosningastjóri Vinstri grænna í Kraganum sagður hafa eytt langt um efni fram. Fyrrverandi formaður kjördæmisráðs ábyrgur fyrir skuld upp á 2,5 milljónir. Ósátt vegna fjármálaóstjórnar en ábyrg fyrir kosningastjóra. VINSTRI GRÆNIR Flokkurinn sýndi hófsemi í auglýsingum en málin fóru úr böndum í Kraganum. STJÓRNMÁL „Ég vil auðvitað losna undan þessari ábyrgð sem ég neyddist til að undirgangast vegna þess að eytt var um efni fram,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður kjördæmis- ráðs Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem er ábyrg fyr- ir skuldabréfi sem gefið var út til að rétta af hallann af kosningabar- áttu flokksins í Suðvesturkjör- dæmi. Kostnaður VG vegna barátt- unnar í kjördæminu fór langt fram úr áætlun og eftir stendur skulda- hali sem ekki hefur verið greiddur upp. Óánægja er vegna þessa á meðal félaganna og kosningastjór- anum Guðnýju Dóru Gestsdóttur er kennt um. „Þetta er afskaplega leiðinlegt mál. Ég ber fulla ábyrgð á kosninga- stjóranum sem ég réð til starfa á sínum tíma. Í upphafi var henni gerð grein fyrir því hverju við hefð- um úr að spila en þó fór allt úr bönd- um. Við vorum ekki rík en vissum hvað við áttum og hvað við myndum fá til viðbótar,“ segir Ragnheiður. Hún segir að kostnaður vegna baráttunnar hefði að sínu mati ekki átt að fara yfir 2,5 til 3 milljónir króna en hafi endað í rúmum 6 milljónum. Ragnhildur segist hafa fulla trú á því að hún losni undan sjálfskuldarábyrgðinni. „Það verður eitthvað hægt að rúlla þessu áfram en auðvitað er fráleitt að einstaklingar taki á sig ábyrgðir,“ segir Ragnhildur. Hún hefur hætt störfum fyrir flokkinn en segir að það snúist ekki öðru fremur um þessi mál. Hún kveðst ætla að halda sig við að sinna öðrum félagsmálum hér eftir. „Þetta er orðið gott í bili,“ segir Ragnhildur. Huginn Þorsteinsson, skrifstofu- stjóri VG, segir að á flokksstjórnar- fundi á næstunni verði fjallað um uppgjörsmál vegna kosninganna. Hann segist halda að kostnaður við baráttuna hafi í heild sinni verið samkvæmt áætlun. Huginn segir að einstök kjördæmisfélög sendi inn erindi vegna umframkostnaðar og flokkurinn leysi úr þeim málum. rt@frettabladid.is JÓN KARL HELGASON Forstjóri Flugfélags Íslands er einn í framboði til formennsku í Verslunarráði Íslands. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.