Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 10
Davíð Oddsson, forsætisráð-herra, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gerðu fréttavikuna að sinni með föst- um skotum hvor á annan í fjöl- miðlum. Deilan snerist um fund- arboð og skíðaferðir og þótt að- alleikendurnir hafi tekið sér fastmótuð og gamalkunn hlut- verk er almenningur hálf ráð- villtur eftir snerruna og veit ekki hvað snýr upp né niður í stóra heimastjórnarmálinu. Dav- íð lék eineltispúkann með bravúr og Ólafur Ragnar glansaði sem regnbogabarnið og klagaði Dav- íð til yfirmanna beggja, íslensku þjóðarinnar, sem brást við eins og kleyfhuga skólastjóri sem veit ekki hvernig hann á að greiða úr stympingum á skóla- lóðinni. Deila forsetans og forsætis- ráðherrans er flókin og illskilj- anleg en þar sem hún virðist í grunninn vera persónuleg væri ekki úr vegi að þeir leiddu hana til lykta með gamaldags burt- reiðum í Lækjargötu að hætti miðaldariddara. Davíð var ein- mitt teiknaður í fullum herklæð- um vopnaður lensu í útskriftar- bókinni Faunu í MR á sínum tíma og Ólaf ætti ekki að muna um að ríða gegn ráðherranum vopnaður skíðastaf. Þessar skærur Davíðs og Ólafs eru í hnotskurn álíka kjána- legar og deilan sem blossaði upp milli rokkhundanna í Mínus og miðaldra æskulýðsfulltrúa í vik- unni. Mínusmenn hafa gaman af því að tala digurbarkalega um kynlíf og dóp svo lengi sem ömm- ur þeirra frétti ekki af því en æskulýðsfulltrúarnir vilja ekki bara hlífa ömmunum við munn- söfnuðinum, heldur íslenskri æsku eins og hún leggur sig. Hljómsveitin og forræðishyggju- fulltrúarnir virðast þó vera sam- mála um það að íslenskir ung- lingar séu viljalausir kjánar. Fulltrúarnir vilja vernda krakk- ana fyrir Mínus og Mínus vill bjarga unga fólkinu frá því að verða steypt í eitt SAMFÉS-mót. Deilur forseta og forsætisráð- herra gera lítið úr almenningi og deilur rokkaranna og æskulýðs- páfanna gera lítið úr unga fólk- inu. Það versta við þetta inni- haldslausa moldviðri er svo að stærsta frétt vikunnar, um barnaklámssafnara sem bíður dóms en lætur það ekki aftra sér frá því að tæla unglinga á Net- inu, týndist í látunum. Það er móðgun við heilbrigða skyn- semi, almenning og börn sem þarf að vernda fyrir einhverju miklu hættulegra en kjaftagleið- um þungarokkurum. ■ Al Gore, fyrrum varaforsetiBandaríkjanna og forseta- frambjóðandi Demókrataflokks- ins, er einhver þekktasti stjórn- málamaður Bandaríkjanna. Hann vann í raun sigur á George W. Bush í síðustu forsetakosningum, sé einungis litið á fjölda atkvæða. Þrátt fyrir allt þetta, og hina yfir- gripsmiklu þekkingu sem Al Gore hefur á stjórnmálum, virðist stuðningsyfirlýsing frá þessum mikla stjórnmálamanni ekki gagnast neitt sérstaklega vel. Að minnsta kosti hefur hún ekki reynst Howard Dean sá happa- fengur sem Dean sjálfur taldi að hún yrði framboði hans. Gore magnaði andstöðuna Allt frá því að Al Gore lýsti yfir stuðningi við Dean, og kom brosandi fram með hinum sigur- vissa frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins, hefur Dean tapað fylgi hægt og bítandi. Gár- ungar í stjórnamálakreðsunni í Washington ganga jafnvel svo langt að kenna Al Gore alfarið um að Dean hafi misst fylgi, og gant- ast gjarnan með kenningar þess efnis. Talað er um hina dauðu hönd Al Gore. Þá vakti það athygli að Howard Dean sjálfur lýsti því yfir í viðtali hjá Larry King, að hann sæi ekki betur en upphafið að falli hans mætti rekja til stuðn- ingsyfirlýsingar Gores. En það var ekki vegna þess, hélt Dean áfram, að Gore væri svona slæm- ur heldur þvert á móti: „Þegar Al Gore lýsti yfir stuðningi við mig, þá magnaðist andstaðan gegn mér, því hinir frambjóðendurnir sáu að ég gat raunverulega orðið forseti.“ Gekk framhjá Lieberman Fólk veltir því nú fyrir sér hvort Gore hafi verið full fljótfær þegar hann lýsti yfir stuðningi við Dean. Hann gæti þurft að súpa seyðið af þeirri ákvörðun sinni. Hugsanlega vildi Gore tryggja að hann yrði þar með áberandi í stjórnmálum allt fram á kjördag, á miðju sviðinu, þegar sigurganga Deans færi fram. Þar með hefði hann getað haldið sjálfum sér í umræðunni og haldið opnum þeim möguleika að hann yrði forsetaefni árið 2008. En Gore virðist ekki ætla að verða kápan úr því klæðinu. Það vakti jafnframt athygli að Gore skyldi hafa verið svo fljótur að lýsa yfir stuðningi við Dean, einkum í ljósi þess að á meðal frambjóðenda var Joseph Lieberman, sem var varaforseta- efni Gore árið 2000. Að Gore skyldi ganga svo ákveðið fram hjá honum þykir benda til þess að hann hafi hugsanlega látið tæki- færismennsku leiða sig í gönur að þessu sinni. ■ 10 8. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í svari viðskiptaráðherra til míná Alþingi um eftirlit með fjár- málafyrirtækjum kemur fram að Fjármálaeftirlitið hafi í nokkuð mörgum tilfellum gert athuga- semdir við afgreiðslu lánveitinga til stjórnarmanna, framkvæmda- stjóra og aðila tengda þeim. Í mörgum tilvikum gerði Fjármála- eftirlitið athugasemdir um hæfi til afgreiðslu lánveitinga og að lánveitingar til forsvarsmanna lífeyrissjóðanna hafi verið hærri en hámarkslán samkvæmt lána- reglum sjóðins og veðhlutfall ekki í samræmi við lánareglur. Það er auðvitað grafalvarlegt mál ef for- svarsmenn lífeyrissjóða eru að misnota aðstöðu sína og hygla sjálfum sér eða tengdum aðilum með lánveitingum sem hvorki standast lög eða reglur. Úrræði Fjármálaeftirlitsins Það vekur líka upp áleitnar spurningar þegar forsvarsmenn lífeyrissjóða verða uppvísir að lögbroti og alvarlegum siðferðis- bresti. Nauðsynlegt er að fara yfir ákvæði laga og reglna sem lúta að hagsmunatengslum og hæfi stjórnenda og skoða hvort rétt sé að skerpa á þeim ákvæðum gagn- vart forsvarsmönnum lífeyris- sjóða. Jafnframt þarf að fara yfir þau úrræði sem Fjármálaeftirlitið getur beitt til að sporna gegn því að stjórnendur lífeyrissjóða mis- noti aðstöðu sína og þarf eftirlitið að hafa skýr úrræði til að beita viðurlögum við slíkum brotum. Jafnframt þarf að tryggja að Fjár- málaeftirlitið hafi heimild til að greina opinberlega frá beitingu slíkra viðurlaga. Hagsmunaárekstrar Í svari ráðherra kemur einnig fram að um 70% stjórnarmanna stærstu lífeyrissjóða sitji í stjórn- um hlutafélaga eða einkahluta- félaga. Að meðaltali sitja þessir stjórnarmenn í fjórum stjórnum félaga, hlutafélaga eða einka- hlutafélaga. Spyrja má hvort það sé eðlilegt að stjórnarmenn sitji í stjórnum fyrirtækja sem þeir fjárfesta í, að ekki sé talað um hjá mörgum fyrirtækjum í atvinnulífi og á fjármálamarkaði. Það getur hugsanlega boðið upp á ýmsa hagsmunaárekstra og misnotkun á aðstöðu, bæði í fjárfestingum og eigin þágu. Stjórnarmennirnir starfa í umboði fólksins í landinu sem á lífeyrissjóðina og þeir eiga ekki að vera í þeirri aðstöðu að trúverðugleiki þeirra sé dreginn í efa. Vissulega er eðlilegt að þegar lífeyrissjóðirnir fá í krafti mikilla fjárfestinga seturétt í stjórnum fyrirtækja sé þar gætt hagsmuna lífeyrissjóðanna og fulltrúar þeirra eigi þar sæti. Eðlilegra og réttara væri þó að stjórnir lífeyr- issjóðanna tilnefndu óháða aðila í stjórnir fyrirtækja sem þeir fjár- festa í, sem síðan væru ábyrgir um allar gjörðir sínar fyrir stjórn- um lífeyrissjóðanna. Full ástæða er líka til að hugleiða hvort ekki eigi að setja þak á stjórnarsetu stjórnarmanna í lífeyrissjóðum, þannig að sömu mennirnir sitji þar ekki árum og áratugum sam- an, enda sitja þeir ekki þar í krafti eigin eigna í fyrirtækjunum held- ur í umboði fólksins sem á lífeyr- issjóðina. Lagabrot gerð opinber Eignir landsmanna í lífeyris- sjóðunum nema um 800 milljörð- um króna, sem samsvarar nálægt þreföldum fjárlögum íslenska rík- isins. Stjórnarmenn lífeyrissjóða bera því gífurlega ábyrgð, ekki síst varðandi arðsama fjárfest- ingu á þessum sjóði fólksins. Ástæða er til að nefna að í árs- skýrslu Fjármálaeftirlitsins fyrir sl. ár kemur fram að brögð hafi verið að því að fjárfestingar- stefna lífeyrissjóða hafi ekki ver- ið í samræmi við reglur sem um hana gildir og hafa margvíslegar athugasemdir verið gerðar við sjóðina í þessu sambandi og kraf- ist úrbóta. Full ástæða er til að Fjármálaeftirlitið hafi heimildir til að birta það opinberlega þegar lög og reglur eru brotnar hjá líf- eyrissjóðum, tryggingafélögum eða fjármálafyrirtækjum. Það veitir markaðnum nauðsynlegt aðhald að hafa slíkt gegnsæi ef misfarið er með fé, hagsmuna- árekstrar eru uppi eða hæfisskil- yrði ekki uppfyllt. Því ber að fagna að Fjármálaeftirlitið sjálft hefur sett af stað umræðu m.a. innan fjármálafyrirtækja um hvort rýmka eigi heimildir Fjár- málaeftirlitsins til að greina opin- berlega frá framkvæmd eftirlits og niðurstöðum í einstökum mál- um. Eftirlitsskyldir aðilar eiga þó ekki að hafa úrslitaáhrif á hvort gegnsæi í störfum Fjármálaeftir- litsins verður aukið, heldur Al- þingi. ■ Um gyð- ingahatur Þorsteinn Baldursson skrifar: Íslendingurinn IngimundurKjarval, búsettur í New York, skrifaði pistil í Fréttablaðið 2. febrúar um gyðingahatur sem honum finnst Íslendingar vera illa haldnir af. Eins og Ingimundur veit voru 90% Íslendinga jákvæð gagnvart gyðingum þar til fyrir þremur árum, en í dag eru jafnvel 90% Ís- lendinga mjög neikvæð gagnvart gyðingum. Hvers vegna? Sharon forsætisráðherra Ísra- els er dæmdur stríðsglæpamaður og það af ísraelskum dómstól fyrir glæpaverk og morð í Líbanon fyrir nokkrum árum. Fyrir yfirstand- andi morð og glæpaverk er ekki búið að dæma Sharon og hans stjórn. En það er alveg dagljóst að stjórn hans og ísraelski herinn verði dæmd af stríðsglæpadómstól í náinni framtíð rétt eins og þýsku nasistarnir voru á sínum tíma. Þegar ísraelskum gyðingum er bent á hversu alvarlegt þetta er þá er eina svarið, þetta er bara gyð- ingahatur. Íslendingnum í New York er vorkunn, hann veit ekki betur, enda er New York höfuð- borg gyðinga í heiminum. Annað líka, fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru flestir undir stjórn gyðinga, samanber að CNN játaði að vera með tvær útgáfur af fréttum um morð og glæpi í Palestínu. Önnur útgáfan er sú rétta, fyrir Evrópu- búa, en hin þar sem verstu glæpa- verkum ísraelska hersins er sleppt eða mildað fyrir Bandaríkjamenn. Höfundur þessa pistils dvelur oft í Bandaríkjunum og veit af eigin raun að fólk fær ekki rétta mynd af málunum þar. ■ Umræðan JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR ■ skrifar um lífeyrissjóði. Brotalamir í starf- semi lífeyrissjóða ■ Bréf til blaðsins Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Opið í dag frá kl. 13.00 - 17.00 Útsölulok Algjört verðhrun Smáa letrið ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ er sármóðgaður fyrir hönd barna, unglinga og kjósenda eftir að hafa fylgst með helstu fréttum vikunnar. Úti í heimi ■ Al Gore virðist hafa veðjað á rangan hest þegar hann lýsti yfir stuðningi við Howard Dean. HOWARD DEAN Stjórnmálaspekingar í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér hvort það sé gott eða slæmt að fá stuðningsyfirlýsingu frá Al Gore. Það virðist ekki hafa gagnast Dean. Dean nýtur ekki góðs af Al Gore Ólafur og Davíð í mínus

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.