Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 14
14 8. febrúar 2004 SUNNUDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli Þögla kvikmyndin The Birth of aNation var frumsýnd í Los Ang- eles á þessum degi árið 1915. Mynd- in tengdi stóra atburði í sögu Bandaríkjanna persónulegum harmleik þar sem þrælastríðið rek- ur fleyg milli góðra vina þegar ör- lögin haga því þannig að nátengdar fjölskyldur skipa sér annars vegar í flokk Norðurríkjamanna og Suður- ríkjamanna hins vegar. Þróun borgarastríðsins er rakin samhliða áhrifum þess á einstak- lingana og í atburðarásina blandast svo morðið á Abraham Lincolns for- seta og stofnun kynþáttahat- araklíkunnar Ku Klux Klan. Menn eru ekki á eitt sáttir um ágæti myndarinnar eða það hvort hún hafi verið það tímamótaverk sem framleiðendurnir vildu vera láta en slagorðin sem myndin var kynnt til sögunnar með voru til að mynda „Dögun nýs listforms“, „Hinn logandi kross Ku Klux Klan“ og „Morðið á Lincoln. Örlagaskot sem rændi Suðurríkin sínum besta vini“. Leikstjóri The Birth of a Nation var D.W. Griffith en hann leikstýrði rúmlega 500 kvikmyndum á ferli sínum enda unnu menn hraðar í þá daga og dældu bíómyndunum út í fjöldaframleiðslu. ■ Jónatan Garðarsson sjónvarpsmaður er 49 ára. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu, er 39 ára. Svala Björgvinsdóttir söngkona er 27 ára. Marsibil Guðbjörg Guðbjartsdóttir, Sóltúni 2, andaðist fimmtudaginn 5. febrúar. Rebekka Ólafsdóttir, Hátúni 10a, lést laugardaginn 31. janúar. Gerður Ebbadóttir, Blönduhlíð 20, er látin. Finnbogi Rútur Jósepsson, Hnífsdal, lést mánudaginn 2. febrúar. Þórný Magnúsdóttir, Bergstaðastræti 50a, lést fimmtudaginn 29. janúar. Arnþór Flosi Þórðarson, Selbraut 42, lést 4. febrúar. Það er ekkert sérstakt á dag-skránni. Ég hugsa að ég verði í faðmi fjölskyldunnar og taki því ró- lega enda ekki um stórafmæli að ræða,“ segir Jóhann Hjartarson lög- fræðingur og skákmaður sem á af- mæli í dag. Jóhann segist ekki vanur að halda upp á afmælið sitt. Hann varð fertugur í fyrra en segir veikindi í fjölskyldunni hafa aftrað því að stórveisla væri haldin. „Hins vegar komu samstarfsmenn mínir hjá Ís- lenskri erfðagreiningu mér á óvart og héldu óvænta afmælisveislu. Tölvupóstur hafði gengið á milli manna sem sagði þeim að koma saman í miðrými fyrirtækisins. Síð- an var ég sóttur og gekk inn í sal fullan af fólki.“ Jóhann segir að boð- ið hafi verið upp á veglega af- mælistertu. Þessi uppákoma hafi bæði verið honum eftirminnileg og ekki síst skemmtileg. Jóhann er hvað þekktastur sem skákmaður. Hann þykir öflugur á því sviði og er einn stigahæsti skák- maður Norðurlanda. „Í dag tefli ég sem áhugamaður og eingöngu ánægjunnar vegna. Hvað stigin varða falla þau ekki niður þrátt fyr- ir að lítið sé teflt.“ Hann segist núorðið eingöngu taka þátt í deilda- keppnum á vegum Skáksambands Íslands og styttri keppnum. Jóhann gekk í skákfélagið Hrók- inn síðastliðið haust. Áður tefldi hann fyrir Skákfélag Akureyrar í þrjú ár. „Þetta er skemmtilegur fé- lagsskapur og mikil gróska í félag- inu á öllum sviðum. Á vegum Hróksins er unnið mikið grasrótar- starf í öllum skólum víðs vegar um land. Þá hefur félagið haldið sterk- ustu alþjóðlegu mótin hér á landi síðustu ár.“ Jóhann starfar sem lögfræðing- ur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann er kvæntur og á tvö börn. Þegar Fréttablaðið talaði við Jó- hann var hann rétt ófarinn út á Leifsstöð. Leiðin lá til Bandaríkj- anna. „Af og til krefst starfið ferða- laga til útlanda. Hins vegar eru ferðalög ekki einn þeirra þátta sem ég sakna í mínu fyrra lífi sem skák- maður, þegar ég ferðaðist hátt í fimm mánuði á ári. Í dag kýs ég að taka því rólega og dvelja helst í faðmi fjölskyldunnar.“ ■ Afmæli JÓHANN HJARTARSON ■ er 41 árs gamall í dag. Rólegheit einkenna afmælisdaginn. JOHN WILLIAMS Kvikmyndatónskáldið og hljómsveitarstjór- inn er 72 ára í dag, fæddur árið 1932. Hann hefur samið tónlistina við margar af vinsælustu myndum allra tíma, svo sem Star Wars, E.T., Raiders of the Lost Ark, Jaws, Jurassic Park og Harry Potter. 8. febrúar ■ Þetta gerðist 1587 Maria Stuart Skotadrottning er hálshöggvin fyrir landráð að fyrir- skipan frænku hennar Elísabetar I Englandsdrottningar. 1910 Skátahreyfingin tekur til starfa í Ameríku. 1924 Gasklefinn er notaður í fyrsta skip- ti við aftöku í ríkisfangelsi Nevada í Bandaríkjunum. 1973 Bandaríkjaþing tilnefnir sjö manna nefnd til að rannsaka Watergate- hneykslið. 1974 Þriggja manna áhöfn NASA-geim- stöðvarinnar Skylab snúa aftur til jarðar eftir 84 daga dvöl úti í geimnum. 1990 Fréttastofa CBS-sjónvarpsstöðvar- innar reka pistlahöfundinn Andy Rooney tímabundið úr 60 mínút- um vegna kynþáttafordómafullra ummæla sem hann átti að hafa látið falla í tímaritsviðtali. 1999 Hussein Jórdaníukonungur er bor- inn til grafar í Amman, að við- stöddum fjölda þjóðarleiðtoga, degi eftir andlát sitt. D.W. GRIFFITH Leikstjóri The Birth of a Nation gerði vel yfir 500 kvikmyndir um ævina og hlaut heiðursóskarinn árið 1936 fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Kaflaskil í sögu þjóðar ÞJÓÐ VERÐUR TIL ■ Hollywood gerði þrælastríðið upp í kvikmyndinni The Birth of a Nation sem var frumsýnd í Los Angeles. 8. febrúar 1915 Dvelur í faðmi fjölskyldunnar Fóðraði þjóðina á smjörlíki og menningu Við bjuggum í fjögurra her-bergja íbúð vestur á Melum. Þangað komu margir helstu lista- menn landsins, svo sem Steinn Steinarr og Halldór og Tómas. Pabbi var vinur þessa fólks og við börnin nutum góðs af,“ segir Erna Ragnarsdóttir. Hún er dóttir Ragnars í Smára, sem meðfram því að framleiða smjörlíki ofan í þjóðina var einn helsti menning- arfrömuður landsins. „Hann átti drjúgan þátt í að leggja grunn að ýmsu í menning- armálum hér á landi, bæði í tón- list og myndlist og bókmenntum.“ Nú um helgina er þess minnst með veglegum hætti að Ragnar hefði orðið hundrað ára í gær. Í Listasafni ASÍ við Freyjugötu hefur verið opnuð sýning á völd- um verkum úr listaverkagjöf Ragnars til safnsins, sem jafn- framt lagði grunninn að stofnun þess á sínum tíma árið 1961. Þá var slegið upp hátíðardag- skrá í Þjóðleikhúsinu í gær þar sem mæðgurnar Judith Serkin sellóleikari og Rose dóttir hennar komu fram meðal annarra. Judith er dóttir píanóleikarans fræga Rudolphs Serkin, sem Ragnar átti mikil samskipti við. Í dag verður svo ýmislegt um að vera á Stokkseyri, sem er fæð- ingarbær Ragnars. „Við þurftum ekki annað en að nefna nafn Ragnars, þá kom fólk fljúgandi og vildi taka þátt í þessu með okkur. Maður hreinlega geislar af þakklæti. Þetta verður alþýðleg veisla með glæsibrag,“ segir Erna og bætir því við að all- ir séu velkomnir á þessar athafnir meðan húsrúm leyfir. ■ Innilegar þakkir færum við ykkur öllum sem sýnduð okkur ómetanlegan stuðning og hlýju við andlát og útför okkar elskulega unnusta, sonar og bróður Hallmars Óskarssonar Engjaseli 61 Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut. Fyrir hönd ættingja og vina Marta Guðmundsdóttir Hallbjörg Thorarensen Óskar Elvar Guðjónsson Þórir Óskarsson María Óskarsdóttir Aldarminning RAGNAR Í SMÁRA ■ Hefði orðið hundrað ára í gær. Þess var minnst með hátíðardagskrá í Þjóð- leikhúsinu í gær og sýningu í Listasafni ASÍ og í dag verður ýmislegt um að vera á Stokkseyri, fæðingarbæ Ragnars. RAGNAR Í SMÁRA Málverk eftir Kjarval. ERNA RAGNARSDÓTTIR Stolt af föður sínum. JÓHANN HJARTARSON Síðasta áratug síðustu aldar var mikið niðursveifla á áhuga almennings fyrir skák að mati Jóhanns Hjartarsonar. „Það var mikið teflt á ár- unum 1970 til 1990. Svo dvínaði áhuginn. Í dag er búið að glæða skákina nýju lífi og meira er teflt. Þetta er ekki síst fyrir tilstuðlan Hróksins, Hrafns Jökuls og hans manna.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.