Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 18
18 8. febrúar 2004 SUNNUDAGUR ■ Viðskipti Hringdansinn um SPRON Stjórnir Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og KB banka hafa horfið frá áformum sínum um sameiningu bankanna eftir að Alþingi samþykkti í skyndingu lög sem tryggja ríki og sveitarfélögum völdin í sjálfseignarstofnunum sem til verða við hlutafélagavæðingu sparisjóðanna. Atburðarásin í sparisjóðamál-inu svokallaða hefur verið hröð. Allt fram á síðustu vikur var útlit fyrir að kaup KB banka á SPRON gengju snurðulaust fyrir sig. Þegar Alþingi kom saman eft- ir jólafrí varð hröð breyting þar á og í vikunni voru samþykkt lög sem ekki er hægt að túlka öðru- vísi en hafi beinlínis verið sett til þess að koma í veg fyrir kaup KB banka á SPRON. Óskýrt eignarhald Deilurnar sem skapast hafa um sparisjóðina hafa að miklu leyti sprottið vegna þess óskýra eign- arhalds sem er á sjóðunum. Spari- sjóðirnir eru ekki reistir á grunni hlutafjár heldur stofnfjár. Stofn- fjáreign í sparisjóðum veitir rétt til kosningar á stjórn félagsins og stofnfjáreigendafundir eru æðsta úrskurðarvald um rekstur sjóð- anna og á sama hátt og gildir um hlutafé eiga stofnfjáreigendur á hættu að tapa fjármunum sínum ef sparisjóður verður gjaldþrota. Stofnfjáreigendur í SPRON eru um ellefu hundruð. Lengi vel var hópurinn mun fámennari og var einungis völdum viðskiptavin- um og framámönnum í borgar- málum boðið að gerast stofnfjár- eigendur. Á síðustu árum hefur hópurinn hins vegar stækkað mjög og stóð viðskiptavinum og starfsmönnum til boða að eignast stofnfé. Þetta var gert meðal ann- ars til þess að styrkja eiginfjár- stöðu SPRON en einnig til þess að breikka stofnfjáreigendahópinn með hliðsjón af mögulegri hluta- fjárvæðingu. Stofnfé er ólíkt hlutafé að því leyti að verðmæti þess uppfærist í takt við verðlagsþróun á ári hverju og eru stofnfjáreigendur því tryggðir gagnvart verðlags- þróun. Auk þessa myndar stofnfé, líkt og hlutafé, rétt til arð- greiðslna sem ákveðnar eru af stjórn sjóðanna í samræmi við af- komu þeirra. Sá hluti eiginfjár sjóðanna sem ekki er í eigu stofn- fjáreigenda ber hins vegar engan arð. Hlutafélagavæðing gerð möguleg Sparisjóðirnir fengu heimild til þess að breytast í hlutafélög í lög- um frá árinu 2001. Í desember árið 2002 var þeim lögum breytt og ákveðnar reiknireglur voru ákvarðaðar um hvernig hlutafénu yrði skipt. Við þá lagabreytingu var tekið tillit til þess að stofnfé ber arð, en ekki annað eigið fé stofnunarinnar, og því var reynt að tryggja með ákveðnum reikni- reglum að hlutur stofnfjáreig- enda skertist ekki við hlutafjár- væðingu sjóðs. Eðlilegt þótti að stofnfjáreig- endur fengju ekki óskoraðan eign- arrétt yfir þeim hluta eiginfjárins sem ekki tilheyrði stofnfjáreig- endum og því var ákveðið að við hlutafjárvæðingu sparisjóðs yrði til sjálfseignarstofnun. Í lögunum var gert ráð fyrir því að í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar ættu sæti fulltrúar skipaðir úr hópi þeirra sem áttu stofnfé við hluta- fjárvæðinguna. Fé án hirðis Þetta fyrirkomulag var gagn- rýnt í upphafi og var Pétur H. Blöndal meðal þeirra sem töldu það ekki ganga upp. Augljósir hagsmunaárekstrar gátu komið upp í samskiptum stofnfjáreig- enda við sjálfseignastofnunina auk þess sem völd stofnfjáreig- enda yfir öflugum sjóðum voru að mati Péturs ekki reist á réttlátum grunni og væru í raun uppspretta umboðslauss valds, eða eins og Pétur orðar það: „Fé án hirðis“. Þrátt fyrir varnaðarorð sam- þykkti Alþingi lög sem gerðu ráð fyrir að stjórn sjálfseignarstofn- unarinnar yrði skipuð af þeim einstaklingum sem mynduðu hóp stofnfjáreigenda við hlutafélaga- væðingu. Þetta hefði til að mynda haft þá þýðingu í tilfelli SPRON að örfáir ungir stofnfjáreigendur hefðu tögl og hagldir í margra milljarða króna sjóði eftir nokkra áratugi þegar stærstur hluti stofnfjáreigenda væri fall- inn frá. Sumarið 2002 Eftir að Búnaðarbankinn, sem þá var í meirihlutaeigu ríkisins, gerði stofnfjáreigendum tilboð sumarið 2002 komst eignarhald á sparisjóðunum í mikla umræðu. Þrátt fyrir að vera handhafi hluta- bréfa ríkisins í bankanum gerði Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra ekki tilraun til þess að beita valdi sínu í þá átt að koma í veg fyrir fyrirætlanir Búnaðar- bankans. Það var hins vegar Fjár- málaeftirlitið sem felldi úrskurð sem bannaði fyrirhuguð viðskipti. Mikil ólga var meðal stofnfjár- eigenda vegna þessa máls og varð það meðal annars til þess að stofn- fjáreigendurnir fimm, sem stóðu með Búnaðarbankanum í kauptil- boðinu, buðu sig fram til stjórnar á stofnfjáreigendafundi árið 2003 og hlutu góða kosningu. Stjórn SPRON semur við KB banka Stjórn SPRON tók svo ákvörð- un um að ræða við bankana um hugsanlega aðkomu þeirra að fyr- irtækinu og varð niðurstaðan sú að stjórnin gerði samning við KB banka um kaup á félaginu í des- ember síðastliðnum. Ástæða þess að stjórnin valdi KB banka var að tilboð bankans var hagstætt fyrir stofnfjáreigendur en ekki mun hafa skipt minna máli fyrir stjórnarmenn að áform bankans voru á þann veg að halda starf- semi SRPON áfram og töldu stjórnarmenn í SPRON að með þessum viðskiptum væri tæki- færi til þess að efla rekstur SPRON. Allt útlit var fyrir að þessi áform næðu fram að ganga. Skip- uð var bráðabirgðastjórn í nýju félagi, SPRON-sjóðnum. Sjóður- inn hefði samkvæmt tilboði KB banka eignast hlutafé í bankanum að verðmæti um sex milljarðar króna. Markmið sjóðsins var stuðningur til menningar- og líkn- armála í Reykjavík og nágrenni. Hrikti í ríkisstjórnarstoðum Þegar Alþingi kom saman eftir jólaleyfi fór málið hins vegar á hreyfingu. Þingmennirnir Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingu, og Einar Oddur Kristjánsson, Sjálf- stæðisflokki, komu sér saman um frumvarp þar sem stjórn sjálfs- eignarstofnananna yrði flutt frá stofnfjáreigendum og til opin- berra aðila. Þetta frumvarp olli miklum titringi á þingi; svo mikl- um að það hrikti í stoðum ríkis- stjórnarinnar. Útlit var fyrir að þingmanna- frumvarpið hefði stuðning meiri- hluta þingmanna og eftir að þing- flokkur Sjálfstæðisflokks veitti Einari Oddi heimild til þess að leggja fram frumvarpið var ljóst að hætta var á því að þingmeiri- hluti skapaðist fyrir málinu á skjön við ríkisstjórnarmeirihlut- ann. Þeirri atburðarás lyktaði með því að viðskiptaráðherra lagði fram í ríkisstjórn áþekkt frum- varp og þingmennirnir tveir höfðu unnið. Samkvæmt því skipa fjár- málaráðherra, viðskiptaráðherra og sveitarstjórnir alla fulltrúa í stjórnir sjálfseignarstofnana sem verða til við hlutafélagavæðingu. Í tilviki SPRON hefði þetta þýtt að pólitískt skipaðir fulltrúar hefðu farið með ríflega 80% atkvæða í hlutafélagi um reksturinn. Þröng staða sparisjóða Það er samdóma álit manna í bankaheiminum að með nýju lög- unum hafi möguleikar sparisjóð- anna til aðlögunar og hagræðing- ar veikst. Ekki er líklegt að stofn- fjáreigendur í sparisjóðum fallist á hlutafélagavæðingu þar sem það felur í raun í sér algjört afsal á stjórn sparisjóðanna í hendur stjórnmálamanna. Þetta telja flestir vera sérkennilega stefnu- breytingu hjá ríkisstjórninni, sem fram að þessu hefur unnið ötul- lega að því að færa völd í banka- heiminum til einkaaðila. Samstarf sparisjóða í upp- námi Stjórn SPRON hefur lýst mik- illi furðu með lagasetninguna en afar ólíklegt þykir að eftirmál verði vegna lagasetningarinnar af hálfu stjórnarinnar. Hins vegar er líklegt að aðild SPRON að Sam- bandi íslenskra sparisjóða verði tekin til endurskoðunar, en Spari- sjóðasambandið beitti miklum pólitískum þunga til þess að koma í veg fyrir samning SPRON og KB banka. Segi SPRON skilið við aðra sparisjóði má búast við að það veiki sparisjóði á landsbyggðinni enn frekar; sérstaklega í ljósi þess að SPRON er stærsti eigandi Sparisjóðabankans – fjárhagslegs bakhjarls sparisjóðanna í landinu. thkjart@frettabladid.is haflidi@frettabladid.is Innkaupakort Íslandsbanka F í t o n F I 0 0 8 6 3 0 við umsýslu reikninga! Allt að FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA MILLI VONAR OG ÓTTA Forsvarsmenn SPRON hafa mátt þola mikla óvissu um framtíð sparisjóðsins. Alþingi réð örlögum sparisjóðanna í vikunni og koll- varpaði áformum um sameiningu um KB banka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.