Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 20
20 8. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Fyrir utan flugeldasýningar oghelgarfyllerí, virðist í fljótu bragði það vera þrennt sem Reykvíkingar gera meira af en íbúar annarra borga. Horfa á vídeó. Sækja vöru- og bílasýn- ingar þar sem boðið er upp á pulsur. Og skella sér í sund. Öfugt við fólk í öðrum borg- um gerum við meira af því að fara í sund en göngutúra. Það þarf ekki að líta lengra en á stíflaðan Laugaveginn eða yfir- byggðu stæðin við Kringluna – þar sem þráhyggjufullt hringsól- ið snýst um að ná samt að leggja sem allranæst dyrunum – til að átta sig á að Reykvíkingar eru ekki mikið fyrir að ganga. En af hverju allt þetta sund? Mig minnir að skýringin sem var gefin í skólasundi hafi verið sú að ætluðum við að verða alvöru sjómenn yrðum við að geta synt í land ef skipið sykki. Þar fyrir utan eru frábærar laugar í Reykjavík og við erum alin upp á þeim. Reyndar nú sem aldrei fyrr þegar mikið er lagt upp úr að börn læri að svamla áður en þau byrja að ganga. Og þetta liggur líka aftar í menningunni. Snorri og þessir helstu kallar hlýjuðu sér í heitum laugum á meðan þeir suðu niður kjaftasög- urnar. Þannig einhvernveginn er það ennþá. Forfeðurnir Stúkan við Laugardalslaugina – drottningu íslenskra sundlauga – er eitt flottasta mannvirki borgarinnar og það er ekki ann- að hægt en dást að stórhugnum í mönnunum sem stóðu fyrir byggingu hennar. Um leið veltir maður þó fyrir sér hvort þeir hafi ofmetið aðeins vinsældir sundsins sem íþróttagreinar. Stúkan rúmar álíka marga og gamli áhorfendapallurinn við heimavöll fótboltalandsliðsins og miðað við þessa stærð finnst manni einhvernveginn að við ættum að eiga allavega þrefald- an Olympíumeistara í sundi. Engu að síður er fínt að liggja þarna þegar veðrið er þannig. Og spurning hvort ekki er reynandi að fá hana skráða sem heimsins stærsta sólpall. Allavega er yfirleitt enginn ofan í sundlauginni sem manni finnst líklegur til að ná að fylla þessa stúku í nánustu framtíð. Laugin er enn staður forfeðr- anna. Þeir leggja mikla áherslu á baksund og virðast synda eftir einhverju gömlu prjónamynstri sem maður nær sennilega ekki tökum á fyrr en um sjötugt. Því getur leiðin á milli bakka oft orð- ið skrykkjótt. Þegar ringulreiðin verður hvað mest grípur mann einmitt sú tilfinning að skipið sé sokkið og maður verði að bjarga sér í einhvern bátinn. Oft virðast harkaleg slys í uppsiglingu og sennilega bara tímaspursmál hvenær gamla fólkinu verður skipað að skipta út sundhettun- um fyrir hjálma. Eftir nokkrar taugatrekkjandi ferðir af ein- hverskonar kafsundi – undir grá- um fljótandi hnökkum – drífur maður sig yfirleitt upp úr til að ná sér niður. Stúkan er líka stærsti skjól- veggur veraldar og eftir gufuna er ágætt að sitja undir henni og virða fyrir sér mannlífið. Það verður svo miklu fjölbreyttara þegar fólk er farið úr úlpunum. Í ljós koma sláandi langar tá- neglur, merkilega hvítir fót- leggir, undurfurðulega loðnir líkamar og huggulegar bumbur. Annað slagið stingur sér ein- hver í laugina með skelli og flýt- ur í svolítið óhuggulegt augna- blik áður en hann tekur við sér og svamlar loks af stað. En á bökkunum í kring brestur stöku gamalmenni í abstrakt líkams- æfingar sem það lærði senni- lega á einhverskonar latínu- skóla. Og áður en leikfimin hóf að þróast mikið. Chili Peppers Í pottunum dómínera spræk- ir öldungar líka umræðuna. Al- varlega unga fólkið gerir meira af því að hvísla eða gjóa augum á tattú hvers annars. Kínversk tákn, töff upphandleggs netlu- hringir og ýmisskonar ættbálka eitthvað. Á flúrúðustu dögunum er þetta líkast því að sitja með Red Hot Chili Peppers í heim- sókn hjá ömmu og afa. En smám saman áttar maður sig á að fæstir fara ofan í sjálfa sund- laugina. Eins og Snorri og þess- ir helstu kallar koma flestir til að hlýja sér og skella sér beint ofan í pott eða tipla skemmti- lega í átt að gufubaðinu. Svipað og við erum þjóð sem kaupir mikið af bókum til gjafa erum við líka mikil sundþjóð sem syndir ekki mikið. ■ Svipað og við erum þjóð sem kaupir mikið af bókum til gjafa erum við líka mikil sund- þjóð sem syndir ekki mikið. ,, ■ Leitin að Reykjavík Laug gamla fólksins HULDAR BREIÐFJÖRÐ ferðast um höfuðborgina. ÞJÓÐ Í SUNDI „En af hverju allt þetta sund? Mig minnir að skýringin sem var gefin í skólasundi hafi verið sú að ætluðum við að verða alvöru sjómenn yrðum við að geta synt í land ef skipið sykki.“ Það hillir undir endurkomuEgósins. Hljómsveitarinnar sem kom eins og hvítur storm- sveipur inn í tónlistarlífið upp úr 1980 og hleypti nýju lífi í rokkið. Gamlir aðdáendur fyllast eftir- væntingu, minnugir kraftsins sem einkenndi sveitina og þeir sem yngri eru bíða spenntir eftir að heyra lögin flutt lifandi af sjálfum frumherjunum. Stórir strákar fá raflost, Móðir, Fjöllin hafa vakað, allt vörður í poppsög- unni. Ekki er enn ljóst með hvaða hætti endurkoman verður, hversu mikið verður spilað og þá hvar en haft var eftir Bubba Morthens í blaðinu í gær að hugsanlega verði leikið eitthvað um verslunar- mannahelgina og svo jafnvel í Laugardalshöllinni. Allir óvirkir – verður vímu- efnalaust „Það er réttur grundvöllur fyr- ir þessu núna,“ segir Magnús Stefánsson, trymbill Egósins á velmektartímum bandsins. Hann hafði áður spilað með Bubba í Ut- angarðsmönnum og gekk í Egó þegar sveitin var nokkurra mán- aða. „Egó var vinsælla band en Utangarðsmenn. Lögin voru melódískari og við náðum til breiðari hóps,“ segir hann. Ególið- ar hafa ekki enn gripið í hljóðfæri í þessu kastinu, bara rætt saman. „Helsta forsendan fyrir þessu er sú að við erum allir óvirkir, þetta verður algjörlega vímuefnalaust,“ segir Magnús en slíkt var ekki uppi á teningnum í gamla daga þegar fíkniefna, leyfðra og bann- aðra, var neytt í miklum mæli. Magnús lætur vel af endurkomu Utangarðsmanna árið 2000, þá að- allega tónlistarlega: „En mórall- inn var ekki alveg nógu góður og það sauð upp úr á endanum,“ seg- ir hann en vill ekki fara nánar út í þá sálma. Sjálfur hætti hann í Egóinu á sínum tíma: „Skandin- avíutúrinn stóð fyrir dyrum og ég var kominn í sambúð og að kaupa mér íbúð og leist ekkert á blikuna. Utangarðsmenn höfðu farið illa fjár- hagslega út úr svona túr nokkrum árum áður og ég ákvað að hætta í bandinu frekar en að taka áhættu á að tapa fullt af peningum.“ Magnús hætti þó ekki alfarið í tónlistinni og vakti næst verulega a t h y g l i árið 1988 þegar hann gekk í Sálina hans Jóns míns þar sem hann lék í nokkur ár. Upp úr því hætti hann allri vímuefnaneyslu og hefur meðal annars unnið að vímuefna- verkefninu Marita á vegum Sam- hjálpar. Þá hefur hann spilað á trommur á samkom-MÓÐIR Lagið og textinn urðu til er Egó var á leið í hljóðprufu í Tónabæ þar sem spila átti um kvöldið. Í útvarpinu var frétt um hrottalega líkamsárás á unga stúlku. Bubbi neitaði síðar að lagið og atburðurinn væru tengd en það gerði hann fyrst og fremst af tillitsemi við aðstandendur (bubbi.is). Móðir, hvar er barnið þitt, svona seint um kvöld? Móðir, hvar er yndið þitt?, þokan er svo köld. Þokan sýnir hryllingsmynd, þvöl er stúlkuhönd. Út úr þokunni líður kynjamynd með egghvasst járn. Ópið, inní þokunni, til jarðar féll þar hljótt. Starandi augu, skældur munnur, ó blóðið rann svo hljótt. Lítil stúlka á heiðinni villst hefur af leið. Hún hitti mann á leiðinni undan krumlum hans þar sveið. Móðir, hvar er barnið þitt, svona seint um kvöld? Faðir, hvar er yndið þitt?, þokan er svo köld..... Það sætir vart tíðindum lengur þegar gamlar hljómsveitir ákveða að koma saman aftur, væntanlegar fram á sjónarsviðið á nýjan leik sperra menn eyrun. Egóið er nefnilega me Egó aftur BÁRÐUR ÖRN BÁRÐARSON Hann hefur fylgst lengi með Bubba Morthens og heldur mikið upp á Egóið. Segist þó ekki sjá forsendur fyrir endurkomu núna. MAGNÚS STEFÁNSSON Trommarinn í Egó hefur undanfarið spilað á trommur á samkomum Fíladelfíusafnað- arins, og nú undir áhrifum frá almættinu en ekki vímuefna, líkt og árum áður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.