Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 8. febrúar 2004 Allur hagna›ur af sölu plastpoka merktum Pokasjó›i rennur til uppbyggjandi málefna, en Pokasjó›ur, sem á›ur hét Umhverfissjó›ur verslunarinnar, veitir styrki til umhverfis- menningar-, íflrótta- og mannú›armála. Bæ›i einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki úr sjó›num. A› Pokasjó›i standa allar helstu verslanir á Íslandi. Styrkir úr Pokasjó›i pokasjodur.is M E R K I U M U P P B Y G G I N G U Frestur til a› sækja um styrk úr Pokasjó›i rennur út 12. mars n.k. Umsóknum skal skila› á www.pokasjodur.is en flar eru allar uppl‡singar um sjó›inn, fyrirkomulag og styrki. fieim sem ekki geta n‡tt sér Neti› er bent á a› umsóknarey›ublö› liggja frammi á skrifstofu sjó›sins í Húsi verslunarinnar, 6. hæ›. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 12. MARS UM DAVÍÐ ODDSSON „Davíð er umdeildur eins og flestir forystumenn aðrir en enginn vafi leikur á því að hann hefur verið langöflugasti stjórnmálamaður landsins síðustu 15-20 ár. Það sést best af einstökum ferli mannsins. Hann er klókur, kjarkaður, mjög minnugur og hefur gott pólitískt nef. Hann tekur afstöðu í erfiðum málum og gagnrýnir ákveðna þætti í þjóðfélaginu sem honum finnst fara miður. Ég vil hafa forsætis- ráðherra sem segir meiningu sína.“ fannst þetta mjög alvarlegt. Ástæðan er sú að ég hef, bæði sem framkvæmdastjóri þessa verkefnis og kristnihátíðar og sem formaður þjóðhátíðarnefnar í Reykjavík í 10 ár þurft að horfast í augu við öryggismál og löggæslu æðstu forystumanna þjóðarinnar. Í hvert sinn hef ég átt fundi með Ríkislögreglustjóra til að fara yfir hvert einasta smáatriði sem snýr að viðkomandi hátíðarhöldum. Þetta var einnig gert núna. Mér dettur ekki í hug að fara með þetta í blöðin og skýra frá því hvernig öryggismálum er háttað. Að ræða slík mál í fjölmiðlum, svo ég tali ekki um í fjölmiðlum í Austurlöndum nær sem eru ein púðurtunna, finnst mér svo óvit- urlegt að ég gat ekki orða bundist. Ef einhver á að fjalla um öryggis- mál þjóðhöfðingja er það ríkislög- reglustjóri.“ Við hljótum að víkja að pólitík- inni. Þú ert sjálfstæðismaður, varst borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í tvö kjörtímabil og um tíma varaborgarfulltrúi. Af hverju varð ekki framhald á? „Í gríni, þá er ég orðinn hálf- gerður heimastjórnarmaður þess- ar vikurnar. En um hitt, það er einfalt, einhvern tíma verða menn að hætta og snúa sér að öðru.“ Hefurðu ekki áhuga á frekari frama í pólitík? „Nei, ég hef verið í krefjandi og um leið skemmtilegum verk- efnum síðustu átta árin og á með- an hefur ekki verið tími fyrir ann- að. Ég umgengst marga stjórn- málamenn, hef mínar pólitísku skoðanir og kem oft fram í fjöl- miðlum. Ég þarf hvorki að sitja í borgarstjórn eða á Alþingi til að koma skoðunum mínum á fram- færi. Ég hef verið hvattur til að fara aftur í framboð en það hefur einfaldlega ekki vakið áhuga minn.“ Fjármál borgarinnar í óefni Þú hefur skrifað um borgarmál, hver er skoðun þín á verkum R- listans? „Ég hef aðallega skrifað um fjármál borgarinnar, sem eru komin í óefni. Brúttóskuldir borg- arinnar eru yfir 70 milljarðar og þó svo að peningalegar eignir séu 10-12 milljarðar er ljóst að það þarf að borga þessa rúmlega 70 milljarða. Mér finnst forystu- menn R-listans tala um þessar skuldir af léttúð og bendi á að það eru börnin okkar og barnabörnin sem verða að greiða skuldirnar. R-listinn hefur farið óvarlega með fjármuni borgarinnar. Mér finnst til dæmis með ólíkindum að það sé búið að eyða 3.000 milljónum króna í eitt fyrirtæki sem heitir Lína.Net og er enn í stanslausu basli. Var ekki nær að nota þessa peninga í skóla, barnaheimili, íþróttahús eða þá lækka gjald á heita og kalda vatnið í staðinn fyr- ir að hækka það? Mér finnst þetta gagnrýnisvert.“ En meðan R-listinn heldur saman, á Sjálfstæðisflokkurinn þá nokkra von um að ná völdum í Reykjavík? „Það er ýmislegt í borgarmál- um Sjálfstæðisflokksins sem hef- ur ekki gengið upp, eins og til dæmis það hvernig staðið var að framboði í síðustu borgarstjórn- arkosningum. Þar var, á síðustu stundu, hætt við svokallað leið- togaprófkjör. Enda varð árangur- inn eftir því. Það var ekki skyn- samleg ákvörðun og ég hef gagn- rýnt hana og jafnframt sagt að borgarfulltrúar eigi ekki að sitja á Alþingi eða öfugt. Starf borgar- fulltrúa er krefjandi og á ekki að vera aukastarf einstaklinga sem sitja á Alþingi. Að ég tali ekki um fólk í minnihluta sem keppir að því að ná meirihluta, eins og hlýt- ur að vera höfuðmarkmið Sjálf- stæðisflokksins.“ Hvern sérðu fyrir þér sem væn- legan leiðtoga sjálfstæðismanna í borginni? „Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem var með mér í borgarstjórn á sínum tíma og er nú oddviti minnihlutans, hefur langmestu þekkinguna og reynsluna af öllum borgarfulltrúum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann yrði góður borgarstjóri. Hann hefur tekið út pólitískan þroska og býr yfir mikilli þekkingu. Hann hefur ágæta skipulagshæfileika og fer varlega í fjármálum. Hvort hann nær til kjósenda er nokkuð sem ég get ekki svarað. Ég geri ráð fyrir því að hann muni leiða lista sjálf- stæðismanna næst.“ Á ekki von á að Davíð hætti Þú hefur verið samstarfsmaður og stuðningsmaður Davíðs Odds- sonar áratugum saman. Hver er skoðun þín á þessum mjög svo um- deilda forsætisráðherra? „Davíð er umdeildur eins og flestir forystumenn aðrir en eng- inn vafi leikur á því að hann hefur verið langöflugasti stjórnmála- maður landsins síðustu 15-20 ár. Það sést best af einstökum ferli mannsins. Hann er klókur, kjark- aður, mjög minnugur og hefur gott pólitískt nef. Hann tekur af- stöðu í erfiðum málum og gagn- rýnir ákveðna þætti í þjóðfélag- inu sem honum finnst fara miður. Ég vil hafa forsætisráðherra sem segir meiningu sína.“ Áttu von á því að Davíð muni hætta í stjórnmálum í september? „Nei.“ Hvernig líst þér á Halldór Ás- grímsson sem forsætisráðherra? „Það verður að sjálfsögðu að gefa Halldóri allan þann tíma sem eðlilegt er til að sanna sig sem forsætisráðherra. Hann er maður með mikla reynslu og þekkingu og á að geta sinnt starfinu vel.“ Hvað tekur svo við hjá þér þegar þessu mikla verkefni vegna heimastjórnarafmælisins lýkur? „Það veit Guð einn, því ekki veit ég það, en vonandi verður það öðruvísi en þó krefjandi og skemmtilegt.“ kolla@frettabladid.is Það er mánuður síðan ég gagnrýndi forsetafrúna í framhaldi af frétt í DV þar sem hún ræddi við ísraelskt blað um örygg- ismál forseta Íslands. Mér fannst þetta mjög alvarlegt. Ástæðan er sú að ég hef, bæði sem framkvæmdastjóri þessa verkefnis og kristnihá- tíð og sem formaður þjóðhá- tíðarnefnar í Reykjavík í 10 ár þurft að horfast í augu við öryggismál og löggæslu æðstu forustumanna þjóðar- innar. Í hvert sinn hef ég átt fundi með Ríkislögreglu- stjóra til að fara yfir hvert einasta smáatriði sem snýr að viðkomandi hátíðarhöld- um. Þetta var einnig gert núna. Mér dettur ekki í hug að fara með þetta í blöðin og skýra frá því hvernig ör- yggismálum er háttað. Að ræða slík mál í fjölmiðlum, svo ég tali ekki um í fjöl- miðlum í Austurlöndum nær sem eru ein púðurtunna, finnst mér svo óviturlegt að ég gat ekki orða bundist. Ef einhver á að fjalla um örygg- ismál þjóðhöfðingja er það ríkislögreglustjóri. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.