Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 24
24 8. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Hver er maðurinn? Við spyrjum um konu. Hún þyk-ir afar hress og skemmtileg, reyndar „hressleiki í hrönnum“ eins og Svavar Alfreð Jónsson, prestur á Akureyri, kýs að orða það. „Hún leggur sjaldan frá sér hlýtt brosið, er hispurslaus og náttúruþokkinn uppmálaður,“ bætir hann við en leiðir þeirra lágu saman í sumarstörfum fyrir mörgum árum. Og umsögn Svav- ars lýkur á þessum orðum: „Það eru gæði í hverju grammi.“ Kol- beinn Óttarsson Proppé sagn- fræðingur hefur haft svolítið saman að sælda við okkar konu, og um hana segir hann: „Hún er afar lifandi manneskja og lífgar upp á allt í kringum sig. Þá er hún frjálsleg í hugsun og fasi og nokk- uð frábrugðin öðrum í hennar stétt.“ Um konuna segir Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, þetta: „Hún er mikil gæðakona og vel ættuð.“ Þau unnu saman um skeið og af samstarfinu hefur hann þetta að segja: „Hún var stjórnsöm og ákveðin en alltaf ljúf og elskuleg.“ Og nú er spurt: Við hverja er átt? Svarið er á blaðsíðu 28. Mér finnst þetta ekki svoslæmt miðað við erfiða um- ræðu undanfarið, meðal annars um erfiðar aðgerðir á Landspítal- anum, sem er flaggskip heilbrigð- isþjónustunnar,“ segir Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra um niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins sem sýnir að tæp 43% þjóðarinnar eru ósátt við þjónustu heilbrigðiskerfisins. „Það að 57% þjóðarinnar séu sátt finnst mér tiltölulega góð útkoma, þó svo að takmarkið sé auðvitað að þetta hlutfall verði enn hærra,“ segir Jón. Úrtakið í könnuninni var 800 manns, og var það dreift um land- ið. Af öllum sem svöruðu reyndist 51,1% sátt, 37,9% ósátt og 11% óá- kveðin. Það er athyglisvert að karlar virðast sáttari við þjónust- una en konur. Af þeim sem tóku afstöðu voru 64% karla sátt og 36% ósátt. Kvenþjóðin virðist hins vegar klofin til tveggja helm- inga í afstöðu sinni: 50% þeirra sögðust sátt og 50% ósátt. Þá virðist landsbyggðarfólk vera sáttara við þjónustuna en fólk í höfuðborginni. Um 63% svarenda á landsbyggðinni sögð- ust sátt, en sama hlutfall í þéttbýli var um 54%. Kemur öðrum en Jóni á óvart Að svo stór hópur fólks sé ósátt- ur við þjónustu heilbrigðiskerfis- ins virðist koma stjórnmálamönn- um, öðrum en Jóni, á óvart. „Það kemur mér á óvart hversu margir eru ósáttir því við höfum gott kerfi,“ segir Drífa Hjartardóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks og varaformaður heilbrigðis- og trygginganefndar. „Ég býst við að óánægjan stafi helst af því viðvar- andi slæma ástandi sem er víða á heilsugæslustöðvum. Fólk vill komast strax að.“ Guðrún Ögmundsdóttir, þing- kona Samfylkingarinnar, tekur í svipaðan streng. „Ég hefði haldið að fólk væri sáttara við kerfið eins og það er en ég giska á að um- ræðan að undanförnu spili þarna inn í,“ segir hún. „Það kemur mér á óvart að 40 prósent séu óánægð,“ segir Guð- jón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Ég hefði haldið að mikill meirihluti lands- manna væri sáttur.“ Og niðurstaðan kemur Ög- mundi Jónassyni, Vinstri græn- um, einnig á óvart. „Það kemur mér á óvart hversu margir eru ósáttir,“ segir hann. „Ég tengi þetta vaxandi gjaldtöku inni í kerfinu og þetta eru skýr skilaboð til stjórnvalda um að snúa af braut niðurskurðar og skerðinga og hefjast handa um að bæta og efla heilbrigðiskerfið.“ Helmingur er reiðubúinn að borga meira Í könnuninni var einnig spurt hvort fólk væri reiðubúið að greiða aukalega, úr eigin vasa, fyrir betri læknisþjónustu. Niður- stöður úr þeim þætti könnunar- innar koma heilbrigðisráðherran- um á óvart. Af þeim sem tóku af- stöðu kváðust tæp 49% reiðubúin að greiða aukalega fyrir betri þjónustu. „Þessi niðurstaða er at- hyglisverð,“ segir Jón. „Þetta er hærri prósenta en ég hefði átt von á. Auðvitað hlýtur þetta að sýna að menn telji heilbrigðisþjónust- una mjög mikilvæga og vilji greiða fyrir hana eins og fyrir aðra þjónustu sem menn kaupa. Hins vegar tel ég að menn eigi að stíga varlega til jarðar í því að auka kostnaðarþátttöku sjúklinga stórlega. Hún er fyrir hendi í verulegum mæli.“ Af öllum sem svöruðu reynd- ust 45,3% reiðubúin að borga aukalega, 47,7% ekki og 7% voru óákveðin. Athygli vekur hversu lágt hlutfall óákveðinna er, sem bendir til þess að fólk hafi al- mennt ákveðna skoðun á málinu. Enginn verulegur munur var á af- stöðu kynjanna til spurningarinn- ar, né heldur afstöðu landsbyggð- Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins eru 42,6% þjóðarinnar ósátt við þjónustu heilbrigðiskerf- isins. Tæpur helmingur þjóðarinnar er reiðubúinn að greiða aukalega – úr eigin vasa – fyrir betri læknis- þjónustu samkvæmt sömu könnun. Viðbrögð stjórn- málamanna eru mismunandi. Ósátt 42,6% Sátt 57,4% ÞJÓNUSTA Ert þú sátt(ur) eða ósátt(ur) við þjónustu heilbrigðiskerfisins? Umdeilt heilbrigðiskerfi JÓN KRISTJÁNSSON Sú staðreynd að um helmingur þjóðarinn- ar virðist reiðubúinn að greiða aukalega fyrir betri læknisþjónustu kemur heilbrigð- isráðherranum á óvart. Að um 40% séu ósátt við kerfið kemur honum hins vegar ekki svo á óvart. Nýverið kom á markað í Banda-ríkjunum spánnýtt lyf við ólæknandi krabbameini. Lyfja- meðferðin læknar ekki sjúkling- inn, heldur lengir hún, ef vel tekst til, líftíma sjúklingsins um allt að eitt ár. Meðferðin er hins vegar dýr. Ein slík lyfjameðferð, fyrir einn einstakling – sem felur í sér átta lyfjaskammta á þriggja vikna fresti í tiltekinn tíma – kostar um fjórar milljónir króna. Spurt er: Á að sækja um leyfi fyrir því að ávísa á þetta lyf? Um þrír til fjór- ir greinast með þessa tegund krabbameins á ári. Það myndi því kosta 12-16 milljónir að með- höndla þessa sjúklinga. Álitamál af þessu tagi koma oft inn á borð stjórnenda í heilbrigð- iskerfinu. Þær eru ekki auðveldar. Meðferðarúrræði við krabba- meini verða sífellt fullkomnari, en nánast undantekningalaust er um ákaflega dýra meðferð að ræða. Þróunarkostnaður lyfjanna er gríðarlega hár og þau seljast því dýrt þegar þau koma fyrst á markað. Höfum við efni á því að nýta okkur öll þessi lyf? Krabbameins- sjúkum fer fjölgandi. Ein ástæðan er sú að þjóðin er orðin eldri og tíðni krabbameins eykst með aldr- inum. Ef allir sjúklingar fengju alltaf undantekningalaust full- komnustu meðferðina sem völ væri á hverju sinni er ákaflega líklegt að slíkt myndi smám sam- an sliga heilbrigðiskerfið fjár- hagslega. Kerfið þenst út Ein röksemdin fyrir umdeild- um sparnaðaraðgerðum í heil- brigðiskerfinu, sem komust í há- mæli nú eftir áramót, var sú að spyrna yrði við fótum svo að heil- brigðiskerfið myndi ekki einfald- lega þenjast út af sjálfu sér. Ástæðan fyrir því að það getur gerst er ekki síst sú að meðferð- arúrræði verða sífellt fullkomn- ari, þau eru dýr og skiljanlega gera bæði sjúklingar og læknar kröfu um að fá að beita þeim og njóta þeirra. Þessa þróun má glöggt sjá á Ís- landi, þar sem lyfjakostnaður – eða útgjöld Tryggingastofnunar vegna lyfja – hefur rokið upp á undanförnum árum. Ný og full- komnari lyf koma á markað og eftirspurn skapast eftir þeim. Dæmi um þetta er til dæmis auk- in notkun á nýjum og fullkomnari geðdeyfðarlyfjum. Og mörg lyfj- anna eru ákaflega dýr, einfald- lega vegna þess hversu kostnað- arsamt það er að þróa þau, og lyfjafyrirtækin vilja fá þann kostnað til baka á sem skemmst- um tíma. Þegar talað er um fjárþörf Landspítala - Háskólasjúkrahúss er því nauðsynlegt að hafa í huga, að fjárþörfin kemur að miklu leyti til af þessu. Hún kemur til af kröfunni sem þjóðin gerir um að heilbrigðiskerfið sé eins fullkom- ið og völ er á. Spítalinn er því að mörgu leyti hálfgert fórnarlamb. Ytri þættir hafa úrslitaáhrif um það hversu mikils fjármagns hann þarfnast. Þessir ytri þættir eru einkum tveir: lyfjaverð og launakostnað- ur. Lyfjaverð helgast af þróunar- kostnaði og markaðslögmálum – og reyndar er því stundum haldið fram, og stutt samanburði við ná- grannalönd, að það sé óvenju hátt hér á landi, hugsanlega vegna fá- keppni – og launakostnaður helg- ast af samningum heilbrigðis- starfsfólks við fjármálaráðuneyt- ið. Sá kostnaður er um 70% af fjárútlátum LSH. Lyfjakostnaður er um 15%. Nokkrar sparnaðarleiðir Samkvæmt fjárlögum fær LSH 24,8 milljarða króna, en stjórn- endur spítalans segja að enn vanti um 1,4 milljarða til að halda óbreyttum rekstri. Unnið er að sparnaði um þessar mundir. En hvernig má mögulega spara í heilbrigðiskerfinu svo um mun- ar? Nokkrar hugmyndir koma ít- rekað upp í umræðunni og skulu hér nefndar nokkrar: 1. Hugsanlega má raða sjúklingum í forgangsröð. Sú leið var farin í Danmörku, til að mynda að binda fullkomnustu meðferðar- úrræðin við sumum sjúkdóm- um, og dýrustu meðferðarúr- ræðin, við fólk undir sjötugt. Ljóst er að slík leið yrði alltaf umdeild á Íslandi, enda eru rök- semdir fyrir því að jafnvel ætti þetta að vera á hinn veginn. Fólk yfir sjötugt er nefnilega búið að greiða skatta til vel- ferðakerfisins í lengri tíma. 2. Líklega myndi það hafa veru- legan sparnað í för með sér að byggja upp almennar öldrunar- deildir eða hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Upp undir helm- ingur þeirra sem liggja á bráðadeildum LSH er aldraðir sem eru að bíða eftir hjúkrun- arrými. Mun dýrara er að vista aldraða á bráðadeildum en í hjúkrunarrými, og því myndi Dauði smáskífunnar Aðeins 400 þúsund smáskífurvoru seldar á Englandi næst- síðustu vikuna í janúar, sem er lægsta sala í 35 ár. Aðeins tíu smá- skífur seldust í meira en tíu þús- und eintökum þá viku. Sumir vilja meina að þetta marki endalok s m á s k í f u - markaðarins og sem dæmi má nefna að þrisvar sinn- um stærra upplag af smá- skífum seldist fyrir fimm árum en nú. Smáskífan hefur átt erfitt uppdráttar frá því að geisla- diskurinn kom fram á sjónar- sviðið á ní- unda áratugn- um. Áður fyrr seldust smáskífur í bílförmum þegar unglingar vildu krækja í uppáhaldslagið sitt eða það vin- sælasta á hverjum tíma. Margar ástæður hafa verið nefndar fyrir því hvers vegna smáskífan á svo erfitt uppdráttar. Til dæmis er mun auðveldara að nálgast lögin á Netinu og hlaða þeim niður og hægt er að kaupa lögin sem hringitóna í GSM-síma. Vinsælustu lögin eru einnig gefin út á hinum og þessum safnplötum og því hægt að nálgast þau á ódýr- ari hátt en áður. Í Bretlandi kostar smáskífa á bilinu 3-5 pund en safndiskur með 40 vinsælustu lög- unum rúm átta pund. Sumir vilja einnig meina að sí- bylgjan sé að tröllríða smáskífu- markaðinum. Lögin hljóma nú ótt og títt á fjölmörgum útvarps- og sjónvarpsstöðvum en áður heyrð- ust þau stöku sinnum á einni til tveimur útvarpsstöðvum. Fólk er því búið að heyra lögin margoft og orðið hundleitt á þeim þegar smá- skífan loks kemur út. ■ Um 40% af ríkisútgjöldum renna til heilbrigðis- og tryggingamála. Árlega koma upp deilur vegna sparnaðaraðgerða hugsanlega leysa hann? Hvernig má spara í heilbri Spítalinn er því að mörgu leyti hálfgert fórnar- lamb. Ytri þættir hafa úr- slitaáhrif um það hversu mikils fjármagns hann þarfnast. ,, ELTON JOHN Átti eina hæst seldu smáskífu heims þegar hann söng lagið Candle in the Wind um Díönu prinsessu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.