Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 41
41SUNNUDAGUR 8. febrúar 2004 Erki Nool-mótið: Jón Arnar sjötti eftir fyrri daginn í Tallinn FÓTBOLTI Sigurmark Frank Baumann á lokamínútu leiksins gegn Borussia Mönchengladbach færði Werder Bremen sjö stiga forskot í þýsku Búndeslígunni í gær. Baumann skoraði eftir mik- inn atgang við mark Borussia. Brasilíumaðurinn Ailton sendi boltann fyrir markið úr horn- spyrnu, Valérien Ismaël skallaði boltann áfram til Ivan Klasnic sem skaut að marki. Jörg Stiel varði skotið en boltinn hrökk til Baumann, sem sendi frákastið í markið af markteig. Fyrri hálf- leikur var án marka en Václav Sverkos færði Borussia forystu á 51. mínútu og Ivan Klasnic jafn- aði þremur mínútum síðar. Dortmund vaknaði til lífsins og vann Wolfsburg 4-2 á útivelli en Bayer Leverkusen fataðist illa flug- ið og tapaði 2-1 á heimavelli fyrir Eintracht Frankfurt. Oliver Neu- ville skoraði mark Bayer en Ingo Hertzsch og Ioannis Amanatidis skoruðu mörk Frankfurt, sem gerði jafntefli við meistara Bayern München um síðustu helgi. Kaiserslautern vann mikilvæg- an sigur á Köln í botnbaráttunni. Tékkinn Vratislav Lokvenc skor- aði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik eftir sendingu Portúgalans José Dominguez. Hansa Rostock fékk dýrmæt stig í botnbaráttunni með 4-1 sigri á Freiburg. Antonio di Salvo færði Hansa forystuna snemma leiks en Wilfried Sanou jafnaði. Magnus Arvidsson, Gernot Plassnegger og namib- íski landsliðsmaðurinn Razund- ara Tjikuzu skoruðu á síðast korterinu og tryggðu Hansa ör- uggan sigur. Þórður Guðjónsson var ekki í liði Bochum sem gerði 1-1 jafn- tefli við Hamburg. Sören Cold- ing skoraði fyrir Bouchm þegar tuttugu mínútur veru til leiks- loka en Bernardo Romeo jafnaði með skalla tíu mínútum síðar. ■ FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Jón Arnar Magnússon er sjötti eftir fyrri daginn á sjöþrautarmótinu í Tall- in. Tékkinn Roman Sebrle er fyrstur og hefur 134 stiga forskot á Bandaríkjamanninn Bryan Clay. Í gær var keppt í fjórum greinum en í dag verður keppt í 60 metra grindahlaupi, stangarstökki og 1.000 metra hlaupi. Jón Arnar varð áttundi í fyrstu grein mótsins, 60 metra hlaupi. Hann hljóp á 7,09 sekúndum, sama tíma og í fyrra, en það gaf honum 851 stig. Bandaríkjamað- urinn Bryan Clay varð fyrstur á 6,81 sekúndu, Eistlendingurinn Kristjan Rahnu hljóp á 6,90 sek- úndum og gestgjafinn Erki Nool varð þriðji á 6,96 sekúndum. Fjórði varð Hollendingurinn Chiel Warners á 6,99 sekúndum en hann sigraði í riðlinum sem Jón Arnar Keppti í. Jón Arnar stökk 7,31 metra í langstökki og varð fimmti en Tékkinn Roman Sebrle sigraði með stökki sem mældist 7,84 metrar. Sebrle fékk 1.020 stig fyr- ir langstökkið og tók forystu sem hann hélt til loka keppninnar í gær. Jón Arnar stökk 7,13 metra á stigamóti Breiðabliks fyrir fjór- um vikum. Jón Arnar kastaði 15,95 metra í kúluvarpi og varð þriðji. Á mótinu í fyrra kastaði hann 15,08 metra en á stigamóti Breiðabliks í síðasta mánuði kastaði hann 16,07 metra. Jón Arnar fékk 848 stig fyrir kúlu- varpið og komast upp í fjórða sæt- ið samanlagt. Tomas Dvorak sigr- aði í kúluvarpinu, kastaði 16,11 metra, en Roman Sebrle var annar með 16,08 metra kast. Roman Sebrle sigraði í loka- grein dagsins, hástökkinu, en Eistlendingurinn Mikk Pahapill varð annar. Báðir stukku 2,07 metra. Jón Arnar stökk 1,95 metra og varð sjöundi. ■ STAÐA EFSTU MANNA Roman Sebrle (Tékklandi) 3.618 Bryan Clay (Bandaríkjunum) 3.484 Erki Nool (Eistlandi) 3.456 Kristjan Rahnu (Eistlandi) 3.388 Indrek Turi (Eistlandi) 3.361 Jón Arnar Magnússon (Íslandi) 3.345 Árangur Jóns Arnars í gær 60 metra hlaup 7,09 851 Langstökk 7,31 888 Kúluvarp 15,95 848 Hástökk 1,95 758 JÓN ARNAR MAGNÚSSON Sjötti eftir fyrri daginn á sjö- þrautarmótinu í Tallinn. ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR Mönchengladbach - Werder Bremen 1-2 1-0 Sverkos (51.), 1-1 Klasnic (54.), 1-2 Baumann (90.) Kaiserslautern - Köln 1-0 1-0 Lokvenc (23.) Schalke - 1860 München 0-0 Wolfsburg - Borussia Dortmund 2-4 1-0 Petrov, vsp (36.), 1-1 Jensen (43.), 1-2 Koller (45.), 1-3 Frings (53.), 1-4 Ric- ken (78.), 2-4 Baiano (87.) Hamburg - Bochum 1-1 0-1 Colding (70.), 1-1 Romeo (81.) Leverkusen - Eintracht Frankfurt 1-2 0-1 Hertzsch (21.), 1-1 Neuville (60.), 1-2 Amanatidis (77.) Hansa Rostock - Freiburg 4-1 1-0 di Salvo (7.), 1-1 Sanou (64.), 2-1 Arvidsson (76.), 3-1 Plassnegger (80.), 4-1 Tjikuzu (90.) Þýska Búndeslígan: Werder jók forskotið BOTNBARÁTTA Vratislav Lokvenc skorar sigurmark Kaiserslautern gegn Köln í gær. STAÐAN Werder Bremen 19 14 3 2 51:21 45 Stuttgart 18 11 5 2 26:7 38 München 18 10 6 2 41:20 36 Leverkusen 19 10 5 4 35:20 35 Bochum 19 8 6 5 32:23 30 Dortmund 19 8 4 7 33:28 28 Schalke 19 7 7 5 24:23 28 Wolfsburg 19 8 1 10 37:37 25 Hamburg 19 6 6 7 26:33 24 Freiburg 19 7 3 9 26:41 24 Hannover 18 6 5 7 33:39 23 1860 München 19 6 5 8 20:27 23 Hansa Rostock 19 6 4 9 28:30 22 Bor. M.gladbach 19 5 4 10 19:27 19 Kaiserslautern 19 6 3 10 22:33 18 Frankfurt 19 4 4 11 19:30 16 Köln 19 4 4 11 16:27 16 Hertha Berlin 18 2 7 9 15:37 13 Leikir í dag Hertha Berlin - Stuttgart Bayern München - Hannover

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.