Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Sátt við að vera Linda Ásgeirs Bakhliðin Á ELLÝ ÁRMANNSDÓTTUR Hvernig ertu núna? Nú ég er bara hress og kát. Hæð: 171 cm. Augnlitur: Blár. Starf: Leikkona og þáttagerðarkona. Stjörnumerki: Steingeit eins og Ingi- björg Sólrún. Hjúskaparstaða: Í sambúð. Hvaðan ertu: Reykjavík. Helsta afrek: Sjónvarpsþátturinn Krakkar á ferð og flugi. Helstu veikleikar: Kann ekki að rífast en það er grein í Vikunni núna sem nefnist Lærðu að rífast, ætti kannski að líta aðeins á hana. Helstu kostir: Að ég held jákvæð, bjartsýn og forvitin í meira lagi. Nýt lífsins og tilverunnar. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Krakkar á ferð og flugi í Sjónvarpinu. Hann er á dagskrá klukkan hálfsjö á sunnudög- um! Uppáhaldsútvarpsþáttur: Ég hlusta aðallega á Gufuna og Rás 2 og er nokk- uð sátt við þættina þar. Mestu vonbrigði lífsins: Velti mér ekki mikið upp úr vonbrigðum. Lít frekar á þau sem reynslu. Sund eða jóga: Gæti ekki lifað án sundlauganna. Keypti jógaspólu í síð- ustu viku og er svona ánægð með hana. Ég hugsa að sund og jóga sé fínn kokteill. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Forseti eins og Vigdís Finn- bogadóttir, prestur og leikkona. Skelfilegasta lífsreynslan: Þegar ekið var á mig í Lækjargötu þegar ég var sjö ára. Hver er fyndnastur? Mér finnst Óskar Jónasson alveg fyndinn. Hver er kynþokkafyllstur? Karlinn minn. Trúir þú á drauga? Nei, en á álfa og huldufólk. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Haförn á Breiðafirði. Hvort vildirðu heldur vera Nicole Kid- man eða Catherine Zeta Jones? Ég er bara sátt við að vera Linda Ásgeirs. Áttu gæludýr? Nei. Hvar líður þér best? Mér líður yfirleitt vel. Þú situr á bekk á Austurvelli og gæðir þér á appelsíni og kókosbollu þegar æstur fimm ára drengur og enn æstari faðir hans víkja sér að þér og skamma þig fyrir að boða hollusthætti en liggja sjálf í sætindum. Hvað gerir þú? Er ekki nammidagur á laugardögum? Besta bók í heimi: Sjálfstætt fólk og Íslandshandbókin – náttúra, saga og sérkenni. Næst á dagskrá: Sjónvarpsþættirnir Krakkar á ferð og flugi, Latibær, leik- hús o.fl. o.fl. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.