Fréttablaðið - 10.02.2004, Page 1

Fréttablaðið - 10.02.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 ÞRIÐJUDAGUR TVÍBLÖÐUNGAR OG PÍANÓ Þriðju tónleikarnir í tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs verða haldnir í Salnum í kvöld klukkan 20. Fram koma Eydís Franzdóttir óbóleikari, Unnur Fadila Vilhelmsdóttir píanóleikari og Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BÆTIR Í ÚRKOMU SÍÐDEGIS Það á einkum við suðvestan- og vestanlands. Heldur vaxandi vindur síðdegis, helst þó sunnan til. Þurrt lengst af á Norður- og Austurlandi. Sjá síðu 6. 10. febrúar 2004 – 40. tölublað – 4. árgangur ● með fimmu á grammy Beyonce: ▲ SÍÐA 26 Kom, sá og sigraði ● 28 ára í dag Hanni í Írafári: ▲ SÍÐA 14 Allt opið í ástarmálunum ● flytur lagið heaven Jónsi: ▲ SÍÐA 30 Keppir í Eurovision ● pistill guðjóns bergmann Bláfjöll: ▲ SÍÐA 18 Gott færi og margir gestir ATVINNURÉTTINDI Alþýðusamband Íslands hefur sent sýslumanninum á Seyð- isfirði beiðni um rannsókn á atvinnuréttind- um 226 erlendra iðnaðarmanna sem starfa á Kárahnjúkavirkjunarsvæðinu. Sjá síðu 2 ÁTÖK UM AFSLÁTT Kristinn H. Gunn- arsson sópar frumvarpi fjármálaráðherra út af borðinu. Segist hissa á sjálfstæðismönn- um að vilja afnám sjómannaafsláttar sem landsfundur hafnaði. Sjá síðu 8 SKATTASKIL Útsvar erlendra verka- manna við Kárahnjúka hefur ekki skilað sér til viðkomandi sveitarfélaga nema að örlitlu leyti. Sveitarstjórnir hafa leitað til skattayfir- valda og fjármálaráðherra vegna þessa. Sjá síðu 6 VILJA AUKA RANNSÓKNIR Þing- menn lýstu í gær vilja til að auka loðnu- rannsóknir. Þeir hvöttu sjávarútvegsráð- herra til að beita sér fyrir auknum fjárfram- lög til Hafrannsóknastofnunar. Sjá síðu 9 HEILBRIGÐISVÍSINDI Tveir vísinda- menn sem fengnir voru til þess að ritrýna tímaritsgrein um rann- sóknarniðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar lýsa yfir efa- semdum um greinina í frétt í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. Greinin, sem birtist í vísinda- ritinu Nature Genetics, skýrir frá niðurstöðum sem benda til þess að tilvist ákveðins meingens geti tvö- faldað líkur á hjartasjúkdómum hjá einstaklingum. Í fréttinni segir að dr. Richard P. Lifton, sérfræðingur í erfðum hjartasjúkdóma hjá Yale-háskóla, hafi lagt það til við ritstjórn tíma- ritsins að greininni frá deCODE yrði hafnað. Hann segir að ekki sé nægilega vel sýnt fram á orsaka- samhengi til þess að greinin sé skotheld. Dr. Christine E. Seidman hjá Harvard-háskóla segir í frétt New York Times að þótt einstakir hlut- ar rannsókna Íslenskrar erfða- greiningar standist kröfur þá séu höfundar hennar of djarftækir til ályktunar í niðurstöðukafla. Kári Stefánsson vísar þessari gagnrýni á bug í fréttinni. Þar kemur fram að búist er við að lyfjaprófanir, byggðar á rann- sókninni, muni hefjast innan skamms. ■ Samson vill sameina bankana til útrásar Vilji Björgólfs Guðmundssonar og forystu Landsbankans er að sameinast Íslandsbanka og búa þannig til stærri og öflugri banka til þess að takast á við útrás. Samkeppnis- og stjórnmálahindranir á að leysa með því að efla sparisjóði. heilsa o.fl. SIGURVISS Á KOSNINGAFUNDI John Kerry vinnur hvert ríkið á fætur öðru í forkosningum demókrata í Bandaríkjunum. Kerry sigraði í Maine á sunnudag með svipuðum yfirburðum og forkosningarnar í Michigan og Washington. Hann hefur alls unnið í tíu af fyrstu tólf forkosningum demókrata. Kosið verður í Tennessee og Virginíu í kvöld og þar er búist við jafnari baráttu. Sjá nánar á bls. 11–12 Stuðningur við ríkisstjórnina: Mælist 49% KÖNNUN Fylgi við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er nú 49% samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Ekki er merkj- anlegur munur á afstöðunni eft- ir búsetu fólks eða kyni. Fylgi við ríkisstjórnina hefur minnk- að töluvert ef mið er tekið af tveimur síðustu skoðanakönnun- um blaðsins sem gerðar voru í ágúst og október í fyrra. Í októ- ber sögðust 52,6% fylgjandi rík- isstjórninni en 58% í ágúst. Fylgistapið er níu prósentustig frá í ágúst í fyrra. sjá nánar bls. 4 46%62% VIÐSKIPTI Markmið forystu Lands- bankans með kaupum í Íslands- banka eru að sameina bankana. Forysta bankans vill með þessu ná fram hagræðingu og stærð til þess að takast á við útrásarverk- efni. Talin er nauðsyn á stærri banka til útrásar bankans sjálfs og til stuðnings við útrás ís- lenkskra fyrirtækja. Einhugur er um þessa stefnu í forystu bank- ans. Hins vegar er fráleitt búið að ryðja úr vegi öllum þeim hindrun- um sem eru á vegi bankans. Erfitt er að ímynda sér Samkeppnis- stofnun fella sig við samruna að svo stöddu. Til þess er stærð bankanna á öllum sviðum of mikil. Talið er að hægt sé að létta eign- um af bönkunum til þess að ná þeirri stærð sem gerir þeim kleift að sameinast. Hin hindrunin er pólitísk. Miðað við viðbrögð Al- þingis í málefnum sparisjóðanna má búast við andstöðu við slíka sameiningu. Samkvæmt heimildum blaðsins telur forysta Landsbankans að með því að koma eignum yfir á sparisjóðina megi slá tvær flugur í einu höggi. Með styrkingu spari- sjóðanna myndu stjórnmálamenn eiga erfiðar með því að setja sig á móti sameiningu, auk þess sem hægt væri að mæta samkeppnis- sjónarmiðum með því að efla sparisjóðina. Bankinn er tilbúinn að fórna innlendri hluteild fyrir afl til útrásar. Landsbankinn telur tækifæri til þess að hagræða enn frekar á fjármálamarkaði. Bankinn stefnir leynt og ljóst að frekari samein- ingu. Í tillögum fyrir aðalfund bankans er farið fram á heimild stjórnar til að auka hlutafé bank- ans um einn milljarð að nafnvirði. Miðað við gengi bankans eru þetta milli sex og sjö milljarðar króna. Í rökstuðningi með tillögunni kem- ur fram að stjórn bankans telji brýnt að áfram verði unnið að auknu samstarfi og samruna milli banka, sparisjóða og tryggingar- félaga. „Bankaráð Landsbanka Ís- lands hf. hefur mótað þá stefnu að Landsbankinn verði öflugur þátt- takandi í slíkum aðgerðum,“ segir í rökstuðningi með tillögunni. haflidi@frettabladid.is Fræðimenn gagnrýna deCODE: Vísindamenn of ályktanaglaðir NÆSTU SKREF Kjölfestufjárfestar Landsbankans vilja halda áfram hagræðingu í fjármálakerfinu. Þeir vilja stóran sameinaðan banka sem væri í stakk búinn að takast á við aukna útrás. Þjófur gengur laus: Stelur háhæl- uðum skóm NOREGUR Karlmaður á fertugs- aldri hefur stundað það að stela háhæluðum skóm frá konum í Stavanger í Noregi, að því er frá er greint í Stavanger Aften- bladet. Að minnsta kosti tvær konur hafa leitað til lögreglu vegna mannsins. Að sögn annarrar kvennanna bankaði þjófurinn upp hjá henni í janúar og bað um að fá að fletta upp númeri í síma- skránni. Þegar hann var farinn tók konan eftir því allir háhæl- uðu skórnir hennar voru horfnir úr forstofunni. Maðurinn sneri aftur síðar og stal fleiri skóm á meðan konan var í sturtu. Hin konan heldur því fram að maður- inn hafi fimm sinnum farið inn í íbúð hennar til að stela háhæluð- um skóm. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.