Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 2
2 10. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Nei. Ég sef mjög rólegur yfir þessu.“ Bjarni Benediktsson er neðstur þingmanna Sjálf- stæðisflokks í frelsisdeild Heimdallar. Hann hefur sautján stig í mínus en efstur er Einar K. Guðfinnsson með þrjú í plús. Spurningdagsins Bjarni, ertu nokkuð hræddur við fall- drauginn? ATVINNUMÁL „Við munum rannsaka starfsleyfismál umræddra iðnað- armanna, samkvæmt beiðni ASÍ,“ sagði Lárus Bjarnason, sýslumað- ur á Seyðisfirði, um erindi Alþýðu- sambands Íslands er varðar 226 i ð n a ð a r m e n n sem eru að störf- um á virkjunar- svæðinu við Kárahnjúka. ASÍ sendi fyr- ir helgi sýslu- mannsembætt- inu lista yfir 226 starfandi iðnað- armenn við K á r a h n j ú k a . Fara samtökin fram á að sýslu- mannsembættið kanni stöðu at- vinnurétt inda þessa fólks. Á listanum eru 95 trésmiðir, þrettán pípulagningamenn, 27 rafiðnaðar- menn, 19 vélvirkjar, 70 járniðnað- armenn og tveir málmsuðumenn. Hjá embættinu liggja einnig fyrir umsóknir um staðfestingu atvinnuréttinda frá 54 iðnaðar- mönnum. Sýslumannsembættið hefur skrifað Impregilo og beðið um frekari gögn vegna tólf þess- ara umsókna. Hinar 42 sem eftir standa eru til umsagnar hjá við- komandi iðnfélögum. „Vandamálið er það, að mér sýnist að enginn umsækjenda, utan 22 rafvirkja, komi til með að fá starfsréttindi út á þessar um- sóknir vegna þess að það fylgja þeim engi prófskírteini né nægj- anleg gögn, heldur aðeins yfirlýs- ingar frá Impregilo um að viðkom- andi hafi unnið hjá fyrirtækinu um langt skeið og séu góðir starfs- menn,“ sagði Lárus Einungis fjórir af þeim erlendu iðnaðarmönnum sem starfa á virkjunarsvæðinu hafa fengið við- urkenningu á starfsréttindum hjá embættinu, að sögn Lárusar. Spurður hvort það vekti ekki grunsemdir, að svo fáir iðnaðar- menn á svæðinu væru með stað- fest réttindi, sagði sýslumaður svo „vissulega vera“. En það væri mikið verk fyrir lítið embætti að fara í gegnum þessi mál, svo viða- mikil sem þau væru. „Vandamálið við iðnaðarstarf- semi er, að oft er einn maður með réttindi og síðan hópar manna sem vinna undir hans stjórn,“ sagði hann. Lárus sagði, að samkvæmt iðn- aðarlögunum væri það á hendi lög- reglustjóra að gefa út viðurkenn- ingu á starfsréttindum erlendra iðnaðarmanna, að fenginni um- sögn viðkomandi iðnfélaga. „Impregilo lofaði í október sl. að gera átak í að afla upplýsinga um starfsréttindi Ítalanna og Portúgalanna og leggja þær fram hjá lögreglustjóra eða sýslu- manni,“ sagði Ingvar Sverrisson hjá ASÍ og bætti við að nauðsyn- legt væri að fylgja eftirliti með starfsréttindamálum vel eftir. jss@frettabladid.is VIÐSKIPTI Fjárhagsleg endur- skiplagning Tetra Íslands er kom- in vel á veg að sögn Jóns Pálsson- ar framkvæmdastjóra. „Við vinnum að því að gera samninga bæði við lánardrottna og eins um sjálfan reksturinn. Það er endurskoðun í gangi á öll- um rekstrinum bæði hvað varðar tekjustofna og annað. Þetta er lið- ur í heildarsamningaferli sem við erum að vinna að og það er mikil- vægt að það takist að ná samning- um um þessar skuldir og það er að miklu leyti að takast,“ segir Jón. Jón segir að menn geti ekki verið vissir um framtíð félagsins fyrr en öllum samningum sé lokið en hann vonast til þess að þau mál skýrist á næstu dögum. „Við ætl- um okkur ekkert inn í framtíðina nema með bjartsýni þannig að við þurfum að klára þessi verkefni á næstu dögum,“ segir hann. Tetra rekur fjarskiptakerfi fyrir ýmsar neyðarþjónustur svo sem lögreglu og björgunar- sveitir. ■ HAMASLIÐAR Andstaða við vopnaða baráttu hefur aukist meðal Palestínumanna. Palestínumenn: Andstaða við ofbeldi JERÚSALEM, AP Stuðningur við vopn- aða baráttu fyrir sjálfstæði Palestínu hefur fallið um rúman helming frá því stuðningurinn var hvað mestur, í nóvember 2000, stuttu eftir að núverandi hrina átaka hófst. 35% styðja nú vopn- aða baráttu en 73% voru þeirrar skoðunar fyrir rúmum þremur árum. 40% vilja binda endi á of- beldið en fjórðungur svaraði ekki eða var á báðum áttum. Nær þriðjungur, eða 31%, sagðist hlynntur sjálfsmorðsárás- um en litlu fleiri, eða 35%, vildi að þeim yrði hætt. ■ Sjúkraflug til Eyja: Bráðveikur maður fluttur SJÚKRAFLUG Þyrla Landhelgisgæsl- unnar fór til Vestmannaeyja og sótti bráðveikan sjúkling í gær. Óskað var eftir flutningnum klukkan 15.30 og var þyrlan lent í Vestmannaeyjum um tveimur tímum síðar. Við flugskýli Landhelgisgæsl- unnar í Reykjavík beið sjúkrabíll sem flutti sjúklinginn á Land- spítalann klukkan 18.32 í gær. Þyrlan fór einnig í flug til Vest- mannaeyja til þess að sækja sjúk- ling síðasta föstudag. ■ Jólabækur: Bókapökk- um fjölgar lítillega BÆKUR Íslendingar fengu að með- altali 1,3 bækur í jólagjöf á síð- ustu jólum. Þetta er fjölgun frá því á árinu 2002 þegar meðaltalið var 1,2. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði fyrir Félag ís- lenskra bókaútgefenda. Í könnuninni kemur fram að fólk fær fleiri bækur að gjöf eftir því sem það er eldra og að konur fá örlítið fleiri bækur en karlar. Landsbyggðarfólk fær færri bæk- ur en þeir sem búa á höfuðborgar- svæðinu og fylgni er á milli menntun fólks og þess hversu margir jólapakkar innihalda bæk- ur. ■ Ísafjarðarbær: Samið um starfslok GÆSLA Á föstudag í seinustu viku hættu fjórir starfsmenn leikskól- ans Bakkaskjóls í Hnífsdal störf- um í kjölfar deilu sem staðið hef- ur vikum saman. Tveir starfs- mannanna sem hættu eru mennt- aðir leikskólakennarar. Fréttavef- urinn bb.is sagði frá þessu. Starfs- lokin koma í framhaldi af upp- sögnum sex starfsmanna skólans en tveir þeirra hafa þegið boð um endurráðningu. Fréttavefurinn hefur eftir Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, að þessi niðurstaða hafi fengist eftir viðræður milli bæjaryfirvalda og starfsfólks. Bæjarstjórinn upp- lýsti að gerður hefði verið starfs- lokasamningur við starfsfólkið um að það fengi greidd laun út uppsagnarfrestinn eða til næstu mánaðamóta. Hann vildi ekki upp- lýsa hve háa fjárhæð hver og einn hefði fengið umfram það sem samningar gera ráð fyrir. ■ TÖLVUVEIRA Tölvuormurinn My- Doom er kominn í efsta sæti hjá veiruvarnarfyrirtækinu Messa- gelabs á lista yfir stærstu tölvu- veirur sögunnar. Fyrirtækið hef- ur nú stöðvað um fimm milljón fleiri tölvuskeyti með þeim ormi heldur en það gerði af pósti sem sýktur var af SoBig-orminum. Sá ormur olli miklum vandræðum fyrir tölvunotendur í haust en hann eyddist sjálkrafa 10. sept- ember. Talið er að MyDoom-ormurinn muni eyðast sjálfkrafa 12. febrú- ar en sérfræðingar víða um heim hafa lýst efasemdum um að sú verði raunin. Sérfræðingar í veiruvörnum telja víst að MyDoom sé hannaður af mjög færum forriturum; jafn- vel hópi þeirra. Tilgangur veirunnar er óljós en miklar efa- semdir eru uppi um að árásir á netkerfi Microsoft og tölvufyrir- tækið SCO séu einu markmið höf- unda veirunnar. Líklegt er talið að útbreiðsla MyDoom tengist skipulagðri glæpastarfsemi og að aðilar sem senda mikið magn ruslpósts geti notað svokallaðar „bakdyr“ til þess að ná stjórn á sýktum tölvum og notað þær til þess að senda út gríðarlegt magn af órekjanlegum ruslpósti. ■ Skæður tölvuormur: MyDoom orðinn stærri en SoBig SKÆÐ TÖLVUVEIRA Sérfræðingar í veiruvörnum undrast hversu margir falla í þá gryfju að opna óþekkt við- hengi sem berast með tölvupósti frá óþekktum aðilum. Höfundar tölvuveira nýta sér slíka forvitni og geta fyrir vikið jafnvel náð stjórn á sýktum tölvum og not- að þær til að dreifa ruslpósti. FRAMKVÆMDASTJÓRI TETRA Jón Pálsson segir að endurskoðun á rekstri félagsins standi nú yfir. Tetra Ísland: Vinna að algjörri endurskipulagningu Bandaríkjaher: Skoða nýjar herstöðvar FRANKFURT, AP Sérfræðingar á veg- um Bandaríkjahers ferðast um Pólland, Búlgaríu og Rúmeníu í vikunni til að skoða hugsanlega staði fyrir nýjar bandarískar her- stöðvar í austanverðri Evrópu. Vinnan er hluti af endurskoðun á veru Bandaríkjahers í Evrópu en varnarmálaráðuneytið stefnir að því að skera niður fjölda her- manna í Evrópu og loka nokkrum herstöðvum sem komið var upp á tímum kalda stríðsins. Í staðinn á að koma upp herstöðvum í Austur- Evrópu sem eru öðruvísi upp- byggðar og ódýrari í rekstri. 80.000 bandarískir hermenn eru í Þýskalandi. ■ Atvinnuréttindi 226 manna í rannsókn Alþýðusamband Íslands hefur sent sýslumanninum á Seyðisfirði beiðni um rannsókn á atvinnu- réttindum 226 erlendra iðnaðarmanna sem starfa á Kárahnjúkavirkjunarsvæðinu. Grunur leikur á að stærstur hluti þeirra sé án viðurkennds starfsleyfis. „Vandamál- ið við iðnað- arstarfsemi er, að oft er einn maður með réttindi og síðan hóp- ar manna sem vinna undir hans stjórn. RANNSÓKN Á ATVINNURÉTTINDUM Sýslumannsembættið á Seyðisfirði hefur staðfest starfsleyfi hjá einungis fjórum iðnaðarmönum af öllum þeim skara sem vinnur við Kárahnjúkavirkjun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.