Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 8
8 10. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Evrópa Rekstur Morgunblaðsins? „Nú er ekki tími til frekari út- þenslu. Nú er tími til að treysta frekar þann rekstur sem fyrir er, þjóðfélaginu til hagsbóta.“ Leiðari Morgunblaðsins 9. febrúar. Niður með kónginn „Það á að leggja niður forseta- embættið af því að það er valdalaust og kostnaðarsamt. Það eru leifar gamla danska kóngsríkisins.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson, DV 9. febrú- ar. Stálhraustur „Ég segi eins og maðurinn, Fyrir utan það sem er að mér þá er ég stálhraustur. Magnús Bjarnfreðsson, sjötugur unglingur, Fréttablaðið 9. febrúar. Orðrétt Héraðsdómur Reykjaness: Fjársvikarar í fangelsi DÓMUR Belgískur ríkisborgari á fertugsaldri, var dæmdur í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær, fyrir fjármálamisferli. Einnig var Kongóbúi dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir sjö skjala- falsbrot. Ákæran á hendur Belganum, sem er fæddur í Kamerún, var gefin út og þingfest í gær. Hann játaði öll sín brot en hann var ákærður fyrir skjalafals, fjársvik, tilraun til fjársvika og skjalamis- notkun og var mál hans því dóm- tekið. Annar mannanna framvísaði fölsuðu vegabréfi þegar þeir komu saman hingað til lands í byrjun desember. Hinn var hand- tekinn á gistiheimili í Reykjavík daginn eftir. Þegar búið var að flytja hann til lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og verið var að kanna deili á honum framvísaði hann fölsuðu vegabréfi. Saman komu þeir hingað til lands um mánuði áður en þeir voru handteknir. Báðir viður- kenndu fyrir dómi að hafa í þeirri ferð framvísað fölsuðum vega- bréfum til að fá kennitölur hjá Hagstofu Íslands. Því næst fóru þeir í banka í Reykjavík og stofn- uðu bankareikninga á kennitölun- um. ■ Framsókn á móti Sjálfstæðisflokki Kristinn H. Gunnarsson sópar frumvarpi fjármálaráðherra út af borð- inu. Segist hissa á sjálfstæðismönnum að vilja afnám sjómannaafsláttar sem landsfundur hafnaði. STJÓRNMÁL „Svona mál á ekki að taka upp nema að undangenginni umræðu í flokkunum. Það hefði átt að boða breytingar í kosningum,“ segir Kristinn sem á mánudag tók upp á þingflokksfundi Framsókn- arflokksins frumvarp Geirs Haar- de fjármálaráðherra um afnám sjómannaafslátt- ar. Þingflokkur- inn samþykkti að óska eftir því að f r u m v a r p i ð verði tekið af dagskrá Alþing- is. Halldór Ás- grímsson, for- maður flokksins, var fjarverandi á þingflokksfundinum. Kristinn hef- ur undanfarið verið sitjandi for- maður sjávarútvegsnefndar Al- þingis í fjarveru Árna R. Árnason- ar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú kosið Guðjón Hjörleifsson sem formann nefndar- innar en Árni Ragnar tekur sæti í mennta- málanefnd. Kristinn hefur verið Sjálfstæðis- flokknum óþægur ljár í þúfu að und- a n f ö r n u . Skemmst er að minnast þess að hann barðist hat- ramlega fyrir því að línuívilnun yrði tekin upp. Kristinn er undr- andi á hugmyndaflugi sjálfstæðis- manna varðandi sjómannaafslátt- inn. „Ég er hissa á sjálfstæðismönn- um í því að ljósi að það hafði verið fellt á landsfundi þeirra að afnema sjómannaafsláttinn. Málið verður að mínu mati að fara í gegnum pólitíska umræðu í flokkunum en það hefur ekki gerst. Hver niður- staða þeirrar umræðu yrði get ég engu spáð um,“ segir hann. Kristinn segir að líklegt sé að viðhorf til sjómannaafsláttar hafi breyst frá því sem var fyrir nokkrum áratugum þegar afslátt- urinn var tekinn upp. Hann segir að margir þeirra sem njóta sjó- mannaafsláttar búi við lág laun og þá muni verulega um afsláttinn frá sköttum. „Breyting á sjó- mannafslætti myndi rýra kjör þessa hóps verulega,“ segir Krist- inn. Hann vonast til þess að hug- myndir um afnám sjómanna- afsláttarins séu að baki í bili. „Ég vona að þetta sé dautt mál. rt@frettabladid.is Munkur dæmdur til dauða: Pólitískar ofsóknir NEW YORK, AP Dómstólar í Kína hafa dæmt virtan búddamunk frá Tíbet til dauða fyrir aðild að sprengjuárás í almenningsgarði í borginni Chengdu í Kína, að sögn alþjóðlegra mannrétt- indasamtaka. Talsmenn Human Rights Watch segja að engar sannanir séu fyrir því að munkurinn Tenzin Delek Rin- poche hafi tekið þátt í að fjármagna árásina. Samtökin segja að um sé að ræða ofsóknir sem eigi sér pólitískar og trúarlegar rætur og krefjast þess að hann verði látinn laus úr haldi. Tenzin Delek, sem er lærisveinn Dalai Lama, hefur barist fyrir bætt- um kjörum almennings í Tíbet. ■ MORECAMBE-FLÓI Breskir lögreglumenn ganga fram hjá pokum með hjartaskeljum í fjörunni við Morecambe-flóa. Nítján drukknuðu við skeljatínslu: Fimm hand- teknir LUNDÚNIR, AP Breska lögreglan hefur handtekið fimm manns í tengslum við dauða nítján Kínverja sem drukknuðu þegar þeir voru að tína skelfisk í Morecambe-flóa á norð- vesturströnd Englands síðastliðinn fimmtudag. Hugsanlegt er að fimm- menningarnir verði ákærðir fyrir manndráp. 35 manns voru að tína hjartaskel í fjörunni þegar skyndilega flæddi að. Sextán björguðust en sautján karlmenn og tvær konur drukkn- uðu. Talið er að um að hafi verið að ræða ólöglega innflytjendur sem ráðnir hafi verið af breskum glæpa- samtökum. Lögreglan gerði húsleit á níu stöðum í Liverpool og lagði hald á tölvur og gögn sem talin eru tengj- ast skeljatínslunni. ■ PRINSINN Í BAM Íbúar Bam í Íran rekja raunir sínar fyrir Karli Bretaprinsi. Karl Bretaprins: Heimsótti skjálftasvæði TEHERAN, AP Karl Bretaprins fór til Bam í Íran til að hitta þá sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálft- ans sem reið yfir borgina á annan í jólum. Prinsinn hafði áður átt stuttan fund með Mohammed Khatami, for- seta í Teheran. Þetta er í fyrsta sinn í 33 ár sem einhver úr bresku konungsfjölskyld- unnar heimsækir Íran. Prinsinn skoðaði sig um í Bam og ræddi við embættismenn og borgarbúa. Yfir 41.000 manns létust og 15.000 slösuð- ust þegar jarðskjálfti, sem mældist 6,6 á Richter-skala, skók borgina. Karl Bretaprins fór í óvænta heimsókn til Basra í Írak á sunnu- dag. ■ Lagaóvissa um óhlýðni í Bolungarvík: Snjóflóðamaður á borði sýslumanns SNJÓFLÓÐAVARNIR Mál Bolvíkingsins sem neitaði um helgina að rýma hús sitt í skugga snjóflóðahættu er nú á borði sýslumanns. „Ég geri ráð fyrir kæru. Það eru ekki skýr lagaákvæði varðandi þetta mál en við munum láta á það reyna,“ segir Jóns Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík, um mál Olgeirs Hávarðarsonar, íbúa á Bol- ungarvík, sem neitaði að yfirgefa heimili sitt að Dísarlandi 10 þegar lögregla rýmdi sjö hús vegna snjó- flóðahættu um helgina. Alls var 25 íbúum gert að yfirgefa hús sín. Olgeir sem býr á skilgreindu hættusvæði, hefur um árabil staðið í deilum og málaferlum við bæjar- yfirvöld vegna uppkaupsverðs á húsinu og hefur lýst því að hann hafi neitað að yfirgefa húsið í mót- mælaskyni við framkomu bæjar- yfirvalda. Gylfi Þ. Gíslason, varðstjóri Lög- reglunnar í Bolungarvík, tilkynnti Olgeiri eftir nokkurt þóf að hann væri handtekinn fyrir að neita að rýma hús sitt í hættuástandi. Þá hlýddi Olgeir án þess að til kæmi að hann yrði færður í handjárn. „Við ókum Olgeiri til eiginkonu hans sem var á öruggu svæði. Ég mun skila sýslumanni skýrslu um þetta mál,“ segir Gylfi Þ. Snjóflóð féll á hús Olgeirs fyrir nokkrum árum. ■ BOLAFJALL Íbúi í Bolungarvík neitaði að yfirgefa hús sitt þegar lýst hafði verið yfir hættuástandi vegna snjóflóðahættu úr brattri hlíð ofan bæjarins. „Það hefði átt að boða breytingar í kosningum. SJÓMENN Skattafsláttur fyrir hvern dag á hafi úti er mörgum þyrnir í augum. KRISTINN H. GUNNARSSON Velgir samstarfs- flokknum undir uggum. STOPPA NJÓSNARA Rússneska gagnnjósnastofnunin kom upp um meira en 60 erlenda njósnara á síð- asta ári að sögn Vyacheslav Us- hakov, yfirmanns í öryggisþjónustu ríkisins, arftaka KGB. Hann segir að endir hafi verið bundinn á starf- semi 37 þeirra. LÆKNAR Í VERKFALL Fjöldi Ítala sem leituðu sér læknishjálpar í gær gripu í tómt þar sem læknar um land allt fóru í sólarhringslangt verkfall. Þúsundir farþega sem áttu bókað flug í gær urðu af því, seinkaði eða urðu að komast á leið- arenda eftir krókaleiðum því flug- menn fóru líka í verkfall. Farþegar um Leifsstöð: Metfjöldi í janúarmánuði LEIFSSTÖÐ Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp- lega 21% í janúarmánuði miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 61 þúsund farþegum árið 2003 í um 74 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmlega 19% milli ára. Farþegum sem milli- lenda hér á landi á leið yfir Norður- Atlantshafið fjölgar þó hlutfallslega enn meira eða um 28%. Farþegafjöldi í janúarmánuði hefur ekki verið svo mikill frá því mælingar hófust. ■ FIMM OG NÍU MÁNAÐA FANGELSI Báðir mennirnir viðurkenndu að hafa fram- vísað fölsuðum vegabréfum til að fá kennitölur hjá Hagstofu Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.