Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 10
10 10. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR Gerðardómur í máli fyrrverandi forstjóra: AcoTæknival sýknað GERÐARDÓMUR AcoTæknival hefur verið sýknað af öllum kröfum fyrrverandi forstjóra fyrirtækis- ins. Hann krafðist rúmlega níu milljóna króna í bætur vegna meintra vanefnda á samningum við starfslok í desember 2002. Forstjórinn fyrrverandi taldi tjón sitt felast í ýmsum greiðslum sem honum hafi borið frá AcoTæknivali, meðal annars laun- um, bifreiða- og símahlunnindum og orlofi. Helsta ágreiningsefnið laut að túlkun á starfslokum for- stjórans fyrrverandi en hann taldi að félagið hefði staðið með ólög- mætum hætti að uppsögn á ráðn- ingarsamingi hans. Í gerðardómi kemur hins vegar fram að for- stjórinn sagði sjálfur upp störfum 2. desember 2002 með sex mánaða fyrirvara miðað við 1. janúar 2003. Í dómsorði segir að að nýir aðilar hafi komið að félaginu skömmu síðar sem hluthafar. Síð- asta verk fráfarandi stjórnar hafi verið að ráða nýjan forstjóra til félagsins og það hafi AcoTækni- vali verið heimilt. Málskostnaður var felldur nið- ur en forstjóranum fyrrverandi gert að greiða útlagðan kostnað og þóknun til gerðarmanna sam- kvæmt reikningum. ■ Stríðsforseti tekst á við stríðshetju Ákvarðanir sem tveir ungir menn tóku fyrir nær fjörutíu árum verða sífellt algengari í stjórnmálaumræðu í Bandaríkjunum eftir því sem styttist í forsetakosningarnar. Spurningar um þá ákvörðun George W. Bush að fara í þjóðvarðliðið verða áleitnari samhliða því að stríðshetjan John Kerry verður öruggari um tilnefningu demókrata. Það er stundum sagt að sagan eigiþað til að endurtaka sig, þó með einhverjum breytingum sé. Fyrir tólf árum öttu kappi í for- setakosningum vestra forseti sem hafði verið heiðraður fyrir fram- göngu sína í heimsstyrjöldinni síð- ari og áskorandi sem var sakaður um að hafa komið sér undan her- þjónustu í Víetnam. Nú etja kappi forseti sem hefur verið sakaður um að nýta sér fjöl- skyldutengsl til að komast hjá herþjón- ustu í Víetnam og áskorandi sem var margheiðraður fyrir framgöngu sína í sama stríði. Ásakanirnar í garð George W. Bush, sonar hins heiðraða flugmanns George Bush, eru ekki nýjar af nál- inni. Þær heyrðust líka þegar hann keppti við Al Gore um forsetaemb- ættið. Þá rifjuðu menn upp að hann hefði farið í þjóðvarðliðið, þar sem litlar líkur voru á að hann yrði send- ur til Víetnam, frekar en að ganga í Hrossalitir: Litförótt í hættu ALÞINGI Sérfræðingar landbúnaðar- ráðuneytisins telja að hrossalitur- inn litförótt sé í ákveðinni hættu, af þeim litum sem eru skýrt skil- greindir. Þetta kemur fram í skrif- legu svari Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra við fyrir- spurn Önundar S. Björnssonar og Össurar Skarphéðinssonar á Al- þingi. Litförótt á við hesta sem skipta um lit eftir árstíðum og hafa ekki sama lit á undir- og yfirhárum. Áætlað er að innan við 1% fol- alda sem fæðast árlega beri þenn- an lit, en hann stafar af einum ríkj- andi erfðavísi og getur því ekki dulist. ■ VINNUVÉLADEILD BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Tvíréttað í hádeginu á aðeins 1.900 kr. Nýr hádegismatseðill alla þriðjudaga Matseðlar og verð á www.holt.is • • • • • • George W. Bush á tímum Víetnamstríðsins: Úr þjóðvarðliði í skóla 1968 Gengur í þjóðvarðlið Texas. Fær átta vikna frí til að vinna í kosningabaráttu. 1969 Útskrifast úr flugskóla á herflugstöðinni í Moody í Georg- íu. 1970 Lýkur bardagaþjálfun við Ellington herflugstöðina í Texas. 1971 Tekur þátt í æfingum og út- köllum hjá flugher þjóðvarðliðs- ins. Fer að vinna hjá landbúnað- arfyrirtæki í Houston. 1972 Heldur áfram æfingum í þjóðvarðliðinu. Flýgur síðast fyrir þjóðvarðliðið í apríl. Flyst til Alabama til að vinna í kosn- ingabaráttu. Fluttur í þjóðvarð- liðið þar en engin gögn um að hann hafi mætt. Sviptur flug- leyfi fyrir að missa af læknis- skoðun. Tekur þátt í æfingum á jörðu niðri á flugherstöðinni í Ell- ington frá maí til júlí. Leystur undan skyldum með sæmd hálfu ári áður en til stóð svo hann geti hafið nám í Harvard. ■ Í ORRUSTUÞOTUNNI SINNI George W. Bush var í hópi bestu nem- enda þjálfarans Maurice Udall en spurningar hafa vaknað um feril hans í þjóðvarðliðinu. GEORGE W. BUSH Í EINKENNISBÚNINGI Það fór mjög fyrir brjóstið á gagnrýnendum Bandaríkjaforseta þegar hann fékk sér far með herþotu á flugmóðurskip og var mynd- aður í einkennisbúningi flugmanns. Hann var sagður ganga of langt í að byggja upp ímynd sína sem maðurinn sem leiðir þjóð sína í gegnum stríð. ■ Þegar komið var fram á árið 1968 voru snjöllu ung- mennin hætt að fara. Þá var allt í lagi að fara ekki til Víetnam og Bush leitaði að leið til að fara ekki. MÚRINN RÍS Ísraelar héldu áfram að reisa múr milli sín og Palestínumanna í gær, á meðan hæstiréttur Ísraels fjallaði um lögmæti framkvæmdarinnar. Hér rís hann við útjaðar Jerúsalem. Foreldrar Verjum tíma með börnunum okkar. Hver stund er dýrmæt. ACO TÆKNIVAL Gerðardómur sýknaði fyrirtækið af öllum kröfum fyrrverandi forstjóra. Hann krafðist ríflega níu milljóna vegna meintra van- efnda á samningi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.