Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 10. febrúar 2004 Ferðir á vegum ríkissjóðs: Verðmæti ferðapunkta FERÐALÖG „Fjármálaráðuneytið býr ekki yfir þeim upplýsingum sem óskað er eftir né hefur upp- lýsingar á sínu forræði.“ Þetta kemur fram í svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn Jó- hanns Ársælssonar alþingis- manns um verðmæti ferðapunkta sem flugfélög veittu einstakling- um fyrir ferðir sínar á vegum rík- issjóðs árið 2002. Þar sem Flugleiðir hafa stærstu markaðshlutdeildina í ferðum, fór fjármálaráðuneytið fram á við félagið að veita upplýs- ingar er varða ferðir einstaklinga á vegum ríkisins. ■ John Kerry á tímum Víetnamstríðsins: Frá Víetnam í mótmælin 1966 Gengur í flotann að loknu námi. 1967 Fer til Víetnam, fyrst á skipi fyrir utan ströndina, síðan á hrað- bátum sem gerðu strandhögg og fóru upp ár Víetnam. Særist lítil- lega í skotbardaga. 1968 Fær sprengjubrot í læri í skotbardaga og fær viðurkenn- ingu. Önnur viðurkenning fyrir að hlaupa í land og fella ví- etnamskan hermann sem hafði skotið að bandarískum hermönn- um. Fær þriðja purpurahjartað þegar sprengja springur nærri bát hans og særir hann. Fluttur til Bandaríkjanna að eigin beiðni. 1970 Leystur undan herþjónustu með sæmd, sex mánuðum fyrr en til stóð svo hann geti sóst eftir sæti á ríkisþingi Massachusetts. Beitir sér í baráttunni gegn stríð- inu í Víetnam. 1971 Skipuleggur mótmæli gegn stríðinu og hendir viðurkenning- um sínum fyrir framgöngu í stríðinu. ■ Mannshvarf upplýst: 57 ára gamalt lík ALBANY, AP Verkamenn sem voru að grafa fyrir húsgrunni á auðri lóð í Albany í Bandaríkjunum fundu lík konu sem hvarf í nóvem- ber 1946. Líki Emmu Moccio hafði verið komið fyrir ofan í stórri tunnu en krufning leiddi í ljós að hún hafði verið kyrkt. Talið er að eiginmað- ur hennar, Ralph Moccio, hafi framið verknaðinn en hann vann á verkstæði sem eitt sinn stóð á lóð- inni. Ralph Moccio var síðar hand- tekinn og dæmdur í fangelsi fyrir að drepa aðra konu árið 1937. Hann svipti sig lífi í fangelsi. ■ Forkosningar: Enn vinnur John Kerry WASHINGTON, AP John Kerry vann forkosningar demókrata í Maine á sunnudag með svipuðum yfir- burðum og forkosningarnar í Michigan og Washington. Hann hefur því unnið í tíu af fyrstu tólf forkosningum demókrata. Kerry fékk nær helming atkvæða eða 46%. Næstur kom Howard Dean með 26% en Dennis Kuchinich varð þriðji með þrettán prósent atkvæða. John Edwards og Wesley Clark gáfu ríkið upp á bátinn og uppskáru samkvæmt því, níu og fjögur prósent atkvæða. Kosið verður í Tennessee og Virginíu í kvöld og er búist við jafnari baráttu. ■ JOHN KERRY Veifar til stuðningsmanna á fundi í Virginíu þar sem kosið verður í dag. KERRY HEIÐRAÐUR Margverðlaunaður fyrir frammistöðu sína í Víetnam þar sem hann særðist nokkrum sinnum. einhverja þá deild hersins þar sem líkur voru á að hann lenti í bardög- um. Ásakanirnar kunna hins vegar að reynast honum erfiðari nú þar sem líklegasti andstæðingur hans er margverðlaunuð stríðshetja ólíkt Al Gore sem fór að vísu til Víetnam, en sem hluti stoðdeilda hersins en ekki til að berjast. Bush hefur varið ákvörðun sína. „Ég þjónaði í þjóðvarðliðinu. Ég flaug F-102 orrustuþotu. Ég var brautskráður með sæmd,“ sagði forsetinn í viðtali á NBC-sjónvarps- stöðinni. Hann sagðist ekki gera lít- ið úr þjóðvarðliðinu enda væru margir þjóðvarðliðar að sinna skyl- du sinni í Írak. Heimsmyndin breytist fljótt „Hvað sem öðru líður fór Kerry til Víetnam en Bush ekki og það hlýtur að vera óþægileg staðreynd fyrir forseta sem hefur lagt svo mikið upp úr þjóðrækni,“ sagði Douglas Brinkley sagnfræðingur í viðtali við AP-fréttastofuna. Brinkley, sem hefur skrifað um herþjónustu Kerrys í Víetnam, seg- ir að ekki megi gera lítið úr þeim tveimur árum sem liðu frá því Kerry skráði sig í flotann þar til Bush valdi að fara í þjóðvarðliðið. Brinkley segir að þegar Kerry ákvað að gegna herþjónustu hafi ungt fólk enn séð heiminn í svart hvítu, það hafi ekki komið til greina að gegna ekki herþjónustu. „Stóra ákvörðun Kerrys var hvaða deild hersins hann ætti að ganga í. Vildi hann fara til Víetnam? Nei. En hvernig gæti hann lifað með sjálfum sér ef hann beitti brögðum til að komast hjá því að gera skyldu sína.“ Þegar kom að Bush að taka ákvörðun var heimsmyndin allt önnur sagði Brinkley. „Þegar kom- ið var fram á árið 1968 voru snjöllu ungmennin hætt að fara. Þá var allt í lagi að fara ekki til Víetnam og Bush leitaði að leið til að fara ekki.“ Ákvörðun hans kynni að hafa orðið önnur hefði hún verið tekin tveimur árum fyrr bætti Brinkley við. Á öndverðri skoðun Annað sem gerir Bush erfitt fyr- ir er að hann segist hafa verið fylgj- andi stríðinu í Víetnam þó hann hafi ekki farið þangað. Kerry, sem var margheiðraður fyrir framgöngu sína og hefur verið umvafinn félög- um úr Víetnamstríðinu í kosninga- baráttunni – þeirra á meðal einum hvers lífi hann bjargaði, hóf hins vegar baráttu gegn stríðinu fljót- lega eftir að hann sneri aftur. Hann skipulagði mótmæli og bar vitni fyrir þingnefnd, en viðurkenndi reyndar síðar að vitnisburð sinn þar byggði hann á frásögnum sem hann heyrði af atburðum sem hann sá ekki. Þjónusta í þjóðvarðliðinu var tal- in auðveldi valkosturinn við hliðina á því að fara til Víetnam og á þess- um tíma komust færri að en vildu. Bush neitar því alfarið að hafa beitt fjölskyldutengslum til að komast að. Maurice Udell, kennari Bush á herflugstöðinni í Ellington, segir sinn gamla nemanda ekki hafa notið neinna forréttinda og segir ekkert óeðlilegt við að hann hafi verið leystur undan þjónustu snemma. Hann segir Bush hafa verið einn besta nemanda sinn og að hann hafi spurst fyrir um áætlun þar sem flugmenn úr þjóðvarðliðinu voru sendir til Víetnam. Udell hafi hins vegar sagt honum að hann kæmist ekki að þar sem hann hefði fengið þjálfun á F- 102 orustuþotuna sem herinn var að taka úr notkun á þessum tíma. ■ Fréttaskýring BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON ■ skrifar um herþjónustu tveggja manna sem vilja gegna forsetaembætti í Bandaríkjunum.. Konu bjargað úr rústum fjölbýlishúss: Lá í sjö daga undir rotnandi líkum ANKARA, AP Konu á þrítugsaldri var bjargað á lífi úr rústum ellefu hæða fjölbýlishúss í borginni Konya í Tyrklandi sjö dögum eft- ir að byggingin hrundi til grunna. Yasemin Yaprakci lá föst undir rotnandi líkum við aðalinngang hússins og tók það margar klukkustundir að losa hana. „Ég skal bjóða ykkur heim í te ef þið bjargið mér héðan,“ sagði Yaprakci við björgunarmennina sem gáfu henni súrefni á meðan þeir unnu að því að ná henni út. Yaprakci var flutt þungt haldin á hersjúkrahús í höfuðborginni Ankara. Að sögn lækna er hún með innvortis blæðingar, brotin rifbein og drep. Björgunarmenn fundu einnig tíu lík í rústunum í gær og er tala látinni því komin í 85. Tuttugu manna er enn saknað en ólíklegt er talið að fleiri muni finnast á lífi. Sextán ára dreng var bjargað úr rústunum á sunnudaginn en þá hafði enginn fundist á lífi í fimm daga. ■ ÓTRÚLEG BJÖRGUN Yasemin Yaprakci var flutt með þyrlu á hersjúkrahús í Ankara. Að sögn lækna er ástand hennar mjög alvarlegt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.