Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 14
14 10. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát ■ Jarðarfarir Nelson Mandela, leiðtogiAfríska þjóðarráðsins, hafði setið í fangelsi í 27 ár þegar F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, til- kynnti á þessum degi árið 1990 að hann yrði látinn laus degi síðar. Þessi ákvörðun markaði tímamót í sögu Suður-Afríku en de Klerk hafði sett sér það markmið að af- nema kynþáttaaðskilnaðarstefn- una og gefa svörtum íbúum lands- ins kost á að taka þátt í stjórn rík- isins. Mandela varð síðar forseti Suður-Afríku enda eini svertinginn sem hafði nægt persónufylgi til þess að geta komið fram sem full- trúi allra ættbálka Suður-Afríku. Mandela var handtekinn árið 1962 og var ákærður fyrir að hafa tekið þátt í samsæri um að steypa minnihlutastjórn hvítra manna af stóli. Hann var síðan dæmdur í lífstíðarfangelsi og mátti dúsa í fangelsi til ársins 1990. Fyrst var honum haldið á Robben-eyju fyrir utan Höfða- borg þar til hann var fluttur í fangelsi á meginlandinu. Mandela er án efa frægasti fangi sögunnar en hann hafnaði öllum tilboðum um frelsi gegn því að hann færi í útlegð og varð þan- nig frelsishetja og sameiningar- tákn svartra í Suður-Afríku. ■ ??? Hver? Ósköp venjulegur heimilisfaðir. ??? Hvar? Í vinnunni. ??? Hvaðan? Fæddur og uppalinn í Bolungarvík. ??? Hvað? Í frístundum legg ég stund á lestur, tón- list og gönguferðir. ??? Hvers vegna? Þetta er áhugavert. ??? Hvernig? Ég fylgist með músík og glamra töluvert sjálfur, einna helst á gítar. ??? Hvenær? Þegar ég gef mér sjálfur tíma til þess. DONOVAN Þessi margrómaði þjóðlagasöngvari er 58 ára í dag. 10. febrúar ■ Þetta gerðist 1840 Viktoría Englandsdrottning giftist Albert prins. 1899 Herbert Hoover, 31. forseti Bandaríkjanna, gengur að eiga Lou Henry. 1933 Syngjandi símskeyti eru kynnt til sögunnar í Bandaríkjunum. 1949 Leikritið Sölumaður deyr, eftir Arthur Miller, frumsýnt á Broad- way með Lee J. Cobb og Arthur Kennedy í aðalhlutverkum. 1962 Francis Gary Powers, flugmaður bandarískrar U-2 njósnaflugvélar, er látinn laus í skiptum fyrir rúss- neskan njósnara. 1981 Tæplega 200 manns slasast og átta týna lífi í eldsvoða á Hilton- hótelinu í Las Vegas. 1999 Dómari í Bandaríkjunum skipar flugmönnum American Airlines að mæta aftur til vinnu eftir að fjöldaveikindi þeirra stöðvuðu 2.500 flugvélar og gerðu 200.000 ferðalanga að stranda- glópum. NELSON MANDELA Forseti Suður-Afríku tilkynnti að Mandela fengi frelsi en hann hafði mátt dúsa í fangaklefa í 27 ár og er án efa frægasti fangi sögunnar. NELSON MANDELA ■ F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku til- kynnir að Nelson Mandela verði látinn laus úr fangelsi. 10. febrúar 1990 10.30 Karl Friðrik Schiöth, Mávanesi 15, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju. 15.00 Sveinn Konráðsson, Háagerði 25, verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju. Emilía Björnsdóttir, Bæjargili 96, Garðabæ, lést laugardaginn 7. febrúar. Elmar Víglundsson, Ýrabakka 30, lést 8. febrúar. Kristín Ermenreksdóttir, Grýtubakka 22, Reykjavík, hefur verið jarðsett í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Nelson Mandela fær frelsi OLGEIR HÁVARÐARSON Hann sendi fjölskylduna burt en neitaði sjálfur að yfirgefa heimili sitt á Bolungarvík þegar sjö hús voru rýmd vegna snjóflóða- hættu um helgina. Heimili hans er á skil- greindu hættusvæði og hefur hann um árabil staðið í deilum við bæjaryfirvöld vegna uppkaupsverðs á húsinu. Hann neitar að yfirgefa húsið í mótmælaskyni við framkomu bæjaryfirvalda. ■ Persónan Ég vonast til að setjast undirstýrið á afmælisgjöfinni minni í ár. Ég ákvað að vera góður við mig og keypti splunkunýjan Subaru Legacy,“ segir Jóhann Bachmann trommuleikari, betur þekktur sem Hanni. Í dag fagnar hann 28 ára afmæli sínu og segist eiga von á því að fara út að borða í góðra vina hópi í kvöld. Hanni er í hinni geysivinsælu hljómsveit Írafár ásamt því að leika með Skítamóral. En hvernig gengur að samræma hljómsveit- irnar. „Það gengur ágætlega. Skítamórall spilar með hléum og tekur þá stutta túra í einu. Á meðan er Írafár í hvíld. Það er góður mórall milli hljómsveit- anna. Þetta eru yndislegir krakk- ar og sérstaklega samvinnuþýð. Komi fyrir að hljómsveitirnar eru bókaðar sömu helgi fæ ég einhvern til að hlaupa í skarðið fyrir mig í Skítamóral.“ Hann segir næsta verkefni Írafárs að leika á þorrablóti í Horsens á Fjóni sem haldið verður á föstu- dag. Auk þess að vera trommuleik- ari í tveimur hljómsveitum vinn- ur Hanni fullan vinnudag sem sölumaður hjá fyrirtækinu Link- ur. „Ég viðurkenni að sólarhring- urinn mætti vera lengri,“ segir hann hlæjandi. „Reyndar er sjald- gæft að hljómsveitirnar haldi tón- leika í miðri viku. Komi það fyrir sýna vinnuveitendur mér fullan skilning og gefa mér frí á miðjum degi. „Hann segist lukkunarpam- fíll með allt þetta góða fólk í kringum sig. Írafár á stóran aðdáendahóp og eins eru vinsældir Skítamórals miklar. Hanni segist vera minna var við ásókn aðdáenda eftir að hann varð einn og er hógværðin uppmáluð. „Ég fann meira fyrir þeim þegar ég var í sambúð með Birgittu en aðdáendurnir áttu til að koma heim til okkar. Það er nauðsynlegt að hafa báða fæturna á jörðinni og varast óraunsæið. Vinsældir vara ekki að eilífu. Ef þetta er haft í huga er eftirleikur- inn auðveldari. Mitt mottó er að lifa venjubundnu lífi og stunda vinnu reglulega.“ Það fór ekki fram hjá þjóðinni þegar Hanni og Birgitta Haukdal slitu sambúðinni. Aðspurður út í ástarmálin vildi Hanni sem minnst segja. „Vissulega horfi ég í kringum mig og hitti fólk. Það er allt opið í ástarmálum en ég tek á málum í rólegheitum og með yfir- vegun.“ ■ Bókanir á sólarlandaferðum ígegnum Netið hafa gengið vonum framar að mati Helga Ey- steinssonar, sölu- og markaðs- stjóra Úrvals-Útsýnar. Hann segir að af þrjú þúsund ferðum sem pantaðar hafa verið síðustu daga hafi helmingur verið bókaður á Netinu. „Við tókum hressilega til í netkerfinu okkar fyrir þetta tíma- bil og ljóst er að við erum komnir með vöruna sem fólk kýs að not- færa sér. Fólk vill vera í róleg- heitum heima hjá sér og kanna möguleikana.“ Netbókanir á helgarferðum hafa staðið ferðalöngum til boða undanfarin ár. Helgi segir óvissu hafa ríkt um hvort fólk væri tilbú- ið að kaupa ferðir fyrir mun hærri fjárupphæðir á Netinu. „Það er greinilegt að ekkert var að óttast. Við höfum þegar fengið fjöldann allan af bókunum á misjafnlega háu verði. Fólk virðist treysta hugbúnaðinum og örygginu varð- andi greiðslumiðlunina sem ligg- ur að baki. Við hvetjum fólk að kynna sér málin á Netinu.“ Úrval-Útsýn býður upp á nýjan áfangastað í sumar. Um er að ræða Costa del Sol á Spáni sem mörg undanfarin ár hefur verið vinsæll áfangastaður. Helgi segir flug til Spánar gefa ferðalöngum tækifæri á að ferðast til fleiri staða. „Fólk getur búið sér til sitt eigið sumarfrí með skemmtileg- um hætti. Sem dæmi er möguleiki á að gista viku á Spáni, keyra síð- an nokkra klukkutíma til Algarve á Portúgal og fljúga þaðan heim. Eftirspurn fólks í að skipuleggja sína eigin ferðir hefur aukist og við urðum að mæta henni.“ ■ Sigurbergur Sigsteinsson, íþróttakenn- ari og fyrrum landsliðsmaður í hand- bolta, er 56 ára í dag. Afmæli JÓHANN BACHMANN er 28 ára í dag. Gefur sjálfum sér bíl í afmælisgjöf. HELGI EYSTEINSSON Helgi segir bókanir á Netinu skila sér í lægra verði til neytenda. „Þegar fram í sækir get ég fullvissað íslenska ferðalanga um að verðið lækki enn meira með tilkomu Netsins en aukin notkun þess þýðir meiri hagræðingu í rekstri. Verðið er alltaf lægst á Netinu.“ Ferðalög HELGI EYSTEINSSON Markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar segir ljóst að Íslendingar hafi yfirstigið óttann við að bóka utanlandsferðir á Netinu. Sólarlandaferðir bókaðar á Netinu Með báða fætur á jörðinni JÓHANN BACHMANN (HANNI) Hanni fæddist í Vestmannaeyjum en ólst upp á Selfossi. Hann segist eiga hlýjar minningar það- an. „Ég myndi vilja ala börnin mín upp í byggðar- lagi í nágrenni við Reykjavík. Það sem einkennir þessi byggðarlög eru rólegheit og þar þykir af- slappað að ala upp börn. Mín tilfinning er sú að foreldrar í Reykjavík séu smeykir um börnin sín. Í dag er ég búsettur í Kópavogi og líður vel þar.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.