Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 26
■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir japönsku kvikmyndina Tokyo Monogatari eftir Yasujiro Ozu frá árinu 1953 í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnar- firði. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Strengjakvartettinn Húgó flytur György Kurtág, Hafliða Hallgríms- son, Hauk Tómasson og Béla Bartók á tónleikum Myrkra músíkdaga í Ými við Skógarhlíð.  20.00 Þriðju tónleikarnir í tón- leikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs verða haldnir í Salnum. Fram koma Eydís Franzdóttir óbó- leikari, Unnur Fadila Vilhelmsdóttir píanóleikari og Kristín Mjöll Jakobs- dóttir fagottleikari. Yfirskrift tónleik- anna er Tvíblöðungar og píanó. ■ ■ FUNDIR  Samstarfshópurinn Náum áttum heldur fræðslufund á Grand Hóteli Reykjavík undir yfirskriftinni Hvað mót- ar ábyrgan einstakling? Fjallað verður sérstaklega um áhrif persónuleika, for- eldra og samfélagsins í þessu samhengi. Byrjar kl. 8.30. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. 26 10. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 7 8 9 10 11 12 FEBRÚAR Þriðjudagur SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 kl. 8 B i 16 áraMYSTIC RIVER kl. 10 B i 14 áraTHE LAST SAMURAI kl. 6 M. ÍSL. TALIBJÖRN BRÓÐIR kl. 6 og 8KALDALJÓS BJÖRN BRÓÐIR kl. 4 og 6 M. ÍSL. TALI BJÖRN BRÓÐIR kl. 4 og 8 M. ENSKU TALI THE HAUNTED MANSON kl. 4, 6, 8 og 10 kl. 10ÓHAPPADAGUR kl. 10.30ÓVINURINN kl. 8HEIMUR FARFUGLANNA kl. 6EVRÓPUGRAUTUR FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ kl. 5.30, 8, og 10.30LOVE ACTUALLY kl. 3.40 M/ÍSL TALILOONEY TUNES kl. 3.50 M/ÍSL TALIFINDING NEMO kl. 6HONEY SÝND kl. 5.45, 8 og 10.30 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 8 og 10.30 SÝND kl. 4, 8 og 10.40 kl. 3.45, 5.50 og 10.15UPTOWN GIRLS SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 4 & 8 SÝND Í LÚXUS kl. 5 & 9 TILNEFND TIL 4 ÓSKARSVERÐLAUNA ✩✩✩ Kvikmyndir.com ✩✩✩ Kvikmyndir.com ✩✩✩1/2 SV MBL ✩✩✩✩✩ BÖS FBL ✩✩✩ Kvikmyndir.com ✩✩✩ ÓTH Rás 2 ✩✩✩1/2 SV MBL ✩✩✩✩ Kvikmyndir.com SÝND kl. 8.15 og 10 B i 14 ára EINGÖNGU SÝND Í VIP kl. 5 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B. i. 12 ára Erótísk og ögrandi ✩✩✩ H.J.M Mbl. ✩✩✩ ÓTH rás 2 ÚTSALA 30-50% afsl. Undirfataverslun. Síðumúla 3 Sími: 553 7355 opið virka daga kl: 11-18 Laugard. kl: 11-15 Tvíblöðungar og píanó ■ TÓNLEIKAR Við byrjuðum að spila saman1997,“ segir Kristín Mjöll Jak- obsdóttir fagottleikari, sem skipar tríóið ásamt Eydísi Franzdóttur óbó- leikara og Unni Fadilu Vilhelmsdótt- ur píanóleikara. Tríó með fagott, óbó og píanó verður að teljast nokkuð óvenjulegt enda segir Kristín að þetta sé eina tríóið sinnar tegundar á Íslandi, auk þess sem þær haldi ekki tónleika saman nema í mesta lagi einu sinni á ári til að vera alltaf með eitthvað nýtt á dagskránni. „Fyrir svona lítinn hóp áhorfenda getum við ekki alltaf verið að spila það sama en tónbókmenntirnar fyrir okkur eru ekki það miklar.“ Meðal verka á tónleikunum er frumflutningur hér á landi á Tónlist fyrir óbó, fagott og píanó eftir Petr Eben og Í svefnrofadraumi fyrir óbó, fagott og píanó eftir Svein Lúð- vík Björnsson sem sérstaklega var skrifað fyrir tríóið. Tónleikunum lýkur með Tríói Francis Poulenc frá árinu 1926 sem er afar vinsælt til flutnings og segir Kristín það sýna að tónlist Poulenc er full af glensi og gríni milli syngjandi fallegra lag- lína. Tónleikarnir eru liður í tónleika- röð kennara Tónlistarskóla Kópa- vogs og er þetta í fjórða árið sem slíkir tónleikar eru haldnir. „Þetta er vettvangur fyrir kennara að spila því þeir þurfa líka að halda sér við. Einnig er þetta notað til að hvetja nemendur til að koma og hlusta á kennarana sína. Það er búið að und- irbúa nemendur í tónfræðitímum með því að láta skorin fá nóturnar og vonandi verður það þeim hvatn- ing til að koma og hlusta.“ Hún bæt- ir því reyndar við að ólíkt þver- flautu, píanói og saxófón þá séu óbó og fagott ekki í tísku meðal nem- enda, þó svo óbóið sé að vinna nokk- uð á. „Fagott gengur svolítið illa. Þetta er dýrt hljóðfæri en einnig er það svo að þegar fáir eru að læra á hljóðfæri þá eru það færri sem hefja nám.“ ■ EYDÍS FRANZDÓTTIR, KRISTÍN MJÖLL JAKOBSDÓTTIR OG UNNUR FADILA VILHELMSDÓTTIR Halda tónleika í Salnum í Kópavogi klukkan 20. Þær leika verk fyrir óbó, fagott og píanó, þar á meðal verk eftir Svein Lúðvík Björnsson sem er sérstaklega samið fyrir þær. BEYONCE Átti fullt í fangi með Grammy-verðlaunagripina sem hún fékk á sunnudagskvöldið. Beyonce með fimmu á Grammy TÓNLIST Söngkonan Beyonce Know- les vann fimm Grammy-verðlaun á sunnudagskvöldið. Þar á meðal var slagarinn Crazy in Love valið sem besta r&b-lagið, plata hennar, Dangerously in Love, besta r&b- platan og hún sjálf besta r&b- söngkonan. Beyonce virtist upp með sér og sagði að það eitt að fá að syngja á hátíðinni hefði verið nægilega mikill heiður fyrir sig. Sigur Rós, sem tilnefnd var í tveimur flokkum, og Björk Guð- mundsdóttir, sem tilnefnd var í einum, unnu ekki. Luther Vandross fékk fernu en var ekki á staðnum þar sem hann er að jafna sig eftir heilablóðfall. Outkast fengu þrennu og Alison Krauss þrenn verðlaun. Coldplay tóku við verðlaununum fyrir bestu smáskífuna fyrir lagið Clocks og notuðu tækifærið til þess að óska John Kerry vel- gengni í komandi forsetakosning- um. Hátíðin fór fram í Los Angeles og var mjög stjörnum prýdd. Veitt eru verðlaun í 105 flokkum og eru mörg verðlaun afhend löngu áður en sjónvarpsútsend- ingin hefst. George Harrison og Johnny Cash var minnst með sérstakri viðurkenningu. ■ OUTKAST Það er alltaf stuð hjá piltunum í OutKast. Big Boi og Andre 3000 unnu þrenn verð- laun. Meðal annars fyrir bestu plötu og besta „alternative-lagið“ fyrir Hey Ya!. JUSTIN TIMBERLAKE Fékk verðlaun fyrir besta flutning karllista- manns og bestu söngplötu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.