Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 MIÐVIKUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HELDUR MEIRI VINDUR Í DAG Aðalúrkomusvæðið er við suðurströndina en teygir sig til Reykjavíkur þegar líður á daginn. Mesti vindurinn við suðaustur- ströndina, annars staðar hægari. Sjá síðu 6 11. febrúar 2004 – 41. tölublað – 4. árgangur ● keppir til verðlauna Þorvaldur Þorsteinsson: ▲ SÍÐA 30 And Björk of course... ● 64 ára í dag Kári Jónsson: ▲ SÍÐA 16 Á vaktinni í 42 ár ● en gleymir ekki innri manni Ruth Reginalds: ▲ SÍÐA 30 Breytir útlitinu ● unglingar á ferð og flugi ● stærðfræðidagur fjölskyldunnar Jónas Gunnarsson: ▲ SÍÐUR 18-19 Allar dyr opnar FJARSKIPTI Í UPPNÁMI Tetra Ísland slökkti síðdegis í gær á 16 af 29 sendum sínum í kjölfar viðbragða dómsmálaráð- herra sem taldi ekki forsendur fyrir hækkun greiðslna til fyrirtækisins. Sjá síðu 2 SPRENGJUÁRÁS Um 50 Írakar létust í gær í sprengjuárás við lögreglustöð. Fjöldi manna hafði stillt sér upp fyrir framan lög- reglustöðina þegar árásin var gerð og hugðist sækja um vinnu. Sjá síðu 2 ÆFINGASVÆÐI KR Borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins leggur til að SÍF-lóðin við Keilugranda verði tekin undir æfingasvæði fyrir KR í stað þess að byggja þar háhýsi. Þá vill hann kanna kosti landfyllingar við Sörla- skjól. Sjá síðu 4 SKATTSKIL Ekki fæst uppgefið hvort ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hefur staðið skil á staðgreiðslu af launum erlendra starfsmanna við Kárahnjúka til ríkisins. Sjá síðu 8 FEGRUNARAÐGERÐIR Útlitsbylting Ruthar Reginalds í beinni sjón- varpsútsendingu í sjónvarpsþættin- um Íslandi í bítið hefur vakið gríð- arlega athygli. Kostnaður við að bylta útliti gömlu barnastjörnunnar með sprautum og skurðaðgerðum er talinn vera um fimm milljónir króna en hún mun fá sérstaka með- ferð á húð, tönnum, nef hennar verður rétt og barmi hennar verður bifað með nýrri fyllingu í brjóst. En Ruth er ekki sú eina sem gengur í gegnum lýtaaðgerð fyrir augum þjóðarinnar því nú hefur móðir hennar, Ríkey Ingimundar- dóttir myndlistarkona ákveðið að feta sömu slóð og ætlar einnig í fegrunaraðgerð fyrir augliti þjóð- arinnar. Ríkey mun þó ekki ætla að gangast undir skurðaraðgerð eins og dóttirin heldur gengst hún und- ir náttúrlega fegrunaraðgerð í beinni útsendingu í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 sem sendur er út klukkan 18.30 í kvöld. Það er Húðfegrunarstofan sem annast aðgerðina á Ríkey sem felst í því að efni verður sprautað inn í hrukkur hennar sem þannig hverfa væntanlega sem dögg fyr- ir sólu. Díana Oddsdóttir hjúkrunar- fræðingur annast aðgerðina sem hún segir vera hættulausa. „Okkar einkunnarorð eru „húð- meðferð án skurðaðgerðar“. Við skerum ekki en beitum aðferð á borð við gelísprautun. Gelið er náttúrlegar fjölsykrur sem skaða ekki,“ segir Díana. Sjá nánar á bls. 30 Verkamenn segja VG á algjörum villigötum Óánægjuhópar 40 félaga VG komu saman til fundar í Hafnarfirði og Reykjavík. Telja flokkinn vera fyrir efri millistétt og ekki sjá út fyrir háskólalóðina. Stofnfélagar segja „Svavarsvæðingu“ VG vera í algleymingi. nám o.fl. FUNDUR STOFNFJÁREIGENDA SPARISJÓÐS REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri segir að þeir sem töluðu á fundinum í gær hefðu almennt verið sammála um að Alþingi hefði hagað sér með sérkennilegum hætti undanfarna viku. Á fundinum var samþykkt tillaga um að kanna það hvort unnt sé að taka upp samstarf við hina viðskiptabankana á rekstrarlegum forsendum. Fundur SPRON: Kanna bótarétt SPRON Stjórn Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis mun kanna hvort sparisjóðurinn eigi bótarétt á hendur ríkinu vegna nýsam- þykktra laga sem komu í veg fyrir sameiningu SPRON og KB-banka. Þetta var samþykkt á fundi stofn- fjáreigenda síðdegis í gær. Guðmundur Hauksson spari- sjóðsstjóri segir fullsnemmt að segja hvenær niðurstaða fáist í málið. Farið verði ofan í saumana á því á næstunni. Hann segir að á fundinum hafi stuðningsyfirlýsing við stjórnina verið samþykkt ein- róma. Jafnframt hafi verið harmað að Alþingi skyldi hafa gripið inn í sameiningaráformin og þannig komið í veg fyrir að öflugasti menningar- og líknarmálasjóður landsins verði settur á laggirnar. „Þeir sem töluðu voru almennt þeirrar skoðunar að Alþingi hefði hagað sér með sérkennilegum hætti,“ segir Guðmundur. ■ STJÓRNMÁL Nálægt 40 félagar í Vinstrihreyfingunni grænu fram- boði komu saman til fundar í Hafnarfirði laugardaginn 31. jan- úar og í Reykjavík á sunnudegin- um 1. febrúar til að ræða um þá stöðu innan VG að flokkurinn hafi verið að færast frá upphaflegum hugsjónum og sé orðinn flokkur þeirra sem tilheyra efri millistétt. Jóhannes Ragnarsson, verkamað- ur í Ólafsvík og einn stofnenda VG, var einn fundarmanna sem komu af Vesturlandi, Norðurlandi og af höfuðborgarsvæðinu. Meðal annarra sem sátu fundina voru Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur og Ólafur Þ. Jónsson, fyrrum vitavörður og þekktur sem Óli kommi. Jóhannes, sem var stjórnarmaður VG á Vestur- landi, segir gríðarlega óánægju vera innan flokksins. „Fundarmenn voru sammála um að flokkurinn væri á algjörum villigötum. Stór hluti fólks sem var meðal stofnenda taldi sig vera að ganga til liðs við sósíalískan, verkalýðssinnaðan flokk. Þróunin hefur orðið sú að flokkurinn hefur komið fram sem efri millistéttar- flokkur sem hefur ekki sjónarsvið út fyrir háskólalóðina,“ segir Jó- hannes. Hann segir að flokksforystan hafi lagt mikla áherslu á eitthvert fyrirbæri sem kallist feminismi. „Um er að ræða stéttarbaráttu efri millistéttarkerlinga um að njóta sömu launa og karlar í svip- uðum stöðum. Þar er verið að tala um laun sem leika á bilinu 350 til 500 þúsund krónur á mánuði og er eitthvað sem kemur almennu verkafólki ekki við,“ segir Jó- hannes. Hann segir að Vinstri grænir séu komnir víðsfjarri upphafleg- um hugsjónum og „Svavarsvæð- ingin“ sé í algleymingi innan flokksins. Þar vísar hann til þess að Svavar Gestsson, sendiherra og fyrrum formaður Alþýðu- bandalagsins, hafi of mikil áhrif ásamt ættingjum sínum en verka- lýðurinn sé vart lengur inni í myndinni. „Óánægjan er mun al- mennari en kom fram hjá þessum hópum. Við munum áfram reyna að þoka flokknum til vinstri en það eru uppi raddir um að takist það ekki þá sé eins gott að VG verði deild innan Samfylkingar,“ segir Jóhannes. Hafsteinn Hjartarson, fyrrver- andi formaður VG í Kópavogi, tekur í sama streng og Jóhannes. „Flokkurinn verður að halla sér að upphaflegum hugsjónum. Ann- ars lifir hann ekki,“ segir Haf- steinn. Ögmundur Jónasson alþingis- maður segist ekki þekkja til fundahaldanna í Hafnarfirði og Reykjavík nema af afspurn. „Ef menn telja ástæðu til að okkur sem sitjum á þingi sé haldið betur við efnið þá kveinka ég mér ekki undan því. Þá einstaklinga sem þú nefnir þekki ég af góðu einu og sem harðduglega baráttujaxla sem vilja okkar hreyfingu allt hið besta,“ segir Ögmundur. rt@frettabladid.is Stórfelld útlitsbreyting á gömlu barnastjörnunni: Mamman líka í lýtaaðgerð UNDANÚRSLIT Í SS-BIKAR Í HANDBOLTA KA og Víkingur mætast í KA-heimilinu á Akureyri klukkan 19.15 en kl. 20 mætast svo Valur og ÍBV í Vals- heimilinu. Einn leikur verður í REMAX- deild kvenna í handbolta. Valur og ÍBV mætast í Valsheimilinu kl. 18. RÍKEY INGIMUNDARDÓTTIR Fyllt verður í hrukkurnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.