Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 2
2 11. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR „Það kemur fyrir, en ég get nú samt ekki sagt oft.“ Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknar- flokksins, sagðist í Fréttablaðinu í gær vera hissa á að sjálfstæðismenn vildu afnema sjómannaafsláttinn. Spurningdagsins Kristinn, ertu oft hissa á sjálfstæðis- mönnum? Tugir farast í enn einni sprengjuárás Um 50 Írakar, flestir óbreyttir borgarar, létust þegar sprengjuárás var gerð við lögreglustöð. Fjöldi manna hafði stillt sér upp fyrir framan lögreglustöðina þegar árásin var gerð og hugðist sækja um vinnu. ÍRAK Um fimmtíu manns létu líf- ið og jafnmargir særðust í enn einni mannskæðu sprengju- árásinni í Írak. Sprengjuárásin í gær var gerð við lögreglustöð í Iskandariyah, 50 kílómetra sunnan höfuðborgarinnar Bagdad. Flestir þeirra sem lét- ust voru óbreyttir borgarar en fjöldi manns sem ætlaði að sækja um vinnu hjá lögreglunni hafði raðað sér upp fyrir framan lögreglustöðina. Lík, líkamsleifar og sárt fólk lá út um allt fyrir framan lög- reglustöðina eftir sprenginguna. „Það var ekki eitt lík í heilu lagi,“ sagði einn sjónvarvottur. „Þetta var s j á l f s - morðsárás og heigulsverk,“ sagði Abdul Ra- him Saleh, yfir- maður lögregl- unnar í Iskandariyah, við AP. Sprengjan sprakk þegar pallbíl, sem talið er að hafi verið hlaðinn sprengiefnum, var keyrt fram hjá lögreglustöðinni. Árásin í gær er önnur árásin frá mánaðamótum þar sem tugir manna farast. 1. febrúar létust 109 manns þegar tvær sjálfs- morðsárásir voru gerðar í kúrdísku borginni Irbil. Á einum og hálfum mánuði fyrir þann tíma höfðu þrjár sjálfsmorðsárásir kostað nær 20 manns lífið. Árásin í gær kemur degi eftir að bandarískir embættismenn birtu bréf sem þeir sögðust hafa náð af sendiboða al-Kaída í síð- asta mánuði. Þar var þess farið á leit að hryðjuverkamenn hjálp- uðu til við að hefja borgarastríð milli súnní- og sjíamúslima til að grafa undan hersetustjórn Bandaríkjanna og væntanlegri forystusveit Íraka. Yfirmenn í setuliðinu hafa varað við því að árásum eigi eft- ir að fjölga eftir því sem nær dregur valdaafsali Bandaríkja- manna. Þegar Saddam Hussein var handtekinn um miðjan desem- ber töldu margir þjóðarleiðtog- ar og stjórnmálamenn á Vestur- löndum að úr því færi að draga úr árásum. Þessu var reyndar mótmælt af öðrum. „Ég held að mestmegnis sé þetta hluti af valdabaráttu í Írak. Þessi valdabarátta kemur til með að halda áfram. Óróinn mun halda áfram í Írak og ofbeldið væntanlega líka,“ sagði Magnús Þorkell Bernharðsson, lektor í sögu Miðausturlanda, í viðtali við Fréttablaðið um það leyti og hefur reynst sannspár. ■ Fjarskipti lögreglu og slökkviliðs: Slökkt á helming senda FJARSKIPTI Tetra Ísland slökkti síðdegis í gær á 16 af 29 sendum sínum í kjölfar viðbragða dóms- málaráðherra sem taldi ekki for- sendur fyrir hækkun greiðslna til fyrirtækisins að svo stöddu. Tetra hefur rekið samskiptakerfi sem meðal annars er notað af slökkviliði og lögreglu. Jón Páls- son, framkvæmdastjóri Tetra Ís- lands, segir félagið hafa haldið úti nærfellt tvöfalt meiri þjón- ustu en þjónustusamningur við ríkið hafi kveðið á um. „Við ákváðum í ljósi stöðu fyrirtækis- ins að loka sextán sendum,“ segir Jón. Tetra vísar allri ábyrgð af áhrifum lokunarinnar á starf- semi viðbragðsaðila á hendur dómsmálaráðherra. Tetra er að 46% hlut í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, en Lands- virkjun á 29% og bandaríska fyrir- tækið Motorola á fimmtungs hlut. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, segir vilja hjá eig- endum til þess að standa við bakið á fyrirtækinu. Skuldir Tetra eru um 750 milljónir og talið að það þurfi að lækka þær um 400 millj- ónir til þess að koma því í starf- hæft ástand. Núverandi gjaldskrá ríkisins stendur ekki undir kostn- aði við reksturinn. Jón Pálsson segir unnið að því að semja við lán- ardrottna, en stærsti einstaki lánardrottinn fyrirtækisins sem ósamið er við er Landssíminn. Stjórnarfundur er hjá Tetra Íslandi í hádeginu í dag, þar sem metið verður hvort farið verði með fyrirtækið í gjaldþrot. ■ Ráðherra sakaður um rangindi: Skattskyldan alveg skýr SKATTAMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, sakaði Geir H. Haarde fjármála- ráðherra um að hafa gefið rangt og villandi svar við fyrirspurn um skattgreiðslur erlendra fyrir- tækja við Kárahnjúkavirkjun. Ekki náðist í Geir í gær en Ragnheiður Elín Árnadóttir, að- stoðarmaður ráðherra, segir svar- ið hafa verið fyllilega í samræmi við fyrirspurnina. Spurt hafi verið um lagalega skattskyldu fyrir- tækja og hún liggi alveg klár fyrir og það hafi verið útskýrt í svarinu. „Þegar ráðherra segir engin vandamál vera uppi þá meinar hann að það eru engin vandamál í því að skilgreina skattskyldur fyrirtækjanna. Ef það eru hins vegar einhverjir framkvæmda- legir meinbugir er varða inn- heimtuna þá er það skattayfir- valda að fást við það. Ráðherra getur ekki tjáð sig um skatt- greiðslur einstakra fyrirtækja, honum er það ekki heimilt.“ Steingrímur J. óskaði eftir því að ráðuneytið myndi endurvinna svarið. Ragnheiður Elín segir að það verði ekki gert. ■ Trúarleg tákn bönnuð: Frumvarpið samþykkt FRAKKLAND Lagafrumvarp sem bannar trúarleg tákn í klæðnaði í frönskum skólum var samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða á franska þinginu. Franska öldungadeildin mun fjalla um frumvarpið í mars. Bannið nær meðal annars til slæða íslamskra kvenna, kollhúfna gyðinga, túrbana og stórra skartgripa með trú- artáknum. Frumvarpinu hefur verið mótmælt um allan heim en fylgis- menn þess segja að markmiðið sé að nemendur í frönskum skólum geti lif- að í sátt og samlyndi óháð því hvaða trúarbrögð þeir aðhyllist. Um 70% frönsku þjóðarinnar eru fylgjandi frumvarpinu, að því er talið er. ■ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra: Undrast ákvörðunina TETRA „Ríkið á í viðskiptum við fyrirtæki, sem er komið í fjár- þröng og getur ekki staðið við skuldbindingar gagnvart lánar- drottnum sínum,“ segir Björn Bjarnason um ákvörðun Tetra Íslands að slökkva á helmingi senda sinna. „Ríkið setur ákveð- in skilyrði, þegar þess er krafist af því, að það greiði hærra en umsamið verð. Þegar þessum skilyrðum er ekki fullnægt, tek- ur fyrirtækið sig til og slekkur einhliða á tækjabúnaði sínum og raskar viðkvæmri starfsemi lögreglu, slökkviliðs og sjúkra- liða og kennir síðan kaupanda þjónustunnar um þá einhliða ákvörðun. Hafi hún verið tekin af stjórn fyrirtækisins og með vitund eigenda þess, Lands- virkjunar og Orkuveitu Reykja- víkur, stærstu orkuveitenda landsins, sem eiga að starfa með hið mesta öryggi að leiðarljósi, vekur það óneitanlega undrun og veldur því, að ekki einungis fjárhagslegar forsendur fyrir rekstri fyrirtækisins hljóta að skapa öryggisleysi hjá við- skiptavinum þess“ ■ BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Þingholt Veislusalur fyrir öll tilefni Spennandi matseðlar og veitingar Skoðið verðið á www.holt.is • • • • • • • • • Eigendur Littlewoods að kaupa Daily Telegraph: Verslanakeðja kaupir dagblöð VIÐSKIPTI Bræðurnir Sir Frederick og Sir Davis Barcley, sem eiga smásölukeðjurnar Littlewoods og GUS, þykja líklegastir til að kaupa Hollinger, fyrirtækið sem á um 200 dagblöð í þremur heims- álfum, þeirra á meðal Daily Tel- egraph í Bretlandi, Chicago Sun- Times í Bandaríkjunum og Jerusalem Post í Ísrael. Auk þeirra á fyrirtækið breska viku- blaðið The Spectator. Stjórn Hollinger Inc, fyrirtæk- is Conrads Black helsta eiganda blaðanna, hefur samþykkt að mæla með sölunni. Stjórn dóttur- félagsins Hollinger International, en Hollinger Inc á ráðandi hlut í því, hefur þó höfðað mál til að koma í veg fyrir söluna. Hollinger Inc á 30% hlutafjár í Hollinger International en ræður rúmlega 70% atkvæða í fyrirtækinu og því ljóst að sá sem ræður fyrirtæki Conrads Black hefur töglin og haldirnar í Hollinger International. Barcley-bræðurnir munu ætla að halda í bresku blöðin en selja önnur blöð. Fleiri hafa lýst áhuga á að kaupa útgáfuna, Richard Desmond, eigandi dagblaðsins Daily Express, og fjárfestingar- félagið Collins Stewart. ■ SÖGULEGT HANDABAND Tony Blair, forsætisráðherra Breta, tekur í höndina á Abdel-Rahman Shalqam, utanríkisráðherra Líbíu. Sögulegur fundur: Blair mun hitta Gadhafi LUNDÚNIR, AP Tony Blair, forsæt- isráðherra Breta, átti sögulegan fund með Abdel-Rahman Shalqam, utanríkisráðherra Líbíu, í Lundúnum í gær. Stefnt er að því Blair hitti Moammar Gadhafi, leiðtoga Líbíu, eins fljótt og auðið er, að sögn Jacks Straw, utanríkisráðherra Breta. „Þetta er svo sannarlega söguleg heimsókn,“ sagði Straw en þetta er í fyrsta sinn í 35 ár sem utanríkisráðherra Líbíu heimsækir Bretland. Straw tók undir þau orð Shalqam að tekið hefði verið stórt skref í átt að því að koma á traustu stjórn- málasambandi milli Líbíu og Bretlands. ■ DAILY TELEGRAPH Blaðið sem Barcleybræður sækjast mest eftir er The Daily Telegraph en kaupa The Spectator í leiðinni. JÓN PÁLSSON Framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Tetra Ísland segir slökkt á sendum í ljósi stöðu fyrirtækisins. Ábyrgðinni er vísað á dómsmálaráðuneytið. ÆTTINGI SYRGÐUR Konur gráta ættingja sinn sem lést í sprengjuárásinni á lögreglustöð í Iskandariyah, 50 kílómetra suður af Bagdad. „Það var ekki eitt lík í heilu lagi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.