Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 6
6 11. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 68.11 -0.10% Sterlingspund 127.26 0.44% Dönsk króna 11.67 0.18% Evra 86.97 0.17% Gengisvísitala krónu 119,70 0,38% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 425 Velta 7.144 milljónir ICEX-15 2.377 0,04% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 433.433 Líf hf 266.395 AFL fjárfestingarfélag hf. 263.599 Mesta hækkun Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 4,81% Kaupþing Búnaðarbanki hf. 1,80% Kaldbakur, fjárfestingarfélag hf 1,74% Mesta lækkun Þorbjörn Fiskanes hf. -5,00% Landsbanki Íslands hf. -2,14% Eimskipafélag Íslands Hf. -1,72% Erlendar vísitölur DJ* 10.616,3 0,3% Nasdaq* 2.073,7 0,6% FTSE 4.404,9 -0,7% DAX 4.110,8 0,3% NK50 1.319,2 -0,1% S&P* 1.143,6 0,3% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hvaða söngvari hefur verið valinn tilað keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár? 2Hvað heitir tölvuvírusinn sem er kom-inn í efsta sætið hjá veiruvarnafyrir- tækinu Messagelabs? 3Hvað heitir söngkonan sem vann tilfimm Grammy-verðlauna á sunnu- dagskvöld? Svörin eru á bls. 30 Talsmaður Impregilo segir misskilning á ferðinni: Stór hluti þarf engin prófskírteini ATVINNUMÁL „Það virðist vera á ferðinni misskilningur hjá verka- lýðshreyfingunni, því það liggur fyrir að stór hluti þeirra manna sem þeir óska eftir rannsókn á eru sérhæfðir verkamenn, en alls ekki iðnaðarmenn,“ sagði Ómar R. Valdimarsson, talsmaður ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo, um rannsóknarbeiðni ASÍ. „Það liggur fyrir að hafið er staðfest- ingaferli vegna starfréttinda 10–20 iðnaðarmanna til viðbótar.“ Í viðtali við sýslumanninn á Seyðisfirði í blaðinu í gær kom fram að ASÍ hefur sent embætti hans beiðni um rannsókn á stað- festum atvinnuréttindum 226 iðn- aðarmanna sem vinni á Kára- hnjúkasvæðinu. Embættið hefur aðeins staðfest atvinnuréttindi fjögurra iðnaðarmanna þar, enn sem komið er. Ómar sagði, að samkvæmt EES-samningnum kvæðu lögin á um, að starfsmaður sem hefði unnið að iðnaðarstörfum í 6–8 ár þyrfti ekki prófskírteini. Einung- is þyrfti að sýna fram á að hann hefði starfsreynslu. Það væru þau vottorð sem Impregilo hefði verið að leggja fram hjá sýslu- mannsembættinu á Seyðisfirði. Fyrirtækið væri því með allt á hreinu varðandi starfsréttindi sinna manna. ■ Fangi ól barn: Handjárnuð við rúmið PARÍS, AP Dómsmálaráðherra Frakk- lands hefur fyrirskipað rannsókn á því hvers vegna fangaverðir handjárnuðu konu við sjúkrarúm á meðan hún fæddi barn. Konan, sem er fangi í Fleury- Mérogis-fangelsinu skammt fyrir utan París, var flutt á sjúkrahús til að ala barn. Þegar hún neitaði að samþykkja að fangavörður yrði viðstaddur fæð- inguna var ákveðið að handjárna hana við rúmið. Dómsmálaráðherrann Dominique Perben segir að þessi með- ferð á konunni hafi verið óásættanleg og krefst þess að yfirmenn fangelsa landsins tryggi það að vistmenn fái að ala börn sín með reisn. ■ UPPREISNARMENN HEIÐRAÐIR Ehud Olmert, varaforsætisráð- herra Ísraels, heiðraði í gær minningu þeirra gyðinga sem féllu í uppreisn í Varsjá gegn þýska hernum sem hafði her- numið borgina 1939. Hann lagði einnig blómsveig að minnismerki um hóp Pólverja sem hjálpaði gyðingum að flýja. ■ Evrópa HÖFÐABORG, AP „Lýðræðið sem við búum er, þó það sé stöðugt, alls ekki laust við krankleika,“ segir F.W. de Klerk, fyrrum forseti Suð- ur-Afríku, sem var í fararbroddi þegar aðskilnaðarstefnan var af- numin í Suður-Afríku fyrir áratug. Hann segir að sama kynþátta- hyggja og klauf þjóðina á sínum tíma grafi undan lýðræðinu. Vandamálið er, í augum de Klerk, það að sýn almennings á stjórnmálin mótist um of af því af hvaða kynþætti það er. Þriðju þingkosningarnar sem eru opnar öllum kynþáttum verða haldnar eftir tvo mánuði. Forsetinn fyrrverandi segir Afríska þjóðarráðið öruggt um sig- ur þar sem þrír af hverjum fjórum kjósendum séu svartir. Aðrir flokkar verði því að berjast um það litla sem eftir er. „Ég hefði viljað sjá meiri uppstokkun í stjórnmálum,“ segir de Klerk. „Að þau byggðu meira á gildum fólks og hugsjónum.“ Þrátt fyrir þetta telur de Klerk að Suður-Afríka stefni í rétta átt. Efnahagurinn sé í uppsveiflu og sambúð fólks af ólíkum kynþáttum sé ótrúlega góð. Hann býst við því að með tíð og tíma þróist stjórn- málin í þá átt að flokkar og banda- lög myndist um hugmyndafræði og stefnu og við það missi Afríska þjóðarráðið yfirburðastöðu sína. „Afríska þjóðarráðið, með sína tvo þriðju hluta atkvæða, byggði á einu sameiginlegu markmiði, að binda endi á aðskilnaðarstefnuna. Það bindiefni er horfið.“ De Klerk kom heiminum á óvart þegar hann leysti Nelson Mandela úr fangelsi og leyfði Afríska þjóðarráðinu, sem hafði verið bannað fram að þessum tíma, að starfa löglega. Þetta gerð- ist hálfu ári eftir að hann komst til valda árið 1989, gegnum Þjóðar- flokkinn sem hafði borið ábyrgð á því að gera aðskilnaðarstefnuna að lögum ríkis sem undirokaði svert- ingja um áratugaskeið. Fyrir það hlaut hann friðarverðlaun Nóbels, ásamt Mandela, en tapaði næstu kosningum fyrir Afríska þjóðar- ráðinu. Hann segir Afríska þjóðarráðið stunda mildara form aðskilnaðar- stefnunar með því að ganga hart fram í jákvæðri mismunun en er þrátt fyrir allt ánægður með gang mála. „Hin nýja Suður-Afríka er mun betri staður en ef við hefðum reynt að halda í kerfi sem var orðið sið- ferðislega ranglátt. Ég er bjart- sýnn á framtíðina.“ ■ George W. Bush: Með naumt forskot BANDARÍKIN George W. Bush Banda- ríkjaforseti hefur naumt forskot á John Kerry, líklegasta frambjóð- anda demókrata, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fyrir CNN og USA Today. Samkvæmt henni fengi Bush 49% atkvæða ef kosið væri nú en Kerry 48% og er munurinn vel inn- an skekkjumarka. Bush hefði meira forskot á aðra frambjóðendur demókrata, mest þó á Howard Dean, tíu prósent. Rúmur helmingur Bandaríkja- manna, eða 52%, er ánægður með frammistöðu Bush sem forseta en 44% óánægð. ■ AFTUR Á VÍGVELLINA Breska rík- isstjórnin hyggst verja rúmum milljarði króna til að styrkja her- menn úr seinni heimsstyrjöld til ferðalaga á gamla vígvelli og grafreiti þar sem fallnir félagar þeirra hvíla. Féð er sótt í tekjur af breska lottóinu en framtakið er hugsað sem þakkir fyrir bar- áttu hermannanna. STOPPA NJÓSNARA Rússneska gagnnjósnastofnunin kom upp um meira en 60 erlenda njósnara á síðasta ári að sögn Vyacheslav Ushakov, yfirmanns í Öryggis- þjónustu ríkisins, arftaka KGB. Hann segir að endir hafi verið bundinn á starfsemi 37 þeirra. LÆKNAR Í VERKFALL Fjöldi Ítala sem leituðu sér læknis- hjálpar í gær gripu í tómt þar sem lækn- ar um land allt fóru í sólar- hringslangt verkfall. Þúsundir farþega sem áttu bókað flug í gær urðu af því, seinkaði eða urðu að komast á leið- arenda eftir krókaleiðum því flug- menn fóru líka í verkfall. Kynþáttahyggja klýfur þjóðina enn Maðurinn sem var í fararbroddi þess að binda endi á aðskilnaðarstefn- una í Suður-Afríku segir stjórnmál landsins enn mótast um of af kyn- þáttahyggju. Meðan svo er standi lýðræðið ekki nógu traustum fótum. F.W. DE KLERK „Við, gamli flokkurinn minn, afnumum aðskilnaðarstefnuna, ekki Afríska þjóðarráðið,“ segir de Klerk og gagnrýnir að flokkur sinn verði enn fyrir árásum vegna fyrri stuðnings síns við aðskilnaðarstefnuna. Mörkinni 6. Sími 588 5518. • Opið laugardaga frá 10 til 16. 50% af ullarkápum og pelskápum. Ullarjakkar kr. 5.900. Útsala! ÓMAR R. VALDIMARSSON Beiðni verkalýðshreyfingarinnar um rannsókn á starfsréttindum sprottin af misskilningi. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.