Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 16
16 11. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli Leiðtogar bandamanna, Win-ston Churchill, forsætisráð- herra Bretlands, Sovétleiðtog- inn Jósef Stalín og Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti komu saman í Jalta á Krímskaga og gerðu upp seinni heimsstyrj- öldina sem þá sá fyrir endann á. Þeir ákváðu að „afnasista“ Þýskaland og að það skyldi her- numið í þeim tilgangi. Bretland, Frakkland, Bandaríkin og Rúss- land myndu við það skipta land- inu á milli sín. Þá var ákveðið að skipta Berlín og Vín upp og stef- na að lýðræðislegum kosningum í frelsuðum löndum Austur-Evr- ópu. Stalín hét því einnig að Rúss- land myndi lýsa stríði á hendur Japönum tveimur til þremur mánuðum eftir uppgjör Þjóð- verja. Ýmis önnur mál eins og stríðsskaðabætur og framtíð landamæranna við Pólland. Á Jaltaráðstefnunni voru einnig lögð drög að stofnun Sameinuðu þjóðanna í þeirri mynd sem þær eru í dag. Þjóðverjar gáfust síðan upp skilyrðislaust þann 7. maí árið 1945 og þar með var seinni heimsstyrjöldinni lokið í Evrópu. ■ Helena Jónsdóttir dansari er 40 ára í dag. Valur Valsson, fyrrverandi bankastjóri, er 60 ára í dag. Geir Magnússon, fyrrum forstjóri Kers og Olíufélagsins, er 62 ára í dag. Elmar Víglundsson frá Ólafsfirði, lést sunnudaginn 8. febrúar. Helgi Brynjólfsson, vélstjóri frá Þingeyri, Hrafnistu í Reykjavík, lést laugardaginn 7. febrúar. Eðvarð P. Ólafsson blikksmiður, Tún- braut 5, Skagaströnd, er látinn. Kristinn Kristjánsson, frá Bárðarbúð, lést miðvikudaginn 4. febrúar. Þorsteinn C. Löve, lést laugardaginn 7. febrúar. Guðbjörn Friðriksson, Löngumýri 20, Garðabæ, lést fimmtudaginn 5. febrúar. Hjörtur Brynjólfsson frá Hraunsnefi, Borgarfirði, lést mánudaginn 9. febrúar. 13.30 Vilberg Daníelsson verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði. JENNIFER ANISTON Leikkonan vinsæla úr „Vinum“ og eigin- kona kyntröllsins Brad Pitt á afmæli í dag. Hún er orðin 35 ára. 11. febrúar ■ Þetta gerðist 1752 Benjamín Franklín kemur að stofnun Pennsylvaníu-spítala, fyrsta spítalans í Bandaríkjunum. 1965 Ringo Starr, trommari Bítlanna, og Maureen Cox ganga í hjónaband í London. 1970 Japanir blanda sér í geimferða- kapphlaupið þegar þeir koma gervitungli á sporbaug umhverfis jörðu. 1979 Fylgismenn Ayatollah Khomeini ná völdum í Íran. 1990 Þungaviktarmeistarinn Mike Tyson tapar titlinum þegar Buster Douglas rotar hann í tíundu lotu í bardaga í Tókýó. 1990 Nelson Mandela er látinn laus eftir 27 ára fangelsisvist. 1993 Bill Clinton gerir Janet Remo að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna en hún er fyrsta konan til að gegna því embætti. 1995 Geimferjan Discovery lendir í Florída eftir leiðangur sem fól meðal annars í sér viðkomu í rússnesku geimstöðinni Mír. CHURCHILL, ROOSEVELT OG STALÍN Komu saman á Jaltaráðstefnunni og gerðu heimsstyrjöldina síðari upp þó Þjóðverjar hefðu ekki enn gefist upp. Sögulegur fundur stórlaxa JALTARÁÐSTEFNAN ■ Leiðtogar bandamanna komu saman og lögðu drögin að heimsskipaninni eftir síðari heimsstyrjöld en þarna sá fyrir endann á átökunum. 11. febrúar 1945 FÍFA Hefur verið týnd í tvær vikur. Talið er að hún hafi síðast sést í Mosfellsbæ en þeir sem hafa séð til Fífu eru beðnir að hafa samband við eigendur hennar. Fífa er týnd Tíkin Fífa hvarf af heimili sínuvið Dýrahlíð á Kjalarnesi fyr- ir hálfum mánuði. Hún hefur aldrei áður farið að heiman og eig- endur hennar eru því að vonum orðnir áhyggjufullir enda allt á huldu um það hvað varð til þess að hundurinn hvarf. Síðast fréttist af Fífu í Mosfellsbæ en leit þar hefur engan árangur borið. Þeir sem kynnu að rekast á Fífu á förnum vegi eru beðnir að láta vita í síma 566 6002, 822 6750 eða 898 0110. ■ Púllarar færa Barnaspítalanum áritaða treyju Barnaspítali Hringsins fékk ísíðustu viku skemmtilega gjöf frá Liverpoolklúbbnum Íslandi þegar Sigursteinn Brynjólfsson, formaður klúbbsins, afhenti spít- alanum áritaða leikmannstreyju. „Flestir leikmenn enska úrvals- deildarliðsins Liverpool á yfir- standandi leiktímabili hafa ritað nöfn sín á treyjuna, að minnsta kosti þessir helstu,“ segir Sigur- steinn. Treyjan hefur verið inn- römmuð og hengd upp í ung- lingaherberginu, áhugasömum unglingum á spítalanum til ánægju. Auk treyjunnar færði Liverpoolklúbburinn barnaspít- alanum myndbandsspólur og prentefni sem gefið er út af klúbbnum. Tilefni gjafarinnar er tíu ára afmæli Liverpoolklúbbsins þann 27. mars næstkomandi. „Það er mjög erfitt að fá þessar treyjur þar sem leikmenn Liverpool árita aðeins saman á leikmannstreyju í góðgerðaskyni og þá einkum til að gefa sjúkrahúsum. Það er orðin svo mikil ásókn í þessar treyjur, sérstaklega hjá þeim sem vilja græða á þeim, að það er orðið sjaldgæfara að fá svona gripi. En þetta var kjörið tilefni að gera eitthvað til að minnast afmælis- ins. Það er mikið af börnum og unglingum á barnaspítalanum sem fylgjast með enska boltan- um.“ ■ ■ Jarðarfarir BARNASPÍTALINN FÆR GJÖF Sigursteinn Brynjólfsson, formaður Liverpoolklúbbsins, afhendir Barnaspítala Hringsins áritaða leikmannstreyju í tilefni 10 ára afmælis klúbbsins.Börn FÁ GJAFIR ■ Liverpoolklúbburinn á Íslandi fagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mundir og færði Barnaspítalanum gjafir af því tilefni. Í eldlínunni í fjörutíu og tvö ár Ætli ég verji ekki afmælis-deginum á löngum fundum í útvarpinu og fer, ásamt sam- starfsmönnum mínum, yfir stöðu síðustu mánaða og horfi fram á veginn,“ segir Kári Jón- asson, fréttastjóri Ríkisútvarps- ins, sem á afmæli í dag. Hann segir hlustendur ekki eiga von á breytingum. „Hins vegar má segja að stöðugar breytingar séu í útvarpi á hverjum degi. Fréttir eru til að mynda alltaf nýjar.“ Kári hefur verið starfandi fréttamaður frá árinu 1962. Fyrstu skrefin tók hann hjá Tímanum undir handleiðslu Indriða G. Þorsteinssonar sem hann segist hafa lært mikið af. „Ein afleiðing mikillar þjóð- félagsbreytinga undanfarinna ára, ekki síst á sviði viðskipta, er breyting á fréttaumhverfi. Hér áður lifðum við á aflabrögð- um, gengisfellingum, landhelg- isdeilunni, eldgosum og Bobby Fischer.“ Kári segir þjóðfélagsumræðu hafa færst yfir í annan farveg. „Landbúnaður var áberandi í fréttum og fréttir úr sveitinni. Fólksfækkun hefur orðið til sveita og flutningar tíðari á möl- ina. Í staðinn fyrir að tala um vandamál bænda er fjallað um vandræði á leikskólum, skóla- nesti og dagmæður.“ Samkeppni milli fréttastofa hefur að mati Kára breyst mikið síðustu ár, sér í lagi í kjölfar aukinnar netnotkunar. „Ég var á Tímanum í 10 ár og allan tímann var rosaleg keppni við Mogg- ann. Í dag eru fjölmiðlar með sömu fréttirnar fyrir utan skúbb annað slagið.“ Kári segist velta fyrir sér umræðunni um eignarhald á fjölmiðlum. „Ég treysti kolleg- um mínum algerlega til að halda uppi sjálfstæði sínu. Hins vegar verður að leiða hugann að því hvert peningaflæðið streymir. Peningar eru afl allra hluta. Ákvörðun um að auglýsa meira í einum fjölmiðli en öðrum getur haft þau áhrif að skera verður niður um tvo blaðamenn á ein- um stað meðan starfsmönnum fjölgar á hinum.“ Hann telur umræðuna oft á villigötum. „Í stað þess að einblína á fjölmiðl- ana og hvort eigendur séu með puttana í ritstjórnum þyrftu menn að hugleiða hvaða áhrif eitt pennastrik getur haft þegar kemur að því að raða auglýsing- ar niður á fjölmiðla.“ Aðspurður segist hann ekki vilja dæma um hvort ritstjórnir yrðu veikari ef segja þyrfti starfsfólki upp. ■ KÁRI JÓNASSON, FRÉTTASTJÓRI RÍKISÚTVARPS Er minnugur þess þegar talið var að gullskip væri að finna á Skeiðarársandi og miklar til- raunir gerðar til að grafa það upp. „Eitt sinn héldu menn að þeir hefðu fundið skipið. Ég var staddur fyrir tilviljun austur í Skaftafelli þegar í ljós kom að umræddur fundur var ekki gullskipið heldur þýskur togari. Ég man að þetta var sjö mínútum fyrir sjö og tókst mér einhvern veginn að koma þessum upplýsingum á framfæri. Ég held ég eigi enn flís úr togaranum.“ Afmæli KÁRI JÓNASSON ■ fréttastjóri RÚV, er 64 ára í dag. Á 42 ára ferli hans sem fréttamanns hefur fjölmiðlaumhverfið breyst mikið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, tengdafaðir og afi, STEINGRÍMUR JÓN ELÍAS GUÐMUNDSSON verður jarðsunginn frá Áskirkju, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Wan Phen Malai, Íris Anna Steingrímsdóttir, Kjartan Þór Árnason, Anna S. Steingrímsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson, Magnús Guðmundsson, Sigrún Hjörleifsdóttir, Grettir I. Guðmundsson, Hrönn Harðardóttir, Óðinn A. Guðmundsson, Iðunn Lárusdóttir, Halldór Þór Guðmundsson, Rebekka R. Guðmundsdóttir, Kristján Róbert Walsh

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.